Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991. Merming Þjóðleikhúsið sýnir leikritið M. Butterfly: Byggt á frétt úr heimspress- unni sem vakti mikla athygli Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir verkinu og Arnar Jónsson leikur aðalhlutverkið. M. Butterfly er verðlaunaleikrit sem frumsýnt verður annað kvöld í Þjóðleikhúsinu. Leikritið var frum- sýnt á Broadway 1988 og vakti mikla athygli. Hér er fjallað um konuna sem hugarfóstur karlmanna, afstöðu Vesturlanda til Asíulanda og heims- veldanna til nýlendnanna í marg- slungnu leikverki. Leikritið er byggt á frétt úr heims- pressunni sem vakti mikla furðu al- mennings fyrir örfáum árum en þar sagði af miðaldra frönskum diplómat sem átti vingott við kínverska dans- mey um tuttugu ára skeið og eignað- ist með henni barn. Franska leyni- þjónustan komst á snoðir um að kín- verska stúlkan var njósnari en þegar farið var að rannsaka málið kom jafnframt á daginn að stúlkan var reyndar karlmaður í dularklæðum. Höfundur leikritsins er David Henry Hwang og er hann bandarísk- ur, sonur kinversks innflytjanda. Hann fór strax að semja leikrit með- an hann var við nám í Stanford há- skólanum en verk þessi lentu öll í ruslakörfunni en hann var ákveðinn í að gerast leikskáld og af tilviljun rakst hann á auglýsingu í dagblaði um námskeið í leikritun hjá Sam Shepard. Shepard reyndist honum síðan afburða kennari. Þegar þessu námskeiði lauk þóttist hann loksins vera kominn með not- hæfa hugmynd að leikriti. Útkoman varð leikrit sem nefnist FOB. Verk þetta, sem er að öðrum þræði sjálf- sævisögulegt, var fyrst leikstýrt af Hwang sjálfum en síðar sett upp af leikhópi í New York og hlaut Hwang Obie-verðlaunin fyrir besta byrj- andaverk það árið. Hann var rétt lið- lega tvítugur'þegar þetta gerðist. Síðan þetta gerðist hafa nokkur leikrit Utið dagsins ljós frá hendi Hwang en ekkert þeirra vakið jafn- mikla athygU og M. Butterfly sem hann byijaði að skrifa 1986. Rétt eins og gerist í leikritinu heyrði Hwang söguna um franska diplómatinn í samkvæmi innan um skvaldur og glasaglaum. Hann heiUaðist að sög- unni og fór eins og sjálfsagt aUir aðr- ir að reyna aö skilja hvemig í ósköp- unum diplómatinn hafði látið blekkj- ast jafnhroðalega og raun bar vitni. Hann komst fljótlega að þeirri niður- stööu að þessi blekking hlyti að hafa byggst á því hve fordómafuUur diplómatinn hefði verið og að allt hans viðhorf til austurlensks „kven- leika“ hlyti að hafa verið hið klass- íska viðhorf vesturlenskrar „karl- mennsku" til alls þess sem virðist smátt og undirgefið í fari austur- lenskra kvenna en byggíst í raun á kurteisi og góðum siðum fremur en undirlægjuhætti. Með þessa niður- stöðu gerði Hwang sér grein fyrir að þarna var efni í leikrit. M. Butterfly var síðan frumsýnt 1988 og fyrir það hlaut hann Tony-verðlaunin. Var leikritið vaUð besta leikritið á Broad- way það árið. Leikstjóri M. Butterfly í Þjóðleik- húsinu er Þórhildur Þorleifsdóttir. Aðalhlutverkin leika Arnar Jónsson, sem leikur franska diplomatinn, og Þór