Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991.
23
íslandsmótinu í knattspymu lýkur á laugardaginn:
Fram eða Víkingur
íslandsmeistari?
- Víkingar mæta Víði í Garði og Fram leikur gegn ÍBV í Laugardal
íslandsmótinu í knattspyrnu
lýkur á morgun en þá verður leikin
18. og síðasta umferð í 1. og 2. deild
karla. Það er gífurleg barátta um
íslandsmeistaratitilinn og knatt-
spyrnuleikir helgarinnar eru há-
punkturinn í íþróttum helgarinn-
ar.
Víkingar standa
betur að vígi
Það ræðst á morgun hvaða lið verð-
ur íslandsmeistari í knattspyrnu
1991. Víkingur og Fram berjast um
sigurlaunin og fyrir síðustu um-
ferðina eru liðin með jafnmörg stig
en Víkingar standa betur að vígi,
eru með hagstæðari markatölu og
munar tveimur mörkum á liðun-
um. Víkingar leika gegn Víðis-
mönnum, sem eru þegar fallnir í
2. deild, og fer leikurinn fram í
Garðinum. Fram tekur á móti ÍBV
á Laugardalsvelli. Sigri bæði Fram
og Víkingur er það markatala sem
ræður úrslitum. Þrír aðrir leikir
eru á dagskrá og skipta þeir engu
um hvaða lið verður meistari eða
hvaða lið fellur. Víðir og Stjarnan
eru þegar fallin og því er þaráttan
um 4.-8.sætið. Valur og FH leika að
Hlíðarenda, Stjarnan og Breiðablik
í Garðabæ og á Akureyri leika KA
og KR. Allir leikirnir hefjast klukk-
an 14.
Guðmundur Steinsson og félagar hans í Víkingi eiga góða möguleika á að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn
á morgun. Guðmundur er markahæstur fyrir lokaumferðina með 13 mörk og hann er hér i baráttu við fyrrum
félaga sína í Fram, þá Jón Sveinsson og Pétur Ormslev í leik liðanna í fyrri umferð íslandsmótsins.
Hvaða lið fylgir
Skagamönnum upp?
í 2. deild er ljóst að ÍA hefur sigrað
og lið Hauka og Tindastóls eru fall-
in í 3. deild. Baráttan í 2. deild er
um annað sætið sem gefur sæti í
þeirri 1. á næsta ári. Þórsarar
standa vel að vígi eru með þremur
stigum meira en Grindvíkingar
sem eru í 3. sæti og eru auk þess
með hagstæðari markamun. Það
er því ljóst að Grindvíkingar verða
að sigra stórt og treysta á að Þór
tapi sínum leik. Grindavík tekur á
móti ÍR og Þór heimsækir Fylki í
Árbæinn. ÍA og Selfoss leika á
Skaganum, Haukar og Þróttur í
Hafnarfirði og ÍBK og Tindastóll í
leika í Keflavík. Leikirnir fara allir
fram á morgun, laugardag, og hefj-
ast klukkan 14.
Reykjanesmót í
körfuknattleik
Fjórir leikir verða háðir um helg-
ina í Reykjanesmótinu í körfu-
knattleik. í kvöld er stórleikur í
Njarðvík þegar heimamenn taka á
móti Grindvíkingum. Leikurinn
hefst klukkan 20 og á sama tíma
leika í Kópavogi UBK og ÍBK. Á
sunnudaginn eru síðan tveir leikir
klukkan 20. ÍBK og Haukar leika í
Keílavík og UBK og Grindavík
leika í Kópavogi. -GH
Sýningar
Gallerí Borg
Pósthússtræti 9
Sigrún Sverrisdóttir sýnir myndvefnað
og einþrykk. Þetta er fyrsta sýning Sigr-
únar hér á landi en hún hefur haldið
tvær einkasýningar í Stokkhólmi og tekið
þátt í nokkrum samsýningum. Sýningin
stendur til 24. september og er opin alla
daga kl. 14-18.
Gallerí List
Skipholti
Þar stendur yfir sýning á verkum eftir
nokkra listamenn. Þar gefur að líta graf-
íkmálverk, keramik, postulín, glerverk
og rakúkeramik. Sýningin stendur yfir í
allt sumar og er opin virka daga kl.
10.30-18.
Gallerí Einn einn
Skólavörðustíg 4a
Þar stendur yfir sýning á málverkum
eftir Kristján Steingrim. Sýningin stend-
ur yfir til 19. september og er opin dag-
lega kl. 14-18.
Gallerí Kot
Borgarkringlunni
Pétur Halldórsson opnar á morgun sýn-
ingu á teikningum, unnum með bland-
aðri tækni. Sýningin er opin á almennum
afgreiðslutíma Borgarkringlunnar.
