Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1991, Blaðsíða 26
26 f ’ .jeei ftaaúimae .t-s HUOAauiaia<í ■ÞRJÐJUBAGUR 24. SEPTEMBER 19&1«.. Fólk í fréttum__________ Ömólfur Ámason Qrnólfur Árnason rithöfundur hefur verið í fréttum DV vegna bók- ar sem hann vinnur nú að en hún fjallar um samþjöppun valds í ís- lensku viðskiptalífi, eða um „Kol- krabbann" svonefnda. Starfsferill Ömólfur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR1960, stundaði nám í lögfræði við HÍ í tvö ár, án þess að ljúka prófl, var síðar við nám við HÍ í ensku og enskum bókmenntum og stundaði nám í spænskum bók- menntum við háskólann í Barce- lona og nám við leiklistarháskólann íBarcelona. Örnólfur var blaðamaður viö Morgunblaðið 1963-66, leikhstar- gagnrýnandi þar 1966-69, gagn- fræðaskólakennari 1966-70, farar- stjóri og síðast aðalfararstjóri Út- sýnar á Spáni 1968-78, fram- kvæmdastjóri Kvikmyndafélagsins Óðins hf. 1980-87 og framleiöandi kvikmyndanna Punktur, punktur, komma strik og Atómstöðin. Örnólfur var formaður Leik- skáldafélags íslands 1975-86, for- maður Leikskáldafélags Norður- landa 1980-82, varaformaður Fasta- nefndar leikskálda (PPC) við Al- þjóöaleikhússtofnunina hjá UNESCO1981-85, ritari Leikhstar- ráðs íslands 1978-85, framkvæmda- stjóri Listahátíðar í Reykjavík 1979-83. Frumsamin verk Örnólfs eru Svartfugl, leikrit eftir skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, sýnt í Þjóð- leikhúsinu 1971; Samson, leikrit, sýnt í íslenska og norska sjónvarp- inu 1971; Viðtal, leikrit flutt í Ríkis- útvarpinu 1975 og einnig útvarpað í Noregi, Finnlandi, Hollandi, Þýska- landi og Portúgal; Að selja sóhna, handrit að heimildarkvikmynd um Andalúsíu, sjónvarpað 1976; Costa del Sol - Andalúsía, ferðahandbók 1977; Costa Brava - Mallorca - Costa-Blanca, ferðahandbók 1978; Upp úr efstu skúffu (Blessuð minn- ing), leikrit í Ríkisútvarpinu 1977, einnig útvarpað í Noregi, Belgíu og á írlandi, flutt á sviði í London og á Edinborgarhátíðinni sama ár; Silki- tromman, óperulíbrettó, sýnt í Þjóð- leikhúsinu 1982 og í þjóðleikhúsi Venesúelá 1983; Atómstöðin (ásamt öðrum), kvikmyndahandrit 1983; The Secret of the Icecave (ásamt öörum), kvikmyndahandrit fyrir CannonFilml989. Þá hefur Örnólfur þýtt fjölda leik- rita eftir ýmsa þekkta höfunda. Fjölskylda Kona Órnólfs er Helga E. Jóns- dóttir, f. 28.12.1945, leikari við Þjóð- leikhúsið. Börn Örnólfs og Helgu eru Mar- grét Örnólfsdóttir, f. 21.11.1967, hljómlistarmaður; Jón Ragnar, f. 22.9.1970, tónhstamemi; Álfrún Helga, f. 23.3.1981, og Ámi Egill, f. 24.7.1983, Systur Örnólfs eru Margrét Árna- dóttir, f. 11.6.1951, leikari, og Olga Guðrún Árnadóttir, f. 31.8.1953, rit- höfundur. Foreldrar Örnólfs eru Árni Þor- steinn Egilsson, f. 22.3.1918, loft- skeytamaður og fyrrv. fulltrúi hjá Pósti og síma, og Finnborg Örnólfs- dóttir, f. 