Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1992, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992. LífsstOl DV kannar verd í matvöruverslunum: Verðmunur á ávöxtum meira en þrefaldur Neytendasíöa DV kannaði aö þessu sinni verð í eftirtöldum verslunum; Bónusi Faxafeni, Fjaröarkaupi Hafn- arfirði, Hagkaupi Kringlunni, Kjöt- stöðinni Glæsibæ og Miklagarði við Sund. Bónusbúðirnar selja sitt grænmeti í stykkjatali á meðan hinar saman- burðarverslanirnar selja eftir vigt. Til þess að fá samanburð þar á milli ér grænmeti og ávextir í Bónusi vigt- að og umreiknað eftir meðalþyngd yfir í kílóverð. Að þessu sinni var kannað verð á tómötum, bláum vínberjum, rauðri papriku, kartöflum, hvítu greipi, appelsínum, gulrótum, Honey Nut Cheerios 400 g, kjúklingum, Cameliu dömubindum, normal, 20 stk., Pepsí í 33 cl dós og 400 grömmum af Léttu og laggóðu. Verðmunurinn á tómötum og blá- um vínberjum reynist vera óeðhlega mikill samkvæmt könnuninni. Hátt í fjögur stykki af tómötum eða bláum vínberjum fást fyrir hvert eitt stykki ef verslað er á ódýrasta stað í stað þess dýrasta. Tómatar voru qdýrast- ir í Bónusi á 124 en verðið var 199 í Fjarðarkaupi, 275 í Hagkaupi, 343 í Miklagarði og 439 í Kjötstöðinni. Munur á hæsta og lægsta verði er 254%. Blá vínber voru á lægsta verð- inu í Fjarðarkaupi á 99 en voru á 159 í Miklagarði, 172 í Bónusi, 249 í Hag- kaupi og 349 í Kjötstöðinni. Munur- inn er 253%. Munurinn á hæsta og lægsta verði á rauðri papriku er heldur minni þó að hann sé mikill. Rauð paprika er á lægsta verðinu í Bónusi á 197 en hún kostar 310 í Fjarðarkaupi, 322 í Kjöt- stöðinni, 399 í Hagkaupi og 469 í Miklagarði. Munur er 138%. Kartöfl- ur eru langódýrastar í Bónusi, kosta þar 23 krónur kílóið en var til tak- markað magn á því verði. Fjarðar- kaup var með kílóverð 62 en verðið var það sama í Hagkaupi, Kjötstöð- inni og Miklagaröi eða 75 krónur kílóið. Munur á hæsta og lægsta verði 226%. Heldur eðhlegri munur er á hæsta og lægsta verði á hvítu greipi eða 65 af hundraði. Hvítt greip kostar 89 krónur kílóið í Bónusi, 97 í Mikla- garði, 109 í Hagkaupi, 112 í Fjarðar- kaupi og 147 í Kjötstöðinni. Það mun- ar 87% á hæsta og lægsta verði á appelsínum. Appelsínur voru ódýr- Verðmunur er mikið meiri á grænmeti og ávöxtum heldur en á pakkavörum í samanburðarverslununum. DV-mynd Brynjar Gauti astar í Fjarðarkaupi þar sem kílóið var á 69 krónur. Þær kostuðu 80 krónur í Bónusi, 95 í Hagkaupi, 98 í Miklagarði og 129 í Kjötstöðinni. Það munar aöeins 15 af hundraði á hæsta og lægsta verði á gulrótum og þær virðast vera á svipuðu verði í. flestum verslunum. Lægst var verðið 131 í Bónusi, næst kom Kjötstöðin með 137, síðan Mikhgarður 145, Hag- kaup 149 og Fjarðarkaup 150 krónur. Cheerios með hunangsbragði er sömuleiðis á svipuðu verði í verslun- um í könnuninni. Það kostar í 400 gramma pakkningum 189 í Bónusi, 207 í Hagkaupi, 213 í Fjarðarkaupi og 226 í Miklagarði og Kjötstöðinni. Munur á hæsta og lægsta er 20%. Það munar 32% á hæsta og lægsta verði á kjúkhngum samkvæmt könnuninni. Lægst var verðið í Bón- Tómatar hækka Hæsta og lægsta verð 170 Bónus | Hæst Lægst Á sumum grænmetis- og ávaxta- tegundum sveiflast verðið mikið en er stöðugra á öðrum. Meðalverð tóm- ata hækkar um rúmar 50 krónur á eins mánaðar tímabili en verð á þeim var nokkuð stöðugt mánuðinn á und- an. Meðalverð nú er 276 krónur. Meðalverð