Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1991, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMpp 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91)27022 - FAX: (91 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Sæmd er gróði Þjóöum líður betur, ef þær halda reisn sinni. Þær eru sáttari við sjálfar sig en ella, ef þær haga sér þannig út á við, að til sóma er. Skiptir þá litlu, hvort fjárhags- eða efnahagstjón verður af sæmdinni eða ekki. Sumar þjóð- ir sæta hörmungum og jafnvel blóðbaði fyrir sóma sinn. Er íslendingar urðu fyrstir til að viðurkenna Eystra- saltsríkin án orðhengilsháttar, var almannarómur fyrir, að rétt hafi verið staðið að undirbúningi og niðurstöðu málsins. Menn létu sér lynda, að sovézki sendiherrann færi heim og að saltsíldaráhætta væri tekin. Danir fylgdu fast á eftir og höfðu einnig sóma af sinni afstöðu. Svíar guldu hins vegar þáverandi ríkisstjórnar, þar sem fremstur fór forsætisráðherra, sem sagði sjón- armið íslendinga óskiljanleg, og næstur utanríkisráð- herra, sem fór hrakyrðum um frelsisbaráttu Litháa. Viðskiptaáhætta íslendinga bliknar svo vitanlega í samanburði við sómann, sem Eystrasaltsþjóðirnar hafa sjálfar af sinni sjálfstæðisbaráttu. Skiptir þá litlu, þótt miklar íjárhags- og efnahagsþrengingar hljótist að sinni af skilnaðinum við miðstýrt yfirríkið í austri. Höfundur þessa leiðara var í síðustu viku í Eist- landi, þar sem sovézkir landamæraverðir stimpluðu végabréfsáritun frá sendiráði eistneska lýðveldisins í Helsinki. Þessi stimplun var ljóst dæmi um, að yfirríkið hefur í raun viðurkennt núverandi fullveldi Eistiands. Virka fólkið í Eistlandi er unga fólkið, sem hratt oki Ráðstjórnarríkjanna af baki sér. Hinum nýju íjölmiðlum er til dæmis stjórnað af ungu fólki, sem hafði hugrekki til að brjóta upplýsingum og skoðunum leið framhjá ritskoðurum og leynilögreglu og flokkskerfi. í krafti hugrekkis síns hefur unga fólkið tekið völdin í löndum Eystrasalts. Það gerir sér grein fyrir, að fá- tækt mun lengi enn verða almenn, en það hefur strax öðlazt þá reisn, sem skiptir öllu máli, þegar spurt er um, hvort þjóðir geti staðið undir sjálfstæði og fullveldi. Ungur maður, fæddur í Englandi af eistneskri móð- ur, fór úr góðu markaðsstarfi í London til að taka þátt í ævintýri Eystrasaltslanda, þótt hann vissi, að þar þarf skömmtunarseðla fyrir flestum nauðsynjum og að mán- aðarlaun hans mundu nema 1200 íslenzkum krónum. Þessi maður bar höfuðið hátt eins og margt annað ungt fólk í Eystrasaltslöndunum um þessar mundir. Það hefur ekkert handa milli, en á framtíðina fyrir sér, óflekkað af aðild að Flokknum illa, sem lá eins og mara forneskjunnar yfir allri Austur-Evrópu til skamms tíma. Þótt margir stjórnmálamenn Eistlands hafi sýnt mik- ið hugrekki, fer ekki milli mála, að enginn raunsæis- maður kemst með tærnar þar sem hugsjónamaðurinn Landsbergis í Litháen hefur hælana. Eistlendingar vita, að hann var sá, sem aldrei vék einn millímetra af leið. Þjóðir Eystrasaltsríkja munu komast langt á kraftin- um, sem fylgir reisn og stolti. Vegartálmar úr granít- björgum við þinghúsið í Tallinn verða um langan aldur veglegri minnisvarðar en höggmyndir hins félagslega raunsæis, sem