Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1992, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25, Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3,000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjóm - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sími Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1992. Bændafundur um GATT: Hættulaust að haf na þess- um drögum sagði Pálmi Jónsson Magnús Ólafesan, DV, Húnaþingi: Sambýlióheimilt íibúðarhúsnæði Slasaðistvið Ármúlaskóla „Það veltur á miklu að ríkisstjórn- in setji fram stranga og afdráttar- lausa skilmála um sérstöðu íslands í landbúnaðarmálum í sambandi við GATT-samningana,“ sagði, Pálmi Jónsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra, á íjölmennum fundi á Hvammstanga í gærkvöldi og bætti við „að hættulaust væri að hafna þessum drögum“. Um 240 manns mættu á fundinn úr Húnaþingi og Strandasýslu sem er mjög góð aðsókn. Fjölmargir tóku til máls og mælti enginn með land- búnaðargreinum GATT-samnings- ins. Greinilegt er að bændur eru al- mennt óttaslegnir vegna samnings- draganna. Auk Pálma voru þing- mennimir Páll Pétursson, Ólafur Þórðarson, Einar Guðfmnsson, Kristinn Gunnarsson og Jóna Val- gerður Kristjánsdóttir á fundinum. Þá var einnig fjölmennur bænda- -fundur um sama mál í Varmahlíð í Skagafirði í gærkvöldi. Smygluðu inn kflói / i / af hassi i isskap • • y Tveir menn úr Reykiavík, 26 og 23 ára, hafa verið dæmdir í 6 mán- aða fangelsi hvor fyrir að hafa smyglað tæpu einu kOói af hassi í ísskáp til landsins í júní 1990. Þriðjí maðurinn, sem er tvitugur, var dæmdur í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aö hafa leyst ísskáp- inn út á sínu nafni hjá vöruaf- greiðslu Eimskips í Reykjavík. Var honum kunnugt um að hass leynd- ist í ísskápnum og átti ltann að fá 50 þúsund krónur i þóknun fyrir greiðann. Bjarni Stefánsson kvað upp dóminn í Sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum. Höfuðpaurarnir tveir fóru til Amsterdam í júní 1990. Áður en farið var utan var gengið frá því við þriðja aðilann að kæliskápur yrði sendur til landsins á hans nafni. Honum var kunnugt um að hass yrði falið i skápnum. Sá aðiii bar því við í yfirheyrslu að fjárhag- ur hans hefði verið bógborinn um þetta leyti og því hefði hann fallist á aö leysa skápinn út fyrir hina gegn 50 þúsund króna þóknun. Tvímenningarnir keyptu siðan kíló af hassi í Amsterdam og greiddu fyrir það andvirði um 120 þúsund króna. 7 grömm reyktu þeir sjálfir ytra. í Þýskalandi keyptu mennirnir ísskáp af gerð- inni Siemens. Settu þeir hassið í hurðina og afhentu skápinn af- greiðslu Eímskips í Hamborg. Skápurinn fór með skipí til íslands. Þriðji aðilinn fékk peninga hjá hinum til að leysa skápinn út úr tolli i Reykjavík og greiða flutn- ingskostnað fyrir hann. Fór hann með ísskápinn á heimili sitt. Kom annar höfuðpauranna þangað og tók hassið úr honum þar sem það var falið i hurðinni. Fóru mennirn- ir við svo búið með hassið og fóldu við sumarbústað skammt frá Keld- um. Lögreglan fylgdist með ferðum þeirra og handtók þá sama dag. Brot þremenninganna voru öll viðurkennd. Annar höfuðpaur- anna var einnig dæmdur fyrir að hafa flutt tæp 80 grömm af hassi innvortis í janúar 1991. Þá gengu 15 litlir gúmmipakkar með um 5 grömmum af hassi ihverjumniður af manninum í Síðumúlafangelsi. Við ákvörðun refsinga yfir höfuð- paurunum tveimur var tekið mið af því að þeir hafa báðír hlotið refs- ingar áður vegna fíkniefnamála. Auk þess var höfð hliðsjón af því að þeir sammæltust við brot sitt. Refsing þriðja aðilans var skilorðs- bundin m.a. þar sem