Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Síða 10
32 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1992. íþróttir Valbjörn Þorláksson, ÍR, setti trú- lega heimsmet í hástökki í flokki 55-59 ára. Unnur Stefánsdóttir, HSK, stóð sig frábærlega og setti 4 íslandsmet I flokki 40-44 ára. Aðalsteinn Bernharðsson, UMSE, náði góðum árangri á öldunga- meistaramótinu f flokki 35-39 ára. Meistaramót öldunga í frjálsum íþróttum: Tíu Islandsmet - liklega heimsmet hjá Valbirm í hástökki án atrennu Tíu íslandsmet voru sett á meist- aramóti öldunga í fijálsum íþróttum innanhúss um helgina. Rúmlega 30 keppendur mættu til leiks en keppt var á laugardag og sunnudag í Bald- urshaga. Unnur Stefánsdóttir, HSK, sigraði í 4 greinum á mótinu og setti 4 ísland- met í flokki 40-44 ára. Hún hljóp 50 m á 7,3 sek., stökk 4,78 m í lang- stökki, 2,55 m í langstökki án atrennu og loks stökk Unnur 7,25 metra í þrí- stökki án atrennu. Valbjöm Þorláks- son, ÍR, setti tvö íslandsmet í flokki 55-59 ára og vann 6 greinar. Hann stökk 1,51 m í hástökki og sömu hæð án atrennu. „Þetta er trúlega heims- met hjá Valbimi og frábær árang- ur,“ sagði Ólafur Unnsteinsson sem er allt í öllu varöandi öldungastarfið hér á landi. Anna Magnúsdóttir, HSS, frænka Hreins Halldórssonar, setti íslands- met í kúluvarpi í flokki 45-49 ára, varpaði 10,06 m. Þá setti Helgi Hólm, íþróttafélagi Keflavíkur, met í há- stökki í flokki 50-54 ára, stökk 1,51 m og vann 3 greinar. Karl Þorvaldsson, UMSB, setti met í þrístökki, stökk 10,39 m í flokki 55-59 ára. Loks setti Marteinn Guðjónsson íslandsmet í langstökki án atrennu í flokki 65-69 ára, stökk 2,31 m. Aðalsteinn Bemharðsson, UMSE, vann 5 greinar í flokki 35-39 ára og náði besta árangri sínum í langstökki er hann stökk 3,18 m. Sigurvegari í flokknum varð Flosi Jónsson, UMSE, stökk 3,20 m. Þá setti Kristján Gissur- rarson, UMSE, einnig persónulegt met í hástökki í sama flokki, stökk 1,51 m. Páll Ólafsson, FH, vann 5 titla í flokki 45-49 ára og Trausti Svein- bjömsson, FH, 4 titla. Flesta titla á mótinu í sama flokknum vann hiim 73 ára gamli Jóhann Jónsson í Víði úr Garði. Jóhann vann 7 greinar í flokki 70-74 ára. FH-ingar og ÍR-ingar unnu til flestra íslandsmeistaratitla á mótinu, hvort félag vann 11 greinar. UMSE vann 8 titla, Víðir 7, HSK 5, og íþróttafélag Keflavíkur 3. Önnur fé- lög færri. Mótið þótti takast vel í alla staði og mikil gróska virðist vera í öld- ungastarfinu um þessar mundir. Tíu öldungar stefha á þátttöku á Evrópu- meistaramótinu sem fram fer í Nor- egi í sumar. -SK Pétur náði lágmarkinu fyrir EM Pétur Guðmundsson, kúluvarp- Pétur varpaði kúlunni 19,65 enn nárameiðsla sem hann hlaut á ari í KR, náði um helgina lágmark- metra í þriðja kasti en lágmarkið HM í Tokyo í fyrra og reyndust þau inu í kúluvarpi fyrir Evrópumeist- er 19,50 metrar. Mótið fór fram í alvarlegri en haldið var í fyrstu. aramótiö innanhúss sem fram fer Reiöhöllinni og varpaði Pétur að- -SK í Genúa á Ítalíu um næstu mánaöa- eins þrívegis enda leikurinn gerður mót. til að ná lágmarkinu. Pétur kennir Islandsmótið 1 blaki: Víkingum skelH úr bikarkeppninni Tíðindi helgarinnar eru vafalaust þau að Víkingar, íslands- og bikar- meistarar síðasta árs, eru dottnir út úr bikarkeppninni eftir naumt tap gegn KA á Akureyri, 3-2:17-15,8-15, 14-16, 15-8 og 15-12. KA-stúlkur léku óvenjuvel með þær Jösnu Pavlovich, Höllu Hall- dórsdóttur og Karítas Jónsdóttur bestar. Jasna, sem hefur ekki náð sér á strik í langan tíma, lék mjög vel. Of lítill sóknarstyrkur Leikur Víkingsstúlkna var nokkuð sveiflukenndur, mjög góður í byrjun en eftir það náðu þær sér aldrei al- mennilega á strik. Breiddin í sókn Víkinga var ekki næg. Það var ein- ungjs í fyrstu hrinu, sem sókn á öll- um vígstöðvum skilaði sér, eftir það sáu kantamir nær alfarið um að gjörsamlega ótækt aö dómarar viti ekki hvar skuli draga mörkin og þeir skuh komast upp með að dæma hver eftir sínu nefi, sem er misjafnt eins og mennimir em margir. Dómara- nefndin þarf að kalla dómara á fund þar sem línur varðandi dómgæslu em