Eistar munu fljótlega færa á brott. Gaman er að komast að raun um, að unga fólkið, sem er að taka völdin í Eistlandi, gerir sér ljósa grein fyrir frumkvæði íslands í máh þeirra. Það veit, að ísland braut ísinn, þegar önnur Norðurlönd tvístigu undir sænskri forustu og umheimurinn tilbað Gorbatsjov. Ekki er að efa, að við erum enn sáttari við okkur en áður að undirritaðri viðurkenningu á fullveldi Eystra- saltsþjóða. Gróði verður ekki alltaf mældur 1 fé. Jónas Kristjánsson O' I" 10,0 9,0 _ r- Ávt ixtunarkrafa ^-Æskilegir nafr ívextir Jf / 8,0 7,0 _ ^ y a n ^^-Núverandi nafn jextir 1990 ---------------------------------------- 1991 Vextir á húsbréfum og ávöxtunarkrafa. Hagsmunir húsnæðiskaupenda: Hækkið strax naf n- vexti á húsbréfum Húsbréf seliast meö miklum af- follum. Kaupendur þeirra fá 9,0% vexti þó nafnvextir bréfanna séu einungis 6,0%. Þessi munur er of mikiil. Best er að húsbréfm beri markaðsvexti. Með því að reikna affóll er vaxtagreiðslum breytt í afborganir og opinber aðstoð viö húsnæðiskaupendur minnkar því að vaxtabætur þeirra lækka. Greiðslubyrði dæmigerðrar fjöl- skyldu, sem er að kaupa í fyrsta sinn, léttist um 12,8% ef húsbréfin bera markaðsvexti. Þaö jafngildir 3,8% launahækkun. Húsbréfalán bera 9,0% vexti en ekki 6,0% Eftir að húsbréfín komu til sög- unnar taka fasteignakaupendur lán til húsnæðiskaupa á verðbréfa- markaði. Lánakjörin ákvarðast af vöxtum sem kaupendur húsbréfa krefjast. Þegar þetta er ritað eru það 9,0% auk verðtryggingar. Mik- ilvægt er aö húsnæðiskaupendur geri sér ljóst að lán þeirra bera vexti markaðarins en ekki nafn- vexti húsbréfanna. Fyrir fjár- magnsmarkaðinn er það einungis tæknilegt atriði að umreikna hús- bréf með 6,0% vöxtum yfir í jafn- gilt lán með 9,0% vöxtum. Til þess að skýra þetta má taka lítið dæmi af fjölskyldu sem þarf á 2,0 milljóna króna láni að halda vegna húsbyggingar. Til að aíla lánsins gefur hún út skuldabréf og skiptir á þeim og húsbréfum. Gengi húsbréfanna á markaöi er 77,7%. Til að fá 2,0 milljónir fyrir bréfin þarf nafnverð þeirra að vera 2.575 þúsund krónur. Það er jafngilt 2.000 þúsund króna láni með 9,0% vexti. (Þá hefur ekki verið reiknað með þóknun verðbréfasalans.) Jafngild lán? Lánin, sem áður voru nefnd, eru að því leyti jafngild að greiðslu- byröi beggja er sú sama. Affóllin, sem eru reiknuð af húsbréfaláninu, jafna muninn. Af báðum lánunum þarf að greiða 197,0 þúsund krónur á ári. Öll 25 ára jafngreiðslulán með 9,0% ávöxtunarkröfu, sem gefa 2,0 milljónir eftir að afföll hafa verið dregin frá, hafa þessa greiöslu- byrði. Nafnverð skuldabréfanna er hins vegar misjafnlega hátt allt eft- ir þvi hvaða nafnvexti þau bera. Ef nafnvextir húsbréfa hækkuðu til dæmis upp í 7,0% mundu afföllin lækka niður í 15%. Til að fá 2.000 þúsund í lán þyrftí þá að útbúa hús- bréf að fjárhæö 2.356 þúsund. Með 8,0% nafnvöxtum lækkuðu afföllin niður í 8% og fjölskyldan kæmist af með 2.174 þúsund krónur í húsbréf- um. Greiðslubyrði af öllum þessum lánum er hins vegar sú sama. Afföll breyta vöxtum í afborganir Greiðslur af lánum samanstanda KjaUaiiim Stefán Ingólfsson verkfræðingur af vöxtum, verðbótum og afborgun- um. Húsbréf eru svonefnd jafn- greiðslulán. Af þeim