Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 2
18
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991.
* Ef þú vilt út að borða
VEITINGAHÚS - MEÐ VÍNI
A. Hansen
A. Hansen Vesturgötu 4, Hf., sími 651693.
Opið 11.30-22.20 alla daga.
American Style Skipholti 70, sími 686838.
Opið 11-22 alla daga.
Argentína Barónsstígur 11 a, sími 19555. Opið
18-23.30 v.d., 18-03 um helgar
Asía Laugavegi 10, sími 626210. Opið 11.30-
22.30 v.d., 12.-22.30 sd., 12-23.30 fd. og Id.
Askur Suðurlandsbraut 4, sími 38550. Opið
11-22 sd.-fimmtud., 11-23.30 fd. og Id.
Askur Suðurlandsbraut 14, sími 681344. Opið
1J-22 alla daga.
Árberg Ármúla 21, sími 686022. Opið 07-18
sd.-fd., 07-15 Id.
Ðorgarvirkið Þingholtsstræti 2-4, sími 13737
Opið 18-01 v.d., 18-03 fd. og Id.
BravÓ Nýbýlavegi 22, sími 46085. Opið
11.30- 21.
Café Amsterdam Hafnarstræti 5, sími 13800.
Opið 18-01 v.d., 18-03 fd. og ld.
Café Garður Garðatorgi, sími 657676 Opið
20-01 v.d., 20-03 fd. og Id.
Café Mílanó Faxafeni 11, sími 678860. Opið
9-19 v.d., 9-18 ld., 13-18 sd.
DUUS hÚS v/Fischersund, sími 14446.
Fimman Hafnarstræti 5, sími 11212. Opið 18-01
v.d., 18-03 fd. og Id.
Fjörukráin Strandgötu 55, sími 651213. Opið
18-22 md., þd., miðv.d., 12-14.30 og 18-22
fimmtud., 12-14.30 og 18-23. fd. og Id.
Fjörðurinn Strandgötu 30, sími 50249. Opið
11- 03 fd. og Id.
Fógetinn, Aðalstræti 10, sími 16323. Opið
18-24.30 v.d., 18-02.30 fd. og Id.
Furstinn Skipholti 37, sími 39570. Opið 17-01
v.d., 12-15 og 17-01 Id. og sd.
Gaukur á Stöng Tryggvagötu 22, sími 11556.
Opið 11.30-14.30 og 18-01 v.d., 11.30-14.30 og
18-03 fd. og Id. 18-03 sd.
Grillið Hafnarstræti 9, sími 620680. Opið
12- 23.30 v.d., 12-24.30 fd. og Id.
Gullni haninn Laugavegi 178, sími 679967.
Opið 11.30-14.30 og 18-22 v.d., 18-23 fd. og Id.
Hafmeyjan Laugav. 34a, s. 13088. Op. 18-22.
Hallargarðurinn, Húsi verslunarinnar, sími
678555. Opið 11.30-14.30 og 18-22 v.d,
18- 23.30 fd. og Id. Lokað á sd.
Hard Rock Café Kringlunni, sími 689888.
Opið 11.45-23.30 md.-ld., 12-23.30 sd.
Hjá Kim Ármúla 34, sími 31381. Opið 11-21.30
v.d , 12-22.30 ld., 17-21.30 sd.
Hornið Hafnarstræti 15, simi 13340. Opið
11- 23.30 alla daga
Hótel Borg Pósthússtræti 11, sími 11440. Opið
08-17 alla daga.
HÓtel Holt Bergstaðastræti 37, sími 25700. Opið
12- 14.30 og 19-22.30 v.d., 12-14.30 og 18-22 fd.
og Id.
Hótel ísland v/Ármúla, sími 887111 Opið
20-03 fd., 19-03 Id.
Hótel Lind Rauðarárstíg 18, sími 623350. Opið
06.30-10.30 og 11.30-22 alla daga.
HÓtel Loftleiðir Reykjavíkurflugvelli, sími
22322. Opið í'Lóninu 0-18, í Blómasal 18.30-22.
HÓtel Óðinsvé v/Óðinstorg, sími 25224. Opið
12-15 og 18-23 v.d., 12-15 og 18-23.30 fd. og Id.
