Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Síða 3
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991.
29
Bílar
Hraðskreiður
og öruggur
Það fer ekki milli mála að þessi
bíll er framleiddur af þjóð sem er
ferðaglöð og hefur gaman af snörp-
um sprettum. Ég get vitnað um það
af akstri Renaúlt Chamade í Frakk-
landi (handskiptum) að það er auð-
velt og gaman að aka þessum bílum
hratt af verulegu öryggi. Þeir eru
rásfastir með eindæmum og þola vel
hraðan akstur. Fjöðrunin, MacPher-
son að framan en snerilfjöðrun aftan,
virðist einstaklega vel lukkuð þannig
að bíllinn verður í senn prýðilega
þýður og mjög stöðugur í akstri. Eg
hygg okkur verði minnisstætt,
tveimur félögum, er viö vorum að
vUlast í fjollunum í Suður-Frakk-
landi á jólafóstunni í fyrra í ansi fjöl-
breyttri færð hve léttan einmitt þess-
um Renó-bílum var ekið í kringum
okkur og af miklu öryggi.
Þetta er einmitt það atriði sem gef-
ur Renó 19 mest gildi í mínum aug-
um: það er hve hann ýtir undir öku-
gleðina. Á tímum þegar ekki fer á
milli mála að óhjákvæmilegt er að
nota einkabílinn sem aðalsamgöngu-
tæki dags daglega finnst mér það
skipta afar miklu máli að hafa gaman
af því ökutæki sem maður þarf að
nota. Fyrir sinn pening gefur Re-
nault 19 ágæta ökugleði og það er í
mínum huga meira um vert en það
sem hægt er að setja út á hann.
Svíar settu
Renó 19 í
fjórða sæti
í ágústhefti sænska blaðsins
Motor er greínt frá niöurstöðum
árlegrar könnunar blaösins sem
nær til 15 þúsund kaupenda
nýrra bíla í Svíþjóð. Ein spum-
inganna var þessi: „Myndir þú
mæla með bílnum þínum við ein-
hvem annan?“ Og þar að auki
áttu svarendur að gefa einkunn-
ina 1 tii 10 fyrir tæknilega eigin-
ieika bilsins síns svo og þjónustu
og fyrirgreiðslu seijanda.
Renauit 19 lenti í íjórða sæti í
þessari könnun árið 1991 og er
þess sérstaklega getiö að enginn
franskur bíll hafi áður komist svo
hátt. Enóa eru Svíar yflrleitt
harla stoitir af þeim tveim bílteg-
undum sem þeir framleiða sjálfir
- þó svo að þýskir bílar væru
söluhæstir í Svíþjóð árið 1990.
Sænskir bílar lentu í öðra sæti í
söluslagnum það árið.
S.H.H.
Renault 19 Chamade - fallega hannaður og smiðaður bill.
Smávægilegar
aðfinnslur
Þau atriði, sem hér verða til að-
finnslu, era öll heldur í smávægilegri
kantinum. Sjálfskiptingin - sem
raunar hefur fengiö sína afgreiðslu
hér að framan - er ekki alveg laus
við rykki í skiptingunum. Þá er bíll-
inn í háværara lagi, ekki síst aftur
í. Hann er með handvirku innsogi,
ekki sjálfvirku. Útispeglarnir eru
handstilltir en þó sem betur fer innan
frá. Lesljósin aftur í, sitt hvorum
megin, eru góð fyrir aftursætisfar-
þega og trufla ekki ökumann. En þau
er ekki hægt að slökkva úr framsæt-
um. Ekki er hægt að slá á þurrkurof-
ann til að láta vinnukonurnar renna
sér eina bunu - það verður að smella
á og af.
Fjarlæsingin
hreinn lúxus
Á móti kemur sá búnaður sem bíll-
inn hefur og hann er nokkurs verð-
ur. Nokkuð af því hefur verið talið
upp hér að framan en enn má bæta
við. Þar skal fyrsta teljá samlæsta
fjarlæsinguna sem er hreint ómetan-
legt þing. Veltistýri er að verða sjálf-
sagður hlutur í svona bíi, svo og raf-
drifnar rúður, sem hér eru að vísu
aðeins frammi í. Þá er Sjamadinn
«* I „ »« « m *n I
4282 —
Venjulegur Renó 19 og Renó 19 Sjamad eru næstum eins i málunum. Sjamadinn er um 12 sm lengri og hann er
með skotti.
með þokuljós að framan og aftan og
ágætan kortaljósabúnað yfir fram-
sætum. Ennfremur er vert að geta
þess að hæð efstu festingar sætis-
belta í framsætum er stillanleg eins
og nú verður æ algengara.
Uppgefin
eyðslafrá 5,51
1700 cc vélin í sjálfskipta Renó
Sjamad bílnum,. 92 hestöfl og 135 Nm
v. 3000 sn/mín spann þýtt eins og
köttur yfir rjómaskál. Hún hefur
fengið orð fyrir spameytni og er upp-
gefin eyðsla á henni frá seljanda frá
5,5 upp í 9,81 á 100 km. í reynsluakstr-
inum varð hún sléttir 10 1 á 100 km,
enda var ég sýknt og heilagt að vita
hvað sjálfskiptingin gæti, bæði á
„normal" og „sparnaðar" stiliingum.
Þess háttar aksturslag er mjög hlið-
hollt olíufélögunum en að sama skapi
fjandsamlegt buddu bíleigandans.
Þá er bara spurningin hvað þarf
að tína upp úr buddunni til að eign-
ast svona bíl. Sjálfskiptur Sjamad
TXE, eins og hér var prófaður, kostar
samkvæmt september-verðlista kr.
1.165.980 með ryðvörn og skráningu.
Ódýrasti Renó 19 bíilinn, tveggja
hurða GTS hlaðbakur með 1400 cc
80 ha vél, kostar kr. 896.980 með ryð-
vörn og skráningu.
S.H.H.
not mitsui 'isr ;
MMC COLT EXE 1200
’88, 4ra g., 3ja d., rauö-
ur, ek. 43.000. V. 490.000
stgr.
MMC Lancer HB GLX
1500 '90, sjálfsk., 5 d.,
silfurl., ek. 31.000. V.
850.000 stgr.
MMC GalantHB BLS 4x4
2000 ’91 (’90), 5 g., 5 d.,
Ijósgrænn, ek. 4.000. V.
1.500.000 stgr.
MMC Lancer GLX 1500
’88, 5 g., 4ra d., silfurl.,
ek. 32.000. V. 630.000
stgr.
Þú finnur þá á Bílaþingi
Stærsti sýningarsalur landsins.
Greiðsluskilmálar við hæfi
flestra kaupenda.
Tölvuvædd afgreiðsla.
Hér ganga kaupin fljótt og
umfram allt örugglega fyrir sig.
Opið virka daga kl. 9-18
laugardaga 10-14
mm B/iA/t
Hekluhúsinu, Laugavegi 174
Símar 69-56-60 og 69-55-00
MMC Colt GLXi 1500 ’90, 5 g., 3ja d., rauður, ek. 22.000. V. 900.000. MMC Pajero Super V6 3000 ’90, sjálfsk., 5 d., blár, ek. 23.000. V. 2.400.000.
mM
MMC Galant GLSi 2000 '89, sjálfsk., 4ra d., vin- rauður, ek. 32.000. V. 1.200.000. MMC Pajero, stuttur, turbo/disil, ’87, 5 g., 3ja d., sllfurl., ek. 62.000. V. 1.250.000.
I