Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992. Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7. sími 673577 Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, grafík og myndir. Opið virka daga kl. 12-18. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Ásgrímssafn Bergstaöastræti 74, sími 13644 I safni Ásgríms Jónssonar eru nú sýnd 26 verk. Mörg verkanna, sem bæði eru unnin i oliu og með vatnslitum, eru frá árunum 1905-1930. Safnið er opið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16.00. Ásmundarsafn Sigtúni, sími 32155 Þar stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina Bókmenntirnar í list Asmundar Sveinsson- ar. Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný viðbygging við Ásmundarsafn. Safnið er opið frá kl. 10-16 alla daga. FÍM-salurinn, Garðastræti 6 Mikið úrval olíumálverka, vatnslita- og grafíkmynda eftir félagsmenn í FIM er nú til sýnis og sölu í FÍM- salnum. Flest verkin eru ný en einn- ig er að fínna eldri verk. Opið er kl. 14-18 virka daga en lokað um helgar meðan á þessari sýningu stendur eða til 10. febrúar. Síminn er 25060. Gallerí Borg Pósthússtræti 9, sími 24211 Opið daglega kl. 14-18. Gallerí List Skipholti, sími 814020 Sýning á listaverkum eftir ýmsa listamenn. Opið daglega kl. 10.30-18. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9, sími 13470 Auður Svanhvít Sígurðardóttir sýnir hand- gerða hatta. Sýningin stendur til 11. jan- úar og er opin á verslunartíma frá kl. 9-18. Gallerí Úmbra Amtmannsstíg 1. sími 28889 Leirlistarkonurnar Bryndís Jónsdóttir og Guðný Magnúsdóttir eru með sýningu á verkum sínum í Gallerl Úmbru. Sýningin er sölusýning. Galleríið er opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Gunnarssalur Þernunesi 4, Arnarnesi. Garöabæ Sýning á verkum Gunnars S. Magnússon- ar stendur yfir i Gunnarssal. Sýningin er opin á laugardögum og sunnudögum kl. 14-20. Hafnarborg Strandgötu 34, sími 50080 Á morgun verður opnuð í Hafnarborg sýn- ing á verkum sex listamanna frá Venesú- ela, þriggja myndhöggvara og þriggja grafíklistamanna en þeir eru myndhöggv- ararnir Carlos Mendoza, Jorge Salas og Luis Lartitegui og grafiklistamennirnir Gladys Meneses, Luisa Richter og Lihie Talmor. Þau teljast öll vera af yngri kyn- slóð þeirra listamanna í Venesúela sem hlotið hafa almenna viðurkenningu. Sýn- ingin stendur til 27. janúar og er opin kl. 12-18 daglega nema þriðjudaga. Opið frá klukkan 12-18 alla daga nema þriðjudaga. J. Hinriksson Maritime Museum Súöarvogi 4, sími 814677 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga. Katel Laugavegi 20b, sími 18610 (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og erlenda listamenn, málverk, grafík og leirmunir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún. simi 26131 Laugardaginn 11. janúar opna að Kjarvalsstöðum þijár sýningar. í vestursal opnar sýning á verkum í eigu Reykjavíkurborgar efiir eldri meistarana. Þeir eru m.a. Jón Engil- berts, Jón Stefánsson, Ásgrímur Jónsson, Gunnlaugur Blöndal, Krist- ín Jónsdóttir, Júlíana Sveinsdóttir, Jóhann Briem og Gunnlaugur Schev- ing. í austursal verður opnuð sýning á Ijóðum eftir ísak Harðarson. Sýn- ingamar standa til 16. febrúar nema ljóöasýningin sem stendur til 26. jan- úar. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega trá kl. 10-18 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Margar verðlaunamyndanna tengjast þeim stríðum sem háð eru viða um heim og svo er um þessa sem tekin er í Azerbadjan fyrir tæpu ári við jarðarför fórnarlamba sem létu lífið í átökum þar. ListasafnASÍ: Fréttaljósmyndir Hin árlega fréttaljósmyndasýning World Press Photo veröur opnuð í Listasafni ASÍ á morgun kl. 14. í sam- keppnina um bestu blaðaljósmyndir ársins bárust fleiri myndir en nokkru sinni fyrr eða yfir 11.500 myndir frá 1.390 ljósmyndurum frá 61 landi. Verðlaunamyndina á franskur ljósmyndari, Georges Mer- illon, og kallar hann myndina „Sorg í Kosovo“. Hollenskir fréttaljósmyndarar stofnuðu til þessarar