HÓtel Saga Grillið, sími 25033, Súlnasalur, sími
20221. Skrúður, sími 29900. Opið í Grillinu
19- 22.30 alla daga, í Súlnasal 19-03 ld., í Skrúð
12-14 og 18-22 alla daga.
Hrói höttur Hringbraut 119, sími 629291 Opið
11- 23 alla daga.
Ítalía Laugavegi 11, sími 24630. Opið 11.30-
23.30 alla daga.
Jónatan Livingston mávur. Tryggvagötu
4-6, sími 15520 Opið 12-14 og 17.30-23 v.d.,
17.30- 23.30 fd. og Id.
Kabarett, Matkrá Austurstræti 4, sími 10292.
Opiö 11-22 alla daga.
Kínahofið Nýbýlavegi 20, sími 45022. Opið
17- 21.45 v.d., 17-22.45 fd., Id. og sd.
Kína-Húsið Lækjargötu 8, sími 11014. Opið
11.30- 14 og 17.30-22 v.d., 17.30-23 fd., 15-23
ld., 17-22 sd.
Krínglukráin Kringlunni 4, simi 680878. Opið
12- 01 v.d., 12-03 fd. og Id.
L.A.-Café, Laugavegi 45, sími 626120. Opið
18- 01 v.d., 18-03 fd. og Id.
Lauga-ás, Suðurlándsbraut 2, sími 689509.
Opið 11-22 alla daga.
Lækjarbrekka Bankastræti 2, sími 14430. Opið
11.30- 14.30 og 18-23 alla daga.
Madonna Rauðarárstíg 27-29, sími 621988
Opið 11.30-23.30 alla daga.
Mamma Rósa Hamraborg 11, simi 42166
Opið 11-14 og 17-22, md.- fimmtud. 11-23.30
fd., 12-23.30 ld., 12-22 sd.
Marinós pizza Laugavegi 28, sími 625540.
Opið 11-23.30 md.-fimmtud., 11-01.30 fd. og ld.,
13- 23.30 sd.
Mongolian Barbecue Grensásv. 7, s. 688311
Opið 11.30-14 og 18-22 v.d., 1&-24 fd. og Id.
Naustið Vesturgötu 6-8, sími 17759. Opið 12-14
og 18-01 v.d., 12-14 og 18-03 fd. og Id.
Ópera Lækjargötu 2, sími 29499. Opið 18-23.30
v.d, 18-24.30 fd. og Id.
Perlan Öskjuhlíð, sími 620200. Opið 19-24.30.
Pétursklaustur Laugavegi 73, sími 23433.
Opið 18-23.30 alla daga.
Pisa Austurstræti 22. sími 12400. Opið 11.30-
23.30 v.d., 11.30-01 fd., 18-01 ld., 18-23.30 sd.
Pizza Hut Hótel Esju, slmi 680809 Opiö
11.30- 22 v.d., 11.30-23. fd. og Id.
Pizzahúsið Grensásvegi 10, sími 39933. Opið
11.30- 23.30 v.d., 11.30-03 fd. og Id.
Pizzusmiðjan Smiðjuvegi 14 D, sími 72177
Opið 18-04 vd., 12-05 fd. og Id.
Potturinn og pannan Brautarholti 22, sími
11690. Opið 11.30-22 alla daga.
Rauða Ijónið Eiðistorgi, sími 611414. Opið
18-01 vd., 12-15 og 18-03 fd. og Id.
Rauði sófinn Laugav. 126, sími 16566,612095.
Opið 11.30-14 og 18-24 v.d., 18-24 Id. og sd.
Seljakráin Hólmaseli 4, sími 670650. Opið
18-23.30 v.d., 18-01 fd. og Id.
Setrið Sigtúni 38, sími 689000. Opið 19-22.30.
Sex bauian Eiöistorgi, sími 611414. Opið 18-22
v.d., 18-23. fd. og Id.
Siam Skólavörðustíg 22, sími 28208. Opið 18-22
vd., 18-22.30 fd. og Id. Lokað á md.
Singapore Reykjavíkurvegi 68, sími 54999.
Opið 18-22 þd.-fimmtud., 18-23. fd.-sd.
