Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991. 25 Fólk í fréttum Guðni Þ. Sigurjónsson Guðni Þór Siguijónsson pípulagn- ingamaður varð heimsmeistari í 110 kg flokki á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fór í Sví- þjóðumhelgina. Starfsferill Guðni fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til þriggja ára aldurs en flutti þá með fjölskyldu sinni í Kópa- voginn þar sem hann ólst upp eftir það. Að loknum samræmdum próf- um hóf hann nám í pípulögnum hjá föður sínum og stundaði jafnframt nám við Iðnskólann í Reykjavík 1980-82 en sveinsprófi lauk hann 1983. Guðni hefur síöan stundað pípulagnir. Guðni hefur lagt stund á hinar ýmsu íþróttagreinar frá því hann var drengur. Hann var innan við fermingu er hann fyrst kynntist lyftíngum en stundaði einkum knattspyrnu og frjálsar íþróttir á unglingsárunum. Hann lék knatt- spymu með Breiðabliki og keppti með hðinu í fimmta-, fjórða-, þriðja- og öðrum flokki og lék jafnframt níu leiki með drengjalandsliðinu. Þá æföi hann handbolta með KR og stundaði ftjálsar íþróttír. Hann hreppti eitt sinn þriðja sætið í víða- vangshlaupi drengja, vann nokkru síðar viðavangshlaup Ármanns og jafnaði íslandsmet í 50 m hlaupi karla innanhúss 1987. Þá kepptí hann í fijálsum íþróttum á smá- þjóðaleikunum 1987. Guðni hóf lyftingar fyrir alvöru fyrir tveimur árum og hefur stund- að þær síðan af kappi. Hann náði þriðja sætinu í Evrópumóti kraft- lyftinga hér á landi í fyrra. Fjölskylda Sambýhskona Guðna er Berglind Ármannsdóttir, f. 3.10.1966, versl- unarmaður. Dóttir Guðna og Berglindar er Auður Eir, f. 15.5.1988. Systkini Guðna eru Helga Sigrún, f. 27.11.1958, rekur Félagaþjón- ustuna hf., í sambýh með Ágústi Sigurðssyni bílstjóra og eiga þau einn son; Eyja Guðrún, f. 6.3.1967, íþróttakennari í Kópavogi, gift Pétri Hákoni Halldórssyni rafvirkja og eiga þau einn son; Jón Auðunn, f. 27.2.1969, pípulagningamaöur og sleggjukastari, í sambýU meö Guð- björgu Lilju Svansdóttur fóstru; Jórunn Dóra, f. 10.4.1972, nemi í snyrtifræði, í sambýU með Jóni Þór Sigurðarsyni bílstjóra. Foreldrar Guðna eru Siguijón Einarsson, f. 29.5.1938, pípulagning- armeistari í Kópavogi, og kona hans, Auður Jóna Auðunsdóttir, f. 10.3.1937, húsmóðir. Ættir Siguijón er sonur Einars, b. á Moldnúpi undir EyjafjöUum, bróður Önnu skáldkonu frá Moldnúpi. Ein- ar var sonur Jóns, b. á Moldnúpi, Eyjólfssonar, b. á RaufarfelU, Þórar- inssonar. Móðir Einars á Moldnúpi var Sigríður, systir Tómasar, föður Þórðar, safnvarðar og rithöfundar í Skógum. Sigríður var dóttil’ Þórðar, b. og formanns á RaufarfelU, bróður Tómasar, afa Stefáns Harðar Gríms- sonar skálds og Sigurðar, föður HaUa og Ladda. Þórður var sonur Tómasar, b. ogformanns í Ásólfs- skála, bróður ívars, b. í Tungu í FljótshUö, langafa Oddgeirs Kristj- ánssonar tónskálds. ívar var einnig afi Nikulásar kennara, afa Nikulás- ar Sigfússonar yfirlæknis, og afi Tómasar, afa Ómars Valdimarsson- ar blaðamanns. Tómas var sonur Þórðar, b. á Moldnúpi, Pálssonar. Móðir