Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991. Fréttir DV „Namibíumaðurinn“ dæmdur 1 fangelsi fyrir ýmis svik 1 sakadómi í gær: Gekk undir 7 skírnarnöf num - er eftirlýstur Kanadamaður en tekur refsinguna út á íslandi „Namibiski Kanadamaðurinn" veifar hönskum sínum að Ijósmyndara DV við dómsuppkvaðninguna í Sakadómi Reykjavikur í gær. DV-mynd GVA 26 ára karlmaður, svonefndur Namibíumaður, var í gær dæmdur í 6 mánaða fangelsi, þar af 3 mánuði skilorðsbundið, fyrir hótelsvik, fjár- svik og umboðssvik í Sakadómi Reykjavíkur. Hann var dæmdur til að greiða þremur fyrirtækjum í Reykjavík 284 þúsund krónur í skaðabætur vegna svikanna auk 270 þúsund króna í sakarkostnað. Maðurinn ætlar að taka sér 14 daga umþóttunartíma til að ákveða hvort hann áfrýjar til Hæstaréttar. Hjörtur 0. Aðalsteinsson kvað upp dóminn. Kærði 5 úrskurði Frá 16. október hefur maðurinn kært 5 úrskurði Sakadóms til Hæsta- réttar - vegna gæsluvarðhalds, far- banns, heimild til að taka fingraför og ljósmyndir af honum og heimild til að rannsaka muni sem lagt var hald á. Hæstiréttur féllst ekki á þijár af kærunum en hnekkti gæsluvarð- haldsúrskurðinum. Eina kæru aftur- kallaði maðurinn. Hann hefur nú verið úrskurðaður í farbann til 30. desember og er vegabréf hans í hönd- um íslenskra stjórnvalda. Samkvæmt dóminum mun maður- inn afplána þriggja mánaða fangels- isrefsingu hér á landi. Eftir það verð- ur hann frjáls ferða sinna. Gerist hann ekki sekur um önnur brot á næstu 3 árum fellur skilorðsbundna refsingin niður. Þó að maðurinn sé eftirlýstur í Kanada vegna auðgun- arbrots frá í febrúar hefur ekki verið farið fram á framsal á honum. Hver er þessi maður? í dómsalnum í gær sýndi maðurinn htil svipbrigði þegar dómarinn kvað upp dóminn. Verjandi hans, Ragnar Aðalsteinsson, útskýrði fyrir honum dómsorðið. Túlkur las einnig niður- stöðu dómsins fyrir hann á ensku. Samkvæmt namibísku vegabréfi heitir maðurinn Torbjomen Gunn- asson. Sjálfur kveöst hann heita Þor- bjöm Vilhelm Anders Gunnarsson. 25. október bámst RLR upplýsingar frá Interpol í Kanada um að maður- inn væri Lars Erik Gunnarsson, fæddur í Manitoba þar í landi. Sá maður er eftirlýstur í Kanada vegna auðgunarbrots sem framið var í fe- brúar í ár. Afrit af fingrafömm sama manns, nánar tiltekið Lars Erik Tor- bjorn Matti Pekka Gunnarsson, vom send RLR 7. nóvember. Þau ásamt fæðingardegi mannsins koma heim og saman viö fingraför Namibíu- mannsins. Honum vom kynnt gögn- in frá Kanada fyrir dómi. Sagði hann þau staðfesta að hann væri Þorbjöm Gunnarsson en kvað gögnin ekki mæla gegn því að hann væri nam- ibískur ríkisborgari. Maðurinn hefur haldiö fast við aö þar sé hann fæddur og vísar til fæðingarvottorðs. í viðtali við blaðamann DV fyrir skömmu sagði maðurinn að foreldr- ar hans byggju í Afríku en vildi ekki gefa upp hvar. Hann sagði þá báða vera af skandinavísku bergi brotna. Aðspurður um ástæðu fyrir komu sinni til íslands sagðist hann hafa ætlað að heimsækja íslenska ætt- ingja sína - en þeir hefðu bara verið farnir þegar hann kom. Hann sagist í dómsalnum Óttar Sveinsson oft hafa komið til íslands áður og heimsótt ættingjana sína og vini. Maðurinn sagði jafnframt að máls- höföun íslenskra yfirvalda gegn sér væri eingöngu til þess „að eyða pen- ingum íslenskra skattborgara". Dæmdur fyrir um 700 þúsund króna svik Maðurinn var ákæröur fyrir sam- tals 721 þúsund króna hótelsvik, fjár- svik og umboössvik. Hann var fund- inn sekur um meginhluta ákærunn- ar. Honum var gert að greiða 9/10 hluta sakarkostnaðar. Það hlutfall gefur ákveðna mynd af sakfelling- unni. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa þegið þjónustu á Hótel Holti frá 19. september til 11. október án þess að greiða reikning sinn, 214 þúsund krónur, eða leggja fram tryggingu fyrir honum. Maðurinn var dæmdur til að greiða alla þá upphæð með vöxtum í skaðabætur. Eftir að hafa verið vísað af Hótel Holti gisti maðurinn á Hótel íslandi. Reikningurinn þar var orðinn 41 þúsund krónur þegar RLR handtók hann 15. október. Fyrir þetta var maðurinn hins vegar sýknaður og ekki fallist á skaðabótakröfu Hótel íslands. Ósannað þótti að hann heföi ekki ætlað að greiða hótelreikning- inn þar því á þessum tíma átti hann fyrir rúmlega andvirði reikningsins. Snyrtir fæddur á Húsavík! Krista sf. í Kringlunni lagði fram kæru á hendur „Namibíumannin- um“ 14. október fyrir 426 þúsund króna fjársvik. í kærunni sagði að maðurinn hefði sagst vera íslenskur ríkisborgari, fæddur á Húsavík, með aiþjóðapróf í snyrtingu með virðis- aukaskattsnúmerið 4254. Það númer hefur fyrirtæki á Hellu. Á tímabihnu 3.-10. október fékk sakborningurinn vörur afgreiddar hjá Kristu sf. fyrir umrædda upp- hæð. Sagðist hann ætla að setja upp snyrtistofu hjá „virtri hárgreiðslu- stofu“. Lofaði hann að greiða 11. okt- óber en fékk frest til 19. þar sem hann sagðist þurfa „að skreppa til Parísar vegna andláts föður síns“. Sakadómur taldi þetta vera blekk- ingar til að vekja traust hans hjá Kristu sf. Hefði sannleikurinn og fjárhagur hans komið í ljós heföi ekki orðið af framangreindum samn- ingi. Forsvarsmönnum Kristu tókst að ná í mestan hluta af vörunum á Hótel Holti 13. október. Maðurinn var sakfelldur fyrir þennan ákæru- lið. Andvirði þess sem ekki náðist, vörur fyrir 32 þúsund krónur, var maðurinn dæmdur til að greiða Kristu sf. í skaðabætur. Skuldar 9 þúsund dollara „Namibíski Kanadamaðurinn" var einnig dæmdur fyrir að hafa frá 19. september til 6. október tekið út vör- ur fyrir 38 þúsund krónur í Reykja- vík fyrir Mastercard greiðslukort. Kortið var gefið út í Jóhannesarborg. í máhnu lá fyrir staðfesting frá yfir- manni fiársvikadeildar Nedbank Credit Card um að „Namibíumaður- inn“ hefði fengið kortið 14. mars. Úttektarheimildin var $ 1.745 dollar- ar en skuldin við bankann nam $ 9.680 dollurum. Kortið fór á vákorta- lista 6. ágúst. Eurocard á íslandi er bundið af úttektum sakborningsins hér á landi. Maðurinn var sakfelldur fyrir þennan ákæruhð og dæmdur tii að greiða Kreditkortum hf. 38 þús- und krónur. Sakadómur sýknaði manninn af kröfu ákæruvaldsins um frávísun úr landi að lokinni fangelsisafplánun. -ÓTT í dag mælir Dagfari Hin hagsýna húsmóðir Nú er nokkur ár liðin síðan Kvennalistinn haslaði sér vöh í ís- lenskum stjómmálum. Var ekki vanþörf á. Konur áttu erindi í póh- tík en höföu að mestu veriö hunds- aðar af gömlu flokkunum sem aldr- ei hafa skilið hin mjúku gildi og aldrei haft skilning á viðhorfum kvenna. KvennaUstinn bauð fram í nafni hinnar hagsýnu húsmóður og fékk fljúgandi byr bæði hjá körl- um og konum í kosningum vegna þess að þjóðin metur hina hagsýnu húsmóður að verðleikum. FuUtrúar húsmóðurinnar kom- ust á þing og fóru aö láta að sér kveða og svo fóru karlamir að tala um álver og stóriðju og orkuver og hin hagsýna húsmóðir var rekin upp í hom og