Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Side 24
40 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991. Fréttir Hættir KE A útgerð frá Hrísey? Á hugsanlega að bjarga einhverju á okkar kostnað - segir Smári Thorarensen oddviti Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Viö höfum miklar áhyggjur af þessari ákvöröun Kaupfélags Eyfirö- inga og menn hafa það á tilfinning- unni að það eigi hugsanlega aö bjarga einhverju á Dalvík á okkar kostn- að,“ segir Smári Thorarensen, odd- viti í Hrísey, um þá ákvörðun Kaup- félags Eyfirðinga að segja upp yfir- mönnum á Súlnafelhnu og taka út- gerð félagsins frá Hrísey til endur- skoðunar. Kaupfélag Eyfirðinga gerir út þrjú skip, Súlnafellið frá Hrísey og Björg- vin og Björgúlf frá Dalvík. Vegna kvótasamdráttar telja forráðamenn fyrirtækisins ekki grundvöll fyrir útgerð allra skipanna áfram og íhuga því að leggja Súlnafelhnu um ára- mót. Þeir hafa hins vegar sagt að komi til þess muni afla hinna skip- anna verða skipt á milli Dalvíkur og Hríseyjar. „Þaö sem við óttumst er að í fram- tíðinni munum við ekki halda okkar hlut gagnvart Dalvík þegar málin hafa þróast þannig að skipin verða gerð út frá Dalvík og okkur verði skammtaður fiskur til vinnslu það- an,“ segir Smári Thorarensen. „Það er ekki ofsagt að það sé mjög þungt í fólki hér vegna þessa máls og sem dæmi um það hversu alvarlegumn augum fólk lítur þetta má nefna að stór hluti fiskverkafólksins mætti á hreppsnefndarfund þegar málið var rætt þar nú í vikunni." Undirskriftum hefur verið safnað í Hrísey þar sem uppsögnum yfir- manna á Súlnafellinu er harðlega mótmælt. Þá hefur hreppsnefnd Hríseyjarhrepps ályktað um máhð og sent Kaupfélagi Eyfirðinga harð- ort bréf þar sem uppsögnum og áformum um að hætta útgerð frá eyjunni er harðlega mótmælt. Smáauglýsingar - Sími 27022 Bátamódel. Fjarstýrð bátamódel í úr- vali, fjarstýringar og allt efhi til mód- elsmíða. Póstsendum. Tómstundahús- ið, Laugavegi 164, s. 21901. Benz 190E, árg. ’84, til sölu, sjálfskipt- ur, topplúga, centrallæsingar, ekinn 120 þús. km. Upplýsingar á Bílasölu Kópavogs, sími 91-642190 eða 9144107 á kvöldin. ■ Vagnar - kerrur Fólksbílakerrur fyrirliggjandi. Kynnið ykkur verð og gæði á þessum geysivinsælu kerrum. Búnaður: 13" dekk, aurhlífar, ljósa- búnaður og beisli af viðurkenndum staðli, lás í beisli, yfirbreiðsla og upp- hækkanir, fram- og afturgafl opnan- legir, nefhjól. Einnig kerrur með tvö- faldri hásingu og bremsubúnaði fyrir- liggjandi. Vélar og þjónusta hf„ Járnhálsi 2, sími 91-683266. ■ Bílar til sölu Handvagnar. Höfum nokkra þægilega handvagna til sölu. Þrjú 50 1 plastkör fylgja. Svinghjól að aftar. og stillanleg handföng. Kjörbær hf„ Hafnarbraut 10D, Kópavogi, sími 641165 og 641443. Lada Samara 1500 ’91 til sölu, 5 gira, ekinn 1700 km. Hlaðinn aukahlutum, einnig Lada sport ’86, ekinn 64 þús. Fæst á góðu verði gegn staðgreiðslu. Uppl. í síma 91-651927 eftir kl. 18. Nissan Micra ’88 ti! sölu. Uppl. hjá Bílasölu Kópavogs, Smiðjuvegi 1, sími 642190. Verið velkomin. Toyota Carina, árg. '86, til sölu, ekinn 65 þús. km. Uppl. á Bílasölu Kópavogs, sími 91-642190. Verið velkomin. Til sölu M. Benz ’87, ekinn 128 þús„ ný sumar- og vetrardekk, mikið