22.11.1918, fyrrv. útvarps- þulurogleikkona. Ætt og frændgarður Árni er sonur Egils, veitinga- manns i Tiarnar-Café, Benedikts- sonar. Móðir Árna var Margrét Árnadóttir, prests á Kálfatjöm, bróður Steinunnar Guðrúnar, móð- ur Þorsteins Jónssonar (Þóris Bergssonar) og Magnúsar Jónsson- ar, prófessors'og ráðherra. Ami var einnig bróðir Þorsteins, langafa Karítasar, móður Jóhönnu Sigurð- ardóttur ráðherra. Árni var sonur Þorsteins, b. í Úthlíð, Þorsteinsson- ar, b. á Hvoli í Mýrdal, hálfbróður Bjarna Thorsteinssonar amtmanns, föður Steingríms skálds. Þorsteinn var sonur Þorsteins, b. í Kerhnga- dal, Steingrímssonar, bróður Jóns eldprests. Finnborg er hálfsystir Valdimars Örnólfur Árnason. íþróttakennara en hún er dóttir Örnólfs, kaupmanns og útgerðar- manns á Suðureyri við Súganda- fjörð, Valdimarssonar. Móðir Valdi- mars var Margrét Jónsdóttir, Sum- arliöasonar og Þorbjargar Þorvarð- ardóttur, b. í Eyrardal við Álfta- fjörð, Sigurðssonar, b. í Eyrardal og ættfoður Eyrardalsættarinnar, Þor- varðarsonar. Móðir Örnólfs var Guörún Sigfúsdóttir, trésmiðs á ísafirði, Pálssonar í Þórunnarseli, Þórarinssonar á Víkingavatni. Móðir Finnborgar var Finnborg Kristjánsdóttir, útvegsb. á Suður- eyri, Albertssonar, b. á Gilsbrekku, Jónssonar. Afmæli Inga Jóna Þórðardóttir Inga Jóna Þórðardóttir viðskipta- fræðingur, Granaskjóli 20, Reykja- vík, er fertug í dag. Starfsferill Inga Jóna fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hún lauk stúdents- prófi frá M A1971 og viðskiptafræði- prófifráHÍ 1977. Inga Jóna var innkaupastjóri hjá Þorgeiri og Ellert hf. á Akranesi 1976-78 og kennari við Fjölbrauta- skólann á Akranesi 1978-81. Hún var framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins 1981-84, aðstoðarmaður menntamálaráðherra 1984-85, að- stoðarmaður hehbrigðisráðherra 1985-87. Inga Jóna hefur setið í fjölda nefnda fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún hefur setið í Útvarpsráði frá 1983 og hefur verið formaður þess frá ársbyrjun 1985 þar til nú fyrir skömmu. Fjölskylda Maður Ingu Jónu er Geir H. Haarde, f. 8.4.1951, alþingismaður og formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. Foreldrar hans eru Tom- as Haarde símafræðingur og kona hans, Anna Steindórsdóttir. Dætur Ingu Jónu og Geirs eru Helga Lára, f. 27.1.1984, og Hildur María, f. 15.11.1989. Sonur Ingu Jónu er Borgar Þór Einarsson, f. 4.5.1975. Stjúpdætur Ingu Jónu eru Ilia Anna, f. 28.7.1977, og Sylvia, f. 9.6. 