mátti sín einskis í öUum þessum stóriðjudraumum. Um tíma leit út fyrir að stóriðjan yrði að veruleika en kvennhsta- konur sátu við sinn keip og þar kom að álfurstamir lýstu yfir því að þeir heföu ekki efni á því að byggja álver á íslandi og þjóðin lagðist í sorg og sút. AUir nema hin hagsýna húsmóðir. Húsmæðumar á þingi léku við hvem sinn fingur og fögnuðu því ákaft aö álver væri úr sögunni og hafa ekki fariö dult með þá skoðun sína aö kreppan væri kærkomiö ástand sem hentaði hinni hagsýnu húsmóður. Sannaðist enn í þeirri póhtísku stöðu aö sjónarmið hús- mæðranna áttu erindi á Alþingi og það var kominn tími tíl að einhver rödd heyrðist hér á landi sem telur kreppuástand af hinu góða. Það er alveg makalaust hvað karlar hafa fengið að vaða áfram með þau sjón- armið að hér þurfi að vera atvinna og hér þurfi að nýta auðlindir og að hér þurfi að auka hagvöxt og kaupmátt. Viðhorf hinnar hagsýnu húsmóður era einmitt fólgin í því að halda vemdarhendi yfir landinu óskertu og koma í veg fyrir mengun og röskun og varðveita mannlífið eins og það var á árum áður, svo fólk geti lifað í sátt og samlyndi og kröpp kjör í samræmi við lífshætti íslendinga fram eftir öllum öldum. Nú era að vísu góð ráð dýr þegar álver kemur ekki og hundraðum manna er sagt upp störfum og hin hagsýna húsmóðir þarf að sjá fyrir fæði og klæði harna sinna og eigin- manna sem ráfa um atvinnulausir og tekjulausir. En hin hagsýna húsmóðir kann ráð við því. Hún segir að nú eigi þjóðin að taka lán, stórt erlent lán, og þá sé enginn vandi að halda þessari þjóð á floti og una við krepp.una. Forsætisráðherra segir að það sé óráð aö taka lán. Þjóðin sé nógu skuldug fyrir. Hann segir það ekki góða búmennsku eða hagsýni að eyða meira en aflað er og vill ekki taka lán. Menn verða að sníða sér stakk eför vexti, segir forsætisráð- herra og talar eins og hálfgerður bjálfi. Sér maðurinn ekki hagsýn- ina í því að slá lán úr því að hann á ekki fyrir matnum handa börn- um sínum og buram? Veit hann ekki að hin hagsýna húsmóðir gef- ur dauðann og djöfulinn í alla spar- semi og þarf á sínu aö halda? Hin hagsýna húsmóðir vílar það ekki fyrir sér að bæta við skuldirnar ef hún á ekki fyrir nauðsynjunum. Sjá ekki allir hvemig þjóðin lifir á kreditkortum og vixlakaupum og svo hafa margir karlar fyrir sið að slá og slá þangað til þeir fara á hausinn? Sjálfsagt búa þeir við konuríki, þar sem hin hagsýna húsmóðir rekur karlinn í bankann til að slá lán og heimtar að hann fari á hausinn til að húsmóðirin eigi nóga aura í buddunni. Þessi fiármálastefna hefur verið ráðandi á heimilum og í fyrirtækj- um og reyndar hjá ríkissjóði einnig og hin hagsýna húsmóðir hefur eignast talsmenn á Alþingi sem segja þetta þjóðráð aö slá stórt er- lent lán fyrir útgjöldunum. Hvers vegna hlustar ekki forsætisráð- herra á Kvennalistann? Hvers vegna vill ríkisstjómin ekki fara að ráðum kvennastéttarinnar og húsmæðranna sem túlka hagsýn- ina á þann veg að kreppa sé af hinu góða vegna þess að menn geti lifaö af lánum? Dagfari hefur sagt það og segir það enn aö Kvennahstinn veit hvað hann syngur og hagsýn húsmóðir mundi aldrei láta sér detta í hug að draga saman seghn þótt eitthvað bjáti á. Þær mæla með stóra, stóra erlendu láni og svo geta börnin og komandi kynslóðir haft veg og vanda af því að borga þær skuldir. Den tid, den sorg. Það er hagsýnin semblífur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.