Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992. 21 Messur Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Munið kirkjubílinn. Kaffi eftir messu. Fimmtudagur: Biblíulestur í safnaðar- heimilinu kl. 20.30. Guðspjall og önnur rit Jóhannesar kynnt. Allir velkomnir. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Árbæjarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11 ár- degis. Kirkjubíllinn gengur um Ártúnsholt og efri Selás. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Ath. breyttan messutíma. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Halla Jónasdóttir syngur ein- söng. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra í messunni. Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20. Foreldramorgnar þriðjudag kl. 10-12. Gengið verður um nágrenni kirkjunnar, súpa í Blásteini eftir gönguna. Starf aldraðra: Leikfimi þriðjudaga kl. 13.30. Opið hús mið- vikudaga kl. 13.30. Fyrirbænaguðsþjónusta miðvikudag kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14 með þátttöku fermingarbarna og barnakórsins. Organisti Þor- valdur Björnsson. Að lokinni guðsþjónustu verður kaffisala kirkjukórsins. Bænaguðsþjón- usta þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja:Barnamessa og almenn guðs- þjónusta kl. 11. Athugið breyttan messutíma. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matt- híasson. DigranesprestakalhBarnasamkoma í safnað- arheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan:Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Barnasamkoma í safnaðar- heimilinu á sama tíma í umsjá Báru Elíasdótt- ur. Bænaguðsþjónusta kl. 17. Sr. Hjalti Guð- mundsson. Miðvikudagur kl. 12.10: Hádegis- bænir í kirkjunni. Léttur málsverður á kirkjuloft- inu á eftir. Miövikudagur kl. 13.30-16.30: Sam- vera aldraðra í safnaðarheimilinu. Tekið í spil. Kaffiborð, söngur, spjall og helgistund. Elliheimiliö Grund:Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Magnús Gunnarsson. Eyrarbakkarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Messa kl. 14. Aðalsafnaðarfundur og kaffi eftir messu. Fella- og Hólaklrkja:Guðsþjónuta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Barnastarf ásama tíma. Fyrir- bænir í Fella- og Hólakirkju mánudag kl. 18. Prestarnir. Fríkirkjan í Hafnarfirði:Sunnudagur. Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffiveit- ingar í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjón- ustu. Einar Eyjólfsson. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík: Laugar- dagur kl. 11.00. Flautuskólinn, Violeta Smid. Sunnudagur: Guðsþjónusta kl. 14.00. Mið- vikudagur: Morgunandakt kl. 7.30. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson. Grafarvogssókn: Barna- og fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11 í félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Organisti Ingimar Pálsson. Skólabíllinn fer frá Hamrahverfi kl. 10.30 og fer venjulega skóla- leið. Nýr sunnudagspóstur. Valgerður, Katrín og Hans Þormar aðstoða. Kirkjukórinn syngur við guðsþjónustu í Skálholtsdómkirkju kl. 14 að loknu kórnámskeiði. Organisti Sigurbjörg Helgadóttir. Vigfús Þór Árnason. Grensásklrkja:Barnasamkoma kl. 11. 6 ára börn og eldri og foreldrar þeirra uppi. Yngri börnin niðri. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnar- son. Fyrirbænir eftir messu og heitt á könn- unni. Kvöldmessa kl. 20.30. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Tónlist annast sönghópurinn „Án skilyrða" undir stjórn Þorvalds Halldórssonar. Sunnudagur: Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20. Þriðjudagur: Kyrrðarstund kl. 12.00. Orgelleik- ur í 10 mínútur. Fyrirbænir, altarisganga og léttur hádegisverður. Þriðjudagur kl. 14.00. Biblíulestur og kirkjukaffi. Allir velkomnir. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja: Barnasamkoma og messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kl. 17. „Við krossins djúpa hreina harm". Dag- skrá á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju um sálmaskáldið dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup tekur saman. Sungnir verða sálmar eftir Sigurbjörn. Þriðju- dagur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beð- ið fyrir sjúkum. Laugardagur: Samvera ferming- arbarna kl. 10. Háteigskirkja: Morgunmessa kl. 10. Sr. Arn- grímur Jónsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer frá Suðurhlíðum um Hlíðarnar fyrir barnaguðsþjónustuna. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Mánudagur: Biblíulestur kl. 21.00. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Hjallaprestakall: Messusalur Hjallasóknar, Digranesskóla. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Hús- ið opnaö kl. 10.30. Messa kl. 14. Altarisganga. Kári Geirlaugsson flytur stólræðu og kynnir m.a. starf Gídeonfélagsins. Félagar úr Gídeon- félaginu annast ritningarlestra. Organisti Oddný Jóna Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KársnesprestakalhBarnastarf í safnaðar- heimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 14. Fjórir nemendur úr Tónlistaskóla Kópavogs leika á fiðlur og selló I guðsþjónustunni. Ægir Fr. Sigurgeirs- son. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Söngur, sögur, fræðsla. Umsjón sr. Flóki Kristinsson. Guðs- þjónusta kl. 14. Kór Langholtskirkju flytur stól- vers. Organisti Jón Stefánsson. Prestursr. Flóki Kristinsson. Kaffi að guðsþjónustu lokinni. Aft- ansöngur alla virka daga kl. 18 í umsjá sr. Flóka Kristinssonar. Laugarneskirkja:Messa kl. 11. Organisti RonaldTurner. Sr. Jón D. Hróbjartsson. Barna- starf á sama tíma í umsjá Þórarins Björnsson- ar. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustuna. Sunnudagur: Fundur í æskulýðsfélaginu ( kvöld kl. 20. Fimmtudagur: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Laugardagur: Guðsþjónusta kl. 11 í Hátúni 10b. Sr. Jón D. Hróbjartsson. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Guðmundur Óskar Ólafsson. Guðsþjónusta kl. 14. Munið kirkjubílinn. Sr. Frank M. Halldórsson. Mið- vikudagur: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Fimmtudagur: Biblíulestur kl. 20 í safnaðarheimilinu í umsjá Sr. Franks M. Halldórssonar. Laugardagur: Félagsstarf aldr- aöra. Farið verður á sýningu gömlu meistar- anna að Kjarvalsstöðum. Lagt af stað frá kirkj- unnni kl. 15. Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Molasopi eftir guðsþjón- ustuna. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sókn- arprestur. Þjóðleikhúsið: Ég heiti ísbjörg, Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld á nýju sviði, sem fengið hefur nafnið Smíðaverkstæðið, nýtt íslenst leikrit, Ég heiti ísbjörg, ég er ljón. Er hér um að ræða leikgerð Hávars Sigur- jónssonar eftir samnefndri skáld- sögu Vigdísar Grímsdóttur sem fékk mjög góða dóma hjá gagnrýnendum þegar hún kom út fyrir jólin 1989. Fékk Vigdís Menningarverðlaun DV fyrir skáldverkið. Hávar er einnig leikstjóri. Aðalpersónan er ísbjörg sem situr í fangelsi fyrir morð. Hún rekur dramatíska og áhrifamikla sögu sína fyrir lögfræðingi og dregur ekkert undan, allt frá uppeldi við sérstakar heimilisaðstæður, þar sem hún er misnotuð, og þar til glæpurinn er framinn. Lesendum bókarinnar kemur það sjálfsagt spánskt fyrir sjónir að tvær leikkonur skuh leika ísbjörgu, en Hávar hefur gildar og góðar ástæður fyrir því eins og vænt- aniegir áhorfendur koma til með að kynnast. Leikkonumar, sem fara með hlut- verk ísbjargar, eru Guðrún S. Gísla- dóttir og Bryndís Petra Bragadóttir. Aðrir leikarar eru Ragnheiður Steindórsdóttir, Jóhann Sigurðar- son, Þórarinn Eyfjörð, Pálmi Gests- son, Hjálmar Hjálmarsson, Ólafía Bryndís Petra Bragadóttir og Guðrún S. Gísladóttir leika báðar Isbjörgu. Hrönn Jónsdóttir og fleiri. Tónlist Leikmynd og búningar eru eftir El- við leikritið samdi Lárus Grímsson. ínu Eddu Ámadóttur. ég er ljón Þjóðleikhúsið