1981. Systkini Ingu Jónu eru Herdís Hólmfríður, f. 31.1.1953, sjúkraliði á Akranesi, gift Jóhannesi Ólafssyni sjómanni og eiga þau fjögur börn og Guðjón, f. 14. september 1955, knattspyrnuþjálfari og fram- kvæmdastjóri ÍA, búsettur á Akra- nesi, giftur Hrönn Jónsdóttur og eiga þau sex börn. Foreldrar Ingu Jónu eru Þóröur Guðjónsson, f. 10.10.1923, útgerðarmaður á Akra- nesi, og kona hans, Marselía Sigur- borgGuðjónsdóttir, f. 1.2.1924, hús- móðir. Ætt Faðir Þórðar er Guðjón, útvegs- bóndi á Ökrum á Akranesi, bróðir Ragnheiðar, móður knattspyrnu- mannanna Ríkharðs og Þórðar Jónssona. Guðjón var sonur Þórðar, sjómanns á Vegamótum á Akranesi, Þórðarsonar. Móðir Þórðar var Ingiríður, systir Árna, fiskimats- manns á Akranesi, föður Ingvars og Guðjóns, bifreiðastjóra á Akra- nesi. Ingiríður var dóttir Bergþórs, formanns og vefara á Bergþórshvoli á Akranesi, Árnasonar, b. í Stóra- Lambhaga, Bergþórssonar. Móðir Ingiríðar var Ingiríður, systir Bjarna, útvegsbónda á Neðsta- Sýruparti, föður Ástvalds, skip- stjóra á Akranesi. Ingiríður var dóttir Jóhannesar, b. á Staðarhöfða á Akranesi, Bjarnasonar, b. í Háu- hjálegu, Sigurðssonar. Móðir Jó- hannesar var Amdís Árnadóttur, systir Kristínar, langömmu Sigríð- ar, móður Gunnars Finnbogasonar skólastjóra og ömmu Bolla Héðins- sonar hagfræðings. Marselía er dóttir Guöjóns, b. á Hreppsendaá í Ólafsfirði, Jónsson- ar, útvegsb. á Ytri-Gunnólfsá í Ól- afsfirði, Þorsteinssonar, skyldur Hákarla-Jörundi. Móðir Marselíu Inga Jóna Þórðardóttir. var Herdís, systir Ástu, móður Reg- ínu, konu Eggerts Gíslasonar skip- stjóra. Herdís var dóttir Sigurjóns, b. á Hamri í Stíflu í Skagafirði, Ól- afssonar, b. á Deplum í Stiflu, Guð- mundssonar. Móðir Herdísar var Sofíia Reginbaldsdóttir, b. í Nef- staðakoti í Stíflu, Jónssonar. Móðir Soffíu var Sigríður Þorkelsdóttir, b. á Húnstöðum, Hinrikssonar, b. á Auðnum í Ólafsflrði, Gíslasonar. Jóhannes Borgarsson Jóhannes Borgarsson verkstjóri, Ólafsvegi 13, Ólafsfirði, erfimmtug- urídag. Starfsferill Jóhannes fæddist á Hesteyri í Norður-ísafjarðarsýslu og ólst þar upp til fimm ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum suður í Hafn- ir í Gullbringusýslu. Hann lauk skyldunámi og stund- aði síðan almenn störf th sjós og lands en 1971 lauk hann námi sem fiskmatsmaður og hefur stundað verkstjórn við fiskvinnslu síðan eða í tuttugu ár. Jóhannes starfar nú hjá fiskverkun Sigvalda Þorleifs- sonaráólafsfirði. Fjölskylda Jóhannes er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ásta Sigurðardóttir, ættuð frá Ólafsfirði, og eignuðust þau fimm böm. Böm Jóhannesar og Ástu: Þóranna, f. 20.7.1963, gift Elís Þórólfssyni sjómanni en þau eru búsett í Grundarfirði og eiga þrjá syni; María, f. 31.5.1965, gift Degi O: Guðmundssyni sjómanni en þau búa á Ólafsfirði og eiga tvö böm; Elín, f. 26.1.1969, í sambúð með Guðvarði Jónssyni sjómanni, búsett á Ólafsfirði og eiga þau tvo syni; Borgar Gunnar, f. 26.3.1974, d. 25.4. 