Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991. Menning Myndgáta DV Torfi Olafsson - Kvöldvísa: Samið við Ijóð Steins Steinarrs Kvöldvísa er endurútgáfa á lögum Torfa Ólafssonar sem flest komu út í byijun níunda ártugarins. Er um að ræða lög Torfa við ljóð Steins Steinarrs. Hafa lögin verið hljóðblönduð á nýjan leik af Jóhanni Ásmunds- syni og Torfa Ólafssyni og eitt þeirra, í draumi sér- hvers manns, endurunnið. Á sínum tíma vann Torfi lögin með aðstoð Mezzo- forte sem þá voru að stíga sín fyrstu skref í hljóðveri. Auk þess er Eiríkur Hauksson einn söngvara og er það einnig hans fyrsta verk á plötu. Torfi Ólafsson syngur sjálfur aðeins eitt lag enda hafði hann htt lagt fyrir sig söng þegar platan kom fyrst út. Aðrir söngvar- ar sem koma við sögu eru Jóhann Helgason, Sigurður Kr. Sigurðsson, Ingibjörg Ingadóttir og Jóhann G. Jó- hannsson. Tvö laganna eru nokkuð þekkt og hafa í gegnum árin fengið talsverða spilun, Húsið við veginn og Þjóðin og ég, bæði létt og grípandi lög sem enn standa fyrir sínu. Lögin á Kvöldvísu eru öll mjög róleg og jöfn, kannski um of róleg þegar á heildina er litiö, engar hæðir og engar lægðir. Tónhstin er smekklega unnin en ekkert sérlega eftirminnileg. Um ljóðin þarf ekki að fjölyrða. Ljóð Steins Steinarrs eru perlur íslenskra bókmennta og lög Torfa falla vel að ritsmíðinni, svo vel að lagið kaffærir aldrei ljóðið. Allir söngvarar komast vel frá Hljómplötur Hilmar Karlsson sínu, sérstaklega passar rödd Jóhanns Helgasonar vel við texta Steins Steinarrs. Tónsmiðar Torfa eru einfaldar en vel unnar. Það er allt önnur Mezzoforte sem við heyrum í á Kvöldvísum heldur en við eigum að venjast í dag. Fyrir utan fyrr- nefnd tvö lög standast þau ekki tímans tönn ein sér og ef ekki heföi verið um þessa endurútgáfu að ræða væru flest þeirra gleymd og grafin. Andlát Haraldur Ólafsson sjómaður, Sjafn- argötu 10, Reykjavík, lést mánudag- inn 18. nóvember. Marteinn Stefánsson, Rauðarárstíg 26, er látinn. Karl Ágúst Torfason, Tunguvegi 70, lést í Landspítalanum fóstudaginn 15. nóvember. Jarðarfarir Guðrún Kristjánsdóttir frá Hafra- fellstungu andaðist á Reykjalundi þann 9. nóvember. Jarðarfórin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurlaug Guðmundsdóttir, Reyni- mel 52, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 21. nóv- ember kl. 13.30. Ása Sigurðardóttir, Öldrunarstofn- un Flateyrar, sem andaðist 15. nóv- ember sl., verður jarðsungin frá Flat- eyrarkirkju fóstudaginn 22. nóvem- ber kl. 14. Guðbjörg Erlendsdóttir, Furugerði 1, verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni fimmtudaginn 21. nóvember kl. 15. Tilkyimingar Afmæli Hússtjórnarskóla íslands Skólinn verður fmuntíu ára nk. febrúar. Aðstandendur skólans hafa ákveðiö að halda upp á afniælið laugardaginn 23. maí 1992. Tilhögun hátíðahaldanna er skammt á veg komin en ákveðið hefur verið að hafa opið hús í skólanum árdeg- is og hátíðadagskrá í Háskólabíói síðdeg- is, kvöldið hafa árgangamir til eigin ráð- stöfunar. Hafm er ritun á sögu skólans og stefnt er að því að hún komi út í maí. Tilmælum er beint til allra fyrrverandi nemenda um að hver árgangur hafi sam- band innbyrðis til þess að kanna væntan- lega þátttöku og velji síðan fulltrúa til þess að vera tengill við skólann. Skákskólinn byrjar vetrarstarf Námskeið i skákskólanum í Reykjavík hefjast í dag, 20. nóvember, kl. 16 og hefst þá innritun í námskeiðin, en þau veröa í 2-3 flokkum. Kennt verður frá kl. 14-19, en kennsla hefst 21. nóvember kl. 14-19, en að öðra leyti eftir samkomulagi. Kennslu- og bókagjald greiðist við innrit- un. Nánari upplýsingar í síma Skákskól- ans, Laugavegi 162, s. 25550, einnig í heimasímum 19564 Óli Valdimarsson og 38605 Sturla Pétursson. Það skal enn- fremur tekið fram að einnig er tekið á móti þátttökubeiðnum frá landsbyggð- inni, varðandi námskeiðahald á viðkom- andi stöðum, sé þess óskað. D £ f & 1 i it m L, JL 1 Wr' i .] Fundir 1931 1991 VÖRUBILSTJORAFELAGIÐ ÞROTTUR Félagsfundur veröur haldinn fimmtudaginn 21. nóv. kl. 20. Dagskrá: Nr. 1 Atvinnumál Nr. 2 Félagsmál Nr. 3 Önnur mál Stjórnin ITC deildin