Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1991, Blaðsíða 2
18 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991. VEITINGAHÚS - MEÐ VÍNI A. Hansen Vesturgötu 4. Hf . sími 651693. American Style Skipholti 70. sími 686838. Argentína Barónsstígur 11 a. sími 19555. Asia Laugavegi 10. sími 626210 Askur Suöurlandsbraut 4. sími 38550 Suðurlandsbraut 14. sími 81344. Árberg Ármúla 21, sími 686022. Borgarvirkið Þingholtsstræti 2-4. sími 13737 Bravó Nybylavegi 22. sími 46085. Café Amsterdam Hafnarstræti 5, sími 13800 Café Garöur Garðatorgi, slmi 657676 Café Jensen Þönglabakka 6. sími 78060. Café Milanó Faxafeni 11. sími 678860. Duus hús v/Fischersund. sími 14446. Fimman Hafnarstræti 5, sími 11212. Fjörukráin Strandgötu 55. sími 651 21 3. Fjörðurinn Strandgötu 30. sími 50249. Fógetinn, Aðalstræti 10, sími 16323. Furstinn Skipholti 37. sími 39570. Gaukur á Stöng Tryggvagötu 22. sími 1 1556. Gullni haninn Laugavegi 1 78, sími 679967 Hafmeyjan Laugavegi 34a, sími 1 3088. Hallargarðurinn, Húsi verslunarinnar. sími 678555. Hard Rock Café Kringlunni, sími 689888. Hjá Kim Ármúla 34. sími 31 381 Hornið Hafnarstræti 1 5. sfmi 1 3340. Hólmi Hólmaseli 4. sími 670650. Hótel Borg Pósthússtræti 11. sími 1 1.440. Hótel Holt Bergstaðastræti 37, sími 25700. Hótel ísland v/Armúla. simi 687111. Hótel Lind Rauðarárstíg 18. sími 623350. Hótel Loftleiðir Reykjavíkurflugvelli. sími 22322. Hótel Óðinsvé v/Óðinstorg. simi 25224. Hótel Saga Grillið. sími 25033. Súlnasalur. sími 20221 Skrúður. simi 29900. Hrói höttur Hringbraut 119. sími 629291 ítalia Laugavegi 11. sími 24630. Jónatan Livingston mávur. Tryggvagötu 4 6. sími 1 5520 Kabarett, Matkrá Austurstræti 4, simi 10292 Kaffivagninn Grandagarði. sími 15932. Kinahofið Nýbýlavegí 20. sími 45022. Kina-Húsið Lækjargötu 8. sími 11014. Kringlukráin Kringlunni 4, sími 680878. L.A.-Café, Laugavegi 45, sími 6261 20. Lauga-ás, Suðurlandsbraut 2. simi 689509. Lækjarbrekka Bankastræti 2. simi 14430. Madonna Rauöarárstíg 27 29. sími 621988 Mamma Rósa Hamraborg 11. simi 42166 Marinós pizza Laugavegi 28. sími 625540. Mongolian Barbecue Grensásvegi 7, sími 688311 Naustið Vesturgötu 6 8, sími 17759. Ópera Lækjargötu 2. sími 29499. Perlan Oskjuhlíð..sími 620200. Pétursklaustur Laugavegi 73. sfmi 23433. Pisa Austurstræti 22. sími 12400. Pizza Hut Hóteí Esju, sími 680809 Pizzahúsið Grensásvegi 10. sími 39933. Pizzusmiðjan Smiðjuvegi 1 4 D, sími 721/7 Potturinn og pannan Brautarholti 22. sími 11 690. Rauöa Ijónið Eiðistorgi. sími 611414. Rauöi sófinn Laugavegi 126. sími 1 6566, .61 2095 Setrið Sigtúni 38, sími 689000. Sex baujan Eiðistorgi. sími 611414. Siam Skólavörðustíg 22. simi 28208. Singapore Reykjavíkurvegi 68, sími 54999. Sjanghæ Laugavegi 28. sírrá 1 651 3. Staðið á öndinni Tryggvagötu 26. simi 629995 Svarta pannan Hafnarstræti 17. sími 16480. Taj Mahal, Tandori Hverfisgötu 56, slmi 21630 Torfan Amtmannsstíg 1, sími 1 3303. Trúbadorinn, Laugavegi 73. sími 622631. Tveir vinir og annar í fríi. Laugavegi 45. sími 21255. Veitingahúsið 22 Laugavegi 22. simi 13628. Við Tjörnina