Gallerí Sigurþórs
Víðimel 61
er opið alla daga frá kl. 13-18. Myndverk
eftir Sigurþór Jakobsson til sýnis og sölu.
Gallerí Sævars Karls
Bankastræti 9
Ósk Vilhjálmsdóttir sýnir í Gallerí Sæv-
ars Karls. Sýningin stendur til 4. október
og er opin á verslunartíma frá kl. 9-18
og kl. 10-16 á laugardögum.
Hafnarborg
Strandgötu 34
Gígja opnaði sýningu í Hafnarborg 31.
ágúst sl. Síðastiiðin 4 ár hefur hún mest
fengist við oliumálun á striga og eru
myndimar á sýningunni ailar frá þeim
tíma. Þetta er fyrsta einkasýning hennar.
Sýningin er opin frá kl. 14-19 alla daga
nema þriðjudaga. Sýningin stendur til 15.
september. Alda Ármaima Sveinsdóttir
opnar á morgun sýningu á málverkum
og vatnslitamyndum í kaífistofu Hafnar-
borgar. Opið er frá kl. 11-19 virka daga
en 14-19 um helgar.
Hlaðvarpinn
Vesturgötu 3
Valdimar Bjarnfreösson sýnir 35 myndir
unnar í olíu- og akrýl.
J. Hinriksson
Maritime Museum
Súðarvogi 4
Sjóminja- og vélsmiðjumtmasafnið er
opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku-
daga, fimmtudaga, fostudaga og laugar-
daga.
Kaffi Splitt
Klapparstíg
Myndhstarmaðurinn G.R. Lúðvíksson
hefur opnað sýningu á Kaífi Splitt. Verk-
in eru teikningar er hann kallar „eleckt"
Verkin eru öh til sölu og er sýningin
opin á sama tíma og kaffihúsið.
Keramikhúsið, gallerí
v/Faxafen
Sýning á leikaramyndum eftir Halldór
Pétursson. Opið alla daga kl. 13-18 nema
laugardaga kl. 13-17.
Listasafn Einars Jónssonar
Opið laugardaga og sunnudaga kl.
13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega kl. 11-17.
Listinn, gallerí - innrömmun
Síðumúla 32
Uppsetningar eftir þekkta íslenska mál-
ara: oha, vatnsUtir, pastel og grafik. Opiö
virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18
og sunnudaga kl. 14-18.
Mokkakaffi
v/Skólavörðustíg
Helgi Jónsson sýnir Utlar vatnslitamynd-
ir. Þetta eru landslagsmyndir frá ýmsum
stööum, málaðar eftir skissum gerðum á
staðnum. Helgi hefur lengi fengist við
myndUst og síðasta áratuginn verið í
MyndUstarskólanum i Reykjavtk í ýms-
um greinum.
Katel
Laugavegi 20b
(Klapparstígsmegin)
Til sölu eru verk eftir innlenda og er-
lenda listamenn, málverk, grafik og leir-
munir.
Kjarvalsstaðir
v/Miklatún
Þar stendur yfir sýning á verkum eftir
franska Ustamanninn Philippe Cazal,
sem ber yfirskriftina „Annars vegar -
hins vegar“. Sýningin stendur til 6. okt-
óber. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega
kl. 10-18 og er veitingabúðin opin á sama
tíma.
Listasafn Háskóla íslands
í Odda
Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum
verkum í eigu safnsins. Opið er daglega
kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis.
Listasafn íslands
Fríkirkjuvegi 7
Um þessar mundir er í safninu sýning á
verkum eftir Guðmund Thorsteinsson,
Mugg. Safnið er opið alla daga nema
mánudaga kl. 12-18 og er aðgangur
ókeypis. Veitingastofa safnsins er opin á
sama tíma.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
Laugarnestanga 70
í safninu er yfirlitssýning á andlitsmynd-
um eftir listamanninn frá árunum 1927
til 1980. Opiö er um helgar kl. 14-17.
Listhúsið
Vesturgötu 17
„Án sýnilegs titils" er sýning sem verður
opnuð í Listhúsinu sunnudaginn 15. sept-
ember, kl. 16. Sýningin er haldin í boði
Jacqueline og Jack Mer, sendiherra
Frakklands á Islandi. Þátttakendur hafa
alUr búið í Frakklandi, stundað þar nám
eða búa þar enn. Þau eru: Erla Magnús-
dóttir, Oddur Stefán Þórisson, Ragnheið-
ur Ágústsdóttir, Yann Hervé og Þórdís
Ágústsdóttir. Sýningin verður opin til 22.
september kl. 12-18.
Norræna húsið
v/Hringbraut
Þar stendur yfir sýning sem ber yfir-
skriftina Norrænt graííkþríár. Er þetta
öðru sinni sem Norræna húsið og félagið
íslensk grafík hafa samvinnu um sýn-
ingu á grafíkverkum eftir fimm af helstu
samtíöarUstamönnum Norðurlanda.