Gerður, Garðabæ, heldur fund í kvöld, 20. nóvember, í Kirkjuhvoli kl. 20.30. Fundurinn er öllum opinn. Upplýsingar veita Bjamey Gísla- dóttir, s. 641298, og Edda Bára Sigur- bjömsdóttir, s. 656764. ITC deildin Korpa heldur fund í Safnaöarheimilinu í kvöld kl. 20 stundvislega. Efni m.a.: ísbrjótar og fræðsla um íslensk mál. Nánari upp- lýsingar gefur Helga, s. 666457, eða Fann- ey, s. 679328. Fyrirlestrar Vöruþróun og markaðssókn í Ijósi EES samninganna Fiskiðn, fagfélag fiskiðnaðarins, heldur ráðstefnu um Vöruþróun og markaðs- sókn í ljósi EES samningana á Holiday Inn frmmtudaginn 21. nóvember kl. 13.30-17. Fyrirspumir verða leyfðar í lok hvers framsöguerindis. Fundarstjóri: Jón Gunnarsson ráðgjafi. Allir sem áhuga hafa em velkomnir. W ' S l LAh í o°0 '-w V|. NM< c— '*"■ ? •> AW -EVÞOR-- Jólasveinaland i Blómavali Fimmtudaginn 21. nóvember verður Jólasveinalandið opnað í Blómavali. . Þessi ævintýraheimur er fyrir löngu orð- inn landsþekktur og fastur liður í til- hlökkun yngstu bamanna fyrir jólin ár hvert. Að þessu sinni er óvenju vandað til verksins í Jólasveinalandi og íbúarnir á ferð og flugi við jólaundirbúninginn. Blómaval býður nú í fyrsta skipti upp á skipulagðar heimsóknir í Jólasveina- landið kl. 11 f.h. alla virka daga. For- stöðumenn dagvistunarstofnana og skóla em vinsamlegast beðnir að panta heim- sóknartíma í síma 689070. Eins geta for- eldrar komiö með börnin sín á þessum tíma og slegist í förina. Námstefna á vegum Öldrun- arfélags íslands Fimmtudaginn 21. nóvember nk. verður haldin námsstefna í ráðstefnusal Hótel Holiday Inn á vegum Öldmnarfélags fs- lands. Efni námsstefnunnar er Hafa aldr- aðir sérþarfir? Framsögumenn verða: Páll Skúlason heimspekingur, Kristinn Bjömsson sálfræðingur, Anna Þrúður Þorkelsdóttir, yfirmaður félagsstarfs aldraðra, og Hilmar Þór Björnsson arki- tekt. Námsstefnan hefst kl. 13.15 og lýkur kl. 16.15. Innritun hefst kl. 12.45 og er þátttökugjald kr. 800. Námsstefnan er öllum opin. Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra Fræðslukvöld í Neskirkju í kvöld kl. 20.30. Efni kvöldsins: Táknmál kirkjunn- ar. Fyrirlesari: Dr. Einar Sigurbjömsson prófessor. Tónlist, umræður. Myndgátan hér að ofan lýsir orðatiltæki. Lausngátunr. 185: Marhnútur Tónleikar Tapad fundið Háskólatónleikar Fjórðu háskólatónleikar vetrarins veröa í Norræna húsinu í dag, 20. nóvember, kl. 12.30. íris Erlingsdóttir sóprán og Lára Rafnsdóttir flytja lög eftir Stefano Do- naudy, Mozart og Ravel. Aðgangur er 300 kr. en 250 kr. fyrir handhafa stúdenta- skírteinis. Fyrirlestrar Háskólafyrirlestur Ingegerd Fries frá Umeá í Svíþjóð heldur opinberan fyrirlestur í boði heimspeki- deildar Háskóla íslands fimmtudaginn 21. nóvember kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku og nefnist „Moa och Harry Martinsons barndomsminnen - Nássloma blokka och Mor gifter sig“. Ingegerd Fries er einn kunnasti þýðandi íslenskra bók- mennta Lheimalandi sínu og hefur kennt íslensku við háskólann í Umeá. Fyrirlest- urinn er öllum opinn. Rebekka er týnd Hún á heima í Holtagerði 28 í vesturbæ Kópavogs. Hún hvarf fyrstu helgina í nóvember. Þá var hún með endurskins- ól. Kisa er eyrnamerkt R0h032. Hún gæti hafa lokast inni eða þvælst milli borgar- hluta. Ef einhver hefur orðið hennar var er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 641195 eða við Kattholt. Leikhús | ÍSLENSKA ÓPERAN FRÚ EMILÍA eftir W.A. Mozart Miðvikud. 20. nóv. Skólasýning. Uppselt. Föstudaginn 22. nóv. kl. 20. Laugardaginn 23. nóv. kl. 20. Föstudaginn 29. nóv. kl. 20. Laugardaginn 30. nóv. kl. 20. „Haust með Ibsen“ Leiklestur þekktra ieikverka eftir Henrik Ibsen i Listasafni íslands viðFrikirkjuveg. AFTURGÖNGUR Laugard. 23. nóv. og sunnud. 24. nóv. kl. 14. BRÚÐUHEIMILI Ósóttar pantanir seldar tveimur dögum fyrir sýningar- dag. Laugard. 30. nóv. og sunnud. I.des. kl. 14. FRÚ EMILlA-LEIKHÚS Sunnud. 24. nóv. Syning i samkomuhúsinu Ýdöium, Aðaldal. Sýningkl. 15 og 20.30. Miðasalan opin frá kl. 15-19, simi 11475. Greiðslukortaþjónusta VISA - EURO - SAMKORT r T? Tfanrtt fyrlr alt« T| Œörml

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.