Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 3
19 FÖSTUDÁGUR 11. OKTÓBER 'l99ll Dansstaðir Ártún Vagnhöfða 11, sími 685090 Hljómsveit Jóns Sigurössonar ásamt Hjördísi Geirsdóttur söng- konu leikur fyrir dansi föstu- dags-, laugardags- og sunnudags- kvöld. Þorvaldur Halldórsson skemmtir á fóstudagskvöld og Örvar Kristjánsson á sunnudags- kvöld. Blúsbarinn Laugavegi 73 Lifandi tónlist öll kvöld nema mánudags- og þriðjudagskvöld. Casablanca Diskótek föstudags- og laugar- dagskvöld. Dans-barinn Grensásvegi 7, sími 688311 Hljómsveitin Mannakorn leikur fyrir dansi fostudags- og laugardagskvöld. Sérstakur gestur helgarinnar verður Megas. Danshúsiö Glæsibæ Álfheimum, s. 686220 Dansleikur föstudags- og iaugar- dagskvöld. Fimman Hafnarstræti Dansleikur föstudágs- og laugar- dagskvöld. Fjörðurinn Strandgötu, Hafnarllrði Konukvöld í Firðinum í kvöld. Hljómsveitin Gömlu brýnin leikur fyrir dansi. Á laugardagskvöld leikur Sálin hans Jóns míns. Fógetinn Sönghópurinn Snæfríður og stubbarnir skemmtir gestum Fógetans föstudags- og laugar- dagskvöld. Furstinn Skipholti 37, sími 39570 Lifandi tónlist föstudags- og laug- ardagskvöld. Garðakráin Garðatorgi, Garðabæ Hljómsveitin Bandamenn leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitina skipa Gunnar Jónsson og Ómar Hlynsson. Gikkurinn Ármúla 7, simi 681661 Trúbadorinn Haraldur Reynisson ásamt Kompani skemmtir gestum Gikksins fóstudags- og laugardags- kvöld. L.A. Café Laugavegi 45, s. 626120 Diskótek föstudags- og laugar- dagskvöld. Hátt aldurstakmark. Klúbburinn Borgartúni 32, s. 624588 og 624533 Fjólublái fíllinn í kjallara er öðru- vísi krá með bíói þar sem sýndar eru gamlar kvikmyndir. Lifandi tónlist um helgar. Hótel ísland Ármúla 9, sími 687111 Aftur til fortíðar - íslenskir tónar í 30 ár nefnist ný söngskemmtun á Hótel íslandi. Að skemmtuninni lok- innt leikur hljómsveitin Upplyfting fyrir dansi. Hótel Saga Hljómsveitin Smellir og Ragnar Bjarnason skemmta laugardags- kvöld. Moulin Rouge Diskótek á föstudags- og laugar- dagskvöld. Naustkráin Vesturgötu 6-8 Opið um helgina. Nillabar Strandgötu, Hafnarfirði Guðmundur Rúnar skemmtir föstudags- og laugardagskvöld. Staðið á öndinni Klang og kompani leika í kvöld og hljómsveitin Blautir dropar á laugar- dagskvöld. Tveir vinir og annar í fríi Laugavegi 45 Mikki refur leikur í kvöld, á laugar- dagskvöld skemmtir hljómsveitin Ber að ofan. Á sunnudagskvöld verð- ur það svo hljómsveitin Plató sem sér um fjörið. Tveir vinir og annar í fríi: Þijár ungar hljómsveitir Næstu kvöld skemmta á Tveimur vinum fjórar hljómsveitir sem eru nýjar af nálinni þótt tvær þeirra hafí veriö atkvæðamiklar upp á síðkastið. í kvöld, föstudagskvöld, er það Mikki refur sem stígur á stokk. Meðlimir Mikka refs eru orðnir sjóaðir tónhstarmenn þótt ungir séu enda koma þeir meira eða minna úr efnilegustu ungliða- sveitum síðustu ára. Hljómsveitin Ber að ofan skemmtir svo annað kvöld. Þetta er eitt efnilegasta band yngri kyn- slóðarinnar og hefur sýnt og sann- að það og á eftir að gera stóra hluti á komandi árum. Plató heitir sveitin sem skemmtir á sunnudagskvöld. Það verður frítt inn öll kvöldin. Blautir dropar Hljómsveitin Blautir dropar spil- ar á Staðið á öndinni annað kvöld, laugardagskvöldið 12. október, og gera má ráð fyrir góðri stemningu þar sem sveitin leggur áherslu á fjölbreytt lagaval, eða allt frá soul- tónhst til rokks. Sveitina skipa Jóhanh Kær- nested söngpípa, Gunnar Þór Eg- gertsson strengjasláttur, Stefán H. Henrýsson, píanó og hljómborð, Brynjar Reynisson bassaplokk og Haraldur Óskar Leonhardsson trumbusláttur. Þess má geta að byrjað verður á hljóðfæraslætti um klukkan 23.02,15 og er aðgangur ókeypis. Blautir dropar leika á Staðið á öndinni annað kvöld. Loðin rotta í Gjánni Hljómsveitin Loðin rotta skartar sínu fegursta í Gjánni á Selfossi um helgina. Hljómsveitina skipa þeir félagar Sigurður Gröndal á hljóm- borð, Halldór Gulli söngur, Ingólf- ur Guðjónsson á slagverk, bakrödd og saxófón, Bjarni Bragi Kjartans- son á sólógítar og tambórín og síð- ast en ekki síst