Templarasundi 3. sími 18666. Hlaðborðið i Laugaási, Hótel Esju, hafði að geyma nóg af frambærilegum eða beinlínis góðum réttum, þar var maturinn beztur og ódýrastur. DV-mynd Brynjar Gauti Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahús: Misjöfn hlaðborð á borgarhótelum ekki óþægilega ónæðissamur, enda er vítt milli borða. Stólar eru góðir og húsbúnaður allur hinn vandað- asti. Athugið, að þetta hlaðborð er aðeins í hádeginu. Graflax á Setri Mestur glæsibragur og mest handavinna lá að baki sjávarrétta- hlaðborðsins í Holiday Inn. Árang- urinn var hins vegar ekki í sam- ræmi við fyrirhöfnina, enda mest áherzla á úthti og minni á inni- haldi. Fiskurinn var þurr af langvinnri suðu, þar á meðal laxinn. Hið sama var að segja um rækjurnar, sem sízt mega við slíkri meðferð. Steikt- ur fiskur var þurr og skorpinn. Fiskikæfur af ýmsu tagi voru und- antekningarlaust hvimleiðar, þar á meðal laxakúlubjakk. Innbakaður lax var sæmilegur. Beztur var graf- lax. Setrið er að útliti fremur hug- myndasnauður hótelsalur. Frísk- ara umhverfi er í Lundi, sem er alveg opinn inn í anddyri, eftir formúlu, er um nokkurt skeið hef- ur verið í tízku, svo sem einnig má sjá í Lóni og Skrúði. Rækjur í Skrúði Kæfur Skrúðs voru bragðlausar með öllu, en fínt upp færðar. Rækj- ur og hörpufiskur í hlaupi voru aðallega gamaldags hlaup, sem er orðið sjaldséð nú til dags. Reyktur og grafinn lax var góður. Köld skinka og Ftalt lamb voru ekki í frásögur færandi. Rækjur og síld voru góðir réttir úr kalda borðinu. Heita borðið var mun lakara. Þar var skraufaþurrt og grátt lambakjöt og enn lakara grísakjöt. Hvoru tveggja hafði verið misþyrmt með langri upphitun. . Eftirréttir voru ómerkilegir, einkum kryddblönduostar af ýmsu tagi. Þar voru þó melónur og tvenns konar vínber, svo og skyr. Búðingur var frambærilegur. Þurrkur voru lélegar í Skrúði, en umbúnaður að öðru leyti góður. Nokkuð ónæði er af umgangi milli hótelanddyra. Staðurinn er hann- aður í vetrargarðsstíl, en skortir plöntur til að vera notalegur sem slíkur. Stólar eru góðir eins og á öðrum stöðum, sem fjallað hefur verið um í þessari grein. Bolh af espresso-kafíi kostar 170 krónur í Skrúði. Hann kostar 190 krónur í Lóni, 185 krónur í Setri og 150 krónur í Laugaási. Sem fyrr er hið bezta ódýrast. Útlendingar fá misjafnan viður- gerning við hlaðborð stóru hótel- anna í Reykjavík. Gott er hlaðborö- ið á Hótel Esju, en einnig fremur gott á Hótel Loftleiðum. Lakara er það á Hótel Holiday Inn og lakast á Hótel Sögu. Hohday Inn og Esja hafa til skamms tíma verið með sjávaf- réttahlaðborð, bæði í hádegi og að kvöldi. Saga og Loftleiðir hafa verið með hefðbundið hlaðborð og Loft- leiðir aðeins með það í hádeginu. Öfug hlutföll verös og gæða Aðgangur að hlaðborði var ódýr- astur, þar sem maturinn var bezt- ur, á Hótel Esju. Þar kostaði hann 980 krónur í hádegi og 1380 krónur aö kvöldi. Næst kom borðið á Sögu, 1290 krónur í hádegi og 1970 krónur að kvöldi. Síðan komu Loftleiðir með 1395 krónur í hádegi. Dýrast var loks Holiday Inn, þar sem hlað- borðið kostaði 1450 krónur í hádegi og 