TuUnius sem leikur „kínversku dansmeyna". Aðrir leikarar eru Brí- et Héðinsdóttir, Erla Rut Harðardótt- ir, Gísli Rúnar Jónsson, Rúrik Har- aldsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. -HK Dætur norðurljósanna Nordia kammersveitin heldur tón- leika í Norræna húsinu í kvöld. Kammersveit þessi var stofnuð 1985 og er taUn ein sú besta í Svíþjóð. Hún vakti strax athygU fyrir fuUkomnun og lifandi túlkun í leik sínum. Sveitin er samsett af strokkvartett, blásara- kvinett og píanói. Hópurinn hefur kappkostað að leika verk frá öUum tímum en upp á síðkastið hefur áherslan þó legið í samtímatónUst. Á efnisskránni að þessu sinni eru einungis verk eftir konur frá Norð- urlöndunum, þar á meðal eftir Karó- Unu Eiríksdóttur. Bera tónleikamir yfirskriftina Dætur norðurljósanna. KaróUna Eiríksdóttir á nýtt verk sem leikið verður og var sérstaklega beðið um verk eftir hana. Verkið, sem hún samdi með styrk úr menn- ingarsjóði Norðurlanda, heitir Rapsody in C. Önnur norræn kven- tónskáld, sem eiga verk á hljómleik- unum, eru: Pauline Hall sem var Nordia kammersveitin. norskt tónskáld og tónlistargagn- rýmendi. Hall fæddist 1890 og lést 1969. Karin Rehnquist er ungt sænskt tónskáld sem sækir efni í sænska þjóðlega tónlist. Ruth Bakke er norsk og hefur skrifað mikið af kirkju- og kammertónUst. Kaja Saariaho er fmnskt tónskáld sem hefur meðal annars lagt stund á tónsköpun með aöstoð tölvu. Elfrida Andreé er sænskt tónskáld, fædd 1841, lést 1929. Hún samdi mikið af aUs konar tón- Ust þótt hún sé þekktust fyrir tón- leikahald. í Nordia kammersveitinni er ein íslensk kona, Klara Óskarsdóttir hornleikari. Hún er þúsett í Svíþjóð, en þangað fór-hún eftir nám í píanó- leik hjá Gísla Magnússyni og horn- leik hjá Sigursveini Magnússyni. Hún fór síðan í framhaldsnám í Sví- þjóð. Kiara hefur leikið með Sinfón- íuhljómsveit íslands í afleysingum. Kynnir á tónleikunum í Norræna húsinu verður Guðrún Ásmunds- dóttir leikkona. -HK Verölaunasamkeppni Bókaútgáfunnar Bjarkar: Þytur valinn úr Ijörutíu og þremur handritum sem bárust Nýlokið er verðlaunasamkeppni um myndskreytta bamabók sem Bókaútgáfan Björk efndi tU í tilefni fimmtíu ára afmæhs útgáfunnar. Dómnefndin, sem skipuð var þeim Stefáni JúUussyni rithöfundi, Bjama Jónssyni Ustmálara og Jennu Jens- dóttur rithöfundi, var sammála um að Þytur væri verðugasta handritið af þeim íjömtíu og þremur sem bár- ust og vora verðlaunin 150 þúsimd krónur auk ritlauna en Þytur mun koma út í nóvemberlok. Þegar að var gáð reyndust höfundar bókarinnar vera Jóhanna Á. Steingrimsdóttir, Ámesi Aðaldal, S-Þing. og teiknarinn Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Sandi 2, Aðaldal, S-Þing. Bókaútgáfan Björk var stofnuö í júnímánuði áriö 1941. Tilgangurinn var að gefa út tvær bamabækur, Þrjár tólf ára telpur eftir Stefán Júl- íusson og Söguna um Jens Pétur eft- ir danska höfundinn A.C. Wester- gaard í þýðingu Stefáns. Ekki var áætlun um frekari útgáfu en bók Stefáns um telpurnar þrjár seldust það vel að farið var að hugsa um