Sími; 11200 Stóra sviöið: M. Butterfly föstudag kl 20. Himneskt ei að lifa laugardag kl. 20. Rómeó o<i Júlia sunnudag kl. 20. Litia sviöið: Kæra Jelena föstudag kl. 20, laugardag kl. 20. Smíðaverkstæðiö: Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón Borgarleikhúsið Sími: 680680 Stóra sviðið: Ljón í síðbuxum föstudag kl. 20, sunnudag kl. 20. Ruglið laugardag kl. 20, Ævintýrið laugardag ki. 14 og 16, sunnudag kl. 14 og 16. Litla sviðið: Þétting föstudag kl. 20, sunnudag kl. 20. Leikbrúðuland Fríkirkjuvegi 11, simi 622920. Bannað að hlæja laugardag kl. 15, sunnudag kl. 15. Leikfélag Akureyrar Hafnarstræti 57, simi 96-24073 Tjútt og tregi föstudaginn kl. 20.30, laugardag kl. 20.30, sunnudag kl. 16. Leikfélag Hafnarfjarðar Bæjarbíói, sími 50184 Blóð hinnar sveltandi stéttar föstudag kl. 20.30, sunnudag kl. 20.30. Norræna húsið: Sænskur blásarakvintett með tónleika Sunnudaginn næsta, 26. janúar, kl. 17 verða haldnir tónleikar í Norræna húsinu þar sem sænski blásara- kvintettinn Quintessence flytur verk sem aö mestu leyti eru samin fyrir hópinn. Á tónleikunum verður frumfluttur Kvintett fyrir tréblásara eftir Áskel Más- son, en þetta verk pöntuðu hljóðfæraleikararnir hjá Áskeh. Á efnisskrá tónleikanna em ennfremur verkin Spelevink eftir Bengt Hall- berg og Labyrint fyrir blás- arakvintett eftir Georg Riedel og em þau sérstak- - frumflytur verk eftir Áskel Másson lega samin fyrir Quintess- ence. Einnig verða flutt verkin Dejá connu eftir Bo Nilsson og Blásarakvintett í G-dúr eftir Franz Danzi. Blásarakvintettinn heldur einnig tónleika á morgun, laugardag, í Selfosskirkju og hefjast þeir kl. 16. Þriðju tónleikarnir verða með Blásarakvintett Reykjavík- ur þriðjudaginn 28. janúar og eru þeir haldnir í tilefni af 10 ára afmæli Blásara- kvintettsins á þessu ári. Á efnisskránni verða meðal annars verk fyrir tvöfaldan blásarakvintett. Quintessence kvintettinn skipa Matz Wiberg (flauta), Sven llggendahl (óbó), Bruno Nilsson (klarínett), Bo Strand (fagott) og Tomas Danielsson sem leikur á valdhorn. Sr. Halldór S. Gröndal, sóknarprestur í Grensásprestakalli: Tákn og undur fýrir bæn og trú Orð Guðs til okkar í dag er sagan af því þegar Jesús gerði sitt fyrsta tákn og frá því segir í öðrum kafla Jóhannesar. Þetta tákn þykir mörg- um furðulegt en hann breytti vatni í vín til þess að bjarga heiðri ungra brúðhjóna á brúðkaupsdegi þeirra. Tákn er bænheyrsla fyrir bæn og trú. Og einmitt þetta efni, bænin og bænalíf, þykir mér vænst um að prédika. Og hvers vegna? Það er vegna þess að bænin er hjartað í trú- arlífmu! Bænin er sá staður þar sem ég mæti Guði og er með honum. Ég tala við hann og hann talar við mig. Og það er gott að vera með þeim sem maður elskar. Ég elska Jesúm og Jesús elskar mig og á bænastund erum við saman og það er gott. Biblían er handbók fyrir bænir og bænalíf og Jesús var óþreytandi að hvetja okkur til bæna. Þekktustu orð hans eru: „Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuö fmna, knýið á og fyrir yður mun upplokið verða.“ Sr. Halldór S. Gröndal. En hver er þá lykillinn að bæn- heyrslu, lykillinn að því að við meg- um sjá tákn og undur gerast í lífi okkar? Fyrst er að biðja. Það er frum- skilyrði að biðja. Engin bæn, engin bænheyrsla. „Þér öðlist ekki, af því að þér biðjið ekki,“ segir í Biblíunni. Næst er að trúa vilja Guðs og taka hann á orðinu. Það urðu þáttaskil í lífi mínu þegar ég tók þá ákvörðun að taka Guð bókstaflega á orðinu. Þá fór ýmislegt að gerast. Guð stend- ur við það sem hann hefur sagt og þá er mikilvægt að biðja og kalla eft- ir vilja hans. „Ef vér biðjum um eitt- hvað eftir vilja hans þá heyrir hann oss,“ segir orð hans. Að lokum þessi orð úr einum sálma Davíðs: „Drottinn er nálægur öllum sem ákalla hann. Öllum sem ákalla hann í einlægni. Hann uppfyllir ósk þeirra og hróp þeirra heyrir hann og hjálpar þeim.“ Guð blessi þig og bænheyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.