Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1991, Blaðsíða 3
FÖSTUDÁGUR 27. SÉPÝeÍvIBER 1991. 19 Dansstaðir Artún Vagnhöfða 11, sími 685090 Hljómsveit Jóns Sigurössonar ásamt Hjördísi Geirsdóttur söng- konu leikur föstudags- og laugar- dagskvöld. Blúsbarinn Laugavegi 73 Lifandi tónlist öll kvöld nema mánudags- og þriðjudagskvöld. Casablanca Diskótek fóstudags- og laugar- dagskvöld. Dans-barinn Grensásvegi 7, sími 688311 Hljómsveitin Mannakorn leikur föstudags og laugardagskvöld. Danshúsið Glæsibæ Álfheimum, s. 686220 Dansleikur föstudags- og laugar- dagskvöld. Fimman, Hafnarstræti, Dansleikur föstudags- og laugar- dagskvöld. Fjörðurinn Strandgötu, Hafnarfirði Hljómsveitin Gildran skemmtir í kvöld en Ingimar Eydal skemmtir gestum laugardagskvöld. Fógetinn Sönghópurinn Snæfríöur og stubbarnir skemmtir gestum Fógetans föstudags- og laugar- dagskvöld. Furstinn Skipholti 37, sími 39570 Lifandi tónlist föstudags- og laug- ardagskvöld. Gikkurinn Ármúla 7, sími 681661 Hljómsveitin Red House leikur fostu- dags- og laugardagskvöld. Draft happy hour kl. 18-21 alla daga. L.A. Café Laugavegi 45, s. 626120 Diskótek föstudags- og laugar- dagskvöld. Hátt aldurstakmark. Klúbburinn Borgartúni 32, s. 624588 og 624533. Fjólublái fílbnn í kjallara er öröu- vísi krá með bíói þar sem sýndar eru gamlar kvikmyndir. Lifandi tónlist um helgar. Hótel ísland Ármúla 9, sími 687111 Á laugardagskvöld verður skemmtunin „Love me tender", í hjartastað. Þetta er í síðasta sinn sem gefst kostur á að sjá þessa sýningu. Hótel Saga Hljómsveitin Smellir og Ragnar Bjarnason skemmta laugardags- kvöld. Moulin Rouge Diskótek á föstudags- og laugar- dagskvöld. Naustkráin Vesturgötu 6-8 Opið um helgina. Nillabar Strandgötu, Hafnarfirði Klang og kompaní skemmta fóstudags- og laugardagskvöld. Tveir vinir og annar í fríi Laugavegi 45 Á föstudags- og sunnudagskvöld skemmtir írska þjóðlagahljóm- sveitin Diarmuid O’Leary & The Bards. Ölkjallarinn Pósthússtræti 17 BB bandið leikur föstudags- laugar- dags- og laugardagskvöld og verður Anna Vilhjálms í fararbroddi. Trúbadorinn Hilmar Sverris leikur á mánudagskvöld. Ölver í Glæsibæ Karaoke-kráin opin öll kvöld og alla daga í hádeginu. Ráin Keflavík Guömundur Haukur og Feögabandiö leika fyrir dansi fóstudags- og laugar- dagskvöld. Akureyri: Stórtónleikar í íþróttahöllinni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Það verður blásið til mikillar „poppveislu" í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld, en þá verða haldnir þar tvennir tónleikar með fíórum hljómsveitum og þar af eru tvær sem eru í fremstu röð hér á landi, a.m.k. hvað vinsældir varö- ar. Þetta eru hljómsveitirnar Stjórn- in og GCD en auk þeirra koma fram Akureyrarsveitirnar Svörtu kagg- arnir og Helgi og hljóðfæraleikar- amir. Fyrri tónleikarnir hefíast kl. 18 í dag og standa í þrjár klukkustund- ir og á þá er ekkert aldurstakmark. Þar leika Stjórnin og GCD en þegar síðari tónleikarnir hefíast kl. 22 GCD spila í iþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. bætast heimahljómsveitirnar við og standa þeir tónleikar til kl. þrjú í nótt. Aldurstakmark á þá tónleika verður 16 ár. Dúettinn Tveir skemmtir á Ránni um helgina ásamt Pöpunum. Ráin í Keflavík: Vestmannaeyjagleði Það verður mikið um að vera á Ránni í Keflavík um hélgina. í kvöld, föstudagskvöld, leika Pap- arnir úr Eyjum á neðri hæðinni en dúettinn Tveir á efri hæðinni. Ann- að kvöld, laugardagskvöld, verður síðan sérstök Vestmannaeyjagleði á Ránni og verða Paparnir náttúr- lega í aðalhlutverki. Paparnir hafa sérhæft sig í írskri þjóðlagatónlist og þjóðalagarokki en þeir leika líka venjulegt rokk. Það er svo aldrei að vita nema þeir taki nokkra þekkta slagara úr Eyjum. Sexmenn á Öndinni Hljómsveitin Sexmenn er að byrja að spila aftur eftir tveggja mánaða hlé og hefur fengið nýja og ferska hljómsveitarmeðlimi - og þá ekki af lakara taginu. Sexmenn leika á sunnudagskvöld í Staðið á öndinni. Sveitina, sem leikur létta rokktónlist, skipa þeir Halldór Haf- steinsson söngvari, Birgir Braga- son bassaleikari, Sigurður Reynis- son trommari og Einar Guðmunds- son gitarleikari. Hljómsveitin Sexmenn mun framvegis kallast Sexmenn og Gúlliver í Putalandi. Gildran leikur í Firðinum í kvöld, föstudag. Gildran í Firðinum Hljómsveitin Gildran frá Mos- fellsbæ kemur fram á ný eftir nokkurt hlé og ætlar