Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1992, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1992, Page 26
34 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992. Fólk í fréttum Garðar Gíslason Garðar Gíslason, fyrrv. borgar- dómari og forseti Félagsdóms, Bald- ursgötu 21, Reykjavík, hefur nú ný- lega verið skipaður hæstaréttar- dómari. Starfsferill Garðar fæddist í Reykjavík 29.10. 1942 og ólst þar upþ. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR1962, embættis- prófi í lögfræði frá HÍ1967, var í framhaldsnámi í réttarheimspeki við lagadeild Oxfordháskóla frá 1967 til ársloka 1969 og síðan 1971 er hann lauk þaðan B.Litt-prófi. Garðar varð fulltrúi yfirborgar- dómarans í Reykjavík í ársbyijun 1970, var skipaður aðalfulltrúi þar í ársbyrjun 1973, settur borgardómari 1974 og skipaður borgardómari 1979. Hann var skipaður forseti Félags- dóms frá 1986. Þá var hann stunda- kennari við lagadeild HÍ frá 1973 og hefur verið aöjunkt þar frá 1985. Garðar hefur setið í safnráði Lista- safns íslands um skeið og var skip- aður formaður þess 1988. Þá hefur hann setið í stjóm Hins íslenska bókmenntafélags um árabil. Fjölskylda Garðar kyæntist 12.11.1966 Maiu Sigurðardóttur, f. 18.2.1935, sálfræð- ingi en þau skildu. Maia er dóttir Sigurðar Líndal Pálssonar mennta- skólakennara á Akureyri, og konu hans, Maríönnu Stephensen Bald- vinsdóttur. Börn Garðars og Maiu: Maríanna, f. 27.2.1969, nemi í læknisfræði við HÍ, og Kristján, f. 27.2.1969, nemi í heimspekiviðHÍ. Systkini Garðars: Þóra Kristjáns- dóttir, f. 23.1.1939, listfræðingur og starfsmaður við Þjóðminjasafnið, gift Sveini Einarssyni, dagskrár- stjóra ríkissjónvarpsins, og eiga þau eina dóttur; Jón Kristjánsson, f. 24.9. 1944, framkvæmdastjóri Kristjáns G. Gíslasonar, kvæntur Guðrúnu Helgu Agnarsdóttur félagsfræðingi og eiga þau tvær dætur. Foreldrar Garðars eru Kristján G. Gíslason, f. 5.3.1909, stórkaup- maður í Reykjavík, og kona hans, Ingunn Jónsdóttir, f. 25.12.1917, húsmóðir. Ætt Föðursystir Garðars er Margrét, móðir Garðars Halldórssonar, húsameistara ríkisins. Kristján er sonur Garðars stórkaupmanns, bróður Auðar, ömmu Armanns Kristinssonar sakadómara og Þórs Vilhjálmssonar hæstaréttardómara en bróðir Garðars var Ásmundur, prófastur að Hálsi, faðir Einars, hrl. og Morgunblaðsritstjóra. Garðar stórkaupmaður var sonur Gísla, hreppstjóra að Þverá í Dalsmynni, bróður Einars, alþingismanns í Nesi, langafa Gunnars J. Friðriks- sonar, fyrrv. formanns VSÍ en hálf- systir Gísla var Halldóra, langamma Kristínar Halldórsdóttur, fyrrv. al- þingismanns. Gísli var sonur Ás- mundar ættfróða á Þverá Gíslason- ar, í Nesi Ásmundssonar, bróður Páls, föður Þórðar, ættfóður Kjarna- ættarinnar og langafa Friðriks Frið- rikssonar æskulýðsleiðtoga. Móðir Garðars stórkaupmanns var Þor- björg Olgeirsdóttir, b. í Garði í Fnjóskadal, Árnasonar. Móðir Kristjáns stórkaupmanns var Þóra Sigfúsdóttir, b. á Syðri-Varðgjá yið Eyjafjörð, Guðmundssonar. Bróðir Ingunnar var Hermann hrl. en systir hennar Gyða, móðir Jóns Thors, fulltrúa í dómsmála- ráðuneytinu. Ingunn er dóttir Jóns, lögreglustjóra og síðar tollstjóra í Reykjavík, bróður Guðbjargar, ömmu Jóns H. Bergs forstjóra. Jón tollstjóri var sonur Hermanniusar Elíasar Johnson, sýslumanns í Rangárvallasýslu, Jónssonar, versl- unarstjóra