Sjanghæ Laugavegi 28, sími 16513. Opið
11.30-23.30 alla daga.
Staöið á öndinni Tryggvagötu 26, sími 629995
Opið 11.30-14.30 og 18-22 alla daga.
Svarta pannan Hafnarstræti 17, sími 16480.
Opið 11-/3.30 alla daga.
TaJ Mahal, Tandori Hverfisgötu 56, sími
21630 Opið 18-22.30 þd.-fimmtud. og sd.,
18-23.30 fd. og Id. Lokað á md.
Torfan Amtmannsstíg 1, sími 13303. Opiö
11.15-14.30 og 18-23 v.d., 11.15-14.30 og
18-23.30 Id. og sd.
Trúbadorinn, Laugavegi 73, sími 622631. Opiö
11.30-23.30 alla daga.
Gullni haninn er í hópi þeirra matstaða, sem gera Reykjavík að marktækri veitingaborg.
Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahús:
Fínlegur
gullhani
Gullni haninn við Laugaveg of-
anveröan er fínlegt veitingahús
með fyrsta flokks mat og fyrsta
flokks þjónustu. Hann er í hópi
þeirra matstaða, sem gera Reykja-
vík að marktækri veitingaborg,
hæfilega lítill og hæfilega vel vakt-
aður af eigandanum.
Gullinn staður
í eyðimörkinni
Langan tíma hefur tekið að vinna
upp Gullna hanann, sem er á næsta
ótrúlegum stað, sem sést illa frá
götu vegna bílastæðanna fyrir
framan. Þarna var einu sinni
Smárakaffi með eftirminnilega
vondan mat og síðan Halti haninn
með pizzur.
Þetta svæði í bænum er hálfgerð
eyðimörk, en með þolinmæði hefur
tekizt að koma lífi í viðskipti Gullna
hanans. Það er jafnvel ös kaup-
sýslumanna í hádeginu, þótt slíkt
sjáist óvíða í veitingahúsum borg-
arinnar á þessum síðustu og verstu
tímum.
Gullni haninn hefur frá upphafi
verið fremur virðulegur, en ekkert
sérstaklega smekklegur. Fataheng-
ið er nokkuð áberandi innan um
finheitin og barinn er skræpulegur.
Sem betur fer sést lítið inn í hann
úr salnum.
Þarna er fremur hljóðbært, þótt
teppi sé á gólfi og panill upp á
veggi. Mikill kostur varfió, að eng-
in niðursuöutónlist dunaði á eyr-
um. Nokkuð næðingssamt getur
orðið á borðinu, sem er fremst inn-
an við anddyrið, ef mikill er gesta-
gangur. Ættu gestir að forðast það
borð, ef hvasst er úti.
Sjaldséðir
sjávarréttir
Gullni haninn hefur hallað sér æ
meira að nýfrönsku línunni. Litlir
skammtar af margvíslegum fisk-
tegundum eru fagurlega upp settir
á diska. Boðið er upp á furðudýr
hafsins á borð við háf og skrápflúru
og slétthala.
Því miður eru hinir forvitnilegu
fiskréttir á fastaseðli hússins og
þurfa því alltaf að vera til. Þeir
hljóta því stundum að koma úr
frysti. Slíkt hlýtur að minnsta kosti
aö henta skrápflúru afar illa, þótt
háfurinn þoli það líklega betur.
í raun hef ég aldrei rekið mig á
annað en góöa fiskrétti í Gullna
hananum, þrátt fyrir þennan ann-
marka. Kannski hef ég verið hepp-
inn meö daga, þegar vel hefur afl-
azt.
í hádeginu er boöin þrírétta mált-
íð á 1100 krónur að meðaltali. Það
er mjög hagstætt verö, því að rétt-
irnir eru að mörgu leyti spennandi
og ekkert er gefið eftir í þjónustu
eða öðrum aöbúnaði gesta.
Af þessum seðli prófaði ég í for-
rétti afar fínlegan lunda, ofnreykt-
an, og borinn fram með mildri
karamellu-jógúrtsósu. Ennfremur
góða, villikryddaða svartfugls-
bringu með eplasalati.
