Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1991, Blaðsíða 1
Indverskir dag- ar á Mokka í dag, föstudaginn 15. nóvember, verður í Mokka-kaffi á Skólavörðu- stíg 3A opnuð mjög sérstök sýning á indverskum smámyndum (minia- ture) en þetta er í fyrsta sinn sem landsmönnum gefst tækifæri á að kynna sér þessa tegund myndlistar hér á landi. Indversk smámyndagerð á sér meira en þúsund ára langa sögu og hefur tekið tiltölulega litlum breyt- ingum í aldanna rás. Verkin á sýn- ingunni, sem eru ættuð frá Rajast- han á Norðvestur-Indlandi og gerð einhvem tíma laust fyrir síðustu aldamót, tilheyra myndlistarhefð sem rekja má aftur tíl 16. aldar og stunduð var við tvær mjög ólíkar hirðir; annars vegar Mughal-hirðina sem laut stjóm herskárra íslama og hins vegar Rajput-hirðina sem var undir forystu hindúa. Indverskar smámyndir fjalla um flest milli himins og jarðar, allt frá matargerðarlist og ástinni til her- ferða Alexanders mikla og sjálfs- bjargarviðleitni páfagauka. Reynt er að gefa áhorfandanum sem besta nasasjón af þessari hefð og er verk- unum skipt í fimm flokka: hirðmynd- ir, trúarmyndir, samfaramyndir, veiðimyndir og ástarmyndir. Sýningunni fylgir tíu blaðsíðna sýhingaskrá, „Nokkrir punktar um indverska smámyndagerð", sem rit- uð er af Hannesi Sigurðssyni hst- fræðingi. Allar myndirnar, 33 að tölu, eru til sölu. Nýhöfn: Erró og vinir hans „Erró og vinir hans“ er allsérstæð sýning sem opnuð verður í listasaln- um Nýhöfn, Hafnarstræti 18, í dag, fostudaginn 15. nóvember, klukkan 17. Á sýningunni eru graflkmyndir eftir Erró og listamenn sem komið hafa við sögu á ferh hans, aðahega í París. Uppistaða sýningarinnar er verk hstamanna sem kenndir hafa verið við „figuration narrative" eða „fíg- úratífa frásögn", en sú stefna var ofarlega á baugi í frönsku listalífi upp úr miðjum sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda. Þetta er í fyrsta sinn sem verk Errós eru sýnd í þvi samhengi hér á landi. Það er franski sendiherrann hér á landi, Jacques Mer, sem opnar sýn- inguna að hstamanninum Erró við- stöddum. Þess má geta að sama dag og opn- unin verður kemur út hjá Máli og menningu ævisaga Errós eftir Aðal- stein Ingólfsson. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá klukkan 10-18 og klukkan 14-18 um helgar. Lokað er á mánudögum. Sýningunni lýkur 4. desember. Kynning á verkum Daða Guðbjörnssonar hefst á morgun, laugardag, i listmunasölunni Fold. Listmunasalan Fold: Kynning á verkum Daða Guðbjömssonar I hstmunasölunni Fold í Austur- stræti 3 hefst á morgun, laugardag- inn 16. nóvember, kynning á verk- um Daða Guðbjömssonar. Daði stundaði nám við Mynd- hstaskólann í Reykjavík og Mynd- hsta- og handíðaskóla íslands. Einnig stundaði hann nám við Rijksakademi van Belende kunsten í Amsterdam. Daði hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga, hæði hér á landi og erlendis. Á kynningimni í Fold verða til sýnis og sölu vatnshta-, pastel- og grafíkmyndir. Kynningunni lýkur 29. nóvember. Listmunasalan Fold er opin mánudaga til fóstudaga frá klukkan 10-18, laugardaga frá 10-18 og sunnudaga frá 14-18. Leiklistarhátíð fyrir börn og unglinga verður haldin í Gerðubergi um helgina. Meðal þess sem sýnt verður er Sagan af músinni Rúsínu sem Sögusvuntan sýnir. Menningarmiðstöðin Gerðuberg: bama og unglinga Leikhstarhátíð fyrir börn og unglinga verður haldin í Menning- armiðstöðinni Gerðubergi á morg- un, laugardaginn 16. nóvember, og sunnudaginn 17. nóvember. Það eru Samtök um barna- og unglingaleikhús sem standa fyrir hátíðinni. Samtökin, sem voru stofnuð fyrir ári, hafa það að markmiði að efla íslenskt bama- og unghngaleikhús og stuðla áð samvinnu þeirra sem við það starfa. Einnig vinna samtökin að kynningu á íslensku barna- og unghngaleikhúsi á erlendri grund. Þær sýningar, sem verða á morg- un, laugardag, eru þessar: Sögu- svuntan, Sagan af músinni Rúsínu klukkan 11 og er fyrir böm á aldr- inum 2-6 ára. Möguleikhúsið sýnir Fríðu fitubollu klukkan 14 fyrir börn 3-10 ára og Karþarsis-leik- smiðja sýnir Litla prinsinn klukk- an 15.30 fyrir 3-6 ára böm. Á sunnudaginn verður Dúkku- kerran með sýninguna Bangsa klukkan 11 fyrir böm 3-7 ára, Þjóð- leikhúsið sýnir Næturgalann klukk- an 13 fyrir böm á aldrinum 6-15 ára, Möguleikhúsið sýnir Grím og galdra- manninn klukkan 15 fyrir 3-8 ára böm og Gamanleikhúsið sýnir Grænjaxla klukkan 16 og sú sýning er fyrir aldurshópinn 10-15 ára. Aðgangseyrir á hveija sýningu er 200 krónur. Auk sýninganna í Gerðubergi tengjast hátíðinni barnasýning Þjóðleikhússins, Búkoha, og sýn- ing Leikfélags Reykjavíkur, Ævin- týrið. Aðgangseyrir er samkvæmt miðaverði leikhúsanna. Leikfélag Akureyrar: Síðustu sýningar á Stálblómum Síðustu sýningar Leikfélags Akur- eyrar á Stálblómum verða nú um helgina. Stálblóm em eftir Robert Harling og gerist leikritíð á hár- greiðslustofu í smábæ í suðurríkjum Bandaríkjanna. Fylgst er með hópi vinkvenna gegnum sorg og gleði og gildi vináttunnar sannast þegar mik- ið hggur við. Sex leikkonur fara ahar með stór hlutverk, þær Bryndis Pétursdóttir, Hanna María Karlsdóttír, Vilborg Hahdórsdóttir, Þórdís Arnijótsdóttir, Þórey Aðalsteinsdóttir og Sunna Borg. Leikstjóri er Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Síöustu sýningar verða í kvöld. fóstudagskvöld, og laugardagskvöld klukkan 20.30. Þá verða um helgina síðustu sýn- ingar á Dúfnaveislunni eftir Hahdór Laxness hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Dúfnaveislan hefur verið sýnd sext- án sinnum í Borgarleikhúsinu. Hah- dór E. Laxness setti leikinn á svið en Siguijón Jóhannsson gerði leik- mynd. Með helstu hlutverk fara Þor- steinn Gunnarsson, Valgerður Dan, Harald G. Haralds, Bára Lyngdal Magnúsdóttir og Bjöm Ingi Hilmars- son. Síðustu sýningar verða á morg- un, laugardag, og svo laugardaginn 23. nóvember. Siðustu sýningar á Stálblómum verða hjá Leikfélagi Akureyrar í kvöld og annað kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.