Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1992, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1992, Page 28
36 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992. Merming Regnbogirm - Fjörkálfar: ★★ Karlmennskan endurheimt úr hel|u Ein af vinsælustu myndunum vestanhafs í fyrra er ágætlega heppnuö blanda af gamni og alvöru meö kirfl- lega áherslu á gamanið. Myndin fjallar um þrjá vini sem sækja í ýmiss konar ævintýraferðir til aö halda við karlmennskunni sem fær ekki notiö sín í stórborg- inni. í fyrra var það að hlaupa undan nautum á Spáni og í ár er það nautgriparekstur um óbyggðir tamda vestursins. City Slickers er ein af þessum bandarísku myndum Kvikmyndir Gísli Einarsson sem á að höfða til stærri hópa með því að blanda sam- an sögugerðum, í þessu tilfelli ærslafengnu gamni og tilverukreppudramatík. Hún sveiflast milli þessara póla og það er ekki nema örsjaldan sem henni tekst að fá fram hinn sanna húmor sem fæst með þvi að blanda tegundunum saman, eins og t.d. í frábæru atr- iði þegar Billy Crystal er í heimsókn hjá skólabekk sonar síns að segja frá því hvað hann vinni við. Myndin er víkur aldrei langt frá þrautprófuðum formúlum. Handritið gæti hafa verið útprentun úr tölvu sem horfði einum of oft á The Great Outdoors, John Wayne, Thirtysomething og Rustler’s Rhapsody. Það gerist nákvæmlega ekkert sem er ekki í mótvægi Billy Crystal fyrir miðju ásamt vinalegum kálfi. Með honum á myndinni eru Bruno Kirby og Daniel Stern. við eitthvað annað, öll atburðarás gengur upp og eng- ir lausir endar. Húmorinn er hins vegar frekar ferskur og Billy Crystal er alltaf jafngóður. Myndin líður þægilega í gegn en skilur ekkert eftir í minningunni. City Slickers (Band-1991) Handrit: Lowell Ganz og Babaloo Mandell (Splash!) Leikstjóri: Ron Underwood (Tremors) Leikarar: Billy Crystal, Bruno Kirby (Harry & Sally), Daniel Stern (Blue Thunder, Home Alone), Jack Palance (Batman, Bagdad Cafe), Helen Slater (Secret of My Success). Andlát ,Ragnar Scheving Arnfmnsson lést af slysforum þriðjudaginn 7. janúar. Jarðarfarir Filippus Tómasson húsasmíðameist- ari, Rauðagerði 18, verður jarðsung- inn fóstudaginn 10. janúar kl. 13.30 frá Bústaöakirkju. Anna Berglind Jóhannesdóttir Bo- uvier verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju föstudaginn 10. janúar kl. 10.30. Grímur Magnússon læknir, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í , Delta þotan af eldrigerðen Rugleiðavélar í DV í gær var greint frá því að hreyfill hefði dottiö af Boeing 737 þotu bandaríska flugfélagsins Delta í flugtaki. í fréttinni sagði að vélin væri af gerðinni 737-300 og því sömu gerðar og vélar Flugleiða. Þetta er ekki rétt. Vélar Flugleiða eru af gerð- inni Boeing 737-400. Delta-þotan er af eldri gerð, Boeing 737-200. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Reykjavík fóstudaginn 10. janúar kl. 15. Arnfmnur Hans Sigurðsson, Skálar- hlíð, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju fóstudaginn 10. janúar kl. 14. Sverrir Guðmundsson, Lómatjöm, lést 6. janúar í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Útfórin fer fram frá Laufáskirkju laugardaginn 11. jan- úar kl. 14. Sigurbjörg Björnsdóttir, Byggðar- holti 35, Mosfellsbæ, verður jarð- sungin frá Lágafellskirkju föstudag- inn 10. janúar kl. 14. Jónína Þórðardóttir, Suðurgötu 14, Keflavík, verður jarðsungin frá Að- ventkirkjunni í Reykjavík fóstudag- inn 10. janúar kl. 13. Rútuferð verður frá Keflavík kl. 11.45 frá húsi aldr- aðra í Suðurgötu. Guðrún M. Brandsdóttir, Gyðufelli 10, verður jarðsungin frá Breiðholts- kirkju mánudaginn 13. janúar kl. 13.30. Tilkyimingar Kvenfélögin i Breiðholti Sameiginlegur fundur kvenfélaganna í Breiðholti verður haldinn þriðjudaginn 14. janúar kl. 20.20 í nýjum safiiaðarsal Breiðholtskirkju. Ýmiss konar skemmti- eihi, kaffi og meðlæti. ITC-deildin Kvistur Fundur mánudaginn 13. jan. kl. 20.00 að Holiday Inn. Um þessar mundir er Kvist- ur 15'ára og verður þessi fundur helgaður þeim tímamótum. Riflaö veröur upp ýmislegt fiá liðnum árum. Kaffiveitingar. Eldri félagar svo og aörir sem áhuga hafa á að mæta eru velkomnir á fundinn. upp- lýsingar gefur Gróa í síma 74789. