Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Page 2
28 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991. Bflar DV Reynsluakstur: Renault 19 Chamade sjálfskiptur Framleiddur hjá ferða- glaðri og sprettharðri þjóð Renault 19 var ellefti mest seldi bíll í heiminum á síðastliönu ári. Hann var kallaður tímamótabíll þeg- ar hann kom fram og það segir all- nokkra sögu um hann að síðan árið 1989 hefur hann verið söluhæsti inn- flutti bíllinn í Vestur-Þýskalandi. Eins og margir aðrir bílaframleið- endur, bæði evrópskir- og japanskir, lentu Renault-verksmiðjurnar í því á árunum í kringum 1960 og fram á áttunda áratuginn að framleiða bíla sem ryðguðu úr hófl fram og voru um margt alls ekki nógu sterkir til þess að standast þær endingarkröfur sem neytendur vilja gera til bíla. Bílarisinn Renault sneri við blaðinu fyrir meira en áratug: smábíllinn Renault 5 hefur staðiö sig vel og er enn í framleiðslu þó að Clio sé kom- NOTAÐIR Toyota Corolla liftback, ’88, sjálfsk., ek. 33.000, steingrár. V. 790.000. Daihatsu Feroza EL II ’89, ek. 34.000, rauður/silfur, v. 1.030.000. Dodge Shadow turbo ’89, ek. Jeep Cherokee Laredo ’87, dökk- 23.000, svartur. V. 1.290.000. blár, ek. 45.000 m., m/öllu, v. 1.790.000. TEGUND ÁRG. EKINN VERÐ Chevrolet Corsica LC 1991 10.000 1.400.000 Suzuki Samurai 1989 25.000 950.000 Mazda 1500 st. LX 1989 45.000 780.000 Ch. Caprice Classic 1988 82.000 1.550.000 Mercury Topaz, sjálfsk. 1988 90.000 750.000 Jeep Cherokee Laredo 1988 25.000 2.100.000 Opel Corsa 5 d. swing 1988 39.000 450.000 Ford Sierra 5 d. 1600 1988 27.000 850.000 Opel Omega GL, sjálfsk. 1988 48.000 1.350.000 Ch. Caprice Classic 1987 57.000 1.400.000 MMC L-200 pickup 4x4 disil 1987 29.000 850.000 Mazda 626 GLX dísil 1986 186.000 590.000 Izusu Trooper DLX 5,0 bensin 1988 48.000 1.550.000 Isuzu Gemini 1300,3ja d. 1990 15.000 795.000 Volvo 740 GLE, sjálfskiptur 1988 38.000 1.500.000 Subaru 1800 st„ sjálfsk. 1987 49.000 850.000 Ford Bronco XLT, beinsk. 1986 65.000 m. 1.390.000 Isuzu Trooper DLX, stuttur, bensín 1990 35.000 1.890.000 Toyota Corolla, 5 d. XL, sjálfsk. 1988 31.000 750.000 Subaru Justy J12,3ja d. 1987 33.000 550.000 Isuzu crew cab, bensín 1990 16.000 1.350.000 Opiö laugardag frá kl. 13-17 Bein lína, símar 674300 og 687300 HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000 og 674300 Umhverfi ökumanns er þægilegt og auðvelt að átta sig á þvi. Bíllinn er mjög rúmgóður, einkum frammi í. Bíllinn er afhentur með þokuljósum að framan. inn upp að hliðinni á honum og meira en það hvað vinsældir snertir. Renault 25 og 21 hafa ekki verið nein- ir aumingjar og i Renault 19 virðast hönnuðir Renault hafa gert ákaflega gagnheilan bíl og líklegan til að standa sig. Enda hefur reyndin orðið sú að eftirþjónusta á bæði Renó 19 og Clio hefur almennt reynst mjög lítil. Renault 19 til að mynda er seld- ur hér með þriggja ára ábyrgð á bún- aði en átta ára ryðvarnarábyrgð. Renó 19 Sjamad Fyrst í stað var Renault 19 aðeins framleiddur sem hlaðbakur en í fyrra kom hann fram sem stallbakur undir nafninu Renault 19 Chamade (ath. framb. „sjam-ad”, með áherslu á seinna atkvæðinu, aö franskri hefð). Annar munur er ekki á þess- um bílum en sá að annar opnast að aftan með hlera, sem afturrúðan er innifalin í, en hinn með hefðbundnu skottloki. Hvorar tveggju gerðirnar eru með sams konar skotti að öðru leyti og leggja má fram aftursætis- bökin í þeim báðum, 40/60. Renault 19,kom fyrst hingað til lands um mitt ár 1989 og var þá tek- inn til kostanna hjá DV bílum. Sá sem þá var prófaður var handskiptur og ekki með aflstýri. Núna voru kynnin við Renault 19 endumýjuð og þá við bíl af Chamade gerð með aflstýri og sjálfskiptingu. Góð