Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992. 23 Kvikmyndir HÁSKÓLABÍÓ Sími: 22140 Mál Henrys ★★'A Vel leikinn dramatísk kvikmynd um harðan lögfræðing sem uppgötvar sinn betri mann eftir slys. Boðskapurinn góður en melódramað of mikið. -HK Impromptu ★★★ Stórskemmtileg mynd um há- stéttina í París á fyrri hluta 19. aldar. Judy Davis er með áhugaverðari leikkonum. -ÍS Addams-fjölskyldan ★★'/2 Leikarar, umhverfi og tæknileg úrvinnsla eins og best verður á mkosið en söguþráður sundur- laus. -ÍS Tvöfalt líf Veróníku ★★★'/» Tvær stúlkur, fæddar sama dag hvor í sínu landi, nákvæmlega eins í útliti og án þess að vita hvor af annarri. Þetta er við- fangsefni pólska leikstjórans Krzystof Piesiewicz í magnaðri kvikmynd. -HK The Commitments ★★★★ Tónlistarmynd Alans Parker er ógleymanleg skemmtun. Söguþráðurinn er stór- skemmtilegur og soul-tónlistin frábær. Ein af betri myndum Alans Parker. -ÍS LAUGARÁSBÍÓ Sími: 32075 Prakkarinn 2 ★★ Lítið vit en nokkuð gaman að tveimur pottormum í vígahug. Betri en sú fyrsta. -GE REGNBOGINN Sími: 19000 Ó, Carmela ★★★ Nýjasta kvikmynd Carlosar Saura er létt og skemmtileg og fjallar um þriðja flokks kabar- ettfólk og raunir þess í spænsku borgarastyrjöldinni. Enn ein skrautfjöðrin í hatt leik- konunnar frábæru, Carmenar Maura. -HK Ungir harðjaxlar ★★★ Góðum leikstjóra tekst vel að byggja upp spennu í þessari mynd. -ÍS Fuglastríðið í Lumbruskógi ★★ Hugljúf teiknimynd fyrir börn. Það sem gerir hana þó eftir- sóknarverða er íslensk talsetn- ing sem hefur heppnast sérlega vel. -HK SAGA-BÍÓ Sími: 78900 Thelma & Louise ★★★ Davis og Sarandon eru framúr- skarandi útlagar í magnaðri „vega-mynd" sem líður aðeins fyrir of skrautlega leikstjórn Scotts. Benni og Birta í Ástralíu ★★ Góðteiknimynd frá Disney, líka fyrir fullorðna. Frábærlega teiknuð með skemmtilegum persónum. -GE STJÖRNUBÍÓ Sími: 16500 Bilun í beinni útsendingu ★★★ 'A Heilsteypt kvikmynd frá Mont- hy Python, leikstjóranum Terry Gilliam, raunsæ og gamsöm í senn og ekki spillir frábær leik- ur Jeff Bridges og Robin Will- iams. -HK Tortímandinn ★★★ Áhættuatriðin eru frábær og tæknibrellurnar ótrúlega góðar. Bara að sagan og persónurnar hefðu verið betur skrifaðar. -GE Börn náttúrunnar ★★★ Enginn ætti að verða fyrir von- brigðum með Börn náttúrunn- ar. Friðrik Þór hefur gert góða kvikmynd þar sem mikilfeng- legt landslag og góður leikur blandast mannlegum sögu- þræði. -HK Kristján Arason og lærisveinar hans í FH-liðinu taka á móti KA á íslandsmótinu í handknattleik á sunnudagskvöld- ið. FH-ingar eru í efsta sæti 1. deildar en KA-menn hafa verið að rétta úr kútnum upp á síðkastið eftir dapra byrjun í mótinu. Myndin að ofan er úr leik FH-liðsins gegn HK fyrr í vetur og er Kristján Arason að gera sig líklegan til aö gefa sendingu inn á línuna en hann hefur næmt auga fyrir línusendingum. Spennan eykst í handboltanum Íþróttalíf er almennt að komast í gang að loknu jólafríi. Um helgina verður heil umferð á íslandsmótinu í handknattleik, þrír leikir sídegis á laugardag og umferðinni lýkur síðan með þremur leikjum á sunnudags- kvöldið. Keppnin er orðin spennandi um hvaða átta efstu lið komast í úr- slitakeppnina þegar hinni eiginlegu deildakeppni lýkur. Leikir laugardagsins hefjast allir klukkan 16.30. Breiðablik og Stjarn- an leika í Digranesi. Sem stendur berst Stjarnan um sætin átta en Breiðablik er neðst í 1. deild. Spenn- andi leikur verður eflaust í íþrótta- húsinu í Hafnarflrði þergar Haukar taka á móti Gróttu þó Haukamenn teljist sigurstranglegri í þessari viö- ureign. Valsmenn leika gegn Eyja- mönnum á Hlíðarenda og má búast við hörkuviðureign eins og ávallt þegar þessi lið mætast. A sunnudagskvöldið verða þrír leikir og hefjast þeir allir klukkan 20. Fram og HK leika í Laugardals- höllinni. Framarar eru í fjórða sæt- inu en HK er í tíunda sæti. Efsta lið- ið, FH, leikur gegn KA í Kaplakrika. KA-menn hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu og í öllu falli má búast við spennandi leik. Víking- ar leika gegn Selfyssingum í Víkinni en Selfoss er það lið sem komið hefur hvað mest á óvart í deildinni í vetur. Fimm