Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1991, Blaðsíða 1
Þjóðleikhúsið: Gleðispilið Gleðispilið er nýtt íslenskt leikrit eftir Kjartan Ragnarsson sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Áður hefur verið sýnt leik- rit eftir Kjartan í Þjóðleikhúsinu en nú leikstýrir hann í fyrsta skipti hjá Þjóðleikhúsinu. Leikritið fjallar um fyrsta leik- ritaskáld íslendinga, Sigurð Pét- ursson, og vin hans, Geir biskup Vídalín. Það gerist bæði í Kaup- mannahöfn og á íslandi um alda- mótin 1800. Sigurður varð sem ung- ur námsmaður fyrir miklum áhrif- um af nýrri hugmyndafræði evróp- skra menntamanna. En hugmynd- ir hans og draumar um betra mannlif á Islandi áttu ekki upp á pallborðið hjá dönskum yfirvöld- um. Hann vildi nota leikhúsið í þágu íslenskrar tungu og menning- ar en sýningar á leikriti hans, Narfa, voru bannaðar. Á sextán árum hefur Kjartan Ragnarsson sent frá sér sér sautján verk og er afkastamesta leikskáldið hér á landi. Jafnan hafa leikrit hans vakið athygli áhorfenda og oftast ferfeið góða umfjöllun. Meðal eldri verka hans má nefna Sauma- stofuna, Blessað barnalán, Týndu teskeiðina, Peysufatadaginn 1937, Jóa, Skilnað, Skúla Magnússon og Dampskipið ísland. Kjartan hefur einnig gert leikrit eftir verkum annaVra höfunda. Of- vitann gerði hann eftir sögu Þór- bergs Þórðarsonar. Þar sem Djöfla- eyjan rís er gerð eftir sögum Einars Kárasonar og Ljós heimsins og Höll sumarlandsins eru gerð eftir Heimsljósi Halldórs Laxness. í helstu hlutverkum í Gleðispil- inu eru Sigurður Sigurjónsson, Ól- afía Hrönn Jónsdóttir og Öm Árna- Sigurður Sigurjónsson fyrir miðri mynd í hlutverki Sigurðar Péturssonar. Með honum á myndinni eru Örn Árnason og Þórarinn Eyfjörð. DV-mynd GVA son. Aðrir leikarar, sem leika i Arnar Jónsson, Helgi Skúlason, son, Ragnheiður Steindórsdóttir, láksson og fleiri. Leikmynd gerði verkinu, eru: Erlingur Gíslason, Pálmi Gestsson, Sigurður Skúla- Þórarinn Eyfjörð, Randver Þor- Gretar Reynisson. Hin vinsæla írska hljómsveit Diarmuid O’Leary & The Bards leikur hér á landi næstu daga. Hótel Selfoss og Tveir vinir: írsk þjóðlagastemning Árbæjarsafn: Kynning á safnkennslu Ein vinsælasta þjóðlagahljómsveit írlands, Diarmuid O’Leary & The Bards, er nú stödd á íslandi og skemmtir gestum bæði austan heiðar og hér í Reykjavík. Þetta er í þriðja skipti sem þessi vinsæla hljómsveit kemur hingað til lands en í fyrra kom hún og skemmti landanum, þar á meðal í beinni út- sendingu í sjónvarpinu frá Ópera- kjallaranum. Diarmuid O’Leary & The Bards hefur átt ekki færri en 11 topplög í heimalandi sínu en þar sló sveitin í gegn með laginu Lanigans Ball. Sveitin hefur skemmt víða um heim, meðal annars í Bretlandi, Hol- landi, Portúgal, Bandaríkjunum, Hong Kong og íran, svo eitthvað sé nefnt. Hljómsveitin flytur bæði eigin lög og þekkt írsk þjóðlög. I kvöld, föstudagskvöld, leikur Diarmuid O’Leary & The Bards á Tveimur vinum og öðrum í fríi og einnig á sunnudaginn, mánudaginn og þriðjudaginn. Á morgun, laugardagskvöld, leikur sveitin á Hótel Selfossi á undan dans- leik með Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. I tilefni þessarar uppá- komu býður hótelið upp á þríréttaða kvöldmáltíð og eru tónleikarnir og dansleikurinn innifalið í verði. Nú fer hver að verða síöastur að mæta á Árbæjarsafn þetta sumarið en þetta er síðasta helgin sem opið er áöur en vetrarstarf hefst. Næstkomandi sunnudag, 29. sept- ember, gefst fólki kostur á að kynna sér safnkennslu þá sem fram fer að vetrarlagi. Safnkennsluverkefni munu liggja frammi og safnkennari verður á staðnum þennan dag á milli klukkan 14 og 16. í minningu 750. ártíðar Snorra Sturlusonar verður haldin Snorra- hátíð í Háskólabíói á sunnudaginn, 29. september, klukkan 15 í sal 2. Dagskráin er fjölbreytt og er undir stjóm Ingunnar Ásdísardóttur leik- stjóra. Dagskráin hefst meö ávarpi Ólafs G. Einarssonar menntamálaráð- herra en síðan verður upplestur úr Aðrir dagskrárliðir á sunnudag verða eftirfarandi: Almenn messa verður í kirkju safnsins klukkan 14 og prestur verður sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Lummubakstur verð- ur í Árbænum allan daginn. í Efstabæ verður ofið af kappi og Karl Jónatansson leikur á harmóníku við Dillonshús þar sem seldar verða kafíiveitingar. Snorra Eddu og verða lesarar þau Silja Aðalsteinsdóttir og Þorleifur Hauksson. Skáldin Vilborg Dagbjartsdóttir, Matthías Johannessen, Ingibjörg Haraldsdóttir og Þorsteinn frá Hamri lesa ljóð. Gunnar Karlsson prófessor verður með fyrirlestur sem nefnist Sagn- fræðingurinn Snorri og Vésteinn Kynning á safnkennslu verður i Ár- bæjarsafni á sunnudaginn og er þetta síðasta helgin sem safnið er opið áður en vetrarstarf hefst. Ólason prófessor heldur fyrirlestur- inn Af sjónarhóh Snorra. Þá verður upplestur úr Heimskringlu. Kynnir á samkomunni verður Bergljót Kristjánsdóttir lektor. Inn á milli dagskráratriða verður fléttað sönglögum í flutningi Átta fóst- bræðra undir stjóm Áma Harðar- sonar. Háskólabíó - Snorrahátíð: í minningu 750. ártíðar Snorra Sturlusonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.