alþjóðlegu sam- keppni um bestu blaðaljósmyndirnar árið 1956. Með tímanum varð til stofnunin World Press Photo Found- ation og gengst hún árlega fyrir þess- ari keppni meðal ljósmyndara um heim allan. Tilgangurinn er að virkja almennan áhuga á fréttaljósmyndun með því að verðlauna það sem best er gert á þessum vettvangi. Auk vals á fréttaljósmynd ársins eru verðlaunaðar myndir í sextán efnisflokkum. Einnig eru veitt sér- stök verðlaun kennd við Oscar Bamac, upphafsmann Leica-mynda- vélarinnar, og önnur kennd við Búdapestborg. Fyrrnefndu verð- launin eru veitt fyrir þá mynd sem þykir túlka best hugsjón mannúðar og samband manns og umhverfis en þau síðarnefndu fyrir myndir sem sýna jákvæðar aðgerðir til varð- veislu lífs á jörðinni. Sýninguna sjá um tvær milljónir manna um víða veröld. Vegna pláss- leysis er ekki unnt að sýna hana alla í Listasafni alþýðu en aUar verö- launamyndirnar verða þó til sýnis. Auk þess verður hægt að fá keypta árbók samkeppninnar. Sýningin er opin frá kl. 14 til 20 og stendur til 27. janúar. Nýaldarsamtökin: Sjálfsræktendur samstilla orkuna Klukkan 11.11 á morgun, þann 11. janúar, má eiga von á miklu orku- flæði um heim aUan meðal þeirra sem lagt hafa stund á andlega sjálfs- rækt. Nýaldarsamtökin hafa tekið að sér að skipuleggja orkuflæði þetta hérlendis. TUgangurinn mun vera sá að hópar fólks um víða veröld safnist saman og myndi með samstöðu sinni huglægan farveg fyrir flæði einingar og kærleika í samskiptum. Ástæðan fyrir því að janúar er val- inn er, að sögn forsvarsmanna átaks- ins, sú að nú er afstaða plánetnanna afar hagstæð og verður þaö reyndar Á morgun verður opnuð sýning á verkum Kjarvals í vestursal. Sýning- in verður opnuð kl. 16 og á sama tíma verður opnuð sýning í austursal á verkum átján eldri meistara. Meðal þeirra eru Jón Engilberts, Jón Stef- ánsson, Ásgrímur Jónsson, Gunn- Þriðja ljóðasýningin, sem rás 1 og Kjarvalsstaðir gangast fyrir í vetur, verður opnuð á morgun. Það er skáldið ísak Harðarson sem nú sýnir og eru ljóðin stækkuð myndarlega upp þannig að gestir Kjarvalsstaða geti notið þeirra á nýstárlegan hátt. Sýningin verður sett við athöfn kl. 17 og verður samkoman send út beint á á rás 1. ísak Harðarson er fæddur 1956 og kom fram á síðasta áratug. Eysteinn Þorvaldsson segir í kynningu um næstu 20 árin. Lagt er til við þá sem hyggiast taka þátt í flæðinu að snæða léttan mat á morgun eða fasta jafn- vel í 48 til 72 tíma áður. Þeir eru einn- ig hvattir til að klæðast hvítum fatn- aði og tendra hjá sér kertaljós. Nýaldarsamtökin hafa fengið Út- varp Reykjavík-Aðalstöðina í lið með sér og þar munu þau Einar Aðal- steinsson og Guðrún Óladóttir leiöa hugleiðslu í beinni útsendingu á fyrr- greindum tíma. Nýaldarsamtökin verða með opið hús á sama tíma. Vegna mikilvægis tímasetningarinn- ar verður því lokað á slaginu 10.45. laugur Blöndal, Jóhann Briem, Kristín Jónsdóttir, Júlíana Sveins- dóttir og Gunnlaugur Scheving. Sýningarnar standa báðar til 16. febrúar og eru opnar frá kl. 10 til 18 alla daga. hann meðal annars: „Ljóðum sínum hefur hann búið sérstæðan, persónu- legan stíl sem einkennist af kröftugu orðfæri sem oft miðar aö því að auka ferskleika tungumálsins og fjölhæfni þess til óvæntrar tjáningar. ísak beit- ir nýstárlegu myndmáh og sækir efni ljóðanna gjaman á óvæntar slóðir og hann hefur gert djarfar tilraunir með formið.“ Fyrsta ljóðabók ísaks kom út árið 1982 (Þriggja orða nafn) en ljóðabæk- ur hans eru orðnar sex að tölu. Á sýningunni í Hafnarborg verða bæði grafíkverk og höggmyndir. Myndin sýnir verk eftir myndhöggv- arann Jorge Salas sem nefnist Minj- ar I og er unnið í málm og stein. Hafnarborg: listamennfrá Venesúela Á morgun, laugardaginn 11. jan- úar, verður opnuð í Hafnarborg sýn- ing á verkum sex hstamanna frá Venesúela. Þrír hstamannanna eru myndhöggvarar og þrír grafíkhsta- menn. Á sýningunni verða sautján verk sem gefa góða hugmynd um fjöl- breytileika og vöxt myndhstar í Ve- nesúela, en myndhst þar hefur mót- ast jöfnum höndum af sterkri hefð alþýðuhstar og alþjóðlegum straum- um. Sýning þessi er sett upp með stuðn- ingi Menningamefndar Venesúela en kemur til íslands fyrir milhgöngu sendiráðs landsins fyrir ísland í Osló. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem opnuð er hér á landi sýning á verkum hstafólks frá Venesúela. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru mynd- höggvararnir Carlos Mendoza, Jorge Salas og Luis Lartitegui og grafík- hstamennimir Gladys Meneses, Lu- isa Richter og Lihie Talmor. Þau telj- ast öh vera af yngri kynslóð þeirra hstamanna í Venesúela sem hlotið hafa almenna viðurkenningu. Sýningin er opin daglega frá kl. 12 til 18 nema sunnudaga og stendur til 27. janúar. Kj arvalsstaðir: Átján eldri meistarar ísak sýnir ljóð á Kjarvalsstöðum Sýningar Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu. sími 13797 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Lokað i desember og janúar. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-16. Listinn gallerí - innrömmun Síðumúla 32, sími 679025 Uppsetningar eftir þekkta, íslenska málara. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Listasafn Háskóla íslands í Odda, sími 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7, sími 621000 Listasafnið er opið alla daga nema mánu- daga kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Listasafn Sigurjóns Laugarnesi, sími 32906 Farandsýningin Sigurjón Ólafsson - Dan- mörk - ísland 1991 - stendur yfir í lista- safninu. Hér er um að ræða yfirlitssýn- ingu. Sýningin er opin um helgar kl. 14-17. Listhúsið Snegla Grettisgötu 7, sími 620426 Þar eru listmunir til sýnis og sölu, unnir af 15 listakonum sem vinna í textíl, keramik og skúlptúr. Opið mánudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Menntamálaráöuneytið Hólmfríður Árnadóttir sýnir pappírsverk, Guðrún Marinósdóttir textillágmyndir og Anna S. Gunnlaugsdóttir akrýlmálverk. Sýningin stendur til 19. febrúar og er opin virka daga frá 9-17. Mílanó Faxafeni 11, sími 678860 Hans Christiansen sýnir vatnslitamyndir. Þetta er 21. einkasýning listamannsins og sýnir hann nú um 20 myndir. Flestar myndanna eru nýjar og eru allar til sölu. Sýningin er opin alla virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 9-18 og sunnudaga kl. 13-18. MfR-salurinn Vatnsstíg 10, sími 17928 Mokkakaffi v/Skólavörðustig. sími 21174 A Mokkakaffi stendur yfir mjög sérstök sýning á smámyndum („miniature"). Verkin á sýningunni eru ættuð frá Rajast- han á Norðvestur-lndlandi og gerð ein- hvern tíma laust fyrir siðustu áramót. Myndirnar, 33 að tölu, eru allar til sölu. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði, sími 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, sími 54321 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu 59, simi 23218 Þar eru til sýnis og sölu postulínslágmynd- ir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartima þriðjudaga, miðvikudaga, fímmtudaga og föstudaga og á laugardög- um kl. 10-16. Þjóöminjasafnið, simi 28888 I Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýn- ingin „Stóra-Borg - fornleifarannsókn 1978- 1990". Þar er sögð saga fornleifarannsókna á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum, Rangárvalla- sýslu. Safnið er opið alla daga nema mánu- daga kl. 11-16. Myndlistarsýning í Spron Nú stendur yfir sýning í útibúi SPRON við Álfabakka 14 í Mjódd. Sýnd verða listaverk eftir 9 myndlistarkonur sem eiga Það sameig- inlegt ásamt 6 öðrum konum að reka listhús í miðborg Reykjavíkur, að Grettisgötu 7, og nefnist það Listhús Sneglu. Sýningin stendur til 18. janúar 1992 og verður opin frá kl. 9.15-16, Þ-e. á afgreiðslutíma útibúsins. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, simi 24162 Opið daglega kl. 11-17. Þar stendur yfir sýning á mannamyndum Hallgríms Einars- sonar Ijósmyndara. Möppur með Ijós- myndum liggja frammi og einnig eru til sýnis munir og áhöld af Ijósmyndastofu Hallgríms. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.