Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1991, Blaðsíða 6
22 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991. Leikfélag Rangæinga: Ættannótið frumsýnt Leikfélag Rangæinga frumsýnir á morgun, laugardaginn 16. nóv- ember, leikrit Böðvars Guðmunds- sonar, Ættarmótið, en leikritið var fært upp af Leikfélagi Akureyrar á síðasta ári við geysilegar vinsældir. Það er Ingunn Jensdóttir leik- stjóri sem uppfærir og leikstýrir verkinu hjá leikfélaginu. Leik- mynd, lýsing og tónlist við verkið er að öllu leyti í höndum heima- manna. Tónlistin er samin af Stef- áni Þorleifssyni, Elfar Bjamason sér um lýsingu og sviðsmynd ann- ast Hafþór Þorvaldsson. Leikritið er framlag Leikfélags Rangæinga til M-hátíðar á Suður- landi sem hefur staöið yfir síðast- liöið ár og lýkur með formlegum hætti nú um helgina. Ættarmótið er gamanleikrit, skopstæling á þeim ættarmótum sem nú „tröllríöa" þjóðfélaginu. Ættarmótið gerist á Suðurlandi árið 1990 og margur kann því að sjá sjálfan sig í ýmsum atriöum. Ættarmótið er sýnt í húsi Sauma- stofunnar Sunnu á Hvolsvelh. Alls fara 19 leikarar með hlutverk í sýn- ingunni. Næstu sýningar verða 17. nóvember, þriðjudaginn 19. nóv- ember og síðan verða sýningar fimmtudag, fóstudag og laugardag helgina eftir. Sýningamar hefjast klukkan 21. Leikfélag Rangæinga frumsýnir á morgun leikritið Ættarmótið eftir Böðvar Guðmundsson. Frú Emilía: Haust með Ibsen Unnur Guðjónsdóttir: Dagskrá um Kína Unnur Guðjónsdóttir ballett- meistari verður með dagskrá um Kína í Norræna húsinu á morgun, laugardaginn 16. nóvember, klukk- an 16. Tilefni dagskrárinnar er að Unn- ur sér um kínversk atriði í leikrit- inu M. Butterfly sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu 21. nóv- ember og hún ætlar að sýna skyggnur sem hún tók í tveggja mánaða dvöl í Kína í vor sem leið. Einnig sýnir Unnur Tai Chi og kín- verskan dans. Miðasala verður við innganginn. Unnur Guðjónsdóttir í búningi sem hefur tilheyrt siðustu keisarahirð- inni í forboðnu borginni i Peking. Unnur er með dagskrá um Kina í Norræna húsinu á morgun. DV-mynd Brynjar Gauti Leikhúsið Frú Emilía stendur fyrir leiklestri sem er fastur liður í starfi leikhússins. Nú verða lesin þijú þekkt leikverk eftir skáldið mikla, Henrik Ibsen: Hedda Gabler, Afturgöngur og Brúðuheimih. Áð- ur hefur Frú Emilía staðið fyrir leiklestri verka Antons Tsjekhov og Maxims Gorki og einnig gefið þau út á bók. Eins verður nú háttað verk verk Ibsens. Leikritin þrjú, sem Frú Emilía hyggst leiklesa, skrifaði Ibsen skömmu fyrir aldamótin eða á ár- unum 1879-1890 og öll hafa þessi verk vakiö feiknalega athygh og náð miklum vinsældum, ekki síst fyrir magnaða persónusköpun og þá eru konurnar Hedda Gabler, Nóra og Helena Alving efstar á blaði. Þessi meistaraverk hafa ver- ið sett á svið hér á landi oftar en einu sinni. Leikendur í fyrsta lestrinum verða þau Guðrún Gísladóttir, Jó- hann Sigurðarson, Harpa Arnar- dóttir, Kristján Franklín, Soffía Jakobsdóttir, Sigríður Hagalín og Sigurður Skúlason. Leikstjóri er Pétur Einarsson. Hedda Gabler verður lesin á morgun, laugardag- inn 16. nóvember og á sunnudaginn 17. nóvember klukkan 14 í Lista- safni íslands við Fríkirkjuveg. Að- göngumiðar verða seldir við inn- ganginn frá klukkan 13 báða dag- ana. Messur Árbæjarkirkja. Bamaguösþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Árbæinn fyrir og eftir bamaguðsþjónustuna. Guösþjón- usta kl. 14. Ath. breyttan messutíma. Guðlaugur Viktorsson syngur einsöng. Sérstaklega er vænst þátttöku fermingar- bama og foreldra þeirra. Fundur með foreldrum fermingarbarna eftir guðs- þjónustuna. Miðvikudagur: Fyrirbæna- guðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 16.30. Prestar Árbæjarkirkju taka á móti fyrir- bænaefnum. Sr. Guðmundur Þorsteins- son. Áskirkja. Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Liðsmenn Gideonfé- lagsins á íslandi kynna starfsemi sína. Sigurbjöm Þorkelsson prédikar. Kaffi eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Fimmtudag: Bibliulestur í safnaðarheimilinu kl. 20.30 og kvöldbænir í kirkjunni að honum loknum. Breiðholtskirkja. Bamaguðsþjónusta kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Kór Breiðagerðisskóla og bamakór kirkjunn- ar syngja. Unglingar úr KFUM/K starfinu við Maríubakka flytja helgjleik. Organ- isti Þorvaldur Bjömsson. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísh Jónasson. Bústaðakirkja. Bamamessa kl. 11. Ama og Gunnar. Guösþjónusta kl. 14. Einsöng- ur Kristín Sigtryggsdóttir. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Ingólfur Guðmundsson messar. Digranesprestakall. Bamasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjamhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þórbergur Kristjánsson. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sr. Jakob A Hjálmarsson. Bamastarf á sama tíma í safhaðarheimilinu í umsjá Bám Elíasdóttur. Bænamessa kl. 17. Org- anisti Kjartan Sigutjónsson. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Miðvikudag kl. 12.05. Hádegisbærúr í kirkjunni. Léttur máls- verður á kirkjuloftinu á eftir. Miðviku- dagur kl. 13.30-16.30. Samvera aldraðra í safnaðarheimilinu. Tekið í spil. Kaffi- borð, söngur, spjall og helgistund. EUiheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Grímur Grímsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. Eyrarbakkakirkja. Bamaguðsþjónusta kl. 10.30. Fella- og Hólakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Híartarson.Organ- isti Guðný M. Magnúsdóttir. Bamastarf á sama tíma. Fyrirbænir í FeUa- og Hóla- kirkju mánudag kl. 18. Prestamir. Frikirkjan í Hafnarfirði. Bamasam- koma kl. 11. Böm úr Fríkirkjunni í Reykjavík koma í heimsókn. Guðsþjón- usta kl. 14. Bamakór kirkjunnar leiðir söng, stjómandi Kristjana Asgeirsdóttir. Einar Eyjólfsson. Grafarvogssókn. Bama- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Umsjón: Valgerður, Katrín og Hans Þormar. Skólabíllinn leggur af stað frá Hamrahverfi kl. 10.30 og fer venjulega skólaleið. Vináttuhátíð kl. 14. FuUtrúar allra félaga í sókninni koma fram. Kirkjukórinn syngur létt lög. Veitingar í félagsmiðstöðinni. Vigfús Þór Ámason. Grensáskirkja. Bamasamkoma kl. 11. 6 ára böm og eldri og foreldrar þeirra uppi. Yngri bömin niðri. Messa kl. 14. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Ami Arin- bjamarson. Fyrirbænir eftir messu og molasopi. Kl. 20.30. Kvöldmessa með alt- arisgöngu. Sönghópurinn „Án skilyrða“ leiðir sönginn. Léttir sálmar, fyrirbænir og kaffiveitingar. Þriðjudagur: Kyrrðar- stund kl. 12.00. OrgeUeikur í 10 mínútur. Fyrirbænir, altarisganga og léttur hádeg- isverður. Þriðjudagur kl. 14.00. biblíulest- ur og kirkjukaffi. AUir velkomnir. Prest- amir. Grindavíkurkirkja. SunnudagaskóU kl. 11. Kvöldmessa kl. 20.30. Kvenfélagskon- ur lesa úr ritningunni og kynna bæna- efni. Einsöngur Margrét Sighvatsdóttir. Organisti SiguróU Geirsson. Kór kirkj- unnar syngur. Sóknamefnd. Hallgrímskirkja. Fræðslusamvera kl. 10.00. Messa og bamasamkoma kl. 11. Altarisganga. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. Sr. Bragi Skúlason prédikar. Aðal- fundur Listvinafélags HaUgrímskirkju kl. 12 í kórkjallara. Helgistund kl. 17. Sr. Ragnar Fjaiar Lámsson. Þriðjudagur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Bamaguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer ffá SuðurhUðum um HUðamar fyrir bamaguðsþjónustuna. Hámessa kl. 14. Sr. Amgrímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrirbænir em í kirlgunni á miðvikudögum kl. 18. Hjallasókn. Messusalur HjaUasóknar, Digranesskóla. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kristján Einar Þorvarðarson. Innri-Njarðvíkurkirkja. Sunnudaga- skólaböm mæti kl. 14. Fjölskyldumessa kl. 14. Prestur Jóna Kristúi Þorvaldsdótt- ir. Organisti Steinar Guðmundsson. Kirkjukórinn syngur. Systrafélagið býö- ur kaffiveitingar á eftir í safnaðarheimil- inu. Kársnesprestakall. bamastarf í safnað- arheunilinu Borgum sunnudag kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Kirkjuvogskirkja. Bamastarf laugardag kl. 13. Landspitalinn. Messa kl. 10. Sr. Jón Bjar- man. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups. Kl. 11. Óskastund bamanna. Söngur, sögur, fræðsla. Sr. Flóki Krist- insson og Jón Stefánsson organisti sjá um stundina. Hámessa kl. 14. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Kór Langholtskirkju. Organisti Jón Stefánsson. KórskóU Lang- holtskirkju syngur í messunni. Molasopi að guðsþjónustu lokinni. Laugarneskirkja. Messa kl. 11. Bama- starf á sama tíma í umsjá sr. Sigrúnar Óskarsdóttur. Sr. Ingólfur Guðmundsson messar. Organisti Ronald V. Tumer. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustima. Fimmtudagur: Kyrrðarstrmd kl. 12. Or- gelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Létt- ur málsverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Neskirkja. Bamasamkoma kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Orgel- og kórstjóm Reyn- ir Jónasson. Sr. Frank M. HaUdórsson. Muniö kirkjubilinn. Miðvikudagur: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. HaU- dórsson. Ólafsvallakirkja. Guðsþjónusta kl. 21. Seljakirkja. Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Órganisti Jakob HaUgrímsson. Molasopi eftir guðsþjón- ustuna. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja. Fjölskyldumessa kl. 11. Bamastarf á sama tíma í umsjá Eimýjar, Bám og Erlu. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Miðvikudagur: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Miðvikudagur: Samkoma kl. 20.30 á vegum Seltjamar- neskirkju og sönghópsins „Án skilyrða" undir stjóm Þorvaldar HaUdórssonar, Bobby Arrington syngur. MikiU söngur, prédikun, fyrirbænir. Stóra-Núpskirkja. Guðsþjónusta kl. 14. Axel Ámason. Ytri-Njarðvíkurkirkja. SunnudagaskóU kl. 11 í umsjón Gróu og Sigfríðar. Guðsþjónustur Fríkirkjan í Reykjavík Flautuskólinn laugardag kl. 11. Violeta Smid. Sunnudagur: Bamaguðsþjónusta í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Við söfnumst við kirkjuna okkar kl. 10.15 og fórum í bU suður eftir. Kl. 14 almenn guðsþjón- usta. Miðvikudag 20. nóv. kl. 7.30 morg- unandakt. OrgeUeikari Pavel Smid. CecU Haraldsson. Tilkynningar „Stjömukonsert“ í bíósal MÍR Nk. sunnudag, 17. nóv., ki. 16 verður nær 40 ára gömul sovésk söngva- og tónUstar- mynd sýnd í bíósal MIR, Vatnsstíg 10. Þetta er myndin Stjörnukonsert frá árinu 1952 en hún var sýnd við góða aðsókn í íslenskum kvikmyndahúsum á sjötta áratugnum. í kvikmyndinni koma fram margir fremstu Ustamenn þess tima i Sovétríkjunum á sviði tórúistar, söngs og dans og em atriðin