Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991. 21 Nokkrar þeirra listakvenna sem standa að listhúsinu Sneglu sem verður opnað á morgun, laugardag. Snegla opnar Listhúsið Snegla, Grettísgötu 7, veröur opnað á morgun, laugardag- mn 12. október. Þar verða listmunir tíl sýnis og sölu, unnir af 15 listakon- um sem vinna í textíl, keramik og skúlptúr. Listhúsið Snegla verður opið mánudaga til fóstudaga frá klukkan 12-18 og laugardaga frá 10-14. Símanúmerið er 620426. Þær sem að Sneglu standa eru Arn- fríður Lára Guðnadóttir, Björk Magnúsdóttir, Elísabet Þorsteins- dóttir, Erna Guðmarsdóttir, Guðrún J. Kolbeins, Helga Pálína Brynjólfs- dóttir, Herdís Tómasdóttir, Hrafn- hildur Sigurðardóttir, Ingiríður Óð- insdóttir, Ingunn Erna Stefánsdóttir, Jóna S. Jónsdóttir, Sigríður Kristins- dóttir, Sonja Hákansson, Vilborg Guðjónsdóttír og Þuríður Dan Jóns- dóttír. Lóuhreiörið: Vatnslitamynd - irBryndísar Bryndís Þórarinsdóttír sýnir vatnslitamyndir á kaffistofunni Lóu- hreiðrinu í Kjörgarði, Laugavegi 59. Bryndís lærði myndlist hjá Bjarna Jónssyni listmálara í Flensborg 1958-59, var í einkakennslu á vinnu- stofu hjá Sverri Haraldssyni listmál- ara, lærði teiknun og málun í Hand- menntaskóla íslands 1988-89 og í ICS School of Art í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum 1989-90. Þá varð Bryndís handmenntakennari frá KSÍ 1970. Bryndís hefur haldið þrjár einka- sýningar og tekið þátt í þremur sam- sýningum. Sýningin er opin frá klukkan 9-18 virka daga og hún stendur til nóv- emberloka. Austursalur KjarvalsStaða: Andlit daganna Harpa Björnsdóttir opnar á morg- un, laugardaginn 12. október, sýn- ingu í austursal Kjarvalsstaða. Sýn- ingin ber yfirskriftina Andlit dag- anna og er að einhverju leyti hugleið- ingar um svipi daganna og andblæ, minningar um líf sem hverfur en birtist alltaf aftur í nýrri mynd. Harpa dvaldi í sumar í vinnustofu norrænu listamiðstöðvarinnar í Sveaborg í Finnlandi. Þetta er sjötta einkasýning hennar en hún hefur áður sýnt á íslandi og annars staðar á Norðurlöndum og auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum verða um sextíu verk. Sýningin, sem stendur til 27. október, er opin dag- lega frá klukkan 11-18. Gallerí Borg: Pastelmyndir Hrings Nú stendur yfir sýning á nýjum pastelmyndum eftir Hring Jóhann- esson í Gallerí Borg við Austurvöll. Sýningin er opin alla daga vikunn- ar frá klukkan 14-18 en henni lýkur 22. október. Brynja Árnadóttir sýnir pennateikningar í Hafnarborg. Kaffistofa Hafharborgar: Brynjasýnir pennateikningar Nú stendur yfir í Kaffistofu Hafn- arborgar sýning á pennateikningum eftir Brynju Árnadóttur. Brynja er fædd 1942 og lærði fyrst teikningu hjá Birgi Schiöth á Siglu- firði. Á árunum 1959-60 stundaði hún nám hjá Ragnari Kjartanssyni myndlistarmanni í Myndlistarskól- anum við Freyjugötu. Brynja nam einnig í Baðstofunni sem er mynd- listarskóli í Keflavík. Kennari henn- ar þar var Jón Gunnarsson listmál- ari. Sýning Brynju í Hafnarborg er þriöja einkasýning hennar en hún sýndi í Bjórhöllinni 1989 og í Keramikhúsinu í febrúar síðastliðn- um. Hún tók einnig þátt í samsýn- ingu í Baðstofunni í Keflavík 1984. Sýningin stendur til 20. október og er opin frá klukkan 11-19 virka daga og 14-19 um helgar. grafík og myndir, unnar í kol, pastel og olíu, í sýningarsal sínum að Stangarhyl 7. Opið virka daga kl. 12-18. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Árbæjarsafn Opiö kl. 10-18 um helgar. