Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 6
FÖStÍJDÁGÚR 11. OKTÓRKR 1991. 22 Dauðakossinn er sakamálamynd sem þykir minna á margt sem Alfred Hitchcock gerði á sínum tima. Laugarásbíó: Dauðakossinn Laugarásbíó frumsýnir í dag spennumyndina Dauðakossinn (A Kiss before Dying) sem gerð er eft- ir þekktri skáldsögu eftir Ira Levin. Matt Dillon og Sean Young leika aðalhlutverkin og er hlutverk Young tvöfalt því að hún leikur tvíbura. Önnur tvíburasystirin fellur fram af háhýsi og er taliö að hún hafi framiÖ sjálfsmorð en syst- ir hennar vill ekki sætta sig við þá skýringu og hefur rannsókn á mál- inu. Dillon leikur eiginmann þeirr- ar sem fórst og spurningin er hvort hann liíir tvöfóldu lífi eða ekki. Dauðakossinn hefur verið kvik- myndaður áður, var það 1956. Léku þá aðalhlutverkin Robert Wagner " og Virginia Leight. í þeirri mynd kom fyrst fram Joanne Woodward. Þykir sú mynd í hópi betri saka- málamynda, er eins og nýja útgáfg- an á þeirri hárfínu línu sakamála- mynda sem Alfred Hitchcock er oft kenndur við. Leikstjóri og handritshöfundur er James Dearden sem er þekktast- ur fyrir handrit sitt að Fatal Attraction. Er Dauðakossinn önn- ur kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. Fyrir tveimur árum leikstýrði hann og skrifaði handritið að Pascali’s Island sem var nokkuð þung og dramatísk en fékk ágætar viðtökur gagnrýnenda þótt ekki fengi hún mikla aðsókn. Má segja að með Dauðakossinum sé hann kominn á þær slóðir sem hann þekkir best ef mið er tekið af þekktasta handriti hans. -HK Það er ekki alltaf auðvelt að leysa vandamálin sem koma upp þegar brúðkaup eru annars vegar. Bíóhöllin: Brúðkaupsbasl Alan Alda er sjálfsagt þekktastur hér á landi fyrir að leik sinn í hinni vinsælu sjónvarpsseríu M.A.S.H, en eftir að hætt var gerð hennar hefur hann leikið í nokkrum kvik- myndum og ávallt einnig leikstýrt og skrifað handritið. Myndir Alda þykja gæðamyndir sem oftast fjalla um fjölskyldur og innbyrðis deilur og hafa fengið góða dóma, en aðsókn verið í dræmara lagi enda má segja að myndir hans höfði ekki beint til stærsta hóps kvikmyndahúsaá- horfenda, sem eru unglingarnir, heldur frekar til eldri áhorfenda. Þetta á við um nýjustu kvikmynd hans Brúðkaupsbasl (Betsy's Wedding) sem eins og nafnið bend- ir til fjallar um þegar Betsy ætlar að fara að gifta sig. Það stendur mikið til en fjölskyldurnar sem að brúðkaupinu standa eru ekki á eitt sáttar um ýmis atriði hjónavígsl- unnar eða veisluna sem á eftir fylg- ir og er ástæðan sú að önnur fjöl- skyldan er gyðingatrúar en hin ekki. Það er góður leikarahópur sem leikur í Brúðkaupsbasli. Álda leik- ur aö sjálfsögðu annan foðurinn. Aðrir leikarar eru Joey Bishop, Madeline Kabn,- Joe Pesci, Molly Ringwald, Ally Sheedy og Burt Young. -HK Háskólabíó: Drengimir frá Sankt Petri Drengirnir frá Sankt Petri, sem frumsýnd verður í dag, er fyrsta kvikmyndin í röð fimm kvikmynda sem er afrakstur norræns sam- starfs og er Kvikmyndasjóður ís- lands einn aðili myndarinnar. Leikstjóri er Sören Kragh Jakobs- en. Hann er vel þekktur og hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar og verðlaun fyrir kvikmyndir sín- ar. Meðal mynda hans má nefna Sjáðu sæta naflann minn, Gúmmí- Tarsan og Gullregn. í myndinni er fjallað um vinahóp ungra menntaskóladrengja og eins drengs úr verkalýðsstétt. Sögusvið- ið er hernumin Danmörk árið 1942. Drengirnir fremja ýmis strákapör sem bitna á hernámsliði Þjóðverja. Þeir færa sig upp á skaftið gagn- vart þýska hernámsliðinu og fyrr en varir eru strákapörin að baki og alvaran tekin viö. Hópurinn seg- ir Þjóðverjum stríð á hendur. Drengirnir frá Sankt Petri er byggð á sannsögulegum atburðum þar sem fyrsti