Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1992, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1992, Page 4
4 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1992. Fréttir Framkvæmdasljóri Landakots um uppsagnir 640 starfsmanna: Ijóst að bráðavaktir verða felldar niður spamaðurmn þýðir mikiiin samdrátt 1 heilbrigðisþjónustu landsmanna „Við reynum auðvitað að ákveða' sem allra fyrst hve margir starfs- menn verða endurráðnir og notum næsta mánuð í það,“ sagði Logi Guð- brandsson, framkvæmdastjóri Landakotsspítala, í samtali við DV. Öllum starfsmönnum spítalans, 640 að tölu, var sagt upp á laugardag- inn vegna 38% niðurskurðar á rekstrarfé spítalans í íjárlögum næsta árs. Það samsvarar um 485 milljónum af 1440. „Það var gagngert gert ráð fyrir því að meirihluti þessa fólks yrði ráðinn aftur. Við sögðum öllum upp bara til þess að geta endurskipulagt rekstur- inn og byrjað með hreint borð,“ sagði Logi. Hann benti á aö þeir væru þegar búnir með þó nokkuð af árinu á full- um rekstri og því lengur sem haldið yrði áfram þannig því meira þyrfti að skera niður seinna. „Það er engin spurning að bráða- vaktimar verða felldar niður. Eftir niðurskurðinn er spítalinn hreinlega oflítill til að sinna þeim. Við þurfum svo að gera okkur grein fyrir því hvað það er sem við viljum leggja áherslu á.“ Um afleiðingar þessa niðurskuröar sagði Logi það ekki vera spumingu að þetta hlyti að hafa í för með sér mikinn samdrátt í heilbrigðisþjón- ustunni almennt. „Ef hinir spítalarnir geta tekið við þessari aukningu bráöavakta hljóta þeir að þurfa að draga saman í ein- hveiju öðm. Þeir hafa ekki haft mikla umframgetu til þessa.", Hann benti á að fólk ætti þá minni möguleika á að fá heilbrigðisþjón- ustu vegna þess að því Væri ekki gefinn neinn kostur á að verða sér úti um hana með öðrum hætti. „Að mínu mati hefði verið.skyn- samlegra að gera þessar breytingar aðeins hægar. Þetta er alltof snöggt að slá þetta svona af í einu lagi,“ sagði Logi. Aðspurður hvort sameining við Borgarspítala væri fýsilegur kostur á þessu stigi sagðist Logi aldrei hafa hugsað um slíka sameiningu út frá stundarhagsmunasjónarmiðum sem þessum. „Við emm að tala um að gera breytingu sem á eftir að standa í ár, jafnvel áratugi. Við tökum ekki af- stöðu til þess út frá einhveijum til- viljanakenndum tölum í fjárlögum í dag.“ -ingo I>V Borgarspítalinn: Yfirvinna óheimil „Það liggur ijóst fyrir að búiö er að setja mjög haröar reglur um eftirvinnu. Hún er óheimil nema í undantekningartilfellum. Nýr- áðningar ero einnig óheimilar nema í sérstökum undantekning- artilfellum og sömuleiðis afleys- ingaráðningar. Að öðra leyti er- um við ekki búin að ganga frá tillögum til heilbrigöisráðherra,“ segir Jóhannes Pálmason, fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans, um boðaðan niðurskurð. Jóhannes segir enn fremur að hinn almenni niðurskurður á Reykjavíkurspítulunum og sér- staklega hinn mikli niðurskurður á Landakoti þýöi tilfærslu á verk- efnum. Þá verði Landspítalinn og Borgarspítalinn opnari. „Það er óvissuþáttur hvaða áhrif það hef- ur á rekstur hér að vera með 24 tíma opna slysadeild áriö um kring. Hugsanlegur samdráttur á spítulum í nágrannasveitarfélög- um hefur líka áhrif hér. Svona atriöi verðum viö einnig að horfa á.