lagðar. Til þess að íþróttin þróist í rétta átt verður dómgæslan að fylgja með. Úrslit helgarinnar og staðan Fimm leikir fóm fram um helgina. Nú er orðið nokkuð ljóst hvaða fjög- ur kvennalið fara í úrslitakeppnina. Víkingur og ÍS era örugg þangað. HK og Breiðablik eiga auðvelda leiki eftir og það þarf eitthvað mikið að gerast ef þessi lið sitja eftir. Staðan í kvennadeildinni smassa en það var einfaldlega ekki ÍS - Sindri... .3-0 nóg. Breiðablik - Sindri .3-0 Bestar Víkinga vora þær Jóhanna K. Kristjánsdóttir og Jóna Lind Sæv- Víkingur 9 9 0 27-4 18 arsdóttir. ÍS ...10 8 2 26-15 16 HK ...11 7 4 25-16 14 Af slakri dómgæslu Breiðablik.... ...10 6 4 21-19 12 Mikið vantar upp á að dómgæsla sé Völsungur.... ...11 5 6 21-21 10 nógu góð. Hér er einkum um að ræða KA ...11 4 7 21-22 8 mat á þvi hvenær dæma skuh „tvi- ÞrótturN 9 1 8 7-24 2 slag“ og „mokstur". Sindri 9 0 9 0-27 0 Það er nær undatekningarlaust að bæði sigur- og taphöum þyki dóm- Staðan í karladeildinni gæslu ábótavant, þannig að ekki er bara um „beiskju taparans" að ræða. Dómarar kvarta sjálfir yfir þvi að samræmingu í dómum vanti og þeir viti ekki hvar draga skuli mörkin milli leyfilegra og óleyfilegra slaga. „Dómaranefnd í dvala“ Það er biýn þörf á þvi að dómara- nefnd BLÍ vakni af dvalanum og geri eitthvað í þessum málum. Það er ÍS - ÞrótturN KA - ÞrótturR.... .3-0 3-1 UMF Skeið - ÞrótturN.... .1-3 ÍS 12 12 0 36-6 24 KA 12 8 3 30-13 18 HK 11 8 3 25-15 16 Þróttur N.... 14 5 9 22-30 10 ÞrótturR.... 11 2 9 13-30 4 UMF Skeið., 14 1 13 7-39 2 -gje Skíðaganga: Daníel sigraði í Svíþjóð Tveir íslenskir skíðagöngumenn vora á meðal þátttakenda á móti í Svíþjóð um helgina og var hlutskipti þeirra ólíkt. Sigurgeir Svavarsson keppti í 30 kílómetra göngu og svo fór að lokum að hann hafnaði í 45. sæti. Ungur og efnilegur göngumaður, Daníel Jakobs- son, keppti í unglingaflokki í 15 kílómetra göngu og gerði sér lítið fyrir ogsigraðiallaandstæðingasína. -SK Pétur Pétursson knattspymukappi: „Mikil viðbrigði að f ara aftur í skóla" „Þetta era mikil viðbrigði fyrir okkur en til góðs fyrir fjölskylduna, held ég. Maður þurfti á því að halda að komast í annað umhverfi og breyta aöeins um lífsstíl," segir Pétur Pétursson knattspymumaöur sem fluttur er til Sauðárkróks og mun hann sem kunnugt er leika með 3. deildar hði Tindastóls í knattspymunni í sumar. Pétur flutti norður með fjölskylduna um áramótin og settist á skólabekk í Fjölbrautaskólanum. Þar stundar hann nám í bóklegum greinum sem Pétur á ólokið í ljósmyndaranámi sem hann hefur stundað síðustu þrjú árin. „Það era gífurleg viðbrigði að setjast aftur á skólabekk eftir 17 ár. Mín kynni af skóla á sínum tíma vora reyndar ekki góð. Ég var ekki þessi „þægi“ nemandi heldur frekar uppreisnargjam. Það verður að segjast eins og er að afstaða mín til skólanáms hefur breyst á þessum tíma. Nú er ég í skóla til að læra. Ég sé mikið eftir því núna að hafa ekki klárað skólanámið þegar ég var yngri. Ég get því miðlað af eigin reynslu til unglinga í dag, að það er um að gera að nýta tímann til skólanáms á meðan maður er ungur," segir Pétur. - Snúum okkur að knattspymunni. Nú sýnist mönnum aö hópurinn hjá Tindastóli sé orðinn svo sterkur að það verði nánast formsatriði að fara upp í 2. deild? „Það verður einmitt að vera formsatriði að það sé ekki formsatriði að fara upp. Það er ábyggilegt að öll hin hðin í 3. dehd leggja mikla áherslu á að vinna okkur í sumar og því verðum við að standa vel saman innan vahar sem utan.“ Pétri hst vel á aðstæður á Króknum. Þessa dagana er t.d. verið að koma fyrir flóðlýsingu við malarvöllinn. „Th að byija með verður lögð áhersla á þrek- og þolþjálfun. Við stefnum síðan að æfingaleikjum um hveija helgi í mars, munum leika við hð í 1. og 2. dehd og reynt verður eftir megni að fá leiki hingað á Krókinn." -ÞÁ, Sauðárkróki Pétur Pétursson í skólanum á Sauóárkróki. Hann segir þaö mikil viðbrigði að vera aftur kominn á skólabekk og ráðleggur unglingum að nýta tfmann vel til skólanáms. DV-mynd ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.