1950 krónur að kvöldi. í flestum tilvikum er heldur minna úrval í hádeginu en kemur fram í lýsingum hér að neðan. Hlaðborðið í Esju er í veitinga- salnum Laugaási, sem rekinn er af sömu mönnum og reka samnefnt veitingahús við Laugarásveg. Hlaðborðið á Loftleiðum er í veit- ingasalnum Lóni, á Sögu er það í veitingasalnum Skrúði og á Holiday Inn er það ýmist inni á Setri eða frammi í Lundi. í öllum þessum veitingasölum var þjónusta góð, enda veitt af lærðu fagfólki. Hvarvetna var tekið á móti gestum viö innganginn og þeim leiðbeint eftir þörfum. Alls staðar var.starfsfólk á sveimi við að hirða notaða diska, svo að gestir gætu fengið sér nýja diska, er þeir legðu th atlögu við nýja þætti hlað- borðsins. Tæpast stóð þetta á Esju, enda var langsamlega mest að gera þar, mun meira en á hinum stöðunum til samans. Sítrónusilungur í Laugaási Helzti galli sjávarréttahlaðborðs- ins í Laugaási Hótels Esju er, að þar er ekki boðið upp á neinn ein- asta eftirrétt, hvorki ost né sætu- rétt. Menn verða að kaupa hann sérstaklega, ef þeir vilja standa upp meö sætt bragð eða ostabragð í munninum. Þar á ofan er framboð eftirrétta lítið á staðnum. Sveppasúpan var nokkuð góð á Esju, með tvenns konar brauði. Síldarréttirnir voru góðir og fjöl- breyttir, ffmm talsins. Fiskikæfan var mjög bragðgóð, þótt hún fengi engin fegurðarverðlaun fyrir útlit. Steikt ýsa legin og borin fram köld var ekki góð. Graflax var góður og sítrónuleginn silungur mjög góður. Túnfiskpasta var næstum fram- bærileg. í heita borðinu voru margar fisk- tegundir, hver með sinni mat- reiðslu, steinbítur, ýsa, smálúða, silungur og fleira. Þetta var meiri fjölbreytni en boðin var á öðrum stöðum. Sætsúr steinbítur var góður og smálúðan sæmileg. Blanda af hörpufíski og rækju var ekkert sér- stök. Léttsteiktur silungur var nokkuð góður og saltfiskur ágætur. Þetta var eina hlaðborðið, sem bauð hinn þjóðlega saltfisk. í heild má segja, að þetta hlað- borð hafi ekki verið neitt afreks- verk matargerðarlistar, en það hafði að geyma nóg af frambærileg- um eða beinlínis góðum réttum. Laugaás í Esju er notalegur stað- ur, fremur þétt skipaður borðum. Mikið speglaverk gefur staðnum stækkaða ímynd. Gestir sifja í þægilegum armstólum við einfóld, en snyrtileg borð með leðurmott- um. Á kvöldin um helgar er góður og hófsamur hljómlistarmaður við vandað hljómborð. Reyksvín í Lóni Á Loftleiðum var boðið upp á fjór- ar fiskikæfur og voru þrjár þeirra mjög góðar. Hreindýrakæfan var hins vegar bragðlaus. Síldarrétt- irnir tveir voru of þurrir. Reyktur lax, reyktur silungur og graflax voru allt vel heppnaðir réttir. Gell- ur voru hins vegar misheppnaðar, í súrum legi, sem hæfir gellum engan veginn. Blaðlaukssúpa var ómerkileg. Hrásalat var ferskt og gott og sömuleiðis pastaréttur hlaðborðs- ins. Skinkutartalettur voru sæmi- legar og sama má segja um kjöt- hakk. Heitt lambalæri var fram- bærhegt, en langbezt var reykt svínakjöt, mjög meyrt og gott. Eftirréttir Lóns báru af öðrum réttum þess. Þar voru hæfilega þroskaðir ostar, svo sem camem- bert, en sjaldgæft er, að ostar séu