Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1992, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Rítstjórn - Auglýstngar - Áskrift - Dreifing; Sími 63 37 ©0
Tollvörugeymslan:
Slökkvilið
komívegfyr-
ir stjórtjón
Köstuðu hjóliábíl
Nýtt síma-
númer DV
632700
Nýtt aðalsímanúmer DV, 63 27 00,
var tekið í notkun um helgina. Síma-
línum til blaðsins hefur verið íjölgað
um helming, úr 30 í 60, og nýja sím-
stöðin gefur möguleika á beinu inn-
vali til einstakra deilda blaðsins.
Ný símanúmer hafa verið tekin í
notkun fyrir þá sem vilja senda okk-
ur símbréf. Til auglýsingadeildar og
afgreiðslu er númerið 63 27 27 og
ritstjórnar, skrifstofu og annarra
deilda er nýja númerið fyrir símbréf
63 29 99.
Fyrir þá sem þurfa að ná sambandi
við okkur eftir lokun skiptiborðs
bendum við á auglýsingu á bls. 47.
-JR
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1992.
Litlu munaði að illa færi í Tollvöru-
geymslunum við Héðinsgötu um
fjögurleytið síðdegis í gær þegar glóð
komst í rafmagnsleiðslur í þaki.
íbúi á Kleppsvegi tilkynnti fyrst
um reyk og eld í þakinu. Þegar
slökkvibð kom á staðinn fannst lykt
í portinu en starfsmönnum var ekki
kunnugt um neinn eld. Þegar farið
var inn í skemmu við Héðinsgötuna
sást reykur. Tveir staðir fundust þar
sem glóð var í klæðningu. Rífa þurfti
klæðningu utanfrá á þaki á um 20
fermetra kafla og var síðan slökkt.
Breytingar hafa staðið yfir í
geymslunun að undanfórnu. Átti
Flugfrakt að flytja vörur í geymsluna
á næstu dögum. Rafmagn var á kapli
í loftinu og höfðu tvö „glóðarhreið-
ur“ myndast. Viðvörunarkerfl var
hins vegar af einhveijum ástæðum
ekki tengt. Skemmdir urðu ekki mjög
verulegar. -ÓTT
Tveir piltar unnu skemmdarverk
með því að kasta reiðhjóli upp á
mannlausa bifreið við Kleppsveg á
laugardagskvöldið. Lögreglunni var
gert viðvart og náðust piltamir. Þeir
voru fluttir á lögreglustöðina þar
sem þeir voru látnir svara til saka
fyrirþaðsemþeirgerðu. -ÓTT
LOKI
Á nú að skerða greiðslur
til hinna látnu líka?
Senda látnuni
eða óviðkomandi
launagreiðslur
• /
Komið hefur í ljós að launaskrif- stjóra.
stofur ríkisins hafa greitt út laun Framangreiriid tilvik eru ekki
til látinna starfsmanna heilsu- mörg, að sögn Ingimars Sigurðs-
gæslustöðva eða einstakiinga sem sonar, forstjóra Heilsuvemdar-
aldrei hafa starfað á hlutaðeigandi stöðvar Reykjavíkur, en talsverð
vinnustöðum. Verið er að vimia i vandamál skapast samfara því að
þvl að fá launatékka til baka vegna greiða út launatékka til einhverra
þessara tilfella. sem alls ekki eiga að fá þá. Óvíst
með þessu. Það verður gert. Þetta
eru hlutir sem ekki eiga að koma
fyrir. En því miður virðist vera
erfxtt að koma í veg fyrir að hlutir
gangi algjörlega hnökralaust en við
vonumst til það gerist ekki hér eft-
ir,“ sagði Ingimar Sigurðsson, for-
stjóri heOsugæslustöðva og Heilsu-
Heilsuverndarstöðin hefur til- er hvort þeir endurheimtist með verndarstöðvar Reykjavíkur.
kynnt forstjórum allra heilsu- góðu móti. Ingimar sagði aðspurður um
gæslustöðvanna í Reykjavík að „Það er ekki hægt að neita því hvort svipuð atvik hefðu gerst víð-
starfsmannastjóri muni rétt fyrir aðþettaerumjögpínlegmálþóþau ar að sjálfsagt væru þetta hlutir
hver mánaðamót heimsækja allar séuekkimörg. Þaðgetaorðiö vand- sem alltaf gætu komið upp.
