Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991.
3
HQíðarfjall:
Lyfturígang
um helgina
„Eins og staöan er í dag og ef ekki
kemur hér hláka þá stefnum við að
því að opna lyftumar á laugardag,"
segir ívar Sigmundsson, forstöðu-
maður skíðasvæðisins í Hhðarijalli
við Akureyri.
„Það er enn frekar lítill snjór í fjall-
inu og fólk verður að sýna varúð, t.d.
við gil sem hér eru. En við munum
nota dagana fram að helginni til að
ýta til snjónum og reyna að gera
þetta sem best úr garði og það veröa
allar helstu skíðaleiðir í fjallinu
sæmilegar.
Það var árið 1986 sem fjallið var
síðast opnað í nóvembermánuði en
síðan þá hefur orðið að bíða fram
yfir áramót með að opna. Um þver-
bak keyrði síðan í fyrra en þá var
ekki opnað fyrr en í febrúar og snjór
var þá mjög lítill eða minni en nú er
í Hlíðarfjalli.
Um 10% hækkun verður á lyftu-
kortum, mest fyrir fuUorðna. Vegna
ástandsins sl. vetur hefur hins vegar
verið ákveðið að þeir sem þá keyptu
árskort geti notað þau til áramóta
og er með því verið að koma til móts
við þá sem keyptu slík kort en gátu
htið aöhafst í brekkunum vegna
snjóleysis.
ÓlafsQörður:
íkveikjan
er upplýst
Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Rannsóknarlögreglan á Akureyri
telur sig hafa upplýst það mál er eld-
ur kom upp í húsi við Ólafsveg á
Ólafsfirði um helgina en grunur
manna um íkveikju af mannavöldum
kom strax upp.
Greinilegt virtist að eldur hafði
verið kveiktur á tveimur stöðum í
íbúðinni þar sem heimilisfólk svaf
værum svefni og er talin mesta mildi
aö eldsins varð vart í tæka tíð svo
ekki varð um mikið tjón að ræða og
heimilisfólkið hefði að sjálfsögðu
verið í mikilli hættu ef eldurinn hefði
ekki uppgötvast jafn skjótt og raun
varð á.
Rannsóknarlögreglan á Akureyri,
sem vann að rannsókn málsins, segir
að rannsókn sé lokið, máliö talið
upplýst og það var sent bæjarfóget-
anum á Ólafsfirði til frekari af-
greiöslu í gær.
Grei&slukjör vib allra hæfi
SKIPHOLT119
SÍMI29800
rEi £F\
EUROCARD msmm Samkort \
v____________________________________________:____________Fréttir
Arabar vilja kaupa heil-
agt vatn frá Patreksf irði
- hyggjastnotavatniöviötrúarathafmrsmar
„Okkur hefur borist fyrirspum um
sölu vatns frá arabalöndunum. Þeir
eru að leita að hreinu vatni til að
nota við trúarathafnir sínar. Mér
skilst að þeir þvoi sér um andlitið
áður en þeir snúa sér í áttina til
Mekka,“ sagði Ólafur Arnfjörð Guð-
mundsson, bæjarstjóri á Patreks-
firði, við DV.
Patreksfirðingar eru nú að huga
að sölu á vatni til útlanda. Forsaga
málsins er sú að fyrir 6-7 árum var
borað eftir heitu vatni í svonefndum
Mikladal. Ekkert heitt vatn fannst,
en upp komu 20 sekúndulítrar af 6,5
gráðu vatni.
Voru nú send vatnssýni til Iðn-
tæknistofnunar og Hollustuverndar.
Reyndist vera um einkar hreint og
gott vatn að ræða. í framhaldi af
þessu var fenginn til aðstoöar rekstr-
arhagfræðingur úr Reykjavík,
Kristján Jóhannsson, sem starfað
hefur á vegum iðnaðarráðuneytisins
að vatnssölumálum. Hann hefur lagt
fram tiUögu þess efnis að gerð verði
frumathugun á arðsemi þess að setja
á stofn verksmiðju á Patreksfirði.
„Það sem menn eru að skoða í dag
er í fyrsta lagi hefðbundin átöppún-
arverksmiðja," sagði Ólafur. „Slíkt
fyrirtæki kostar 5-700 miUjónir. Við
yrðum því ekki einir um það.
Annar kosturinn er sá, að vera með
svokaUaö iðnaðarvatn. Það er notað
í lyfjaiðnaði, snyrtiiðnaði og þess
háttar. Loks er fyrirspurnin frá
arabalöndunum. Hún barst Kristjáni
í gegnum Svíþjóð. Síðast taldi mögu-
leikinn er sá sem við horfum mest á
í dag. Það væri líka vel við hæfi að
selja aröbunum vatn, til trúariðkana,
frá Patreksfirði sem nefndur er eftir
heilögum Patrek.“
-JSS