á lægri hraðasviðum í sjálfu sér er yðar einlægur enginn sérstakur aðdáandi sjálfskiptingar þó mér séu ljósir kostir hennar í inn- anbæjarakstri. Þó þykir mér sem sjálfskipting njóti sín ekki til fulls fyrr en hún er komin í bíla með mik- illi vélarorku í hlutfalli við eigin þyngd bílsins. Togafl upp á 7,15 Nm/kg er ekki nóg til að gera sjálf- skiptan bíl jafnskemmtilegan og handskiptan. Vélarorkan í Renault 19 með 1700 cc vélinni er einfaldlega ekki nóg til þess að skiptingin svari frísklega við „snögggjöf ‘ (kick-down) á góðri ferð. Þó er hún með því besta sem gerist í bílum af sambærilegri stærðargráðu. Á lægri hraðasviðum svarar hún ágætlega, svo lengi sem hún er ekki stillt á sparnað. Því það er nú einn af kostum þess- arar skiptingar að hægt er að stilla hana á „normal" eða „sparnað", eftir því hvað við á. Ég gat sætt mig við „normal" stillinguna en hugsa að ég myndi ekki nota sparnaðarstilling- una nema í snjó og hálku. En þá gæti ég líka trúað að hún nyti sín ákaflega vel með mjúku, seinu og seigu átaki á hjólin. Renó 19 er með minni bílum í milli- stærðarflokki og lipur eftir þvi. Að ytra útliti er bíllinn failegur að mín- um dómi, mjúkar, ávalar línur en þó ekki útvatnaður vindgangakarakter. Mér finnst Sjamad-útfærslan sýnu fallegri. Hlaðbakurinn verður óneit- anlega skolli borubrattur og mér þykir það heldur lýta hann. Auk þess er ekki eins gott að sjá til að bakka honum eins og Sjamad útfærslunni. Fallegur að innan Frágangur á Renó 19 að innan er til fyrirmyndar. Þeir eru klæddir með fallegu áklæði sem auðvelt er að hreinsa og frágangur mjög góður, til að mynda á hurðaspjöldum. Sætin eru falleg og hægt að stilla framsætin á flesta vegu; bílstjórasætið til að mynda á hæð, fram og aftur, bak- halla og mjóbaksstuðning en setum- Þægilegt og notadrjúgt að geta lagt niður aftursætisbakið, í hlutum eða heild, jafnvel þótt bíllinn sé stallbak- ur. ar eru í stysta lagi. Það er meðal annars til að fá út betra rúm aftur í en það er fyrst og fremst frammi í sem Renó 19 státar af góðu rými. Þar kemur meðal annars til skjalanna íhvolft formið á hurðaklæöningunni. Mælaborðið er greinilegt og vel búið ljósum og mælum. Þeir eru til að mynda ekki margir, þó margfalt dýrari séu, sem búnir eru olíuhæðar- mæli í mælaborði. Þá er Sjamad- bíllinn búinn klukku með vísum sem er sjaldgæft nú á dögum tölritatækn- innar. Bandaríkin: Minni hlutur japönsku framleiðendanna? v í _ ' 1 r * »x i /xi ._ • Vegur japanskra bílaframleið- enda á Bandaríkjamarkaöi gæti fariö minnkandi á næstunni ef marka má nýlega könnun á við- horfi bilakaupenda. Af 5.300 að- spurðum sem ætluðu að skipta um bíl á næstunni i Pennsylvaniu hafði einn þriðji þeirra sem í dag áttu japanskan bíl hugsað sér að skipta yfir i bandarískan bíl frá einhverj- um hinna „þriggja stóru“. Meginá- stæðumar fyrir sinnaskiptunum var betra verð, meiri gæði og meira úrval af hálfu bandarísku framleið- endanna. í annarri könnun, sem unnin var af háskólanum i Michigan, kom í ljós að búist var við að það yröi General Motors sem myndi ganga best í samkeppninni við japönsku keppinautana. Þrátt fyrir þetta er reiknað með því að GM, Ford og Chrysler muni missa eitthvað af sölu yfir til japönsku framleiðend- anna á næstu tíu árum. Veita atslætti Til að bæta stöðu sína á Banda- ríkjamarkaði hafa bandarísku framleiöendurnir veitt allt að 2.500 dollara afslátt (um 155 þúsund krónur) til að reyna að minnka það sem þeir eiga eftir óselt af 1991 ár- gerðunum. Cadfllac hefur boðið stærsta afsláttinn, 2.500 dollara, á ákveðnum gerðum. Ford og Chrysler hafa skorið um 2.000 doll- ara af stærstu lúxusbíiunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.