á ísafirði, Jónssonar. Móðir Hermanniusar var Guðbjörg, systir Jóns Hjaltalíns landlæknis og Guðrúnar, langömmu Óskars Thor- arensen, forstjóra BSR, fóður Þor- steins, rithöfundar og bókaútgef- anda. Guðbjörg var dóttir Jóns Hjaltalíns, prests og skálds á Breiða- bólstað á Skógarströnd Oddssonar Hjaltalíns, lrm. á Reyðará Jónsson- ar Hjaltalíns, sýslumanns í Reykja- vík og ættfóöur Hjaltalínsættarinn- ar. Móðir Jóns tollstjóra var Ingunn Garðar Gíslason. Halldórsdóttir, b. á Álíhólshjáleigu, Þorvaldssonar. Móðir Ingunnar Jónsdóttur var Ásta, systir Muggs myndlistar- manns en meðal systra-Ástu voru Katrín Briem, móðir Péturs Thor- steinssonar sendiherra og Borghild- ur, amma Ólafs Thors, forstjóra Sjóvá-Almennar. Ásta var dóttir Péturs Jens Thorsteinssonar, út- gerðarmanns á Bíldudal, og Ásthild- ar Guðmundsdóttur, prófasts á Kvennabrekku í Dölum, Einarsson- ar, bróður Guðrúnar, ömmu skáld- kvennanna, Herdísar og Ólínu Andrésdætra en Guðmundur var einnig bróðir Þóru, móður Matthí- asar Jochumssonar skálds. 4 Afmæli___________________ Ólafur J. Proppé Ólafur J. Proppé, dósent og að- stoðarrektor við Kennaraháskóla íslands, Sunnuvegi 12, Hafnarfirði, erfimmtugurídag. Starfsferill Ólafur er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp til tólf ára aldurs en eftir það í Hafnarfirði og í Garðabæ. Hann lauk landsprófi frá Flensborg- arskóla 1959, kennaraprófi 1964 og prófi frá framhaldsdeild K.H.Í. 1973. Ólafur lauk M.S.-prófi í uppeldissál- arfræði frá háskólanum í Illinois í Bandaríkjunum 1976 og Ph.D. frá sama skóla 1983. Hann vann ýmis sumarstörf til sjós og lands 1956-72, þ. á m. við ökukennslu 1968-72. Ólafur var stundakennari í Flens- borg 1963-64, kennari Hlíðaskóla Reykjavík 1964-65, stundakennari í heimavistarskólanum Jaðri 1964- 65, kennari Öldutúnsskóla 1965- 74, stundakennari K.H.Í. öðru hveiju 1975-83, stundakennari H.í. 1977-78 og 1981-84, lektor við KHÍ 1983, kennslustjóri þar 1987-89 og hefur verið dósent við KHÍ frá 1990 og aðstoðarrektor frá 1991. Ólafur hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi og má þar m.a. nefna störf fyrir skátahreyfinguna 1958-73, form. Hjálparsveita skáta í Hafnarfirði um árabil, form. Lands- sambands hjálparsveita skáta frá stofnun 1971-73 og 1989-91 og nú formaður Landsbjargar, landssam- bands björgunarsveita frá stofnun 1991. Hann var form. Skólafélags K.í. 1963-64, fyrsti form. S.Á.U.M. (Samtök áhugafólks um uppeldis- og menntamál) 1982-83. Ólafur hefur kennt og haft umsjón með fjölda námskeiða og flutt fyrir- lestra § kennaraþingum og víðar, heima og erlendis. Hann hefur starf- að í fjölda nefnda um skóla- og upp- eldismál, flestra á vegum mennta- málaráöuneytisins, var sérfræðing- ur fyrir UNESCO í París 1983 auk ýmissa annarra verkefna og starfa sem ekki verða tíunduð hér frekar. Ólafur hefur ritað margar greinar í blöð og tímarit, einkum um uppeld- is- og skólamál, auk fjölda af stærri og smærri skýrslum um uppeldis- fræði og margvíslega þætti skóla- starfs. Hann var ritstjóri Fjarðar- frétta 1968-71 og Menntamála 1974-75. Fjölskylda Ólafur kvæntist 16.3.1963 Pétrúnu Pétursdóttur, f. 26.8.1942, forstöðu- manni Hafnarborgar í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Pétur Árna- son, skipstjóri í Reykjavík, og Mar- íanna Elíasdóttir. Fósturfaðir Pét- rúnar: Jón Bjömsson, vélstjóri. Börn Ólafs og Pétrúnar: Jón Sverrir Proppé, f. 20.2.1962, dóttir hans er Ólöf Andra Proppé, f. 5.5. 