Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1991, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1991. Fréttir______________________________________________________________________dv Framkvæmdasjóður, Iðnlánasjóður og Byggðastofnun seldu húseign á 80 milljónir: Annar kaupenda með tvö fyrirtæki í gjaldþroti Framkvæmdasjóður, Byggða- stofnun og Iðnþróunarsjóður hafa selt S.P. Fiskvinnslunni fasteign í Þorlákshöfn á 80 milljónir króna. Eigendur S.P. Fiskvinnslunnar eru Páll Gústafsson og Snorri Ólafsson. Snorri er einnig eigandi og hluthafi í fiskeldisstöðvunum Fjörfiski hf. í Þorlákshöfn og Bakkalaxi hf. í Ölf- usi. Þær voru báðar lýstar gjaldþrota - skuldar Framkvæmdasjóði að miimsta kosti 300 milljónir fyrir um það bil þrem vikum. Aðal- kröfuhaíi í þrotabúin er Fram- kvæmdasjóður, sá hinn sami og seldi fyrirtæki Snorra fasteignina í Þor- lákshöfn. Kröfur Framkvæmdasjóðs í Fjörfiski námu í fyrra rúmlega 140 milljónum króna. Skuld hinnar stöðvarinnar við sjóðinn var svipuð að vöxtum. Fasteignin sem um ræðir í Þorláks- höfn var áður í eigu fyrirtækisins Hafnarbergs. Það framleiddi smá- rétti en varð gjaldþrota. Sjóðirnir keyptu húseignina af þrotabúinu á nauðungaruppboði 28. september 1990. Þeir leigðu hana síðan fyrirtæk- inu Sjávarréttum hf. Rekstur þess var í fullum gangi þar til að sjóðimir auglýstu húsið til sölu síðastliðið vor. Tvö tilboð bárust, annars vegar frá Sjávarréttum hf. og hins vegar frá S.P. Fiskvinnslunni. Forráðamenn sjóðanna tóku þá ákvörðun að selja síðarnefnda fyrirtækinu fasteignina, eftir að það hafði gengið að gagntil- boði þeirra, og fór sú sala fram 12. júlí síðastliðinn. Söluvarð nam 80 milljónum króna. Sjávarréttum hf. var því sagt upp húsnæðinu. Forráðamenn fyrirtæk- isins ákváðu í framhaldi af því að flytja starfsemina til Keflavíkur. Hef- ur 30 starfsmönnum þess nú verið sagt upp og eru flutningar hafnir. S.P. Fiskvinnsla hefur skuidbundið sig til þess að greiða 10 prósent af kaupverði í vikunni. Afhending hús- næðisins er síðan fyrirhuguð á föstu- daginn kemur. -JSS Snorri Ólafsson heldur hér á korti sem á stendur: Ég vil hjálpa einhverjum að lifa eftir dauða minn. Með honum á myndinni eru dætur hans, Nikólína og Anna Mary, en hún hefur nú beðið i sex mánuði eftir að fá hjarta- og lungnaigræðslu. DV-mynd GVA Snorri Ólafsson á Akranesi: Verðum að gefa líf- færi eins og aðrir „Líffæragjafakortin eru bresk. Þau eru gefin út af breska heilbrigðis- ráðuneytinu. Nú þegar hafa þrír ís- lendingar fengið hjarta og lungnaí- græðslu í Englandi. íslendingar eru stórir þiggjendur á þessu sviði. Mig langar því til að vekja fólk til um- hugsunar um að við verðum að gefa líffæri eins og aðrar þjóðir,“ segir Snorri Ólafsson á Akranesi. Eiginkona Snorra, Svala Auð- bjömsdóttir, lést eftir 16 mánaða bið eftir hjarta- og lungnaígræöslu. Dótt- ir þeirra Anna Mary hefur nú beðið í London í hálft ár eftir sams konar aðgerð. Báðar fengu þær sama sjúkdóminn sem lýsir sér í háþrýstingi í lungna- rás sem veldur því aö lungun vinna ekki rétt og vinna ekki nægilegt súr- efni. Það orsakar svo stækkim á hjartavöðvanum. Eins og áður sagði era kortin sem Snorri er að dreifa bresk en með þeim fylgir íslensk þýðing þar sem kemur fram hver sé tilgangur kort- anna. Með þvi að bera kortið samþykkir viðkomandi einstaklingur að það megi nota líffæri hans, að honum látnum, til ígræðslu í aðra eða til læknismeðferðar í þágu annarra að ööru leyti. Unnt er aö takmarka heimildir annarra til notkunar lík- amans með því að viðkomandi strik- ar út þau líffæri sem hann vill ekki gefa, en lætur annað standa og ritar svo undir. Snorri segist hafa átt 1 viðræðum við heilbrigðisráðuneytið hér í byrj- un ágúst um íslenska útgáfu á gjafa- kortunum. „Þeir lofuðu mér því í heilbrigðis- ráðuneytinu að þaö yrði hafm útgáfa á íslenskum kortum. Starfsmenn í ráðuneytinu ljósrituðu kortin og sýndu málinu mikinn áhuga þó að efndimar hafi engar orðið enn sem komið er.