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu frá kl. 13.00 til 17.00. Bridge og fijáls spilamennska. Árshátið félagsins verður 17. janúar, uppl. á skrif- stofu félagsins. Kvenfélag Kópavogs Þorrakvöld félagsins verður 23. janúar í félagsheimilinu kl. 20.30. Þorramatur og dans. Gestur kvöldsins Rósa Ingólfsdótt- ir. Tilkynnið þátttöku til stjómar sem fyrst. Tónleikar Halldór Pálsson á Púlsinum í kvöld verða haldnir djasstónleikar á Púlsinum v/Vitastíg og koma þar fram tvær hljómsveitir auk gesta. Tilefnið er heimsókn tenórsaxófónleikarans HaU- dórs Pálssonar en hann hefur búið í Sví- þjóð í hartnær tvo áratugi. Halldór hefur lengst af leikið djassmúsík en oftar en ekki verið fenginn þegar öruggan saxó- fónleikara þurfti við flutning á tónlist af ýmsu tagi. Hann hefur þannig leikið inn á hljómplötur jafnt með Mannakornun- um íslensku og sænsku hljómsveitinni ABBA, með ýmsum danshljómsveitum íslenskum og í Svíþjóð hefur hann m.a. leikið með stórsveitum Gugge Hedrenius og Leifs Kronlund. Þar hefur hann auk þess starfað í leikhúsum og komiö fram í sjónvarpi og útvarpi. á Púlsinum kemur Halldór fram með kvartett víbrafónleik- arans Ama Schevirjg en auk hljómsveit- arstjórans skipa hann Kjartan Valdi- marsson á píanó, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Einar V. Scheving á trommur. Hinn gestur sveitarinnar verð- ur söngkonan Andrea Gylfadóttir. Hin hljómsveit kvöldsins er kvartett píanó- leikarans Kristjáns Magnússonar sem nú kemur í fyrsta skipti fram eftir nokkurt hlé. Auk Kristjáns skipa kvartettinn Þor- leifur Gíslason á saxófóna, Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Guðmundur R. Einarsson trommuleikari. Tónleikamir hefjast stimdvislega kl. 22. Innilegt þakklæti til allra þeirra sem glöddu mig á 70 ára afmælinu. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Jónasdóttir Kríuhólum 2 t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR, Suðurgötu 14, Keflavík, verður jarðsungin frá Aðventistakirkjunni í Reykjavík föstudaginn 10. janúar kl. 13. Rútuferð verður frá Keflavík kl. 11.45 -> frá húsi aldraðra, Suðurgötu. Börn, tengdabörn og barnabörn Myndgáta Tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar Fimmtudaginn 9. janúar nk. verða tón- leikar í gulri tónleikaröð Sinfóníuhljóm- sveitar Islands í Háskólabíói og hefjast þeir kl. 20.00. Á efnisskrá verða tvö verk, Sinfónía nr. 8 eftir Beethoven og Fiðlu- konsert eftir Edward Elgar. Einleikari á tónleikunum verður Guðný Guömunds- dóttir, konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, og hljómsveitarstjóri verð- ur James Loughran. Flutningur flðlukonsertsins er fmm- flutningur verksins á íslandi í hljóm- sveitarbúningi en undanfama mánuði hefur Guðný leikið verkið á tónleikaferö- um sínum um landið við píanóundirleik Kristins Amar Kristinssonar. Fiðlukon- sertinn samdi Elgar fyrir fiðlusnillinginn Fritz Kreizler árið 1910 og árið 1932 flutti Yehudi Menuhin verkið við hljóðritun undir stjórn Elgars, þá aðeins 16 ára gam- all, og var haft eftir tónskáldinu að Men- huin hefði spilaö þetta verk betur en nokkur annar. Fiðlukonsertinn er kre- fjandi og erfitt verk fyrir fiðluleikarann en skrifað í hreinum rómantískum anda 19. aldarinnar. Skoski hljómsveitarstjórhm James Lo- ughran komst í sviðsljósið með eftir- minnilegum hætti í Konunglegu óper- unni í Covent Garden í Lundúnum. Leikhús iíwi )t ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 RÓMEÓ OG JÚLÍA effir William Shakespeare 7. sýn. i kvöld, kl. 20.00. Sunnud. 12. jan. kl. 20.00. Föstud.17.jan.kl. 20.00. eftir Paul Osborn Laugard. 11. jan. kl. 20.00. Fimmtud. 16. jan. kl. 20.00. Sunnud. 19. jan. kl. 20.00. M.BUTTERFLY eftir David Henry Hwang Föstud. 10. jan. kl. 20.00. Laugard. 18. jan. kl. 20.00. LITLA SVIÐIÐ KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razuumovskaju Föstud. 10. jan. kl. 20.30. Uppselt. Laugard. 11. jan. kl. 20.30. Uppselt. Mlðvlkud. 15. jan. kl. 20.30. Uppselt. Fimmtud. 16. jan. kl. 20.30. 50. sýning. Uppselt. Laugard. 18. jan. kl. 20.30. Uppselt. Sunnud. 19. jan. kl. 20.30. Uppselt. ATHUGIÐ AÐ EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM INN i SALINN EFTIR AÐSÝNING HEFST. BÚKOLLA bamáleikrit eftir Svein Einarsson Laugard. 11. jan. kl. 14.00. Sunnud. 12. jan. kl. 14.00. Siðustu sýningar. Miðasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram að sýningum sýningar- dagana. Auk þess er tekið á móti pöntunum i síma frá kl. 10 alla virka daga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. GRÆNA LÍNAN 99-6160. Leikhúskjallarinn er opinn öll föstudags- og laugardagskvöld. Leikhúsveisla: Leikhúsmiði og þriréttuð máltið öll sýningar- kvöld á stóra sviðinu. Borðpantanir I miðasölu. Leikhúskjallarinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.