Sigríðar var Guðrún Tómas- dóttír frá VarmahUð undir Eyjaíjöll- um. Móðir Guðrúnar var Sigríður Einarsdóttir. Móöir Sigríðar var Ragnhildur Sigurðardóttir. Móöir Ragnhildar var Sigríður Jónsdóttir, eldprests Steingrímssonar. Móðir Siguijóns var Eyjólfvína Guðrún Sveinsdóttir, b. á Feðgum í Meðallandi, Þorsteinssonar, b. á Undirhrauni, Þorgerðarsonar Run- ólfssonar. Móðir Eyjólfvínu var Guðrún Eyjólfsdóttir, b. á Gríms- stöðum, Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Guðni Þór Sigurjónsson. Auður Jóna er dóttir Auðuns sterka, b. að Ysta-Skála undir Eyja- ijöllum, Jónssonar, í Hvammi Auð- unssonar, b. á Núpi II, Einarssonar. Móðir Auðuns sterka var Sigríður Ólafsdóttir, b. á Núpi Jónssonar, og Sigríður Sigurðardóttir. Móðir Auð- ar Jónu var Jórunn Siguröardóttir, b. á Lambhól, Björnssonar, og Jór- unnar Ögmundsdóttur. Móðir Jór- unnar var Þorbjörg, systir Amlaug- ar, langömmu Magnúsar Jóhannes- sonar siglingamálstjóra. Þorbjörg var dóttir Sveins, b. í Nýja-Bæ, Ein- arssonar, hreppstjóra á Ysta-Skála, Sighvatssonar. Afmæli Halldór Jónsson HaUdór Jónsson verslunarmaður, Ljósheimum, Króksfjarðamesi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Halldór er fæddur á Kjörseyri í Hrútafirði og dvaldi þar og á Bæ í sama firði fyrstu þijú árin. Hann fór síðan í fóstur að Garpsdal í Geira- dalshreppi og bjó þar og starfað ósUtiðtilársins 1968. Halldór stundaöi nám í Reykja- skóla í Hrútafirði í tvo vetur. Hann fékkst við landbúnaðarstörf hjá fósturforeldrum súium í Garpsdal en frá 1968 hefur hann starfað hjá Kaupfélagi Króksijarðar. HaUdór vinnur þar við afgreiöslustörf. Fjölskylda Halldór kvæntist 8.1.1972 Huldu Pálsdóttur, f. 17.9.1922, frá Hafra- felU í Reykhólasveit. Þau em barn- laus. Börn Huldu frá fyrra hjónabandi með Hafliða Breiðfjörð Guðmunds- syni, f. 4.1.1922, d. 29.11.1955: Jó- hann Magnús, lögreglumaður í Kópavogi, maki Inga Þómnn Sæ- mundsdóttir, þau eiga tvö börn en Inga áttí eitt áður; Guðrún, húsmóð- ir og starfsm. á Landspítalanum, maki Snorri Jóhannesson, þau eiga íjögur böm; Guðmundur, bensínaf- greiðslumaður í Hafnarfirði, maki Guðrún Magnúsdóttír, þau eiga þijú börn en Guðrún átti tvö áður; Sig- ríður Fnðgerður, húsmóðir í Hvíta- nesi, N-ísafjarðarsýslu, maki Krist- ján Kristjánsson, þau eiga íjögur börn; Hjálmfríöur, húsmóðir og fyrrv. póstafgreiðslu- og verslunar- maður, maki Guðbrandur Ingi Her- mannsson, þau eiga fjögur böm; Einar Valgeir, bóndi Fremri-Gufu- dal, A-Barðastrandarsýslu, maki Svandís Reynisdóttir, þau eiga þijú böm. Systkini Halldórs: Jóhann, f. 14.1. 