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 í safm' Ásgríms Jónssonar eru nú sýnd 26 verk. Mörg verkanna, sem bæði eru unnin í olíu og með vatnslitum, eru frá árunum 1905-1930 og eru þau einkum frá Suðurlandi. Saöiið er opið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16.00. Ásmundarsafn Sigtúni Þar stendur yfir sýning sem ber yfrr- skriftina Bókmenntirnar í list Ásmundar Sveinssonar. Jafijframt hefur yerið tekin í notkun ný viðbygging við Ásmundar- safn. Safnið er opið frá kl. 10-16 alla daga. Ásmundarsalur Freyjugötu 41 Kristín Geirsdóttir sýnir málverk. Á sýn- ingunni eru verk unnin með olíu á striga. Þetta er fyrsta einkasýning Kristínar en hún hefur tekið þátt í samsýningu. Sýn- ingin er opin daglega kl. 14-19. Henni lýkur 16. október. FÍM-salurinn v/Garðastræti Þar stendur yfir sölusýning til ágóða fyr- ir félagið. Eru það verk félagsmanna og gefa þeir félaginu helming andvirðis mynda sinna og gengur það til afborgun- ar á sýningarhúsnæði félagsins. Sýningin stendur til 14. október og er opin alla daga kl. 14-18. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Nú stendur yfir sýning á nýjum pastel- myndum eftir Hring Jóhannesson. Sýn- ingin er opin alla daga vikunnar frá kl. 14-18 en henni lýkur 22. október. Galleríeinneinn Skólavörðustig 4, Sigurður Eyþórsson sýnir 21 verk, unnin á sl. þremur árum, málverk og teikning- ar. Sýningin stendur til 24. október og er opin daglega kl. 12-19. Gallerí List Skipholti Þar stendur yfir sýning á verkum eftir nokkra listamenn. Þar gefur að líta graf- íkmálverk, keramik, postulín, glerverk og rakúkeramik. opið virka daga kl. 10.30-18. Gallerí Sigurþórs Víðimel 61 er opið alla daga frá kl. 13-18. Myndverk eftir Sigurþór Jakobsson til sýnis og sölu. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 í dag opnar Kristín Arngrimsdóttir myndlistarsýningu í Gallerí Sævars Karls. Myndirnar á sýningunni eru unn- ar með bambuspenna og tússi. Kristin hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningu í bókasafni Mosfellsbæjar. Sýningin stendur til 8. nóvember og er opin á verslunartíma kl. 9-18 og 10-16 á laugardögum. Hafnarborg Strandgötu 34 Á morgun opnar Elias Hjörleifsson sýna fyrstu einkasýningu á íslandi. Á sýning- unni verða olíumálverk og myndir unnar með olíustifti og olíukrít. Sýningin verð- ur opin frá kl. 14-19 alla daga nema þriðjudaga fram til 27. október. Þá sýnir Brynja Árnadóttir pennateikningar í kaffistofu Hafnarborgar. Sýning hennar stendur til 20. október og er opin frá kl. 11-19 virka daga og kl. 14-19 um helgar. Hlaövarpinn Vesturgötu 3 Valdimar Bjarnfreðsson sýnir 35 myndir, unnar í olíu- og akrýl. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafhið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, fóstudaga og laugar- daga. Keramikhúsið, gallerí v/Faxafen Sýning á leikaramyndum eftir Halldór Pétursson. Opið alla daga kl. 13-18 nema laugardaga kl. 13-17. Listasafn Einars Jónssonar Oþið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listinn, gallerí - innrömmun Síðumúla 32 Uppsetningar eftir þekkta íslenska mál- ara: olía, vatnslitir, pastel og grafik. Opiö virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Mokkakaffi * v/Skólavörðustíg Þessa dagana heldur Þór Stiefel sýningu á vatnslitamyndum. Sýningin er öll unn- in á þessu ári. Katel , Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafik og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Á morgun opnar Einar Hákonarson sýn- ingu á málverkum í vestursal. í vestur- og austurforsal opnar Hallsteinn Sig- urðsson sýningu á höggmyndum. í aust- ursal opnar Harpa Björnsdóttir sýningu á málverkum og höggmyndum. Kjarvals- staðir eru opnir daglega kl. 10-18 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Listasafn Háskóla íslands i Odda Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Þar stendur yfir sýning á ljósmyndaverk- um sem Sigurður Guðmundsson gerði á árunum 1970-1980. Sýningin ber yfir- skriftina Natúra Rómantika. Safhið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Veit- ingastofa safnsins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 í safninu er yfirlitssýning á andlitsmynd- um eftir listamanninn