Jóhannes Eiðsson sem sér um bassaleik og gaman- mál. Hljóðmaður Rottunnar er hinn víðfrægi Vestur-íslendingur Gummy Finson jr. og bílstjóri Rott- unnar er hinn próflausi gleðimað- ur og 'tölvuamatör Matti Waag- fjord. Rottan leikur svo á Gauki á Stöng á sunnudags-, mánudags- og þriðju- dagskvöld. Staðið á öndinni: Klang og kompaní Klang og kompaní leika á veit- ingastaðnum Staðið á öndinni í kvöld, föstudagskvöld. Hljómsveit- ina skipa þeir Sveinn Rúnar Ólafs- son sem syngur og Gylfi Már Hil- misson sem leikur á gítar, hljóm- borð og syngur auk þess að forrita undirspil inn á tölvu. Klang og kompaní hafa starfað í rúmt ár og spilað á krám á höfuð- borgarsvæðinu og næsta nágrenni. Það hefur vakið undrun margra, sem hafa haft vantrú á tölvunotkun í tónhst, hve ótrúlega „Uve“ þeir eru. Megas verður gestur Mannakorna á Dansbarnum um helgina Dansbarinn: Megas með Mannakornum Hljómsveitin Mannakorn mun skemmta gestum Dansbarsins í vetur eins og hún gerði síðasta vet- ur við góðan orðstír. Fitjað verður upp á þeirri nýbreytrii í vetur að bjóða sérstökum gestum til tón- leikahalds á undan dansleik. Fyrsti gesturinn verður hinn þjóökunni höfundur og flytjandi, Magnús Þór Jónsson, eða Megas. Megas mun verða á sviði Dans- barsins í kvöld, föstudaginn 11. október, og annað kvöld og síðan næstu tvær helgar á eftir. Manna- korn munu aðstoða meistarann við flutning tónlistarinnar. Dansbar- inn vonast eftir því að þessi tónhst- arveisla hljóti verðugar viðtökur. Dansbarinn er samtengdur mat- staðnum Mongolian Barbeque á Grensásvegi svo gestir geta snætt á undan og notið tónleika og dans- leiks á eftir. Kvennakvöld í Firðinum Sálin leikur i Firðinum á laugar- dagskvöld. Veitingahúsið Fjörðurinn mun bjóða í kvöld, föstudag, upp á heit- asta kvennakvöld sem haldiö hefur veriö í Hafnarfírði. Nýkrýndur Danmerkurmeistari í strippdansi karla, Kiki Kaspo, sýnir í fyrsta sinn á íslandi listir sínar og ein- göngu í Firðinum. Sýningin er bara ætluð konum og fá engir karlmenn aðgang fyrr en eftir klukkan 24. Húsið verður opnað klukkan 22 og boðið verður upp á kokkteil, auk vín- og ilmvatnskynningar. Klukk- an 23 verður undirfatasýning Mód- elsamtakanna og klukkan 23.30 skemmtir Kiki Kaspar með stripp- dansi. Sálin hans Jóns míns mun svo leika í Firðinum annað kvöld. Sveitin mun troða upp með mikilli viðhöfn og vissara er fyrir gesti að koma snemmendis á svæðið því þúast má viö því að allmargt verði um manninn. Fyrirhugað er að rótarar sveitarinnar fari blysför að staðnum klukkan 23.00 og er öllum velkomið að taka þátt í henni. Eldfuglinn skemmtir i 1929 á Akureyri Um helgina. Eldfuglinn í 1929 Eldfughnn er kominn á gott flug eftir frábærar viðtökur Keflvíkinga og Akurnesinga um síðustu helgi. Um helgina verður sveitin á Ak- ureyri þar sem leikið verður í veit- ingastaðnum 1929 í kvöld og annað kvöld. Eldfughnn skipa þeir Karl Örv- arsson, Hafþór Guðmundsson, Grétar Örvarsson, Sigurgeir Sig- mundsson og Þórður Guðmunds- son. Hljóðmaður er Ingvar Jónsson eldhugi. Veitingastaðurinn býður upp á skemmtidagskrána „Kaldar nætur - heitar konur" á laugardagskvöld- iö. Dagskráin er eingöngu ætluð kvenþjóðinni og verður húsið opn- að klukkan 21.30. Að sögn Þráins veitingamanns verður strákunum heimilaður aðgangur á miðnætti. Guðmundur Haukur og hljómsveit- in Ágjöf skemmta á Ránni. Ágjöf á Ránni Hljómsveitin Ágjöf og Guðmund- ur Haukur skemmta á Ránni í Keflavík um helgina. Ráin er á tveimur hæðum og er matur fram- reiddur alla daga. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að heppinn Ráargestur getur fengið innanlandsferð. Nú er spumingin þessa helgi hver verður svo heppinn að komast til Akur- eyrar. Gikkurinn: Trúbador og kompaní Trúbadorinn Haraldur Reynis- son ásamt kompaníi skemmtir á Gikknum, Ármúla 7, um helgina. íslensk tónhst verður í hávegum höfö og tilvalið fyrir fólk, sem hefur dálæti á rútubílastemmningu, að mæta. Húsið verður opnað klukk- an 18 og er opið til 03. Haraldur Reynisson trúbador skemmtir á Gikknum um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.