Auk þess er einum Ustamanni utan Norð-
urlanda boðið að sýna verk sín og er það
að þessu sinni Helen Frankenthaler frá
Bandaríkjunum. Norrænu listamennim-
ir fimm eru: Per Kirkeby frá Danmörku,
Jukka Mákela frá Finnlandi, Olav Christ-
opher Jensen frá Noregi, Max Book frá
Svíþjóð og fuUtrúi íslands er Sigurður
Guðmundsson. Sýningin stendur tfi 22.
september og er opin daglega kl. 14-19.
Nýhöfn
Hafnarstræti 18
Kristin Guðrún Gunnlaugsdóttir opnar
málverkasýningu á morgun kl. 14. Á sýn-
ingunni verða tólf oUumálverk, máluð á
árunum 1988-91. Sýningin er opin virka
daga kl. 10-18, um helgar kl. 14-18, lokað
á mánudögum. Sýningunni lýkúr 2. okt-
óber.
Nýlistasafnið
Á morgun kl. 15 verður opnuð sýning á
verkum eftir hoUenska myndUstarmann-
inn Fons Brasser Sýningin stendur til 29.
september.
Sjóminjasafn íslands
Vesturgötu 8
Hafnarfírði, sími 52502
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18.
Stofnun Árna Magnússonar
Árnagarði, Suðurgötu
Handritasýning í Stofnun Áma Magnús-
sonar er opin í Arnagarði alla daga í sum-
ar fram til 1. september kl. 14-16.
Póst- og símaminjasafnið
Austurgötu 11
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15-18. Aðgangur ókeypis.
Vinnustofa Ríkeyjar
Hverfisgötu
Þar em til sýnis og sölu postuUnslág-
myndir, málverk og ýmsir Utlir hlutir.
Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið-
vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á
laugardögum kl. 10-16.
Þjóðminjasafnið
í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir
sýningin „Stóra-Borg - fomleifarann-
sókn 1978-1990“. Þar er sögð saga forn-
leifarannsókna á Stóm-Borg undir Eyja-
fjöllum, Rangárvallasýslu, og sýndir
gripir sem þar fundust. Safnið er opið
aUa daga nema mánudaga kl. 11-16.
Haustsýning í Gunnarssal
Þernunesi 4, Arnarnesi,
Torfi Jónsson, myndlistarmaður, kenn-
ari og hönnuður, opnar á morgun kl. 15
sýningu á 24 vatnsUtamyndum, m.a.
myndum gerðum á Ítalíu og Vestfjörðum.
Myndir Torfa prýða einnig veggi i útibúi
SPRON, Álfabakka í Mjódd. Sýningin
stendur þessa helgi og næstu og verður
opin á tostud. kl. 17-21, laugardag og
sunnudag kl. 14-18.
Menningarstofnun
Bandaríkjanna
Laugavegi 26,
Björn Þórðarson opnar á morgun mál-
verkasýningu í sýningarsal Menningar-
stofnunnar Bandaríkjanna. Björn er
sjálfmenntaður að mestu en hefur notið
tilsagnar hjá Einari G. Baldvinssyni list-
málara sl. 10 ár. Sýningin stendur til 4.
október og er hún opin um helgina kl.
14-17 og alla virka daga kl. 11.30-17.45.
Minjasafnið á Akureyri
Aðalstræti 58, sími 24162
Opið daglega kl. 11-17. Þar stendur yfir
sýning á mannamyndum HaUgríms Ein-
arssonar ljósmyndara. Möppur með ljós- '
myndum liggja frammi og einnig eru til
sýnis munir og áhöld af ljósmyndastofu ,
Hallgríms.
Myndlistarsýning á Hótel
Selfossi
Lu Hong, kínverskur landslagsmálari, er
með myndlistarsýningu á Hótel Selfossi
dagana 6.-29. september. Þetta er önnur
einkasýning kinverska landslagsmálar-
ans Lu Hong á íslandi. Á sýningunni
gefur að líta ýmsar perlur íslenskrar
náttúru, túlkaðar með aðferöum hefð-
bundinnar kínverskar landslagsmálun-
ar. Myndimar eru málaðar með kín- I
versku bleki og vatnslitum á þunnan f
bambuspappír.
Slunkaríki ísafirði
Guðmtmdur Thoroddsen myndhstar- *
maður sýnir í Siunkaríki. Á sýningunni 1
em lágmyndir, unnar í tré og ýmis önnur
efni. Efniviður og innihald myndanna
tengist sjónum á einn eða annan hátt.
Slunkaríki er opið fimmtudaga tU sunnu-
daga kl. 16-18 og sýning Guðmundar
stendur tíl sunnudagsins 29, september.