“ Snorri segir jafnframt aö læknar á Bromton sjúkrahúsinu í London séu reiðubúnir að koma hvenær sem er til íslands ef einhver líffæri séu í boði sem geti bjargað lífl einhvers annars. „Ef íslendingar myndu gefa eitt eða tvö líffæri á ári, þá værum við einna stærstu líffæragefendumir í heimin- um miðað við fólksfjölda," segir SnojTi. Hann segir að sér hafi dottið í hug að dreifa kortunum í apótek en af því hafi ekki enn orðið. Þeir sem vilji nálgast gjafakrotin geti haft sam- band við Snorra í síma 93-13025. -J.Mar Lögfræðingur Iðnþróunarsjóðs: Glæst plön og góðar áætlanir „Þessir menn voru með glæst plön og góðar áætlanir. Þeir voru einnig komnir í bankaviðskipti," sagði Elv- ar Rúnarsson, lögfræðingur Iðnþró- unarsjóðs íslands, er DV spurði hann hvers vegna heföi verið gengiö að tilboði S.P. Fiskvinnslu í húseign sjóðanna í Þorlákshöfn. Elvar sagði að í upphafi hefðu bæði tilboðin þótt óaðgengileg. Tilboðs- gjöfum heföi því verið gerð grein fyr- ir þeim lágmarkskröfum, sem sjóð- irnir settu varðandi heildarkaup- verð, útborgun, afborganir og vaxta- kjör. Að þessum kröfum hefði S.P. Fiskvinnsla talið sig geta gengið en Sjávarréttir hf. ekki. „Það hefur gerst í kerfmu að menn hafi selt eignir og fengið tiltölulega lítið fjármagn við útborgun og verið síðan í hinu mesta basli við að inn- heimta eftirstöðvar kaupverðs. Þama eru sjóöirnir þó að bæta all- verulega stööu sína með því að fá einhvem hluta kaupverðsins greidd- an út áður en þeir gefa út afsalið," sagði Elvar. „Menn éru þá búnir að kynna sér greiðslugetu kaupandans og hafa ennþá tangarhald á eigninni, áður en afsahð er gefið út. Það sem réð úrslitum í þessu máli var að þess- ir aðilar treystu sér til þess að upp- fylla sett skilyrði. Einnig munaði mikluáheildarkaupverði." -JSS Stj ómarformaður Framkvæmdasjóös: Einfaldlega besta tilboðið „Þessu tilboði var tekið vegna þess að það þótti einfaldlega best af því sem fékkst í húsið,“ sagði Þórður Friðjónsson, stjórnarformaður Framkvæmdasjóös, við DV vegna húsasölu sjóðanna í Þorlákshöfn. Þórður sagði að þessi sala heföi farið fram undir leiðsögn Iðnþróun- arsjóðs og „sinna rnanna" í fram- kvæmdasjóði. Kvaðst hann vilja vísa á Iðnþróunarsjóð varðandi frekari upplýsingar. Vegna skulda fiskeldis- fyrirtækjanna tveggja viö sjóðinn bæri aö hafa í huga að viðkomandi aðili væri aðeins hluthafi í þeim. „Málið snýst fyrst og fremst um aö þetta var hagstæðasta tilboðið og að kaupendur afhentu ákveðna fjárhæð við undirritun samninga. Þeir sem fóru yfir máhð fýrir hönd viðkom- andi sjóða töldu að þetta væri hag- kvæmastatilboðið.“ -JSS Götur Kópavogs ekki saltaöar: Strætó hætti akstri og fólk gekk heim Ágreiningur um vinnufyrirkomu- lag milh bílstjóra saltbíls Kópavogs- bæjar og bæjaryfirvalda veldur því að götur Kópavogs hafa ekki verið saltaðar þau skipti sem fryst hefur i vetur. Að sögn Kópavogsbúa sem DV ræddi við var mjög hált á föstudags- kvöld og fram á laugardagsmorgun þar sem ekkert var saltað. Hættu strætisvagnar að ganga í Kópavogi á laugardag th að þrýsta á um söltun. Urðu farþegar að ganga heim frá bið- stöðinni við Hamraborg. Var utanað- komandi aðih loks fenginn til að salta seinna um daginn. Síöasthðin 10 ár hafa sex starfs- menn Kópagvogsbæjar verið á sölt- unar- og snjómökstursvöktum yfir veturinn. Síðasta sumardag í ár barst hins vegar thkynning frá bæjaryflr- völdum þar sem tilkynnt var að vökt- unum yrði frestað um viku. Viku síð- ar kom síðan önnur tilkynning þar sem tilkynnt var að vöktunum yrði frestað um óákveðinn tíma. Hug- mynd bæjaryfirvalda er að hringt verði í heim í söltunarmenn ef ísing myndast á götunum og einungis einn maður verði þá kahaður út. „Menn undu þessum spamaðar- ákvörðunum heldur hla. Um síðustu helgi var töluverð ísing á götunum en þá náðist ekki í neinn til að salta. Okkur bílstjórunum finnst vanda- máhð aðallega hggja í samskiptamát- anum hjá bænum ,“ sagði Valdimar Jónasson, einn bhstjóra saltbhsins, viö DV. Vagnstjórar Strætisvagna Kópa- vogs héldu fund á fóstudag þar sem fram kom að þeir væru í fullum rétti th að leggja vögnunum ef ekki yrði saltað. Þeir bæru ábyrgð á bæöi vögnumogfarþegum. -hlh I I 1 > í >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.