Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 1
"**.- Frumsýning á Litla sviðinu: Kæra Jelena Rússneska leikritiö Kæra Jelena veröur frumsýnt á Litla sviði Þjóö- leikhússins á morgun, laugardag- inn 5. október. Leikritið Kæra Jelena er eftir Ljúdmílu Razumovskaju. Þegar leikritið kom fyrst fram í heima- landi höfundar árið 1980 vakti það mikið umtal og var bannað allt til ársins 1986. Leikurinn gerist á af- mælisdegi Jelenu sem er kennari i > framhaldsskóla. Nokkrir nemend- ur hennar koma óvænt í heimsókn til að óska henni til hamingju og færa henni gjafir en fljótlega kem- ur í ljós að erindi þeirra er í raun allt annað og óhuggulegra. Leikritið er afbragðsvel skrifað, mjög spennandi og vekur óneitan- lega áleitnar spurningar. Leikarar eru fimm talsins; Anna Kristín Arngrímsdóttir, Halldóra Björns- dóttir, Baltasar Kormákur, Ingvar Sigurðsson og Hilmar Jónsson en þau fjöguur síðastnefndu eru með- al yngstu leikara Þjóðleikhússins. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson en leikmynd og búninga gerir Messíana Tómasdóttir. Leikarar í Kæra Jelena eru talið Irá vinstri: Hilmar Jónsson, Halldóra Bjömsdóttir, Baltasar Kormákur, Anna Kristin Arngrímsdóttir og Ingvar Sigurösson. DV-mynd GVA Elías Hjörleifsson í Hafnarborg: Olíustifti og olíukrít Elías Hjörleifsson myndlistarmað- ur opnar sína fyrstu einkasýningu á íslandi í Hafnarborg á morgun, laug- ardaginn 12. október. Fyrir tveimur árum flutti Elías heim til íslands eftir 27 ára dvöl í Danmörku. Elías er að mestu sjálfmenntaður myndlistarmaður en sótti námskeið í teikningu og grafik meðan hann bjó í Kaupmannahöfn. Hann hefur einnig farið í námsferðir víða um heim, Á sýningunni í Hafnarborg •verða olíumálverk og myndir unnar með olíustifti og olíukrít. Listamaðurinn lýsir myndefni verkanna þannig: „Flest verkin eru tengd íslenskri náttúru. Náttúran formar sig oft sem verur og því á hún stóra hlutdeild í verkum mínum." Öll verkin á sýn- ingunni eru unnin eftir heimkomuna til íslands. Elías hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga í Danmörku. Hann tók þátt í samsýn- ingu í FÍM-salnum á Laugarnesvegi árið 1979. Á liðnu sumri tók hann þátt í myndlistarsýningu á Hellu sem var liður í M-hátíð á Suðurlandi 1991 sem menntamálaráðuneytið stóð fyr- ir. Elías býr og starfar á Hellu, Rang- árvöllum. Sýningin verður opin frá klukkan Elias Hjörleifsson heldur sína fyrstu einkasýningu hér á landi eftir 27 ára dvöl erlendis. Elías sýnir í Hafnar- borg. DV-mynd GVA 14-19 alla daga nema þriðjudaga fram til 27. október. Vestursalur Kjarvalsstaða: Einar Hákonarson sýnir Einar Hákonarson opnar á morg- un, laugardaginn 12. október, mál- verkasýningu í vestursal Kjarvaís- staða. Einar var við nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands 1960-64 og í framhaldsnámi viðValands lista- háskólann í Gautaborg 1964-67. Einar var kennari í málverki og grafik við MHÍ 1967-78 og skóla- stjóri sama skóla 1978-82. Hann var listráðunaurur ReyJriayíkurborgar 1987-88 og kennari í málverki og grafík við Hovedskous málaraskóla í Gautaborg 1989-91. Einar hefur haldið 10 einkasýn- ingar, bæði hér á landi og erlendis og tekið þá í fjölda samsýninga um heim allan. Verk eftir