Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1992, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1992, Side 15
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1992. 15 Alvarlegt atvinnuleysi kvenna Undarlega lítið hefur verið fjall- að um þá staðreynd að á einum stað á landinu er nú komið upp verulegt atvinnuleysi kvenna, meira en oftast áður hefur þekkst. Hér á ég við að samkvæmt nýjustu tölum eru nú um 8% kvenna á Suðumesjum skráð atvinnulaus. Þessa tölu ber að taka alvarlega því hún hefur verið svipuð síðan hún þaut upp í 8,4% í október sl. Hugmyndir um að glæða at- vinnulíf á þessum slóðum bera þess ekki vott að menn hafl ýkja miítinn áhuga á.þessu sérstaka vandamáli. Helst er gælt við aukna vegagerð eða fríverslunarsvæði sem lítið er enn vitað hve raunhæft er. Gamlar lummur eru einnig velgdar upp á stundum. Enn má heyra veikar raddir: Álverið kem- ur - seinna. En þær hugga ekki marga, síst eftir hótanir um lokun Straumsvíkurversins. Einnig heyr- ist sagt: Við skulum reyna að halda hernaðarumsvifum á Keflavíkur- flugvelli eins miklum og við getum. í þessu er engin huggun - aðeins ítrekun á því að rangt hefur verið stefnt. Hvað er sérstakt við Suður- nes? Suðumesin em hefðbundið út- gerðarsvæði og ættu að fá að vera það áfram. Þaö hefur þó ekki tekist með þeirri leið sem farin hefur ver- ið í kvótamálum. Kvótinn er auð- lind okkar allra og ætti að skiptast milli sjávarplássanna á réttiátan hátt, ekki safnast á fárra hendur á örfáum stöðum á landinu. En fleiri stjómvaldsaðgerðir gera atvinnu- lífinu erfitt fyrir. Kjallariim Anna Ólafsdóttir Björnsson þingkona Kvennalistans Útgerð og fiskvinnsla eru nú rek- in við erfið skilyrði. Vextir em að sliga atvinnulífið vegna þess að stjórnvöld halda þeim uppi með því að keppa við bankana um sparifé landsmanna. Fiskveiðistefnan leyf- ir tilflutning á kvóta án tillits til byggðaröskunar. Það fé sem stjórn- völd hafa kosið að verja til atvinnu- uppbyggingar hefur nær allt farið í eitt tálverkefni: álverið sem ekki er risið. Það er dýrkeypt að taka rangan kúrs og vilja ekki viður- kenna þaö. Nýsköpun þarf góðar að- stæður Þessi ranga atvinnustefna hefur fram til þessa spillt fyrir grósku í atvinnumálum Suðurnesja. Ekki hefur þó skort á hugmyndir. At- vinnulíf á að byggja upp með þeim hætti að vinna út frá hugmyndum sem spretta á hverjum stað fyrir sig. Á Suðurnesjum hafa meðal ann- ars komið fram einna best þróuðu hugmyndir um sérhæfða ferða- þjónustu sem kynntar hafa verið hér á landi, heilsumiðstöð við Bláa lónið. Og erlendum ferðalöngum finnst forvitnilegt að sjá náttúru- undur eins og jarðhita og hraun sem finnast í öllum myndum á Suðurnesjum. Ferðaþjónusta veitir mörgum konum vinnu og góðar gjaldeyristekjur þegar vel gengur. Orka án mengunar Jarðvarminn er jafnframt mikil- væg orkulind Suöurnesja. Mögu- leikar á nýtingu eru margvíslegir, tilraunir með saltvinnslu eru farn- ar að skila einhverjum árangri og hugmyndir um ylrækt hafa oft skotið upp kollinum. Að vísu töldu margir að með inngöngu í EES visnaði sú atvinnugrein en margt bendir til að á það muni ekki reyna. Reynist framleiðsla vetnis arðbær í framtíðinni þykist ég vita að Suð- urnesin vilji eiga þar hlut að máh og tel þaö eðlilegt. Þjónusta í kring um alþjóðaflug- völl hlýtur að vera fýsilegur kostur í framtíðinni ef hægt verður að ná gjöldum niður á flugvellinum. Og fleira mætti nefna. Á Humber- svæðinu í Englandi, við Hull og Grimsby hafa sveitarfélög lagt til húsnæði og aðstöðu undir alls kon- ar atvinnustarfsemi, smáiðnað þjónustu og fleira en fólkið sjálft komið með hugmyndirnar og reynt þær í þessari aðstöðu, í einn