Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Síða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991.
Fréttir
27 ára Reykvíkingur dæmdur 118 mánaða fangelsi í sakadómi:
Dró unglingsstúlku á hár-
inu og nauðgaði á eftir
- sló hana einnig hnefahöggi 1 andlitið og hótaði meira ofbeldi
27 ára Reykvíkingur, Jónas Jón-
asson, hefur veriö dæmdur í 18
mánaða fangelsi fyrir að hafa með
ofbeldi og ógnunum þröngvað 16
ára stúlku til samræðis við sig á
heimili sínu í Unufelli aðfaranótt
29. desember 1990. Stúlkan var illa
útleikin líkamlega og andlega eftir
atburðinn. Maðurinn var dæmdur
til að greiða henni 500 þúsund
krónur í miskabætur. Pétur Guð-
geirsson, sakadómari við Sakadóm
Reykjavíkur, kvað upp dóminn.
Umrædda nótt hljóp stúlkan frá
heimili mannsins að húsi í ná-
grenninu og bað um að kallað yrði
á lögreglu - hún ætlaði að kséra
mann fyrir nauðgun. Maðurinn bjó
með móður sinni og sambýlis-
manni hennar í Unufelli. Þegar lög-
reglan kom þangað á vettvang voru
blóðblettir fyrir utan húsið. Greini-
leg blóðslóð lá frá útidyrum að her-
bergi sakborningsins innandyra.
Inni í herberginu var mikil óreiða,
stór blóðpollur á gólfinu og brotin
ölkrús. Læknisrannsókn á stúlk-
unni leiddi í ljós marga áverka á
líkama hennar auk þess sem hún
var í mikilli geðshræringu. Einnig
var ljóst að togað hafði verið harka-
lega í hár hennar.
Maðurinn og stúlkan hittust á
Gauki á Stöng að kvöldlagi. Tóku
þau leigubíl áleiðis á annan veit- ■
ingastað. í millitíðinni sagðist mað-
urinn ætla að fara heim til sín og
ná í peninga og áfengi. Hann taldi
stúlkuna síðan á að koma með sér
inn á heimili sitt þar sem þau hittu
móður mannsins og sambýlismann
hennar.
Fyrir dómi kom fram að maður-
inn klæddi sig úr í herbergi sínu
og vildi eiga mök við stúlkuna en
hún vísaði honum frá. Bauð hann
einnig greiðslu fyrir og neitaði hún.
Við svo búið hljóp hún út. Maður-
inn fór á eftir á nærbuxum einum
fata, náði henni og dró hana á hár-
inu inn í húsið og sló hana með
hnefanum í andlitið. Inni í húsinu
kom til átaka og neyddi maðurinn
síðan stúlkuna til að hafa við sig
mök inni í herbergi sínu. Einnig
kom fram fyrir dómi að móðirin
og sambýlismaðurinn urðu vitni
að átökunum en ekki að kynferðis-
lega ofbeldinu sem átti sér staö í
herbergi mannsins.
Framburður stúlkunnar var
studdur af rannsókn á vettvangi,
læknisrannsókn, fötum hennar og
lögregluvitnum. Framburður
mannsins var hins vegar óstöðugur
í skýrslum sem þóttu hver um sig
ótrúverðug. Framburður móður-
innar og sambýlismannsins rakst á
í verulegum atriðum. Þau þóttu
hvorki óvilhöll né trúverðug. Með
hliðsjón af þessu var maðurinn
sakfelldur fyrir nauðgun með of-
beldi og hótunum.
Maðurinn hlaut skilorðsbundna
ákærufrestun fyrir þjófnað árið
1983 og sekt sama ár fyrir annað
hegningarlagabrot. Honum hafði
þrisvar verið refsað fyrir ölvunar-
akstur. Stúlkan fór fram á 1,5 millj-
ónir króna í miskabætur en dóm-
urinn dæmdi manninn til að greiða
henni 500 þúsund. Hann var einnig
dæmdur til að greiða 110 þúsund
krónur í sakarkostnað.
-ÓTT
Kópavogur:
Viljabyggja
skýjakljúf
„Það hefur komið fram hug-
mynd frá lóðarhöfum um bygg-
ingu 11 hæða húss gegnt verslun-
inni Brekkuvali. Fyrir nokkrum
árum var ákveðiö að byggja
þriggja hæða hús á þessari lóö
og var fyrirhugað að það myndi
hýsa ýmiss konar atvinnustarf-
semi. Nú þykir lóðarhöfum hins
vegar fullreynt að það takist að
selja atvinnuhúsnæði á þessum
stað sökum lítillar eftirspurnar.
Þeir hafa því óskað eftir því við
bæjaryfirvöld að fá að byggja 11
hæða ibúðablokk álóðinni," segir
Birgir Sigurðsson, skípulags-
stjóri í Kópavogi.
íbúar í nágrenninu eru ekki á
eitt sáttir um þessa hugmynd þar
sem þeir telja að svo hátt hús
muni skyggja á útsýni og einnig
sé hætta á að skrúðgarður, sem
er í austurhluta lóðarinnar, verði
eyðilagður. Bæjarstjórn hefur
ekki tekið afstöðu til hvort bygg-
ing háhýsisins veröur samþykkt.