1975; Borgar Gunnar, f. 12.9.1975. Seinni kona Jóhannesar er Rósa- munda Þórðardóttir, ættuð úr Am- arfirði. Jóhannes og Rósamunda eiga einn son: Sigurð Júlíus, f. 1.7.1980. Stjúpböm Jóhannesar era Þórður Guðni Pálsson, f. 2.3.1965, flugum- ferðarstjóri í Reykjavík, kvæntur Rögnu Ragnarsdóttur frá Akureyri; Herdís Pála Pálsdóttir, f. 21.9.1971, nemiviðKHÍ. Jóhannes er yngstur flögurra bræðra en bræður hans era Jón Halldór, f. 9.7.1933, búsettur í Höfn- um, kvæntur Guðlaugu Magnús- dóttur; Jósef, f. 14.9.1934, búsettur í Njarðvík, kvæntur Lúhu Kristínu Nikulásdóttur; Svavar, f. 29.9.1940, búsettur í Njarðvík, kvæntur Þór- eyju Ragnarsdóttur. Foreldrar Jóhannesar: Borgar Gunnar Guðmundsson, f. 2.9.1911, b. á Hesteyri 1933-47 og síðan að Kotvogi í Höfnum, og kona hans, Jensey Magðalena Kjartansdóttir, f. 22.8.1907, húsfreyja. Ætt Borgar er sonur Guðmundar, b. í Rekavík bak Látur og vitavarðar í Straumnesvita, Pálmasonar, b. í Rekavík, bróður Kristjáns, afa Valdimars Kristjáns Jónssonar, prófessors í vélaverkfræði. Foreldr- ar Pálma voru Jón, b. í Rekavík, Bjömsson og Silfá Jónsdóttir. Móðir Guðmundar var Guðríður Sigurðar- dóttir, vinnumanns á Stað í Aðalvík, Sigurðssonar. Móðir Borgars var Ketilríður Þor- kelsdóttir, b. í Neðri-Miðvík, ísleifs- sonar, b. á Langavelh á Hesteyri, ísleifssonar. Móðir Þorkels var Guð- Jóhannes Borgarsson. rún Jónsdóttir. Móðir Ketilríðar var María Gísladóttir, b. í Þverdal, Hah- dórssonar. Jensey Magðalena var dóttir Kjartans, b. í Efri-Miðvík, Finnboga- sonar, b. í Efri-Miðvík, Árnasonar, b. í Neðri-Miðvík, Jónssonar. Móðir Kjartans var Herborg Kjartansdótt- ir. Móðir Jenseyjar Magðalenu var Magðalena Sólveig Brynjólfsdóttir, b. á Látrum og síðar á Sléttu, Þor- steinssonar. Til hamingju með afmælið 24. september 85 ára Ðaníel Danielsson, Dvalarheimillnu Höföa, Akranesi. 75 ára Valdemar Gíslason, Norðurgötu 21, Sandgerði. Helga Valdimarsdóttir, Sólheimum 25, Reykjavik. Kristján Pálsson, Hrannargötu 8, ísafirði. 70 ára Steinunn Hermannsdóttir, Hrafnistu við Klepjisveg, Reykjavík. 60 ára Stella Kristín Eymundsdóttir, Álfaskeiði 92, Hafnarfirði. Sigurgrímur Guðmundsson, Vallarflöt 4, Stykkishólmí. Níels Sigurjónsson, Skóiavegi 78, Fáskrúðsfirði. Jón Ólafsson, Lágengi 12, Selfossi. Rikharður Jóhannesson, Fjarðarvegi 33, Þórshöfn. Guðrún Rósa Ragnarsdóttir, Engihjalla 17, Kópavogi. 50 ára Erla Gerður Pálsdóttir, Hliðarvegi 24, ísafirði. Jón Halldórsson, Ðrafnarbraut 8, Daivik. Hildur Marinósdóttir, Ægisgötu 13, Árskógshr. Ingibjörg Högnadóttir, Jórunnarstöðuxn, Eyjaijarðarsýslu. Sigurður Þórðarson, Glaðheimmn 18, Reykjavík. Kristján Óskarsson, Fjarðarseli 16, Reykjavík. Þórólfur Már Þórólfsson, Heiðarhrauní 50, Grindavík. Þóroddur Ingi Guðmúndsson, Sílakvisl 27, Reykjavík. Hermundur Jóhannesson, Hvannavöllum 4, Akureyri. Nanna Guðrún Zoe...ga, Faxatúni 7, Garöabæ. Kolbrún O. Óskarsdóttir, Engimýri 15, Garöabæ. Sigrún Svava Aradóttir, Akurgerði 7f, Akureyri. Vifidís Hansen, Bröttugötu 31, Vestmannaeyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.