dag, viku eða mánuö, án þess að þurfa að leggja í stórfelldan kostnað af fjárfestingu í húsnæði og búnaði. Átaks er þörf Fyrir Alþingi liggur nú tillaga um að átak verði gert í atvinnuupp- byggingu á Suðurnesjum. Þar er gert ráð fyrir að taka einkum mið af atvinnuleysi kvenna á svæðinu. Undirrituð er flutningsmaður þess- arar tillögu ásamt öðrum þing- mönnum stjórnarandstöðunnar í kjördæminu. Fleiri hafa tekið und- ir efni hennar. Forvitnilegt er að sjá hvort umræða um þessa tillögu veröur til að hreyfa við almenn- ingi. Ekki dugar minna en þjóðar- sátt um aðgerðir - og það strax! Anna Ólafsdóttir Björnsson „Gamlar lummur eru einnig velgdar upp á stundum. Enn má heyra veikar raddir: Alverið kemur - seinna. En þær hugga ekki marga, síst eftir hótanir um lokun Straumsvíkurversins.“ Um áþreifanlega þörf fyrir frelsi Útilokar nýja markaðssókn, eðlilega nýtingu á Ketlavikurflugvelli, tekjur af lendingargjöldum minnka og skuldastaða flugstöðvarinnar hækkar, segir hér m.a. um samning ríkisins við Flugleiðir. Þröstur Ólafsson, aðstoðarmað- ur utanríkisráðherra, skrifaði grein 17. janúar sl. í DV um nýgerð- an samning utanríkisráðuneytis- ins við Flugleiðir til næstu fjögurra ára sem framlengir einkarétt Flug- leiða til afgreiðslu á vöruflugi á Keflavíkurflugvelli. Greinin er fyrst og fremst skrifuð til að mót- mæla leiðaraskrifum Jónasar Kristjánssonar um einokun í jóla- gjöf og mun ég ekki blanda mér í þá umræðu. Það sem knýr mig hins vegar til að skrifa er frásögn aðstoðarmanns utanríkisráðherra um málefni sem haim á að gjörþekkja, manns sem er kominn inn í öruggt skjól, frá hinum harða viðskiptaheimi, þar sem lægsta vöruverðið gilti. Skotheldur einokunarsamningur í sínu örugga skjóli leyfir Þröstur Ólafsson sér fyrst að segja að ein- okunarsamningurinn sé enginn einokunarsamningur því að utan- ríkisráðuneytið geti sagt samn- ingnum einhliða upp „telji ráðu- neytiö þörf á því“. Vörn utanríkis- ráðherra fyrir þessum einokunar- samningi heyrðist á Alþingi íslend- inga 1990 og grein aðstoðarmanns hans í DV ber með sér hversu skot- heldur fyrir Flugleiðir þessi einok- unarsamningur verður næstu 4 ár. Hér skrifar aðstoðarmaður utan- ríkisráðherra, sem hefur fylgst ná- ið með skoðanaskiptum Flugleiða og Flugfax hf. um helmingi of há afgreiðslugjöld, setið í þriggja manna nefnd þriggja ráðuneyta sem skilaði af sér skýrslu til síð- ustu ríkisstjómar um lendingar- og afgreiðslugjöld á Keflavíkur- flugvelii, sem var nánast ljósrit af rökstuðningi Flugleiða fyrir töku afgreiðslugjaldanna, nema hvað niðurstaða nefndarinnar var að það væri rétt að gefa flugafgreiðsl- una frjálsa þegar samningurinn rynni út. Vítavert er að aðstoðarmaður ráðherra leyfi sér að höfða til hags- KjaHarinn Halldór Gunnarsson form. markaðsnefndar Félags hrossabænda og fyrrum stjórn- armaður Flugfax hf. muna þeirra manna sem eru í vinnu við afgreiðslustörf þegar all- ir sem nærri hafa komið vita að það er þessi aðstaða Flugleiða sem skiptir sköpum um hvort hægt er að veita samkeppni í vöruflutn- ingaflugi eða ekki. Spurningin um fijálsa flugaf- greiðslu snýst um verðlagningu á flugfrakt frá Evrópu til íslands og einnig um skipafrakt á sömu leið, því Eimskipafélag íslands virðist verðleggja sína frakt í ákveðnu hlutfalli af flugfrakt Flugleiða. Vissi ég áður um náið samband Eimskipafélags ísiands og Flug- leiða en að það samband næði til utanríkisráðuneytisins með svo opinberum hætti sem dæmin sanna vissi ég ekki fyrr en nú. Jólagjöf til Flugleiða Nýlega birtist samanburður um lendingargjöld í DV 18. janúar sl., á ýmsum flugvöllum eftir skýrslu IATA þar sem fram kom að lend- ingargjöld voru mörgum