Meðal aðalrétta þessa seðils var
fremur góður skötuselur, pönnu-
steiktur í smjöri með tómati, lauk
og papriku, og borinn fram með
hæfilega soðnum kartöflum. Einn-
ig meyr og góður grísapottréttur
með sætsúrri og bragðsterkri sósu
og afar bragðgóðum náttúru-hrís-
grjónum.
Af eftirréttunum prófaði ég frem-
ur góða osta á blönduðum diski,
borna fram með rifsberjasultu.
Einnig rjómafrauð með daufum
ananaskeim, borið fram í súkku-
laðigrind, með ávöxtum í kring.
Frábær
blaðdeigskarfa
Á kvöldin er verðið mun hærra
eða eins og gengur og gerist í hin-
um fínni stöðum borgarinnar.
Miðjuverðið er um 3113 krónur fyr-
ir þrjá rétti og kaffi. Engir réttir
dagsins eru þá í boði, aðeins réttir
af fastaseðli og svo fjögurra rétta
smakkseðill á 3.650 krónur, sem er
nokkuð dýrt.
Vínlistinn er ekki merkilegur.
Þar má eins og viðar sjá Chateau
Beau Rivage í hvítu og rauðu, heilu
og hálfu. Rauðvínið var frá 1986,
fremur gróft, en traust. Hvítvínið
var frá 1989, afar dauft og einkenn-
islítið.
í fína kantinum er boðið upp á
hágæöavínið Chateau Mouton
Rotschild frá 1984 á 9.890 krónur
og á Chateau Clerc-Milon frá 1987
á 3.940 krónur. Þetta tel ég vera
fremur hagstætt verð, enda eru
árgangarnir svo sem ekkert sér-
stakir.
Rjómasúpa með ferskum kjör-
sveppum var hæfilega þunn og
bragðmild. Reyktur háfur með
fenniku og sólselju var góður en
svo lítill að magni, að hann sást
varla. Með honum var mild sósa
og gott salat einfalt.
Bezt forréttanna var frábær blað-
deigskarfa fyllt af eldsteiktu hum-
arkjöti með koníakssósu. Karfan
var næfurþunn og stökk, full af
hæfilega lítið soðnum og góðum
humri, borin fram með hrísgijón-
um, sem voru afar góð eins og
venjulega á þessum stað.
Ristaöur háfur með rabarbara,
blaðlauk og reyktum lax var
óvenjulegur aðalréttur með
óvenjulegu bragði, sem mér fannst
gott, en öðrum kann að falla miður
í geð. Heilsteikt skrápflúra með
búrgundarvínsósu var mátulega
elduð og áberandi góð á bragðið.
Appelsínugljáð skötubörð með pip-
arbasilikum-sósu voru fremur góð,
en appelsínubragðið yfirgnæfði
fiskbragðið.
Piparsteik með grænum pipar og
sinnepssósu var mjög meyr, fínleg
og góð.
Dúndurgóðir ísar
í boði voru góðir og fjölbreyttir
ísar, salthnetuís með súkkulaði-
sósu og frábær konfektís meö syk-
urflossi. Ennfremur súkkulaði- og
ananasfrauð með því sérkenni, aö
súkkulaðifrauðið var grjóthart og
ananasfrauðið fljótandi, en eigi að
síður góöur réttur. Tveggja bragða
ískrem með ferskum ávöxtum var
nokkuð gott.
Venjulegt kaffi var gott, espresso
fremur þunnt, en ódýrt, aðeins 100
krónur bollinn.
Ánægjulegt er að sjá íslenzkt fyr-
irtæki seiglast fram veg gæfunnar
og bæta sig stöðugt í stað þess að
fara af stað með látum og lyppast
svo niður. Gullni haninn virðist
vera að festa traustar rætur í bæj-
arlífinu.
-J.Kr.
Tveir vinir og annar í fríi. Laugavegi 45,
sími 21255. Opið 12-15 og 18-01 v.d., 12-15 og
18-03 fd. og Id.
Veitingahúsið 22 Laugavegi 22, sími 13628.
Opið 12-01 v.d., 12-03 fd. og Id.
Við Tjörnina Templarasundi 3, sími 18666.
Opið 12-14 og 18-22.30 md.-fd., 18-23 Id. og sd.
