Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1991, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991. 3 Fréttir Fiskvinnslufólk Norðurlandi vestra: Vill 75 þúsund í lágmarkslaun Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Samstarfshópur fiskverkafólks á Norðurlandi vestra hefur ályktað að í þeim samningum sem fram undan eru hækki lágmarkslaun í 75 þúsund krónur. Þá vill samstarfshópurinn aö skatt- leysismörk hækki verulega og að kaupmáttur verði sá sami og árið 1987. Fiskverkafólkið krefst þess að í næstu sammngum sitji starfandi fiskverkafólk í samninganefnd, aö bónuskerfið verði endurskoðað og lagt niður í áfóngum án þess að laun skerðist. Sýningargestir við opnun sýningar Tolla og Hauks Dórs í gamla verksmiðju- húsi Álafoss. DV-mynd Brynjar Gauti Metaðsókn hjá Tolla og Hauki Dór: Á f immta þúsund f yrstu tvo dagana „Ég átti kannski von á svona eitt þúsund manns að skoða um helgina en aldrei þessu. Það var alveg pakkað báða dagana. Mannfiöldinn var því- líkur að minnti helst á aðsókn að góðum fótboltaleik," sagði Tolli (Þor- lákur Kristinsson) um gífurlega að- sókn að málverkasýningu hans og Hauks Dórs um helgina. 4300 manns mættu á sýningu þeirra félaga í gamla verskmiðjuhúsi Ála- foss í Mosfellsbæ á laugardag og sunnudag. Aðsókn sem þessi á mál- verkasýningu hérlendra listamanna mun vera einsdæmi. Svo troðið var í sölum og á göngum verksmiðju- hússins að á tímabili talaði fólk helst um að komast út. Bílum var lagt beggja vegna vegarins að verk- smiðjuhúsinu, alveg niður á Vestur- landsveg. Þeir Tolli og Haukur Dór sýna frá fimmtudegi til sunnudags fram í síð- arihlutaoktóber. -hlh EykontiISÞ? Þyrfti f yrst að tala við yf irboðara minn „Ég hef heyrt þennan orðróm en þetta hefur ekki verið orðað við mig af neinum ábyrgum manni,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson alþingis- maður, er DV spurði hann hvort til stæði að hann tæki að sér starf fasta- fulltrúa íslands hjá Sameinuðu þjóð- unum. Eyjólfur Konráð hefur verið sterk- lega orðaður við umrætt starf. Að- spurður hvort til greina kæmi að hann tæki þaö að sér hló hann og svaraði: „Ég þyrfti þá fyrst að tala við yfirboðara minn, eiginkonuna.“ Hann kvaðst ekki vilja tjá sig frek- arummálið. -JSS Ber í haugunt í Fljötunum berjamó. Það er víða gott berjaland Fljótum, t.d. í Stífluhólum og á Öm Þórsuinsson, DV, Hiótum: Mjög góð berjaspretta hefur verið i Eljótum í sumar, sú besta í árarað- ir, og má segja að bláber, krækiber og aðalbláber séu víða í haugum. Ber ur ðu ó venj usnemma þroskuð og mátti sjá hópa fólks við berja- tinslu þegar um miðjan ágúst og síöan hefur verið mikið um að fólk komi i Fljót gagngert til að fara i Almenningum. Á þessum stöðum )regst berjaspretta nær aldrei og )að er fastur liður hjá mörgum fjöl- skyldum að fara þarna til berja að minnsta kosti einu sinni á sumri. >á hefur veðrið veriö'berjafólki íagstætt í sumar. Fyrsta frostnótt- n kom hér 13. september. Sauðárkrókur: A sjötta tug vilja 12 íbúðir ÞórhaHur Ásmundssan, DV, Sauðárkróki: Hvorki fleiri né færri en 53 um- sóknir bárust í 12 íbúðir sem hús- næðisnefnd Sauðárkróks auglýsti nýlega. Um er að ræða tvær endur- söluíbúðir og 10 parhúsaíbúðir í byggingu við Jöklatún og Laugartún sem afhentar verða í september á næsta ári. Jón Karlsson, formaður húsnæðis- nefndar, sagði greinilegt á þessum umsóknum að húsnæðisekla í bæn- um væri mikil og jafnframt að íbúðir í félagslega kerfinu væru eftirsóttar. Húsnæðismálastjóm hafnaði um- sóknum nefndarinnar um lán til bygginga 20 nýrra íbúða þegar lán til félagslegra íbúðabygginga voru veitt í sumar. ÁRGERÐ 1992 KOMIN öö PIOIMEER The Art of Entertainment hljómtækjasamstæður V JL_______•_ ..M N30 Litla stóra stæðan frá Útvarp, 24 stöðva minni, sjálfleitari, 3ja geisla CD spil- ari, 45W hátalarar og full- komið, tvöfalt kassettutæki (auto reverse), fjarstýring. Verðkr. 58.482 stgr. 100W Pioneer hátalarar, 3 way, 100W magnari (2x50), tvöfalt auto re- verse kassettutæki og geislaspilari með 32 þrepa forvali, hálfsjálfvirkur plötuspilari, útvarp, 24 stöðva minni, equalizer, surround útgangur. Verðkr. 75.501 stgr. HUÓMBÆJARHÚSINU HVERFISGÖKI 103 101 REYKJAVÍK • SÍMI25999 3 ára ábyrgð Opið laugardaga kl. 10-14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.