“ -IBS Óttast var að báturinn Guðlaug Lárusdóttir væri að sökkva við bryggjuna hjá Kaffivagninum á laugardagskvöldið þegar í Ijós kom að mikil slagsíða var komin á hann. Talið var að leki væri kominn að honum. En þegar slökkvil- iösmenn komu á vettvang fannst ekki dropi af vatni i lestinni. Athugull brunavöröur tók siöan eftir grunsamlegu og mjög strekktu tógi bundnu við bátinn. Haföi það fest við bryggjuna á útfallinu. Þegar hækka fór í aftur togað- ist báturinn niður að aftan - þannig kom slagsíðan. Slökkviliðsmenn skáru síðan á tógið. Lyftist báturinn þá upp með miklum látum. DV-mynd S Formaður starfsmannafélags Landakotsspítala: Hef áhyggjur af sjúklingunum „Ég held það verði engin ákvörðun tekin um endurráðningu starfsfólks- ins fyrr en búið er aö ákveða með aukapeninggna sem ráðherra er með. Það er heimildarákvæði í frum- varpinu um ráðstöfun í kringum 500 milljóna króna til viðbótar vegna væntanlegrar sameiningar spítal- anna og líklega verður tekin ákvörð- un um í hvað sú fjárhæð fer í kring- um 10. febrúar næstkomandi," sagði Jón Högnason, formaður starfs- mannafélags Landakotsspítala, i samtali við DV. Hann sagðist ekki vera bjartsýnn á að Landakot fengi umtalsverðan hluta þeirrar upphæðar en spítalann vantar í kringum 350 milljónir til að halda uppi fyrri starfsemi. „Þetta er sárgrætilegt því það hafa aldrei verið lagðir fleiri sjúklingar inn á spítalann og við höfum verið vel innan ramma fjárlaganna með rekstrarafgang upp á 11 milljónir," sagði Jón. Aðspurður sagðist hann ekki geta ímyndað sér hvað yrði um það starfs- fólk sem ekki yrði endurráðið því að hvorugur hinna spítalanna væri að ráða um þessar mundir heldur frek- ar að segja upp fólki. „En ég hef nú samt meiri áhyggjur af því hvað verður um alla þessa sjúklinga. Það hefur aldrei verið sýnt fram á að þeir séu þarna að nauð- synjalausu. Hingað til hefur alltaf verið skortur á fólki að sinna þeim. Nú á allt í einu að fara að draga úr starfseminni og fækka starfsfólki og ég hreinlega ef- ast um að hægt sé að fá meiri afköst út úr þeim sem eftir verða en nú er.“ Jón sagði ennfremur að niður- skuröurinn væri brot á samningi rík- isins við St. Jósepssystumar. „Þær gáfu á sínum tíma verulegan afslátt gegn því að reksturinn yröi óbreyttur í framtíðinni. Þaö var skýrt tekið fram í þessum samningi við systumar og hann gildir alveg til áramóta 1996-97.“ -ingo í dag mælir Dagfari_______________________________ Eins og lög gera ráð fyrir Þjóðfélagið hefur farið á hvolf út af þeirri ákvörðun íslehskra aðal- verktaka að greiða eigendunum arð af hlutabréfum sínum. Fjölm- iölar fárast og almenningur bölsót- ast og stjómarandstaðan rífur hár sitt af reiði yfir því að arðgreiðsl- urnar era skattíijálsar. Forráða- menn íslenskra aðalverktaka era fordæmdir og bannfærðir og Morg- unblaðið birtir lista yfir eigendur og útborganir til þeirra rétt eins og um sakamannaskrá sé að ræða. Allt stafar þetta af öfund og ill- girni og svekkelsi. íslendingar geta ekki unnt öðram þess að veröa rík- ir og heimta nú að annaðhvort verði íslenskum aðalverktökum bannað að græða eða þá að arð- greiðslurnar séu skattlagðar þann- ig að obbinn af þessum níu hundr- uð milljónum króna renni í ríkis- sjóð. En menn skyldu gá að sér áður en