rétt fram bornir í veitingahúsum landsins. Ennfremur voru þar fjöl- margir ferskir ávextir, auk kræki- berja, legin jarðarber og perur, svo og royal-búöingur í súkkulaðibolla. Þótt Lón sé opinn staður, er hann Viðeyjarstofa Viðey. sími 681045. Þrír Frakkar hjá Úlfari Baldursgötu 14. sími 23939. Ölkjallarinn Pósthússtræti 1 7. sími 1 3344. ölver v/Álfheima. sími 686220. AKUREYRI: Bautinn Hafnarstræti 92. sími 21818. Fiðlarinn Skipagötu 14. sími 27100. Greifinn Glerárgötu 20. sími 26690. Hótel KEA Hafnarstræti 87 89, sími 22200. Hótel Stefanía. Hafnarstræti 83-85. sími 26366 Landið - vertshús Geislagötu 7. sími 11617 Sjallinn Geislagötu 14. sími 22970. Smiðjan Káupvangsstræti 3. sími 21818. Uppinn Ráðhústorgi 9. sími 24199 VESTMANNAEYJAR: Bjössabar Bárustíg 11. sími 12950. Muninn Vestmannabraut 28, sími 11422 Höfðinn/Við féiagarnir Heiðarvegi 1. sími 12577. Skútinn Kirkjuvegi 21, simi 11420. KEFLAVÍK: Edenborg Hafnargötu 30, sími 1 2000. Fiughótelið Hafnargötu 57. sími 15222 Glóðin Hafnargötu 62. simi 11 777. K-17 Vesturbraut 17. sími 14999. Langbest, pizzustaður Hafnargötu 62. sím 14777 Ráin Hafnargata 19, sími 1 46Ó1 . Veitingahúsið við Bláa Lónið Svartsengi. sími 68283. SANDGERÐI: Veitingahúsið Vitinn, Hafnargötu 4. sími 37755. SUÐURLAND: Gjáin Áusturvegi 2. Selfossi. sími 22555. Hótel Selfoss Eyravegi 2. Selfossi. sími 22500 Hótel Örk, Nóagrill Breiðumörk 1. Hverag . s. 34700. Kam-Bar, Breiðamörk 2c. Hverag.. s. 34988. Veitingahúsið við Brúarsporðinn -Eyrarvegi 1. Self.. sími 22899. VEITINGAHÚS - ÁN VÍNS Arnargrill Arnarbakka 2. sími 77540. Á næstu grösum Laugavegi 26. sími 28410. Blásteinn Hraunbæ .102, sími 67331 1. Bleiki pardusinn Hjallahrauni 13. sími 652525. Brauðstofan Gleymmérei Nóatúni 17. sími 15355. Chick King Suöurveri. Stigahlíð 45 47. s. 38890. Eikagrill Langholtsvegi 89. 39290. Eldsmiðjan Bragagötu 38 A. simi 1 4248. Fiskur og franskar Austurstræti 6. simi 626977. Gafl-inn Dalshrauni 1 3. sími 54424. Höfðakaffi Vagnhöfða 11, sími 686075. Ingólfsbrunnur Aðalstræti 9. sími 13620 Jón bakan Nýbýlavegi 14, sími 46614 Kentucky Fried Chicken Hjallahrauni 15. sími 50828. Lauga-ás Laugarásvegi 1. sími 31620. Lúxus kaffi Skipholti 50b. sími 813410. Mokka-Expresso-Kaffi Skólavörðustíg 3a. simi 21174 Múlakaffi v/Hallarmúla. sími 37737. Nespizza, Austurströnd 8, Austurströnd 8. sími 61 2030. Norræna húsið Hringbraut, sími 21522. Næturgrillið heimsendingarþj.. simi 77444. Óli prik Hamraborg 14. sími 40344. Pizzahúsið Öldugötu 29. sími 623833. Pitan Skipholti 50 C. sími 6881 50. Smáréttir Lækjargötu 2. sími 1 3480. Smiðjukaffi Smiðjuvegi 1 4d. simi 72177. Sprengisandur Bústaðavegi 1 53. simi 33679. Sundakaffi Sundahöfn, sími 36320. Tíu dropar Laugavegi 27. simi 19380. Höfðagrill Bíldshöfða 12. sími 672025. Vogakaffi Smiöjuvegi 50. sími 38533. Veitinga- og vöruhús Nings Suöurlandsbraut 6, sími 679899. Western Fried, Mosfellssveit v/Vesturlandsveg. sími 667373. Winny’s Laugavegi 116, simi 25171 AKUREYRI: Crown Chicken Skipagötu 12. sími 21464.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.