hann hefur ekki orðið uppvís áður að fíknefna- misferU. -ÓTT Skipulagsnefnd ríkisins hefur komist að þeirri niðurstöðu að sam- býh fatlaðara í ÞverárseU samrýmist ekki samþykktu skipulagi. Um sé að ræða stofnun í lagalegum skilningi sem ekki hafi verið gert ráð fyrir í íbúðarhverfinu. Áður hafði bygging- amefnd Reykjavíkurborgar komist að sömu niðurstöðu. Svæðisstjóm fatlaðara óskaði eftir úrskurði umhverfisráðherra um ^hvort sækja þyrfti sérstaklega um að húsnæði í íbúðarhverfi væri notað undir sambýli fatlaðra. Þann úr- skurð mun ráðherra nú kveða upp á grundvelh umsagna frá Skipulagi ríkisins og byggingamefnd Reykja- víkur. -kaa Ökumaður bifhjóls slasaðist á níunda tímanum í morgun er hann lenti í árekstri við bifreið á móts við Ármúlaskóla. Bifhjóhnu var ekið vestur Ármúlann en fólksbíhinn kom úr gagnstæðri átt og var honum heygt í átt að innkeyrslu að skólan- um þegar ökutækin skullu saman. Ökumaður vélhjólsins var fluttur á slysadeild. -ÓTT Svavar Egilsson, eigandi Veraldar: I Þeir voru ósparir á að taka til sín af sætabrauðinu, starfsmennirnir í álverinu í Straumsvík, í gær. Þeir segja enda að þeir þurfi að borða miklu meira af því heldur en brauði til að fá fylli sina. Þessi lét sig ekki muna um að inn- byrða tíu sneiðar af marmaraköku og eitthvað álíka af skúffuköku i morgun- kaffinu í gær. - Sjá nánar á bls. 5 -JSS/DV-mynd GVA Svavar Egilsson, eigandi Veraldar, sagði við DV í morgun að í samninga- viðræðum við Flugleiðamenn í gær um að tryggja heimkomu farþega frá Kanaríeyjum og yfirtaka frekari Kanarí-verkefni félagsins hefðu Flugleiðamenn sett það sem skilyrði að Veröld færi í gjaldþrot og hætti starfsemi. Svavar segir að gisting fyrir þá far- þega sem eru úti núna sé að mestu greidd og þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af að verða reknir út af hótelum. „Ég tel Flugleiðir hafa sett Veröld stóhnn fyrir dyrnar. Þaö vissu allir að Veröld væri illa stödd fjárhagslega. En þegar við vorum sviptir farmiðasölunni vegna þess að við greiddum Bank Settlement Plan í Stokkhólmi aðeins of seint var dæmið búið.“ Svavar segir ennfremur: „Við átt- um aö greiða 6,1 mihjón króna á fóstudaginn til BSP en greiddum á mánudag. Lögfræðingur okkar, Jón G. Zoega, var búinn að ná samkomu- lagi við BSP í Stokkhólmi um að þaö myndi ekkert gerast þótt við hefðum greitt degi of seint. Flugleiðir réðu því hins vegar að við misstum far- miöasöluna og þar með má segja að dæmið væri búið hjá okkur. Það get- ur engin ferðaskrifstofa starfað án farmiðasölu." Þórhallur Jósefsson í samgöngu- ráðuneytinu sagði við DV í morgun að Veröld væri með lögbundna trygg- ingu og gengið yrði á hana til að greiða fyrir heimkomu þeirra far- þega Veraldar sem væru úti á Kan- aríeyjum. Þórhallur segir að reikna megi með að það kosti um 3 milljónir að sækja þá Veraldarfarþega til Kanaríeyja. Það myndi skýrast í dag hvernig hótelmál Veraldarfarþega á Kanarí- eyjum stæðu. „Þeir eiga að koma heim 23. janúar en ef þeim verður vísað út aíf hótelum fyrr mun ráðu- neytið láta sækja farþegana." Flugleiðir eru núna búnar að yfir- taka öll frekari Kanarí-verkefni Ver- aldar. Þeir 78 Veraldarfarþegar sem fóru út th Kanaríeyja í morgun fóru útávegumFlugleiða. -JGH Veöriö á morgun: Úrkomulítið fyrir norðan Á morgun gengur í austlæga átt með rigningu á köflum um sunn- anvert landið. Á Vestíjörðum verður norðaustanstrekkingur meö dálitlum éljum en annars verður úrkomuhtið um norðan- vert landið. Hiti verður á bUinu -1 tU 4 stig. kúlulegur fífinlxpti SuAurlandsbraut 10. S. 686499. í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.