frá árunum 1927 til 1980. Opið er um helgar kl. 14-17. Listhúsið Snegla, Grettisgötu 7, Listhusið Snegla verður opnað laugar- daginn 12. október. Þar verða listmunir til s'ýnis og sölu, unnir af 15 listakonum sem vinna i textíl, keramik og skúlptúr. Opið mánudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Mílanó, Faxafeni 11, Steinþór Marinó Gunnarsson sýnir í kaffihúsinu Mílanó. Hann sýnir þar olíu- málverk, pastelmyndir og myndir unnar með blandaðri tækni. Sýningin er opin alla virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 9-18 og sunnudaga kl. 13-18. Nýhöfn Sigurður Guömundsson sýnir í Nýhöfn. Á sýningunni eru skúlptúrar, málverk, teikningar og grafík. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Lokað á mánudögum. Sýningunni lýkur 23. október. Nýlistasafnið Inga Ragnarsdóttir hefur opnað sina fyrstu einkasýningu hérlendis. Verkin eru öll unnin á þessu og síðasta ári og eru aðallega úr málmi auk þess sem nokkur þeirra eru úr hinum svokallaða stúkkmarmara. Sýningin er opin daglega kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafharfirði, sími 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Stofnun Árna Magnússonar Arnagarði, Suðurgötu Handritasýning í Stofnun Árna Magnús- sonar er opin í Arnagarði alla daga i sum- ar fram til 1. september kl. 14-16.__^ Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar eru til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opiö er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýningin „Stóra-Borg - fornleifarann- sókn 1978-1990". Þar er sögð saga forn- leifarannsókna á Stóru-Borg undir Eyja- fjöllum, Rangárvallasýslu, og sýndir gripir sem þar fundust. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Sunnudaginn 13., október kl. 14 verður Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur á staðnum og fylgir gestum um sýninguna og skýrir hana. Myndlistarsýning í menntamálaráðuneytinu Myndlistarsýning sunnlenskra lista- manna stendur yfir í menntamálaráðu- neytinu, Sölvhólsgötu 4. Sýningin er opin alla virka daga kl. 8.45-17 fram til 4. des- ember. Menningarstofnun Bandaríkjanna Laugavegi 26, Þar stendur yfir sýning á bandarískum bókum og tímaritum um umhverfis- mál. Á sýningunni eru um 380 titlar frá um 80 útgefendum. Viðfangsefni þess- ara rita,.sem flest eru gefin út á árun- um 1989-91, er umhverfismál, séð frá öllum sjónarhornum. Sýningin er opin á opnunartíma Ameríska bókasafhsins kl. 11.30-18 alla virka daga til 31. októb- er. Myndlistarsýning Landssam- taka Þroskahjálpar Á morgun kl. 15-17 opna Landssamtökin Þroskahjálp sýningu á grafikmyndum í húsnæði sínu að Suðurlandsbraut 22, Reykjavík. Sýningin er opnuð í tilefni af útkomu happdrættisalmanaks Þroska- hjálpar og eru myndirnar á sýningunni þær sem prýða almanakið 1992. Þekkt- asti listamaður sýningarinnar er hinn heimsfrægi listamaður Erró sem hefur gefið samtökunum þrjár grafíkmyndir á þessu ári. Aðrar myndir á sýningunni eru eftir vel þekkta íslenska Ústamenn. Allar myndirnar á sýningunni eru fil sölu. Sýningin verður opin daglega ttl áramóta kl. 15-17. 40 ára starfsafmæli íslensks heimilisiðnaðar f tilefhi af 40 ára afrnæli íslensks heimilis- iðnaðar verður opnuð á morgun sýning á útsaumum og ofnum veggteppum og myndum og einnig verða sýndar alls kon- ar sessur sem gérðar eru á tímabilinu frá aldamótum og til dagsins í dag. Sýningin verður opin á morgun kl. 16-18, á sunnu- • dag kl. 14-18 og síðan á venjulegum versl- unartíma. Sýningin er í Hafnarstræti 3. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162 Opið daglega kl. 11-17. Þar stendur yfir sýning á mannamyndum Hallgríms Ein- arssonar ljósmyndara. Möppur með ljós- myndum liggia frammi og einnig eru til sýnis munir og áhöld af hósmyndastofu Hallgríms.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.