hann eru í eigu ýmissa listasafha og stofnana hérlendis og erlendis. Einar hefur hlotið fjölda verðlauna og starfs- og listamannalaun. Einar stofnaði félagið íslenska grafík ásamt nemendum 1969, hann var formaður sýningarnefhdar FlM 1970-72, stofnaðí Listaskólann Myndsýn ásamt Ingibergi Magnus- syni og rak í tvö ár 1970-72. Einar var formaður stjórnar Kjarvals- staða 1982-66 og formaður í nefnd til að sjá um myndlistarsýningar erlendis fyrir ísland 1986-88. Sýning Einars stendur til 27. okt- óber. Púlsinn eins árs: Tónlistarveisla Tónlistarmiðstöðin Púlsinn, Vitastíg 3, varð eins árs í gær og af því tilefni verður mikil tónlistar- veisla þar um helgina. Þessi vika hefur verið sérstók afinælisvika þar sem þverskurður þeírrar tón- listar, sem gestum Púlsins hefur verið boðið upp á síðasta áriö, hef- ur verið spiluð. Um helgina verður svo tónlistarveisla í anda Púlsins. Það verða Blusmenn Andreu, sem hafa fyllt Púlsinn oftar en einu sinni, sem leika í kvöld og taka helstu blúsara landsins með sér á svið. Tregasveitin treður upp og hugsanlega KK-band. Fleiri blús- gestir munu eflaust stiga á sviðið og Stöð 2 brást ekki áskorun DV- blúsarans. Það verður hvorki meira né minna en 8 manna blús- hljómsveit send á staðinn. Sveitin nefnist Blátt áfram og er undir stjórn Sigmundar Ernis Rúnars- sonar, aðstoðarfréttasrjóra með meiru. Stöð 2 hefur skorað á Sjón- varpið aö senda sinn eöa sína full- trúa og ljóst er að sá fjölmiðill getur ekM veriö minni en Stöð 2 og þá er bara að sjá hvort Sjónvarpið sendi ekki eitthvert meiriháttar Big band. Lokakvöldið, Grand Finale, verð- ur sunnudaginn 13. október en unnið er að því að það verði Stein- ar & P.S. Músík-kvöld bar sem kynntur verður hluti væntanlegrar útgáfu viðkomandi. Meðal þeirra sem koma fram verður KK-band en ekki er endanlega frágengið meö kvöldið i heild en vonir standa til að meðal sveita verði Nýdönsk og Friðrik Karlsson. SVRóOára: Strætóferðir um austurbæinn Tilraunaakstur með litlum al- menningsvagni um austurbæ Reykjavíkur hófst í gær. Aksturinn annast sérstakur verktaki á vegum SVR, Karl Grant. Til akstursins verð- ur notaður 21 sætis vagn af gerðinni Mercedes Benz 0 309. Vagninn verður rækilega merktur en tekið skal fram að hann er ekki í hinum hefðbundna gula lit vagna SVR. Fargjöld verða hin sömu og í vögnum SVR. Viðkomustaðir verða 20, akstursleiðin 4,5 kílómetrar og aksturstimi um 18 mínútur. Ekið verður frá stæði vagnsins neðst í Hverfisgötu við Stjórnarráð- ið, á heilli og hálfri klukkustund frá klukkan 10.00-16.30 mánudaga til föstudaga. Akstursleið verður sem hér segir: Hveríisgata (tímajöfnun neðst í götunni) - Klapparstígur - Njálsgata - Barónsstígur - Egilsgata - Þor- finnsgata - Eiríksgata - Njarðargata - Bergstaðastræti - Skólavörðustígur - Bankastræti - Lækjargata - Skóla- brú - Kirkjustræti - Aðalstræti - Hafnarstræti - Hverfisgata. Þegar Vonarstræti hefur verið opn- að á ný verður ekið þar og um Suður- götu í Aðalstræti í stað Skólabrúar og Kirkjustrætis. Hér sést leiðakerfi litla almenningsvagnsins sem keyrir um austurbæ Reykjavikur. Vagninn verður rækilega merktur en hann er samt ekki gulur eins og vagnar SVR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.