Viðeyjarstofa Viðey, simi 681045. Einungis
opið f. hópa í vetur.
Þrír Frakkar hjá Úlfari Baidursgötu 14, sími
23939. Opið 11 -14.30 og 18-23.30 v.d., 18-23.30
Id. og sd.
Ölkjallarinn Pósthússtræti 17, sími 13344.
Opið 12-15 og 18-01 v.d., 12-15 og 18-03 fd.
og Id.
Ölver v/Álfheima, sími 686220. Opið 11.30-
14.30 og 18-01 v.d., 18-03 fd. og Id.
AKUREYRI:
Bautinn Hafnarstræti 92, sími 21818. Opið
09-22.
Fiðlarinn Skipagötu 14, simi 27100. Opið
11.30- 14 og 18-21.30 v.d., 18-22 Ld. og Id.
Greifinn Glerárgötu 20, sími 26690. Opið
11.30- 22.30 v.d., 12-02 fd. og Id.
Hótel KEA Hafnarstræti 87-89, sími 22200.
-tjfjfð 07.30-10.30 og 12-14 og 18-23.30 v.d.,
nema Id. til 03.
HÓtei Stefanía. Hafnarstræti 83-85, sími
11400. Opið 18-22 alla daga.
Landið - vertshús Geislagötu 7, simi 11617
Opið 18-21.30 alla daga, bar til 23.30.
Sjallinn Geislagötu 14, sími 22970. Opið 19-03
fd. og ld., kjallari 18-01 v.d., 12-15 og 18-03 fd.
og ld.
Smiðjan Kaupvangsstræti 3, simi 21818. Opið
12-13 og 18.30-21.30 alla daga.
Uppinn Ráðhústorgi 9, sími 24199 Opið
12-23.30 v.d., 12-02.30 fd. og Id.
VESTMANNAEYJAR:
Bjössabar Bárustig 11, sími 12950. Opið
11.30- 14 og 18-21 md.-fd., 11.30-21 Id. og sd.
Muninn Vestmannabraut 28, sími 11422 Opið
11.-14 og 18-21 v.d., 18-22.30 fd. og Id.
Höfðinn/Við félagarnir Heiðarv 1, s 12577
Opið 10-14 og 18-23.30 md.-miðv.d., 10-14 og
18-01 fimmtud., 10-03 fd. og ld., 10-01 sd.
Skútinn Kirkjuvegi 21, sími 11420. Opið 10-22.
KEFLAVÍK:
Edenborg Hafnargötu 30, simi 12000.
Flughótelið Hafnargötu 57, sími 15222. Opið
11.30- 14 og 18-21.30 v.d., 18-22 fd. og Id
Glóðin Hafnargötu 62, sími 11777. Opið
11.30- 21 v.d, 11.30-22.30 fd. og Id.
K-17 Vesturbraut 17, sími 14999. Opið 22.03 fd.
og Id. 19-03 sýningarkvöld.
Langbest, pizzustaður Hafnargötu 62, sim
14777 Opið 11-22 alla daga.
Ráin Hafnargata 19, simi 14601. Opið 12-15 og
18-23.30 md.-miðv.d., 12-15 og 18—01 fimmtud.
og sd., 12-15 og 18-03 fd og Id.
Veitingahúsið við Bláa Lónið Svartsengi,
sími 68283.
SANDGERÐI:
Veitingahúsið Vitinn, Hafnargötu 4, sími
37755. Opið 0.30-23.30 v.d., 08.30-03 fd. og Id.
SUÐURLAND:
Gjáin Austurvegi 2, Selfossi, sími 22555. Opiö
18-01 miðv.d., fimmtud. og sd., 18-03 fd. og Id.
Lokað á md. og þd.
HÓtel Selfoss Eyravegi 2, Selfossi, simi 22500
Opið 12-14.30 og 18-22 alla daga.
Hótel Örk, Nóagrill Breiðumörk 1, Hverag.,
s. 34700. Opið 11.30-14 og 18-22 alla daga.
Kam-Bar, Breiðamörk 2c, Hverag., s. 34988.
Veitingahúsið við Brúarsporðinn Eyrar-
vegi 1, Self., simi 22899. Opið 11.30-13.30 og
18-22 v.d., 11.30-13.30 og 18-23 fd. og Id.