sinnum hærri hér en hjá helstu samkeppn- isflugvöllum okkar. Ráðamönnum sýnist líklega sjálfsagt að halda lendingargjöldum svona háum til að fyrirbyggja hugsanlega ævin- týramennsku um samkeppni við Flugleiðir sem fá síðan áþreifan- lega jólagjöf frá ríkisstjórninni í formi einokunarsamnings um af- greiðslu allra flugvéla sem reyna að lenda á Keflavíkurflugvelli og eftirgjöf á tollum og sköttum á nýj- ustu stórframkvæmd Flugleiða, verðandi flugskýli, svo nemur lík- lega 200 til 300 milljónum króna. Samanburður á afgreiðslugjöld- um hefur ekki enn verið birtur af óvilhöllum aðilum en ég leyfi mér að fuilyrða að sé tekið tillit til „pro rata“ hlutfallagreiðslna eftir um- fangi vöru í hverju flugi er saman- burður við samkeppnisflugvelli ennþá óhagstæðari en lendingar- gjöldin á Keflavíkurflugvelli, enda von á því þar sem Flugleiðir tryggja með því að samkeppnisflug um flugfrakt á sér enga möguleika. Einhliða hækkanir Aðstoðarmaður utanríkisráð- herra hefur skrifað rökstuðning sinn fyrir því að engin áþreifanleg þörf sé fyrir breytingum á af- greiðslu flugvéla á Keflavíkurflug- velli. Það er gott að hafa fengið að sjá þann rökstuðning á prenti því aö í 3 ár reyndu forsvarsmenn Flugfax hf. árangurslaust að fá fram breytingar á þessu fyrir- komulagi varðandi afgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Félagið og flugfélög á vegum þess greiddu í afgreiðslugjöld rúmlega 50 milljónir til Flugleiða en miðað við aðra vöruflutningaflugvelli var sú upphæð 50% til 70% hærri en raunhæf samanburðardæmi eru til um. Lendingargjöld sömu aðila til ríkisins námu rúmlega 40 milljón- um á sama tíma, sem eru 7 sinnum hærri en á Gander og Montreal og helmingi hærri en í Luxemburg og New York. í Shannon eru aöeins hærri lendingargjöld en þar hefur verið komið upp eftirsóknarverð- um flugvelli með fríhafnarsvæði og fijálsri afgreiðslu. Það var þessi verð- og aöstöðu- munur sem nákvæmlega skipti sköpum um að Flying Tigers/Fed- eral Express hættu millilendingum hér. Á örstuttum tíma hafði flug þeiira gefið möguleika á útflutn- ingi á 500 tonnum af sjávarafurðum á betra verði en þekktist á Evrópu- markaði og skapaði grundvöll fyrir útflutningi á fersku hrossakjöti. Ýmsum samkeppnishindrunum frá Flugleiðum, eins og t.d. varð- andi útgáfu frímiða til útflytjenda eöa innflytjenda, hefði verið hægt að bjóða birginn en einhliða hækk- anir á afgreiðslugjöldum, t.d. um mörg hundruð prósent á B-747, sem var afsökuð með lyftarakaupum, var ekki möguleiki að mæta, með tilliti til markaðar. Það er gott að geta starfað í ör- uggu skjóli ríkisins, launalega. og ekki síður rekstrarlega. Þetta þekkir' aðstoðarmaður utanríkis- ráðherra nákvæmlega og er því ef til vill vorkunn. Alvarlegra er að ríkisstjórn, sem kennir sig við fijálsræði og boðar breytta starfs- hætti, skuli í lok árs 1991 undirrita einokunarsamning við Flugleiðir til fjögurra ára, sem útilokar að mínu mati alla möguleika á lækk- un flugfraktar og skipafraktar næstu fiögur ár, sem útilokar einn- ig nýja markaðssókn til Austur- landa fiær, sem þó er vissulega mikil þörf fyrir, sem útilokar aö auki eðlilega nýtingu á Keflavíkur- flugvelli: Tekjur af lendingargjöld- um til ríkisins minnka, skuida- staða flugstöðvarinnar hækkar, einangrun okkar eykst og á þjóðfé- lagskreppunni finnst engin lausn vegna þrenginga sem óábyrgir stjómmálamenn í ráðherrastólum virðast vera hnepptir í. Halldór Gunnarsson „Alvarlegra er að ríkisstjórn sem kenn- ir sig við frjálsræði og boðar breytta starfshætti skuli í lok árs 1991 undir- rita einokunarsamning við Flugleiðir til fjögurra ára...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.