rauðrar papriku sveiflast upp og niöur. í miðjum októbermán- uði var það rúmlega 250 krónur, komst upp í rúmar 400 krónur í miðj- um október og hélst þannig fram í desember en hefur síðan lækkað nið- ur í 339 krónur. Meðalverð á hvítu greipi hefur lækkað um 40 krónur á rúmum tveimur mánuðum, úr 150 krónum í 111, og er vonandi áframhald þar á. Meðalverð annarra tegunda í könn- uninni er stöðugra. Lítil hreyfing er á meðalverði blárra vínbeija en hef- ur verið heldur á niðurleiö síðustu tvo mánuði. Meðalverð er nú 206 krónur og hefur sjaldan verið lægra. Svipaða sögu má segja af meðalverði á appelsínum. Þaö stóð í rúmum 100 krónum frá því í október en er nú komið niður í 94 krónur. Meðalverð á kartöflum var á niður- leið allan nóvembermánuð og fram í miðjan desember en hefur nú tekið kipp upp á við aftur. Meðalverð var lægst í 50 krónur en er nú 62 krónur. -ÍS usi þar sem kílóverð var 375 en næst kom Mikhgarður með 449, Kjötstöðin 489 og Mikhgarður og Hagkaup voru með sama verö eða 495. Nær 40% munar á hæsta og lægsta veðri á normal dömubindum frá Camelia, 20 stk. Þau voru dýrust í Miklagarði á 207, voru á 199 í Kjötstöðinni, 179 í Fjarðarkaupi, 163 í Hagkaupi og 149 í Bónusi. Pepsí í 33 cl dósum fékkst aðeins á þremur af samanburðarstöðunum og virtist ekki vera of mikiðlil af þeirri stærð þar sem þær fengust. Bónus hefur ekki verið með Pepsí til sölu og birgðirnar voru uppseldar í Hag- kaupi. Verðið var svipað í hinnm verslununum þremur, voru á 69 í Kjötstöðinni, 70 í Fjarðarkaupi og 72 í Miklagarði. Munur á hæsta og lægsta var aðeins 4%. Verðið á Léttu og laggóðu í 400 gramma boxum er svipað á öhum stöðunum fimm en verðmunur á hæsta og lægsta er 8%. Létt og laggott kostaði 159 í Bónusi, 160 í Fjarðarkaupi, 167 í Miklagarði og 171 í Kjötstöðinni og Hagkaupi. -ÍS Sértilboð og afsláttur: Donsk medister- í Hagkaupi var hægt að fá Snickers eða Twix, sælgætisbit- ana vinsælu, í 250 gramma pok- um á 188 krónur, Bugles partí- snakk var á tilboðsverðinu 128, einnig Classic kaífi, 4 tegundir, í hálfs kílós pökkum á 279 og Tee Gee hnetur, rúsínur og súkkulaði saman í krukku, 650 g, á 329 krón- ur. í Fjarðarkaupi eru La Choy sós- ur, soya og súrsætar, á sértilboði i nokkrum stærðum, einnig Or- vihes örbylgjupopp í þremur stærðum, bæði venjulegt og fitu- minna. Vesson grænmetisolía í 1420 ml flöskum er á 261 og kom- oha frá Vesson i sömu stærð á 296. Hunts tómatsósa í 680 gramma brúsum kostar aðeins 115 krónur. í Miklagaröi við Sund em Ora graunar baunir í dós, 450 g, á aðeins 57 krónur, Nopa þvotta- efni, 75 dl, er á 196 krónur, Pohý partísnakk, margar tegundir í 70 gramma pokum, kostar 60 krónur og hægt er að fá Tapir salernis- rúllur, 64 stykki saman, á 1.192 krónur eða rúmar 18 krónur rúll- una. í Kjötstöðinni í Glæsibæ er til- boð í kíötborðinu á danskri med- isterpylsu en hún kostsar 490 krónur kílóið. Einnig er hátið- armedisterpylsa seld á 690 kílóið og lambagúllas er á afsláttarverð- inu 980 krónur hvert kíló. Tvær Codynett eldhúsrúllur kosta aö- eins 89 krónur. í Bónusbúðunum era í gangi afsláttartilboð á Pripps pilsner, 12 x 'h 1, á 639 krónur, Eldorado niðursoðnír tómatar kostaaðeíns 35 krónur, 400 gramma dós, Stjömuörbylgjupopp er á 99 krónur pakkinn (3 saman) og Heidelberg salatsósur, 6 tegundir, kosta 169 krónur hver 500 ml flaska. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.