Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991.
3
Þorvaldur Gylfason prófessor um flárlagafrumvarpið:
Steff nir í stórffelldar lán-
tökur erlendis á næsta ári
- ekki ráðist gegn sóun á almannafé 1 landbúnaði og sjávarútvegi
Þorvaldur Gylfason prófessor
var beðinn um álit á fjárlagafrum-
varpi því sem ríkisstjórnin lagði
fram á Alþingi við upphaf þings.
Svör hans fara hér á eftir:
..Ríkisfjármálin hafa verið veikur
hlekkur í efnahagsstefnu stjórn-
valda mörg undanfarin ár. Það er
að vísu rétt að í fjárlagafrumvarp-
inu fyrir næsta ár er fyrirhugaður
halli á ríkissjóði aðeins um 1% af
landsframleiðslu eins og í fyrra en
það er lítið gagn að því vegna þess
að ríkissjóðshallinn nær aðeins yf-
ir hluta ríkisfjármálanna. Hitt
skiptir miklu máh að heildarláns-
fjárþörf ríkisins umfram afborgan-
ir af eldri lánum er sex sinnum
meiri en ríkissjóðshallinn eins og
i fyrra. Af þessu sést að ríkisstjórn-
in ætlar að halda áfram að reka
ríkisbúskapinn með miklum haha
eins og endranær. Það er óhyggileg
ákvörðun að mínum dómi vegna
þess að ríkisstjórnin sjálf telur það
réttilega mjög brýnt að halda verð-
bólgunni í skefjum.
Ríkisstjórnin stefnir hka að stór-
felldum erlendum lántökum næsta
ár. Það er óheppilegt vegna þess
að skuldabyrði þjóðarinanr heldur
áfram að þyngjast verulega. Strax
á næsta ári þurfum við að greiða
meira en fjórðu hverja krónu af
útflutningstekjum okkar í vexti og
afborganir af erlendum skuldum.
Þetta hlutfall hefur aldrei verið
hærra. Þess sjást engin glögg merki
enn að stjórnvöld ætli að hverfa
af þessari skuldasöfnunarbraut.
Við afgreiðslu lánsfjárlaga fyrir
þetta ár var áformað aö ríkissjóður
tæki engin erlend lán en erlendar
lántökur ríkissjóðs stefna nú í
næstum 14 milljarða króna á árinu.
Þessar erlendu lántökur ríkissjóðs
umfram lánsfjárlög nema rösklega
200.000 krónum á hverja fjögurra
manna fjölskyldu i landinu.
Alvarlegasti ljóðurinn á fjárlaga-
frumvarpinu fmnst mér vera sá að
ríkisstjórnin hefur bersýnilega
ekki lagt í að ráðast gegn þeirri
sóun almannafjár sem á sér stað í
landbúnaði og sjávarútvegi. Það er
engin leið að ná endum saman í
fjármálum ríkisins í víðum skiln-
ingi nema stjórnvöld manni sig upp
í að taka myndarlega á skipulags-
vandamálum atvinnuveganna. Nú-
verandi stefna ríkisstjórnarinnar í
landbúnaðarmálum og sjávarút-
vegsmálum leggur þungar byrðar
á fólkið í landinu. Þessum álögum
verður að létta af herðum almenn-
ings til að skapa svigrúm til þess
Við afgreiðslu lánsfjárlaga fyrir þetta ár var áformað að ríkissjóður
tæki engin erlend lán en erlendar lántökur ríkissjóös stefna nú í næstum
14 milljárða króna á árinu. Þessar erlendu lántökur ríkissjóðs umfram
lánsfjárlög nema rösklega 200.000 krónum á hverja fjögurra manna fjöl-
skyldu í landinu, segir Þorvaldur Gylfason prófessor.
að ná betra jafnvægi í fjármálum
ríkisins. Með þessu á ég ekki aðeins
við það að útgjöld ríkisins til land-
búnaðarmála eru óhóflega mikil
enn sem komið fyrr. Hitt skiptir
líka miklu máli að það verður að
lækka matarverðið í landinu með
því að gefa markaðsöflum lausari
taum á matvælamarkaði. Þannig
væri hægt að bæta fjárhag heimil-
anna verulega og jafnframt að
skapa skilyröi til þess að draga úr
ríkisútgjöldum í víðum skilningi
eða hækka skatta og þjónustugjöld
til að draga úr lánsfjárþörf rikisins.
Þar að auki er ekki mikil von til
þess að minni hyggju að stjórnvöld
geti fengið fólkið í landinu til að
fella sig við aukna gjaldheimtu í
skólum og á spítölum. svo lengi
sem ríkisstjórnin heldur áfram að
ausa fé í landbúnað og afhenda út-
gerðarfyrirtækjum ókeypis veiði-
heimildir auk annars. Að vísu er
að finna í frumvarpinu fyrsta vísi
að veiðigjaldi því að ríkisstjórnin
ætlar að selja aflaheimildir fyrir
rösklega 500 milljónir króna og láta
féð renna til Hafrannsóknastofn-
unar. Þaö er lofsvert skref í rétta
átt. Mjór er mikils vísir,“ sagði
Þorvaldur Gylfason.
-S.dór
SUZUKI VITARA JLXi
Kraftmikill 5 dyra lúxusjeppi.
Suzuki Vitara er alvöru jeppi í spari-
fötum. Hann er lipur og þægilegur í
innanbæjarakstri og kraftmikill og
seigur í torfærum og vegleysum.
Frábær fjöðrun, vökvastýri, vönduð
innrétting, rafdrifnar rúður, samlæs-
ing á hurðum, upphituð sæti auk
fjölda annarra kosta. Suzuki Vitara er
kjörinn fjölskyldubíll fyrir þá sem
hafa gaman af að ferðast um landið
og vilja ekki fórna þægindum fólks-
bílsins. í ofanálag er Suzuki Vitara
einstaklega sparneytinn. Komdu í
Suzuki bíla hf. og reynsluaktu Suzuki
Vitara. Það verður ást við fyrsta
akstur.
$ SUZUKI
SUZUKIBILAR HF
SKEIFUNNI 17 .SÍMI 685100
*Verð miðast við staðgreiðsiu
1.696.000 kr: 1.023.000 kr:
BEINSKIPTUR SJÁLFSKIPTUR
i i H t .ÚUf ííOc iíO.SJ
.Eficv? tgnsi i)í)Í9 ist nfHÍiiS
j