að troða upp í veitingahúsinú Firðinum, Strand- götu 30, í kvöld, föstudaginn 27. september. Hljómsveitin hefur ver- ið í hvíld undanfarið en kemur nú fersk til leiks með mikið af nýju efni. Sömu hljómlistarmenn skipa hljómsveitina nú og áöur og má því búast við góðri dagskrá. Gítarleikur á Hominu Erik Júlíus Mogensen spilar á gítar fyrir matargesti Hornsins á sunnudagskvöld, 29. september, og næstu sunnudagskvöld eitthvað fram í desember. Á dagskrá verða hefðbundin verk meistara gítarsins frá Spáni, Mið- og Suður-Ameríku og frá tímum endurreisnar og klassíkur. Erik nam gítarleik á íslandi og Spáni og sem stendur stundar hann nám við tónfræðadeild Tónlistar- skólans í Reykjavík. Erik Júlíus Mogensen leikur á gítar fyrir matargesti Hornsins næstu sunnudagskvöld. Loðin rotta í Eyjum Hljómsveitin Loðin rotta leikur í Vestmannaeyjum um helgina. í kvöld, föstudagskvöld, spilar hljómsveitin á unglingadansleik í samkomuhúsinu en á laugardags- kvöld hjá „Þeim félögunum". Hljómsveitina skipa þeir Jóhannes Eiðsson söngvari, Jóhann Ás- mundsson bassaleikari, Sigurður Gröndal gítarleikari, Halldór Hauksson trommari og Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleikari. Hljóðmaður er hinn frægi GEF HOUSTON en hann er bróðir hinn- ar þokkafullu Witney Houston. Garöakráin: Olga Dís og Kletta- þorpströllin Kántrísöngkonan Olga Dís hefur nú sett saman hljómsveitina The Rockville Trolls sem er íslensk að öðru. leyti en því aö í henni er bandarískur stálgítarleikari, Pat Tennis að nafni, og einn af bestu hljóðfæraleikurum á sínu sviði vestanhafs. Stálgítar líkist svolítið langspili og víbrafón í útliti og hef- ur mjög sérkennilegan hljóm sem tengist kántri-tónlist mjög enda hefur Pat Tennis haft nóg að gera í hljóðverum síðan hann kom hing- að til lands. Nokkur bandarísk pör, sem kalla sig „Nothing but Country" sýna svo kántrídansa sem eru bæði fíöl- breyttir, fíörugir og skemmtilegir. Olga Dís, hljómsveit hennar og dansarar verða í Garðakránni frá klukkan 22 til 3 á föstudags- og laugardagskvöld. Kynnir dansatr- iða verður Þorsteinn Eggertsson. Púlsinn: Fjölmiðlablús Það verður biúsað að venju á Púlsinum um helgina. Föstudags- og laugardagskvöld sér blúsdrottn- ing íslands, Andrea Gylfadóttir, og Blúsmenn hennar um helgar- skammtinn af blús. Óvenju gestkvæmt verður hjá Blúsmönnum Andreu þessa helgi en á sviðið koma ýmsir góðir gestir og má í því sambandi geta leyni- gests sem er löngu landsfræg per- sóna en þetta verður í fyrsta skipti sem hann kemur fram með Blús- mönnum Andreu. í kjölfar hins mikla blúsáhuga í Reykjavík hafa forsvarsmönnum Púlsins borist fregnir af mörgum liðtækum blús- urum í hinum ýmsu starfsstéttum. Kastljósinu bst fyrst beint að fíölm- iðlum og fyrsti fulltrúi fíölmiðla- stéttarinnar, Kolbrún Ingibergs- dóttir, ritari fréttastjóra á Morgun- blaðinu, kemur fram bæði kvöldin með Blúsmönnum Andreu. Hún segist vita til þess að góður fulltrúi fíölmiðlablúsara leynist á DV og Kolbrún Ingibergsdóttir, ritari fréttastjóra Morgunblaösins, verð- ur fyrsti fjölmiðlablúsarinn sem syngur á Púlsinum. skorar á DV að senda fulltrúa sinn á næsta blúskvöld. Allar nánari upplýsingar um blúsara á öðrum fíölmiðlum, er treysta sér til að taka áskorun, eru vel þegnar hjá forsvarsmönnum Púlsins. „Happy draft hour“ verður bæði kvöldin milh klukkan 22 og 23. Sálin í 1929 Þótt sumarið sé dáið og drunginn breiði sig brátt yfir þegna þessa lands hefur hljómsveitin Sálin hans Jóns míns síður en svo lagst í dvala. Um helgina heldur hún til Akureyrar og leikur við hvern sinn fingur í hinu glæsilega skemmti- húsi, 1929. Sálverjar hafa undanfarnar vik- ur unnið ötullega aö þriðju breið- skífu sinni sem út kemur áður en langt um líður. Gera má fastlega ráð fyrir því 'að nokkur af þessum nýju lögum hljómi þar nyrðra um helgina. Þess ber að geta að áður hafði verið auglýst að Sálin léki í 1929 helgina 4. og 5. október. - Af því verður auðskiljanlega ekki. Sólin í K-17 og Aratungu Sóhn á Suðurlandi í síðasta sinn fyrir frí. Féð kemur af fíalli, fólk flykkist í skóla, hljómsveitir í frí, laufin falla. Klikkað líf. En Sóhn hellir geislum sínum ennþá yfir okkur og skín í K-17 Keflavík í kvöld, föstudagskvöld, og Arat- ungu annað kvöld. Og biddu fyrir þér, það verður allt vitlaust um helgina. Venlig hhsen, Sólarmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.