er í hvert sinn greidd sama fjárhæð að raunvirði. Fyrstu árin eru greiðslurnar aðal- lega vextír. Þegar líður á lánstím- ann minnka vaxtagreiðslumar eft- ir því sem lánið greiðist upp en af- borganir hækka að sama skapi. Hlutfallið á milh vaxtagreiðslna og afborgana fer eftír vöxtunum. Því hefur áður verið lýst að greiðslubyrði af láni að fjárhæð 2.000 þúsund krónur með 9,0% vöxtum og 2.575 þúsund króna hús- bréfaláni með 6,0% vöxtum sé hin sama ef lánstími er 25 ár. Hlutfallið á milli vaxtagreiðslna og afborgana er hins vegar óhkt. Á verðbréfa- markaði reiknast 22,3% affoll, 575 þúsund, af húsbréfaláninu. Með því að reikna affoll hefur vaxtagreiðslum í raun verið breytt í afborganir. Vaxtagreiðslur af 2.000 þúsund króna láninu með 9,0% vextí eru samtals 575 þúsund krónum hærri á lánstímanum. Það er nákvæmlega sama fjárhæð og reiknast sem afföU af hinu láninu. Það er ekki tilviljun. Af báðum lán- unum er árlega greidd sama fjár- hæð. Afborganir af hærra láninu eru hærri. Vextírnir af hinu eru þess vegna hærri sem því nemur. Vaxtabætur Vaxtabætur eru aðstoð ríkis- valdsins við húsnæöiskaupendur. Þær reiknast þannig að frá vöxtum, sem húsnæðiskaupendur greiða, eru dregin 6% af launum þeirra. Vaxtabæturnar verða þó ekki hærri en ákveðin fjárhæð. Það skiptír húsnæðiskaupendur miklu hvort greiöslur af lánum eru af- borganir eða vextír. Þegar affoll eru reiknuð breytast vaxtagreiðsl- ur í afborganir. Um leið lækka vaxtabætumar. Til þess að skýra þetta má taka dæmi af fjölskyldu með 150 þúsund í mánaðarlaun sem kaupir íbúð fyrir 6,5 mihjón krónur. 4.225 þús- und eru greidd í húsbréfum með 6,0% vöxtum. Fjölskyldan getur vænst þess að fá samtals tæplega 1.500 þúsund krónur í vaxtabætur á næstu 18 árum. Ef henni stæði tíl boða aö greiða með húsfcréfum sem bæru 9,0% vexti fengi hún mun hærri vaxtabætur. Verð íbúð- arinnar og húsbréfin myndu lækka um 940 þúsund þvi húsbréfin tækju engin afföll. Við þessa breytingu mundu vaxtabætur fjölskyldunnar þó hækka um 825 þúsund eða 55%. Greiðslubyrði hennar að teknu-til- hti tíl vaxtabótanna léttist við það um 12,8%. Vaxtahækkun húsbréfa jafngildir 3,8% launahækkun fyrir fjölskylduna. Hækka þarf nafnvexti á húsbréfum Af meðfylgjandi mynd má lesa hvernig ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur hækkað viðstöðulítið frá því húsbréfakerfið var opnað. Undan- farið hálft annað ár hefur hún hækkað um 2,5% eða 0,14% á mán- uði og lítil von er til þess aö þeir lækki í bráðina. Líklegra er að þeir hækki enn á síðustu mánuðum árs- ins og fyrsta ársfjórðungi 1992. Vextirnir eru orðnir miklu hærri en svartsýnustu spár gerðu ráð fyr- ir. Húsbréfin bera hins vegar ekki nema 6,0% nafnvexti. Þessi munur er fjölskyldum, sem kaupa notaðar íbúðir, mjög óhagstæður og fer versnandi. Vextir á húsbréfum eiga að vera sem næst markaðsvöxtum. Á meðan nafnvextir húsbréfa eru 6,0% bera húsnæðiskaupendur vaxtahækkanirnar óbættar. Af þeim sökum er tímabært að hækka þá strax upp í 8,25%. Stefán Ingólfsson „Á meðan nafnvextir húsbréfa eru 6,0% bera húsnæðiskaupendur vaxta- hækkanirnar óbættar. Af þeim sökum er tímabært að hækka þá strax upp 1 8,25%.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.