vísir að kröftugri and- spyrnuhreyfingu Dana verður til. Þær fimm kvikmyndir, sem unn- ar eru í samstarfi þessu, verða nú frumsýndar hver á fætur, annarri og verður okkar framlag, kvik- mynd Kristínar Jóhannesdóttur, Svo á jörðu sem á himni, frumsýnd síðast en það er í mars á næsta ári. í viöíali við leikstjórann Sören Kragh Jakobsen, sem birt var á miðvikudaginn, sagði hann að myndin væri óður til áhuga- mennskunnar í víðum skilningi. Aðalleikararnir væru allir áhuga- menn og myndin fjallaði um áhugamenn sem skyndilega drag- ast inn í atburðarás þeirrar alvöru sem stríð er. -HK Strákapör gegn innrásarliði nasista leiða tii andspyrnustarfs í Drengjun- um frá Sankt Petri. Regnboginn: Kvikmyndahátíðin í Reykjavík lega ringulreið, stöðuga baráttu einu sinni, á laugardaginn. heldur áfram af fullum krafti um milli þess sem er og þess sem Kvikmynd Sturlu er er Frið- helgina en þá munu tveir góðir virðist, ástríðu og afbrýði, ást og helgi (Diplomatic Immunity). Að- gestir heimsækja okkur og vera hatur. Aðalpersónan er læknir- alpersónan er Kim Dades sem er viðstaddir sýningar á kvikmynd- inn Martha. Hún snýr aftur til ung kona á uppleið í kanadísku um sinum. Þetta er hinn þekkti Parísar eftir áralanga dvöl í Afr- utanríkisþjónustunni. Hún fer til þýski leikstjóri Margarethe von iku. Þar flækist hún í rótum lifs- E1 Salvador í þeim tilgangi að TrottaogSturlaGunnarssonsem leiða síns, gömul sár ýfast upp undirbúa jarðveghm fyrir mont- fæddistáíslandienfluttiaflandi og kvölin magnast. Meðal þeirra heimsókn ráðherra en þegar hún brott sex ára gamall. Myndir brota, sem Martha þarf að tína kemur á staðinn er húsnæði, sem þeirra munu sjálfsagt vekja hvað saman, erhinógæfusamaástsem hún átti að fá, komið í hendur mesta athygli af þeim myndum hún ber til blaðamannsins Vict- hersins og ræðst hún í að leið- sem sýndar verða um helgina. ors og hálfköruö vinátta hennar rétta þessa stöðu. Áður en hún Margarethe von Trotta sýnir og Önnu sem eitt sinn var nán- veit af er hún lent i hringiðu at- okkur Heimkomuna (Die Ríick- asti vinur hennar. Heimkoman burða sem hún hefur enga stjórn ker) sem fjallar um tilfmninga- verður því miður aðeins sýnd á. -HK Bíóborgin: Hvað með Bob? Hvað með Bob? (What About sjúklinginn Bob Wiley sem hefur Bob?) er grínmynd með þeim Bill marga persónuleika og Dreyfuss Murray og Richard Dreyfuss í aðal- sálfræöinginn hans, Leo Marvin, hlutverkum. Murray leikur geð- sem reynir eftir bestu getu að Sjúklingurinn og sálfræðingurinn. Bill Murray og Richard Dreyfuss í hlutverkum sinum. hjálpa honum en eins og aðrir fjöl- skyldumenn þarf Marvin á fríi að halda og heldur með fjölskylduna í sumarbústað. Bob er alveg eyði- lagður og leitar uppi Marvin og sest upp hjá honum með þeim af- leiðingum að ómögulegt er að segja til um hvor þeirra er vitlausari. Bill Murray og Richard Dreyfuss þykja fara á kostum í þessari bráð- íjörugu gamanmynd og njóta að- stoðar ágæts leikarahóps þar sem Julie Hagerty og Charlie.Korsmo er meðal annarra að finna. Leikstjóri er Frank Oz sem í mörg ár starfaði með Jim Henson heitn- um við gerð Prúðu leikaranna áður en hann sneri sér að leikstjórn leik- inna mynda. Hjá Prúðu leikurún- um var hann röddin á bak við Svínku, Fossa björn, Dýra og fleiri þekktar persónur. Hann hefur einnig leikið í nokkrum kvikmynd- um og má þar nefna The Blues Brothers, An American Werewolf in London og Spies Like Us. En undanfarin ár hefur hann ein- göngu leikstýrt. Hans fyrsta kvik- mynd sem leikstjóri var einmitt Prúðu leikara myndin The Mupp- ets Take Manhattan. Aðrar myndir hans eru Little Shop of Horrors og Dirty Rotten Scoundrels. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.