1978; Óttarr Ólafur Proppé, f. 7.11. 1968; Ragnheiður Hulda Proppé, f. 23.1.1971. Systkini Ólafs: Óttarr Proppé, f. 25.3.1944; Friðbjörg Proppé, f. 5.2. 1950; Hrafnhildur Proppé, f. 20.6. 1.952. Foreldrar Ólafs: Óttarr Proppé, f. 19.2.1916, fyrrverandi forstjóri, og Guðrún Hulda Gísladóttir Proppé, f. 28.8.1917, d. 27.12.1981, húsmóðir, þau bjuggu í Reykjavík, Garðabæ, Hafnarfirði og svo aftur í Reykjavík. Ætt Óttarr Proppé er sonur Ólafs Proppé alþingismanns og forstjóra SÍF, sonur Claus Eggerts Dietrich Proppé, bakarameistara í Hafnar- firði, frá Neumunster í Þýskalandi, af frönskum húgenottaættum. Móð- ir Óttars Proppé var Áslaug Jónas- dóttir Hall, verslunarstjóra á Flat- eyri í Önundarfirði. Móðir Áslaugar var Jóna Ingibjörg, systir Valdi- mars, afa Valdimars Örnólfssonar leikfimikennara. Ingibjörg var dótt- ir Ömólfs skipstjóra á Isafirði, Þor- DV Ólafur J. Proppé. leifssoriar, og Margrétar Jónsdóttur af Eyrardalsættinni. Hulda var dóttir Gísla, trésmiðs í Reykjavík, Jóhannessonar, sjó- manns á Akranesi, Jónssonar. Móð- ir Jóhannesar var Valgerður Andr- ésdóttir, b. á Ilellum í Mýrdal, Árna- sonar, og Guðríðar Guðmundsdótt- ur, b. á Giljum í Mýrdal, Loftsson- ar. Móðir Huldu var Friðbjörg Frið- leifsdóttir, b. á Sýrlæk í Villinga- holtshreppi í Flóa, Jónssonar. Móðir Friðbjargar var Þorbjörg Snæbjarn- ardóttir, b. á Ásgautsstöðum, Sig- urðssonar. Ólafur tekur á móti gestum á af- mælisdaginn í „Lundi“, Auðbrekku 25,2. hæð, Kópavogi, kl. 17.00-20.00. VANTAR TIL LEIGU HÚSNÆÐI, skemmu eða skála, 500-800 fermetra, með góðri lofthæð og aðkeyrslu, á höfuðborgar- svæðinu. Tilboð sendist DV, merkt „2630". SKÁKMENN SKÁKÞING REYKJAVlKUR hefst sunnudaginn 12. janúar kl. 14.00.1 aðalkeppn- inni tefla keppendur í einum flokki eftir Monrad- kerfi. Umferðir verða að jafnaði þrisvar í viku, á sunnudögum kl. 14.00 og á miðvikudögum og föstu- dögum kl. 19.00. Biðskákir verða tefldar inn á milli. Skráning fer fram alla virka daga frá kl. 9.00-12.00 f.h. og á kvöldin frá kl. 20.00-22.00. Lokaskráning verður laugardaginn 11. janúar kl. 14.00-18.00. ÖLLUM ER HEIMIL ÞÁTTTAKA í SKÁKÞINGINU TAFLFÉLAG REYKJAVÍKUR Faxafeni 12, símar 681690 og 813540 Salóme Pálmadóttir, Melhaga 1, Reykjavík. Lilja Þorvarðardóttir, Eskíhlíð 33, Reykjavík. Steingrímur Guðmundsson, Njálsgötu 49, Reykjavik. Syeinína Víglundsdóttir, Ólafsvegi 14, Ólafsfirði. Pálmi Karlsson, Grenivöllum 28, Akureyri. Haraldur Auðunsson, Hverahlíð 17, Hveragerði. 60 ára Helga Jónsdóttir, Lækjarhvammi, Aðaldælahreppi. Reynir Þorkelsson, Austurvegi 59, Selfossi. LiIIý Jónsdóttir, Bræöratungu 21, Kópavogi. Bettý Benjamínsdóttir, Lundabrekku 4, Kópavogi. Björn ívarsson, Kárastíg 8, Hofshreppi. Jónína Bjarnadóttir, Hátúni 12, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum að Hátúni 12 á afmælisdaginn eftir kl. 20.00. 40 ára Ægir FrímannsMin, Hraunholti 11, Garði. Gunnlaugur Sigurmundsson, Meðalholti 2, Reykjavik. Helga Ólafsdóttir, Hamrahlið 7, Vopnafirði. Agnes Jensdóttir, Langholti 16, Akureyri. Hrafnhildur Óskarsdóttir, Sólvallagötu 25, Reykjavík. Margrét Ingibjörg Kjartansdóttir, Birtingakvísl 19, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.