end- urnýjaður, toppbíll. Uppl. í síma 91-79938 og 985-25518. skiptur, m/overdrive, rafinagn í rúðum o.fl. aukahlutir, ekinn aðeins 30 þús. Uppl. í síma 91-73604 eftir kl. 19. ■ Ýmislegt Tökum aó okkur trefjaplastvinnu: Trefjaplasthús og skúffa á Willys, hús á Toyota extra cab, double cab og pick-up bíla. Toppar á Ford Econo- line. Áuka eldsneytistankar í jeppa. Boddí-hlutir, brettakantar, skyggni og brettakantar á Isuzu Trooper 2 dyra, ódýrir hitapottar og margt fleira. Reynið viðskiptin - veljið íslenskt. Menning Chicago Beau og Andrea Gylfadóttir á sviði Pulsins. Jimmy Dawkins, Chicago Beau og Vinir Dóra - Blue Ice: Blús í Púlsinum Það er óhætt að segja að með tilkoinu Púlsins varð bylting í flutningi hfandi djass og blús, enda staöurinn innréttaður með það eitt í huga að flytja lifandi tónl- ist. Fyrirmyndin er erlend. Djassbúllur eru slíkir stað- ir oft nefndir og er ahs engin niðrandi merking falin í orðinu. Þótt djass- og blústónlist hafi vissulega notið góðs af þeirri þróun þegar bjórkrárnar spruttu upp með tilkomu bjórsins þá er hljóðfæraleikurum oftast troðið í eitt hornið þar sem þeir verða að gera sér að góðu slæmar aðstæður. Púlsinn er aftur á móti tónlist- arkrá fyrst og fremst og er mikill munur á aðstöðu þar og í flestum öðrum krám (undantekningar eru þó til, til dæmis Tveir vinir...) enda hefur staðurinn á stuttum tíma fest sig í sessi í tónlistarlífi bæjarins. Erlendir gestir hafa verið tíðir í Púlsinum, bæði þekktir í heimi djassins og blúsins, meðal annars hin- ir þekktu blúsjaxlar, Jimmy Dawkins og Chicago Beau, sem voru hér á ferð fyrir hálfu ári og léku með Vinum Dóra en sú hljómsveit á ekki lítinn þátt í þeim vinsæld- um sem blús nýtur hérlendis um þessar mundir. Fyr- ir nokkru kom svo út geisladiskurinn Blue Ice sem inniheldur afrakstur heimsókna þessara kappa og eru upptökurnar frá tónleikum þeirra í Púlsinum. A Blue Ice eru margir klassískir blús„standardar“. Þegar á heildina er litið, og sú heild er löng, er á Blue Ice frambærilegur blús en samt ekki mjög spennandi ef undan er skilið lengsta lagið og það síðasta á diskin- um, Sometimes I Have a Heartache sem nánar verður vikið að síðar. Jimmy Dawkins og Chicago Beau eru góðir, það er ekkert efamál, og rætur þeirra liggja th uppruna blús- ins, en hér eru þeir aðeins að gera það sama og þeir hafa gert í mörg ár, að flytja þekkt blúslög, og þótt tilfmningin sé fyrir hendi er eins og það vanti ein- hvern neista í flutning þeirra hér, einhvern kraft sem kannski hefur tapast með árunum. Vinir Dóra finnst Hljómplötur Hilmar Karlsson mér einnig alls ekki ná að sýna sitt besta en sveitin stendur samt vel fyrir sínu hlutverki sem er í flestum lögunum aðeins að leika undir hjá meisturunum. Að ósekju hefði ég viljað heyra meira í Vinum Dóra, sér- staklega snillingnum unga, Guðmundi Péturssyni, en hans tími á örugglega eftir aö koma. Á móti kemur að í ellefu mínútur í lokin í hinum tregafulla blús, Sometimes I Have a Heartache, tekur sveitin heldur betur við sér og er dregin upp á hærra plan af Andreu Gylfadóttur sem syngur blúsinn af mikilli tilfmningu og trega. Lag þetta hefur verið skrautfjöður hjá Andreu þegar blúsinn er annars veg- ar og hefur hún margoft