VEITINGAHÚS - ÁN VÍNS
Arnargrill Arnarbakka 2, simi 77540. Opið
12-23.30 alla þaga.
Á næstu grösum Laugavegi 26, simi 28410.
Opið 11.30—14 og 18-20 v.d. Lokað um helgar.
Blásteinn Hraunbæ 102, s. 673311. Op. 10-22.
Brauðstofan Gleymmérei Nóatúni I7,sími
15355. Opið 09-18 v.d., 09-16 Id. Lokað á sd.
Chick King Suðurveri, Stigahlíð 45-47, s.
38890. Opið 11-23.30 alla daga.
Eikagrill Langholtsvegi 89, 39290. Opið
11.30- 22 alla daga.
Eldsmiðjan Bragagötu 38 A, simi 14248. Opið
11.30- 23.30 alla daga.
Fiskur og franskar Austurstræti 6, sími
626977. Opið 11-20 alla daga. Lokað á sd.
Gafl-inn Dalshrauni 13, sími 54424. Opið 08-21
alla daga.
Hrói höttur Hjallahrauni 13, sími 652525. Opið
11-23 alla daga.
Höfðakaffi Vagnhöfða 11, simi 686075. Opið
07.30-17 alla daga. Lokað á Id.
Höfðagrill Bildshöfða 12. sími 672025. Opið
07-17 v.d., 10-16 Id. Lokað á sd.
Ingólfsbrunnur Aðalstræti 9, sími 13620. Opið
09-18 md.-fd. Lokað um helgar.
Jarlinn Bústaðavegi 153, simi 688088. Opið
11-23 alla daga, nætursala til 03.
Jón bakan Nýbýlavegi 14, sími 642820 Opið
11.30- 23.30 v.d., 11.30-02 fd. og Id.
Kaffivagninn Grandagarði, sími 15932. Opið
04-23.30 alla daga, ekki matur á kvöldin.
Kentucky Fried Chicken Hjaiiahrauni 15,
sími 50828. Opið 11-22 alla daga.
Lauga-ás Laugarásv. 1, s. 31620. Opið 11-22.
LÚXUS kaffi Skipholti 50b, simi 813410. Opið
08-18 v.d., 11-18 Id. Lokað á sd.
Mokka-Expresso-Kaffi Skólavörðust. 3a, s.
21174 Opið 09.30-23.30 md.-ld., 14-23.30 sd.
Múlakaffi v/Hallarmúla, simi 37737. Opið
07-23.30 v.d., 08-23.30 sd.
Nespizza, Austurströnd 8, Austurströnd
8, sími 612030. Opið 11.30-14 og 17-22 v.d.,
11.30- 23 fd. og Id.
Norræna húsið Hringbraut, sími 21522. Opið
09-17 v.d., 09-19 ld., 12-19 sd.
Næturgrillið heimsendingarþj., sími 77444.
Opið 22-03 v.d., 22-07 fd. og Id.
Óli prik Hamraborg 14, sími 40344. Opið 11-22.
Pizzahúsið Oldugötu 29, sími 623833. Opið
17-23 v.d., 12-24 Id. og sd.
Pítan Skipholti 50 C, sími 688150. Opið
11.30- 22.
Smáréttir Lækjargötu 2, sími 13480.
Smiðjukaffi Smiðjuvegi 14d, sími 72177. Opið
08-16.30 alla daga.
Sundakaffi Sundahöfn, sími 36320. Opið
07-20.30 v.d., 07-17 Id. Lokað á sd
TÍU dropar Laugavegi 27, - sími 19380. Opiö
08-18 v.d., 10-16 Id. Lokað á sd.
Vogakaffi Smiðjuvegi 50, sími 38533. Opið
08-18 v.d. Lokað á Id. og sd.
Veitinga- og vöruhús Nings Suðuriands-
braut 6, sími 679899. Opið 11-14 og 17.30-20.30.
Western Fried, Mosfellssveit v/Vestur-
landsveg, sími 667373. Opið 10.30-22 alla daga.
Winny’s Laugavegi 116, sími 25171. Opið
Crown Chicken Skipagötu 12, sími 21464.
Opið 11-21.30 alla daga.