stöðvarnar. Mun honum verða fal- ræði í kjölfar þeirra en ég held nú „En þetta heyrir til undantekn-
ið að fara rækilega yfir starfs- að það gerist ekki í þessum tUfell- inga,“ sagði Ingimar.
mannalista hverrar stöðvar í sam- um. Þetta hefur alla vega kennt -ÓTT
ráði við viðkomandi hjúkrunarfor- okkur að það þarf að fylgjast betur
Eg heiti Isbjörg, ég er Ijón var frumsýnt á föstudagskvöld á nýju leiksviði 'í Þjóðleikhúsinu og voru
viðtökur frumsýningargesta mjög góðar. Leikritið er gert eftir skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur sem
sést hér á tali við forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Á milii þeirra er Jóhann Sigurðarson
leikari sem leikur tvö hlutverk í leikritinu. DV-mynd JAK
Veðriðámorgun:
Meiri
hlýindi
Á morgun verður vaxandi
suðaustanátt og rigning um
sunnan- og vestanvert landið
en hægari og í fyrstu þurrt
norðaustan- og austanlands.
Hitinn verður 4-8 stig. Veður
fer hlýnandi.
Bilun í
Flugleiðavél
Bilun varð í Flugleiðavél, Boeing
737, sem kom frá Amsterdam til
Keflavíkur á fóstudagskvöld. Strax
eftir lendingu staðnæmdist véhn og
eftir tíu mínútur var farþegum tjáð
að nefhjólið sæti fast og yrði vélin
dregin að flugstöðvarbyggingunni
eftir flmm mínútur. Það var þó ekki
fyrr en um íjörutíu mínútum seinna
sem véhn var dregin að byggingunni
og var farþegum ekki skýrt frá af
hverju töfin stafaði.
Skömmu eftir flugtak í Amsterdam
hækkaði eða lækkaði vélin ýmist
flugið. Farþegar tóku einnig eftir því
að vatnsflaumur var eftir farþega-
rýminu. Farþegum var svo skýrt frá
að leiðsla í vatnskerfi heföi bilað.
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, segir vatniö hafa lekið nið-
ur í botn vélarinnar og frosið og því
hefði nefhjóhð verið stirt þegar véhn
var lent og flugmennirnir ekki viljað
þvingaþað. -IBS
t
i
i
ísafjörður:
Svipast um
eftir hjónum
með ungt barn
Farið var að óttast um hjón með
ársgamalt barn um klukkan 22.30 í
gærkvöldi. Hafði fólkið lagt af stað
frá Hólmavík á Lödujeppa um klukk-
an 15 í gær áleiðis til ísafjarðar.
Sendur var lögreglubíll frá ísafirði
og inn Djúp og lögreglan frá Hólma-
vík fór yfir Steingrímsfjaröarheiði
og þeim megin í Djúpið. Einnig var
haft samband við bændur við innan-
vert Djúp og leituðu þeir í nágrenni
bæja sinna.
Bóndinn í Heydölum fór upp á
Hestaklif og fann bílinn þar fastan í
skafli og dró til byggða. Snarvitlaust
veður var á þessum slóðum, rok og
mikil rigning og varla stætt. Fólkið
gisti í Heydölum í nótt og engum
varðmeintafvolkinu. -J.Mar
i
i
i
i
i
i
i
i
Sandgerði:
Eldur í Bolla KE
Eldur kom upp í lúkar Bolla KE
46,11 tonna báts, þar sem hann lá í |
Sandgerðishöfn í gærkvöldi.
Skipstjóri bátsins varð var við eld-
inn þegar hann kom til að dæla sjó j
úr bátnum.
Slökkviliðið var kallað út um
klukkan 21.30 og tók um 10 mínútur i
að slökkva eldinn. Skemmdir urðu ;
óverulegar á bátnum. Talið er að
kviknað hafl í út frá eldavél.
-J.Mar j
NITCHI
RAFMAGNSTALÍUR
Suðurtandsbraut 10. S. 686499.
i
i