framhald. Síöan hefur útgáfan starfað mismikið ár hvert og aldrei rofnað þótt sum árin hafi útgáfa ver- ið lítil. Alls hefur Björk gefið út hátt í fimmtíu titla bamabóka og hafa sumar komið út í mörgum útgáfum. -HK Frá afhendingu verðlaunanna fyrir bestu myndskreyttu barnabókina, talið frá vinstri Daníel Ágústínusson, framkvæmdastjóri Bókaútgáfunnar Bjark- ar, Jóhanna Á. Steingrímsdóttir, annar höfunda verðlaunabókarinnar Þyts, og Stefán Júlíusson rithöfundur, en hann sat í dómnefnd. Torgrim Sollid, norskur trompet- leikari, leikur á Púlsinum. Nlorskyrdjass- meistariílteiBti- sókn Norski trompetleikarinn Tor- grim Sollid heldur tónleika á Púlsinum annað kvöld. Mun hann leika ásamt Kjartani Valdi- marssyni, Sigurði Flosasyni, Þóröi Högnasyni og Pétri Grét- arssyni. Torgrim Sollid hóf íeril sinn sem trommuleikari og lék lengi á trommur með kvartett Jan Garbarek. 1975 skipti hann yfir í trompet og hefur starfað sem trompetleikari og tónskáld síðan. Sollid hefur rekið eigin hljómsveit, auk þess að koma fram sem einleikari með stór- sveitum og leika með erlendum gestum í Noregi. Hann starfaði lengi með bandaríska saxófón- leikaranum Warne Mars. Með honum ferðaðist hann um Banda- ríkin og lék inn á plötur. Soliid er hér á vegum Nord-Jazz og djassdeildar FÍH og verður gesta- kennari við Tónlistarskóla FÍH næstu daga. Níutíuogsex umsóknir Skilafrestur fyrir umsóknir í Kvikmyndasjóö íslands fyrir árið 1992 er lokið og bárust niutiu og sex umsóknir. Ef allir fengju út- hlutað eins og þeir fara fram á yrði upphæðin 560.356.000 kr. Umsóknirnar skiptast á eftirfar- andi hátt: Bíómyndir (fram- leiösla) 13 umsóknir, bíómyndir (handrit og undmbúnmgur) 34 umsóknir, heimildarmyndir (handrít og undirbúningur) 9 umsóknir, stuttmyndir (fram- leiðsla, handrit og undirbúning- ur) 13 umsóknir, annað 12 um- sóknir. Úthlutunamefnd sem skipuö er þeim Sigurði Valgeirs- syni, Róbert Arnfinnssyni og Laufeyju Guðjónsdóttur mun Ijúka störfum í janúar 1992. ;v; Málogmenningí evrópsktsamstarf Útgefendur kennslubóka og annars námsefnis í 12 Evrópu- löndum hafa bundist samtökum og stofnað samstarfshóp evr- ópskra kennslubókaútgefenda, EEPG (European Educational Puplishing Group) og er Mál og menning fulltrúi íslands í þessu samstarfi. Hlutverkið er meðal annars að vinna kennsluefhi á samevrópskum grunni, að vinna að rannsóknum og upplýsinga- miðlun varðandi þróun mennta- mála í Evrópu og að kanna hvermg hægt er að ná upp hag- kvæmni í framieiðslu kennslu- efnis. Skrifstofa samtakanna verður sett á stofn í Amsterdam. Norrænbarna- bókaverðlaun til Færeyja Norænu barnabókverðlaunun- um var úthlutað í sjötta skipti í Gautaborg fyrir stuttu. Fyrir val- inu varð færeyska bókin Hrossin í Skorradal eftir Olav Michelsen meö teikningum eftir Erik Hjorth Nielsen. í sögunni segir frá hesti sem í upphafi reikar um grænar grundir. Hann er síðan hnepptur í ævilanga þrælkun og áþján í breskri kolanámu. Bókin kom út á íslensku í fyrra í þýðingu Hjart- ar Pálssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.