leikir verða í 1. deild kvenna. Stjarnan - Grótta á laugardag kl. 13.30 og Valur - Ármann kl. 14.40. Á sunnudag kl. 18.30 leika FH - Hauk- ar, Víkingur - ÍBK og Fram -KR. -JKS Útivist: Gengið um kirkjusóknir Aðalraðganga Útivistar 1992 verð- ur gengin um kirkjusóknir með við- komu í kirkjum. Lögð verður áhesrla á að fá heimamenn til að kynna sögu kirkjustaðanna í stuttu máli, kynna kirkjugripi, kirkjulist og starfsemi sóknamefnda. Á sunnudag verður lagt af stað í fyrsta áfanga kirkjugöngunnar. Far- ið verður frá skrifstofu Útivistar, Iðnaðarmannahúsinu, Hallveigar- stíg 1, með rútu. Ekið verður með ströndinni frá Elliðaárvogi að Gróttu og síðan að Nesstofu. í Nesi mun Heimir Þorleifsson sagnfræðingur rifla upp sögu kirkjunnar að Nesi. Að því loknu hefst gangan. Gengið verður eftir gömlu leiðinni til Dóm- kirkjunnar með viðkomu í Seltjarn- arneskirkju, Lambastöðum, gamla lendingarstaðnum í Gróflnni og Vík- urgarði. í Dómkirkjunni tekur séra Jakob Ágúst Hjálmarsson á móti hópnúm. Andrés Ólafsson rifjar upp sögu Dómkirkjan er fyrsti viðkomustaöur Útivistar í aðalraðgöngu ársins. DV-mynd Brynjar Gauti Reykjavíkurkirkju og Dómkirkjunn- ar í forföllum Þóris Stepehensen. Auður Garðarsdóttir sóknarnefnd- arformaður kynnir safnaðarstarfið og að lokum verður haldin stutt helgistund. Frá Dómkirkjunni verð- ur gengin gamla alfaraleiðin inn í Laugames. í listasafni Sigurjóns Ól- afssonar mun Þór Magnússon þjóð- minjavörður fjalla um sögu kirkju- staöarins í stuttu máh. Úr Laugar- nesi verður gengiö að Laugarnes- kirkju og litið þar inn. Þátttakendum verður síðan ekið að skrifstofu Úti- vistar eða á þá staði sem þeir hófu gönguna. Allir eru velkomnir. Ekk- ert þátttökugjald er í rútuna né gönguferðina. Tímatafla: Kl. 10.30 er farið í rútu frá skrifstofu Útivistar. Kl. 11 er komið að Nesstofu, kl. 14 er komið í Dómkirkjuna, kl. 16 í Laugames og kl. 17 lýkur þessum fyrsta áfanga kirkjugöngunnar. íþróttir Bikar og deild í körfunni Tveir leikir verða í Japis- deildinni í körfuknattleik í kvöld, báðir úti á lands- byggðinni. Skallagrímur og Snæfell leika í Borgarnesi klukkan 20. Þessi lið standa svo til jöfn að vígi í deild- inni svo að þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir bæði liðin. Víst má telja að ekkert verður gefið eftir í þessari viðureign. Þór og Keflvíkingar leika á Akureyri klukkan 20.30. Þórsarar fá þarna erfiðan mótherja að etjaltappi við, enda Keflvíkingar með eitt sterkasta liðið í deildinni. Þór verður að ná toppleik svo að liðið eigi einhverja möguleika I þessum leik. Á sunnudagskvöldið leika Valur og Tindastóll í bikar- keppninni á Hlíðarenda og er þarna á ferðinni stórleikur þar sem allt getur gerst. -JKS Ishokkí í Laugardal íslandsmótio í íshokkí held- ur áfram um helgina með tveimur leikjum. Skautafé- lag Reykjavíkur og skauta- félag Akureyrar leika á skautasvellinu í Laugardal klukkan 20 í kvöld og á sama stað á morgun klukk- an 15 leika Björninn og Akureyringar. ishokkí á vaxandi vin- sældum að fagna á íslandi og er áhugafólk um íþrótt- ina hvatt til að fara á völlinn og berja augum spennandi og fjöruga leiki. -JKS Ferðafélagid Ferðafétagið býður til ferðar að Grafarholti á sunnudag. Brottför er frá Mörkinni 6 og gengið um Etliðaárdal upp Reiðskarð að Árbæ. Áð er vtð gamla bæinn og síðan haldið áfram að Rauða- vatni um Reynisvatnsheiði að Grafarholti eða Reynisvatni. Rútuferð er til baka kl. 15. Stutt ganga er I boði fyrir alla fjölskylduna frá Mörkinni 6 upp fyrir Arbæ. Rútuferð er til baka kl. 13. Brottför í báðar göngurnar er ki. 11 og þátttaka er ókeypis. Með nýju ári verður hafin stutt raðganga í sex áföngum á hálfs mánaðar fresti frá Reykjavík upp á Kjalarnes. Þeir sem það kjósa geta haldið áfram með aðalrað- göngu ársins I tiu áföngum um Hvalfjörð til Borgarness. Skfða- ganga verður á sunnudag ef snjóalög leyfa. Aflið frekari upp- lýsinga hjá Ferðafélagi íslands. Hana nú Lagt verður af stað í vikulega laugardagsgöngu Hana nú I Kópavogi frá Fannborg 4 kl. 10 á morgun. Nýlagað molakaffi og skemmtilegur félagsskapur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.