fjölmörg úr óperum, baUettum og hljómsveitarverkum rúss- neskra og sovéskra höfunda. Meðal flytj- enda em einsöngvarar og sólódansarar Bolshoj-leikhússins í Moskvu, Kirov- óperunnar í Leningrad (nú Sankt Peter- burg), Mosiev-þjóðdansaflokkurinn og Osipov-þjóðlagasveitin. Kvikmyndin var gerð undir stjóm Ivanovskís og Rappa- ports. Skýringartextar em á ensku. Að- gangur er ókeypis og öUum heimiU. Húnvetningafélagið Spilað á laugardag kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Kvikmyndasýning í Norræna húsinu Sunnudaginn 17. nóvember kl. 14 verður sýning á norsku myndinni Isslottet sem er byggð á skáldsögunni Klakahöllinni eftir Taijei Vesaas og hefur bókin verið gefin út í íslenskri þýðingu. Myndin er gerð árið 1988 og er sýningartími 78 mín- útur. Myndin er fyrir böm eldri en 12 ára og er hún ótextuð. Aðgangur er ókeypis. Málþing um kirkjulist ogtrú Málþing um menningu, kirHjuUst og trú verður haldið í SafnaðarheimiU Dóm- kirkjunnar, Lækjargötu 14a, laugardag- inn 16. nóvember kl. 13.30-18. Listvinafé- lag HaUgrímskirkju efnir til þessarar umræðu, m.a. í Ijósi viðleitni safnaöa á þessu sviði og reynslu af kirkjuUstahátíð- um. Jólaboó Borgarkringlunnar Borgarkringlan býður öUum landsmönn- um í jólaboð um helgina, fóstudag og laugardag. Húsið verður skreytt í bak og fyrir enda komin jól í Borgarkringlunni. Meðal annars er boðið upp á 1000 manna glæsitertur hvom dag og auk þess jólaöl og jólahangiket. Þá verða jólasveinar og Simpsons-fjölskyldan á ferðinni báða dagana. Eyjólfur Kristjánsson tónUstar- maður leikur og syngur frá kl. 13 á laug- ardag. Á laugardag verður Karl Olgeirs- son á flyglinum. Bamakór Grensáskirkju syngur í hádeginu á laugardag og kl. 14 verður bamatiskusýning. Þá verða nýjar teiknimyndir með íslensku taU kynntar, auk fiölmargra annarra hluta. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú verð- ur á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Nú gnauða vetrarvindamir og mikUvægt er að velja fatnað eftir veðrinu. Félag eldri borgara, Kópavogi SpUað verður og dansað að venju í kvöld, fostudagskvöld, kl. 20.30 að Auðbrekku 26. Húsið öUum opið. Stjarnvísindi nútímans í vetur mun Stjamfræðifélag íslands gangast fyrir röð erinda um ýmis áhuga- verð efni úr heimi stjamvísindanna. Er- indin em einkum ætluð leikmönnum og verða þau sérstaklega miðuð við þarfir þeirra sem Utla þekkingu hafa á stjömu- fræði. Fyrirlesarar verða úr röðum ís- lenskra stjömufræðinga og stjameðUs- fræðinga og munu þeir leggja áherslu á að Ijalla um viðfangsefni sín á einfaldan og aðgengilegan hátt þannig að sem flest- ir geti notið góðs af. Fyrsta erindið verð- ur haldið laugardaginn 16. nóvember í stofu 101 í Odda og hefst það kl. 14. Fyrir- lesari er Einar H. Guðmundsson, dósent í stjameðUsfræði við Háskóla íslands, og nefnir hann erindi sitt: Hvers vegna er myrkur á nóttunni? í fyrirlestrinum verður fjaUað um þessa mildlvægu spúmingu og sýnt fram á hvernig hún tengist spumingum um stærð og gerð alheimsins, upphaf hans og þróun. Kvennadeild Reykjavíkur- deildar RKÍ heldur sinn árlega basar að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, sunnudaginn 17. nóv- ember kl. 14. Á boðstólum verður aUs konar handavinna, heimabakaðar kökur, jólakort og margt fleira. AUur ágóði renn- ur til bókakaupa fyrir sjúkrabókasöfn spítalanna. Borgfirðingafélagið í Reykjavík spilar félagsvist laugardagmn 16. nóv- embef kl. 14 að HaUveigarstöðum. Inn- gangur frá Öldugötu. Allir velkomnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.