Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1992, Qupperneq 3
MacintoshLC - IIci - Quadra
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1992.
FyrirtækjasamningurApple-umboðsins
Macintosh LC, Macintosh IIci og Macintosh Quadra eru einstaklega hentugar íyrirtækjum og
þeim sem þurfa á öflugri tölvuvinnslu að halda. Með hinu auðlærða Macintosh-stýrikerfi
og forritum aukast afköstin til muna á sama tíma og gæði verkefnanna fara batnandi.
Ódýrasta Macintosh-tölvan með litamöguleika er Macintosh LC. Hún
hefur innbyggt skjákort fyrir þrjá skjái, hljöönema, 1,4 Mb SuperDrive-
diskadrif sem gerir tölvunni kleift að lesa og skrifa 3,5" diska fyrir
MS-DOS, OS/2 og ProDOS auk Macintosh stýrikerfis. Þá er í tölvunni inn-
byggður 40 Mb harðdiskur. Sjö innbyggð tengi gera mögulegt að tengja í
tölvuna t.d. harðdiska, prentara, skanna og geisladrif, svo eitthvað sé
nefnt. Innbyggt nettengi auðveldar tengingar við aðrar tölvur til að'skipt-
ast á upplýsingum. Macintosh LC er búin lo megariða 68020 örgjörva og er
tvöfalt hraðvirkari en Macintosh Classic og Macintosh SE. Verð frá 148.544,- stgr.
m
fcv
\iKir»i4iUn
Macintosh IIci er með
25 megariða 68030
örgjörva sem sér
til þess að hún er
allt að 6 sinnum
hraðvirkari en
Macintosh Classic. Að auki hefur hún inn-
byggðan 68882 reikniörgjörva sem eykur
vinnsluhraðann til muna við en það nýtist
sérstaklega vel þeim sem vinna með hönnunar-
forrit (CAD/CAM) og öflug teikniforrit. Svo
hefur hún innbyggt skjákort fyrir fjóra af
Apple-skjáunum og mjög auðvelt er að auka
við vélina til að gera hana jafnvel enn hrað-
virkari. Macintosh IIci hefur átta tengi sem
hægt er að tengja í öll helstu jaðartæki, s.s.
prentara, skanna, geisladrif og harðdiska.
Sama nettengið og er í öðrum Macintosh-
tölvum er innbyggt. Verð frá 341.700,- kr. stgr.
I I il
Flaggskipið í Macintosh-fjölskyldunni er Macintosh Quaclra, sem
er t.d. tvöfalt hraðvirkari en Macintosh Ilfx, því hún er búin hinum
ógnarhraðvirka örgjörva Motorola 68040 ásamt endurbættum NuBus-
og SCSI-tengingum. Til eru tvær útfærslur af þessari öflugu tölvu,
Quadra 700 og Quadra 900.
Macintosh Quadra 700 er óflugasta borðtölvan frá Apple og er
með innbyggt 24 bita skjátengi, sem getur því sýnt allt að 16,7 milljón-
ir lita samtímis með ljósmyndagæðum.
Macintosh Quadra 900 er með innbyggðum netbúnaði og tengist
t.d. beint í hraðvirk Ethernet- eða LocalTalk-net og er að auki með tíu
tengi fyrir jaðartæki. Hægt er að auka innra minnið í allt að 64 Mb og
innbyggðir harðdiskar/geisladrif geta verið 3. Verð frá 558.875,- kr. stgr.
Verð er án skjás og hnappaborðs.
©
M&inKfth
QutkiAD
I
Fyrirtækjasamningur Apple-umboðsins gerir öllum íslenskum fyrirtækjum
kleift að kaupa Macintosh-tölvubúnað með verulegum afslætti, auk þess sem
virðisaukaskattur af tölvubúnaði fæst endurgreiddur.
Við minnum á að síðasti pöntunardagur vegna fyrirtækjasamningsins er
Apple StyleWriter
leysiprentaragæði
á iágu verði.
Macintosh LC,
Macintosh IIci
og Macintosh
Quadra em
með innbyggð-
an hljóðnema
sem gerir mögu-
legt að hljóð-
rita tónlist og
skilaboð, sem
leika má í öll-
um Macintosh
tölvunum frá
Apple Computer.
Apple Personal
laserWriter LS,
ódýrastileysiprcntarinn.
Apple Personal
LaserWritcr NT
Nettengjanlegur leysi-
pientari fyrir TrueType-
og PostScript- letur.
Apple-umboðið
Skipholti 21, sími (91) 624 800
___________! c
—----------
Apple LaserWriter Ilg
Öflugasti leysiprentarinn,
nettengjanlegur með inn-
byggt Ethemet-tengi.