1912, d. 1.2.1986, bóndi á Þverfelli, Dalasýslu, hans kona var María Ólafsdóttir, þau eignuðust þrjú böm; Guðrún Ólöf, f. 5.7.1913, hús- móðir í Kópavogi, hennar maður var Sveinn Jónsson, látinn, þau eignuðust tvö böm. Fóstursystkini Halldórs: Björn Júlíusson, raf- virkjameistari, írafossi, Árnessýslu, maki Aðalheiður Bjömsdóttir, þau eiga eitt bam; Sigríður Guðrún, húsmóðir í Reykjavík, maki Njáll Guðmundsson, þau eiga tvö börn en Sigríður áfti eitt áður. Foreldrar Halldórs: Jón Jóhanns- son, f. 1876, d. 9.8.1918, húsmaður í Strandasýslu, og kona hans, Guö- björg Jónasdóttir, f. 14.2.1882, d. 14.8.1941, húsmóðir og vinnukona. Halldór Jónsson. Fósturforeldrar Halldórs: Júlíus Björnsson, f. 28.7.1889, d. 24.12.1977, bóndi í Garpsdal, og kona hans, Haflína Ingibjörg Guðjónsdóttir, f. 16.5.1897, d.5.7.1968. Ætt Jón var sonur Jóhanns Jónssonar, bónda í Grænanesi, Níelssonar, bónda á Kleifum, Sveinssonar. Guð- björg var dóttir Jónasar Jónssonar, bónda í Blönduhlíð, Dalasýslu. Halldór er að heiman á afmælis- daginn. Til hamingju með afmælið 20. nóvember Drápuhlíð 20, Reykjavík. Þorkell Sigurjónsson, Blönduhlíö 12, Reykjavík. 90ára Svava Guðmundsdóttir, Snorrabraut 58, Reykjavík. 80 ára Ólafur Steinsson, Stóragerði 4, Hvolsvelli, Sigurlaug Sigurjónsdóttir, Þórufelli 6, Reykjavík. 70 ára Jónheiður Gunnarsdóttir, Kirkjulækjarkoti 3a, Fljótshlíðar- hreppi. Kristin Helgadóttir, Heiðarbóli lOe, Keflavík. Kristín Guðmundsdóttir, Dropiaug Pálsdóttir, Marklandi 6, Reykjavik. 60ára Lára Ágústsdóttir, Álfaskeiði 70, HafnarfirðL SOára Grétar Benediktsson, Lerkilundi 16, Akureyri. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu nk. laugardag(23.1I.)eftirkl. 20. Katrín Sigurðardóttir, Skógarási 13, Reykjavík. Aðalbjörg Níelsdóttir, Esjubraut21, Akranesi. 40 ára Málfríður Kolbrún Guðnadóttir, Lambhagal9, Selfossi. Kjartan Baldursson, Skógarási 11, Reykjavík. Guðrún K. Hauksdóttir, Hvammstangabraut 29, Hvamms- tanga. Smári Stefánsson, Mánagötu 12, Reyðarfirði. Ragnheiður Bjömsdóttir, Suðurbraut 5, Kópavogi. Hörður Ragnarsson, Breiðvangi 20, Haínarfirði. Helga Björk Eðvarðsdóttir, Markholti 5, Mosfellsbæ. ÁsgeirHeiðar, Fannafoldl99, Reykjavík. Ólafur Benedikt Þórðarson, Staðarvör 14, Grindavík. Kári Marisson, Sólheimum, Akrahreppi. Stór eldhústæki til sölu Rafmagnspottar, 50 I, 100 I og 200 I, 220 volt. Rafha eldavél, 22 kW. 220 volt. Uppþvottavélar, Hobart, 2 stk. Hitaborð. Vaskaborð, ýmsar stærðir. Fataskápar úr járni (frá Of asmiðju). Upplýsingar á skrifstofutima í sima 50281. Sólvangur - sjúkrahús - v/Hörðuvelli, Hafnarf irði MYNDBAND FRÁ HÁSKÓLABÍÓI Á MYNDBANDALEIGURNAR1DAG Borgarskipulag Reykjavíkur Borgartún 3 -105 Reykjavik - simi 26102 • Myndsendir 623219 Frá Borgarskipulagi íbúar í Foldahverfi Hér með er íbúum í Foldahverfi boðið að kynna sér tillögur Borgarskipulags um mögulegar aðgerðir til þess að draga úr umferðarhraða í Fannafold. Með kynningunni gefst íbúum í Foldahverfi tækifæri til að meta og velja á milli þessara tillagna og koma með athugasemdir og ábendingar. Allar ábendingar eru vel þegnar. Uppdrættir verða til sýnis í Félagsmiðstöðinni Fjörg- yn, Logafold 1,-frá 19. nóvemþer til 29. nóvemþer 1991, alla virka daga kl. 9-19. Ef íbúar óska eftir nánari upplýsingum er þeim þent á að hafa samband við Borgarskipulag Reykjavíkur, Borgartúni 3, sími 26102 og 27355, frá kl. 8.20- 16.15 á sama tímabili.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.