„Ef samþykkiö fæst verður leit
að heimildar Skipulagsstjómar
ríkisins um aö auglýsa nýtt
skipulag og fá í framhaldi af þvi
athugasemdir og ábendingar frá
íbúum í nágrenninu," segir Birg-
ir. -J.Mar
Ríkisskíp:
Fundað um
hlutafélag
Starfsmannafélag Rncisskipa
hefur boðað til undirbúnings-
fundar á Hótel Sögu í kvöld vegna
fyrirhugaðrar stofhunar hlutafé-
lags er kaupi Skipaútgerð ríkis-
ins. Á fttndinum verður kosin
undirbúningsstjóm sem síðan er
ætlað að boöa til formlegs stofn-
fundar félagsins.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra hefur tekiö vel í hugmynd-
ir starfsmanna Ríkisskipa og
fleiri, þar á meöal Félags stór-
kaupmanna, um að kaupa fyrir-
tækið af ríkinu, Þá hefur hann
einnig rætt við Eimskip og Sam-
skip um málið.
Eyjólftir Konráð Jónsson al-
þingismaður, Hjörtur Emilsson,
gjaldkeri Starfsmannafélags Rík-
isskipa, Eiríkur Greipsson, fram-
leiðslustjóri Hjálms hf. á Fiat-
eyrí, Jón Kristjánsson alþingis-
maður og fleiri munu taka til
máls á fundinum. Guðmundur
Eiríksson, forstjóri Ríkisskipa, j
mun svara fyiirspumum. -hlh
Forystumenn Alumax að snæðingi með íslenskum ráðamönnum á Þingvöllum. F.v. Allen Born, stjórnarformaður Amax, Davíð Oddsson, torsætisráð-
herra, Paul Drack, stjórnarformaður Alumax, Jóhannes Nordal seðlabankastjóri. DV-mynd GTK
Álver í fyrsta lagi í
gagnið undir aldamót
- segja bjartsýnustu spár um þróun álverðs
Myndin sýnir þróun álverðs miðað við verðlag 1991. Sjá má ársgamla spá
um þróun álverðs til aldamóta, sem hrundi, og nýja spá. Þá er í myndinn
lína sem sýnir lágmarksverð sem forstjóri Alumax segir að þurfi að vera á
áli áður en álfyrirtækin taka ákvörðun um byggingu álvers á Keilisnesi.
Nýjustu spár um þróun álverðs á
heimsmarkaði næsta áratug og full-
yrðingar forstjóra bandaríska álfyr-
irtækisins Alumax um lágmarksverö
á áh, sem þarf til að framkvæmdir á
Keilisnesi fari af stað, þenda til að
álver verði ekki þyggt fyrr en í fyrsta
lagi um og eftir miöjan þennan ára-
tug. Miðað við það tekur álver í
fyrsta lagi til starfa undir aldamót.
Þá er miðað við bjartsýnustu spár.
Paul Drack, forstjóri bandaríska
álfyrirtækisins Alumax, sem er aðili
að Atlantsálverkefninu, sagði í heim-
sókn sinni í vikunni að heimsmark-
aðsvérð á áli þyrfti að hækka upp í
1550-1650 dollara á tonnið áður en
hægt yrði að taka ákvörðun um
byggingu álvers á Keilisnesi. Paul
Drack spáir hins vegar versnandi
stöðu í áhðnaðinum á næsta ári og
litlum líkum á bata fyrr en 1993.
Nýjustu spár fyrirtækisins James
Fisher King, sem gert hefur spár um
þróun álverðs fyrir Landsvirkjun,
segja að álverðið nái lágmarki eða
viðmiðunarverði Atlantsálfyrirtækj-
anna í fyrsta lagi 1993 eða 1994. Er
þá gengið út frá ástandi á álmarkaði
í dag. Það þýðir að framkvæmdir
vegna álvers gætu í fyrsta lagi hafist
1994-1995. Það er á sama tíma og
hingað til hefur veriö áætlað að álver
á Keilisnesi yrði tilbúið.
Tonn af áh kostar nú um 1150 doll-
ara. Verðið hefur hrapað allt þetta
ár. Orsakirnar eru raktar til mikik
rússnesks áls á heimsmarkaði og
hægs efnahagsbata í Bandaríkjun-
um. í ágúst var því spáð að álver
kæmi í gagnið samtímis methækkun
álverðs en þær spár viröast hafa kol-
fallið. Það verður ekki fyrr en 1997
sem núverandi spá um álverð nær
gömlu spánni.
Þrátt fyrir toppa og lægðir í álverði
virðist meðalverð á áh hafa haldist í
kringum 2000 dollara tonnið. Miðað
við verðlag 1991 hefur álverð ekki
verið lægra en einmitt nú. Mikil
óvissa er um framhaldið af fyrr-
nefndum ástæðum. Þá er enn ótalið
að aðstæður í efnahagsmálum í
heiminum þurfa að breytast til batn-
aðar svo lánsfé á hagstæðari kjörum
fáist til framkvæmdanna. Óhagstætt
lánsfé var einmitt aðalástæða þess
að Atlantsálfyrirtækin frestuðu
byggingu álversins á Keihsnesi um
óákveðinntíma. -hlh