anað er út í einhveijar lagasetn- ingar eða lögregluaðgerðir gagn- vart hinum ofsóttu eigendum ís- lenskra aðalverktaka. Hér er ein- mitt á ferðinni fordæmi sem aörir skyldu hafa gagn af. Hér er upplagt tækifæri til að snúa vöm í sókn. Dagfari bendir lesendum sínum á það að íslenskir aðalverktakar leit- uðu álits ríkisskattstjóra á því hvemig þeir gætu greitt fé til eig- enda sinna án þess að lagður yrði skattur á gróðann sem var greidd- ur út. Svo gáfu þeir út jöfnunarbréf og reiknuðu út hækkunina og lækkuðu svo bréfin aftur þegar þeir vora búnir að borga eigendun- um. Þetta geta aðrir gert. Máliö er að fá sér góðan endurskoðanda sem reiknar út að launin eða tekjumar sem viðkomandi hefur haft á árinu séu færð til sannvirðis, síðan hækkuð og lækkuö aftur niður í þá tölu sem dugar til að sleppa við skatt. Þetta er pottþétt aðferð sem getur ekki klikkað. Við höfum fordæmið úr hermanginu. Með því að hækka eignir sínar í verðmætum eins og lög gera ráð fyrir og lækka þær síöan aftur eins lög gera ráð fyrir má komast hjá þvi að greiða skatt af tekjum sínum vegna þess að það er búið lækka tekjumar niður fyrir skattleysismörk þegar skattstofan leggur á. Hver sá íslendingur sem á hús- eign eða íbúð eða bíl eða skotsilfur getur sagt eins og þeir hjá íslensk- um aðalverktökum að þessar eign- ir hafi orðið til eftir að búið var að borga skatt af þeim tekjum sem stóðu undir eignamynduninni. Með því að leggja skatt á eignimar, fjármagnsskatt eða tekjuskatt eða fasteignaskatt, er sannanlega verið að tvískatta þessa eignamyndun. Það segir ríkisskattstjóri við það fólk sem hefur fengið níu hundraö milljónir króna í arð af eignum sín- um hjá íslenskum aðalverktökum. Hví skyldu aðrir ekki feta í þau fótspor? Hvaða réttlæti er í því aö tvískatta eignir og tekjur venjulegs fólks þegar þeir hjá íslenskum aö- alverktökum fá bevís upp á það frá ríkisskattstjóra og ríkisskatta- nefnd að gróðinn af hermanginu sé skattfijáls? í stað þess að skammast og öfund- ast út í eigendur íslenskra aðal- verktaka fyrir að borga sjálfum sér þaö sem þeir eiga í fyrirtækinu eiga þeir hinir, sem ekki era svo heppn- ir aö eiga hlutabréf í hermanginu, að fagna því að hér er fundin leið til að sleppa við skatt af eignum sem hafa orðiö til fyrir tilviljun á löngum tíma. Það er ekki eigendum íslenskra aðalverktaka að kenna að verðbólgan hefur hækkað eignir þeirra í krónutölu en það er þeim að þakka að ríkið hefur fallið frá skattlagningu af því að eigendurnir eiga þessa peninga og þessar eign- ir. Það sama gildir um okkur hin. Húseignin, sem við keyptum fyrir tíu áram, hefur hækkáð fyrir til- stilli verðbólgunnar og er því ekki okkar mál. Það á að færa skattana niður til samræmis við það verð- mæti húseignarinnar sem gilti þeg- ar húsið var keypt. Það sama gildir um launin. Þau eiga að skattleggj- ast af þeirri upphæð sem launþegi fékk þegar hann byijaði að vinna. Allar hækkanir síðan hafa verið vegna verðbólgunnar en ekki af þvi að launþegar hafa fengið launa- hækkanir. Þess vegna á ekki að skattleggja mismuninn eða hækk- anirnar frá því að verðból*an var fundin upp. Þetta liggur allt í aug- um uppi. Dagfari er þakklátur íslenskum aðalverktökum fyrir forgöngu þeirra. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.