hrifið áhorfendur með flutn- ingi sínum og gerir þaö enn einu sinni á Blue Ice. Messubók fyrir fermingarbörn Uppfræðsla fermingarbarna hefur greinilega breyst mikið á undanfórnum árum og áratugum. Minni áhersla er lögð á utanbókarlærdóm en áður var. Meira er lagt upp úr að kynna fermingarbörnum undirstöðu- atriði messunnar og að laða þau að guðsþjónustunni. Sú bók sem hér er til umsagnar er greinilega liður í þeirri viðleitni og hún er tvímælalaust spor í rétta átt. Lengi vel var það svo að böm voru látin læra utanað mestallt efni fermingarkversins og reyndist það mörg- um erfltt. Það þarf því ekki að koma á óvart að þessi lærdómur fær ekki ýkja háa einkunn í endurminning- um margra íslendinga og dæmi voru þess að ungling- ar brenndu kverið að fermingu lokinni. En nú munu fermingarbörn yfirleitt ekki vera látin læra annað utanað en faðir vor, fáeina ritningarstaði, trúarjátn- inguna og nokkra sálma. Fyrsta kverið í kristilegum fræðum fyrir börn, sem notað var eftir að ný ferming- arlöggjöf kom til sögunnar árið 1744, var eftir danska guðfræðinginn Erik Pontoppidan. Kver þetta gekk undir nafninu „Ponti" og þótti afskaplega óaðgengi- legt. Langfrægast íslenskra fermingarkvera er Helga- kver, kennt við höfund þess Helga prestaskólakennara Hálfdánarson. Helgakver var formlega tekið í notkun 1878 og mun þorri íslenskra barna hafa notað það um hálfrar aldar skeið. Af öðram þekktum barnalærdóms- kverum frá þessari öld má nefna Kristin fræöi eftir Friðrik Hallgrímsson og Veginn eftir Jakob Jónsson. Hér er alls ekki um hefðbundið fermingarkver að ræöa í stíl viö þau kver sem nefnd eru hér að ofan. Bók þessari er ætlað að fylgja eiganda sínum í kirkju og er einhver önnur bók þá notuð fyrir spumingatí- mana. Oft er það bókin Líf með Jesú, sem þeir bræður dr. Einar og sr. Karl Sigurbjömsson hafa þýtt á ís- lensku. Messubókin hefur að geyma margvíslegan fróðleik um helgihaldið, þ. á m. kirkjutónlistina, bænir, skýr- ingar á ýmsum helgitáknum og myndir af ýmsum munum kirkjunnar, litprentaðan hring kirkjuársins og síðast en ekki síst svokölluð kirkjusóknarblöð fyrir verkefni sem bömunum er ætlað að vinna í guðsþjón- ustunni sjálfri. Eiga fermingarbörnin að svara ákveðn- um spurningum í tíu messum sem miðað er við að þau sæki meðan á fermingarfræðslunni stendur. Það eina sem ég fann að bókinni við lestur hennar var að þess- Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson ar spurningar vom sumar hverjar frekar misheppnaö- ar þó vinnubókarformiö sé vissulega til þess fallið að vekja athygh á ýmsu af því sem fram fer í messunni. En þegar verið er að spyrja börnin um hvaða textaröð ritningarlestrar messunnar tilheyri, svo dæmi sé tek- ið, þá finnst mér sem augljóslega sé verið að draga athyglina frá einhverju mikilvægara í guðsþjón- ustunni. Einmitt þessi hluti bókarinnar mun unninn með sænska bók sem fyrirmynd og em bænimar og kirkjusóknarblöðin þýdd og staðfærð. Texti Jóns Ragnarssonar er hins vegar hpur og læsilegur eins og vænta mátti frá hans hendi og frágangur bókarinnar í heild með ágætum. Jón Ragnarsson Litla messubókin. Fróóleikur um helgihald. Skálholtsútgáfan, 1991, 34 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.