Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1992, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1992, Qupperneq 19
rS«S~ MÁNUDAGUR 2. MARS 1992. 31 Eigi skal höggva Allir kannast viö þessi orð úr sögunni. Fyrrum tengdasonur Snorra Sturlusonar var ekki að líf- láta hann vegna fjandskapar held- ur til að ryðja úr vegi helstu hindr- uninni til valda í skjóh erlends valds. Snorri hefir sjálfsagt vitað þetta og þvi hafa þessi orð hans dýpri merkingu. Hér var verið að höggva að höfuðsvörðum íslensks þjóðfrelsis. Nafn Gissurar Þorvaldssonar hefir ekki notið mikillar virðingar í sögunni. Svo mun líka verða mn nöfn þeirra manna sem nú biðja um kraftaverk til að selja hið sama fyrir baunadisk. Verði því máh skotið til þjóðar- innar, sem skylda er, þar sem um líf og dauða fullveldis hennar er að ræða, mun hún segja: Eigi skal höggva! Fortíðarvandinn Vandi fortíðar ríður víða húsum og hefir gert í gegn um tíðina. Ráða- menn þjóða hafa venjulega ekki verið í vandræðum með að finna blóraböggla til að fela hinar raun- verulegu orsakir. Fræg er frásögn- in um keisara fallandi heimsveldis sem átti við þennan vanda að stríða. í höfuðborg hans hafði fjöl- menn yfirstétt lifað óhófslífi og safnað auðæfum sem rænt hafði verið frá skattlöndum ríkisins. - Nú var ekki meira að hafa. Ekki mátti segja sannleikann um fortíð- arvandann, þess vegna brá keisar- inn á það ráð að kveikja í höfuð- borginni og kenna fátækasta fólk- inu um; fólkinu sem þjónaði undir yfirstéttinni og átti ekki málungi matar. Þetta var snjöh lausn þótt hún dygði skammt. Okkur er sagt að þjóðin hafi eytt meira en hún aflar og nú verði hún að skila fengnum. En hvaða þjóð er þetta? Það skyldi þó ekki vera fólkið sem aht frá fullveldinu hefir þrælað myrkranna á milh til að hafa rétt í sig og á? Skapað öll verð- mæti sem hafa verið notuð til að byggja upp þetta land og hka það sem auökýfingar hafa komist yfir með ýmsum hætti. Þetta fólk sem hefir shtið sér út á erfiðri og langri ævi skal nú ekki komast upp með að njóta þess er það hefir lagt fram KjáHarinn Páll Finnbogason fyrrv. framkvæmdastjóri að selja „girðingar" sem komi í veg fyrir slíkt. En hætt er við að þær girðingar verði ekki annað en staurar. Sú varð reyndar raunin hjá Bret- um sem reyndu að bægja Spánveij- um úr landhelgi sinni. Erlendur dómstóh úrskurðaði að shkt væri þeim óheinúlt. Einhveijum verður ef til vUl hugsað tfi orða skáldsins: „Fyrst þeir krossfestu þig, Kristur, hvað gera þeir þá við ræfil eins og mig?“ Það verður sennUega þýðingarht- ið, þegar Brusselmenn fara að rífa niður girðingar þeirra Jóns Bald- vins og Davíðs, að segja: „Eigi skal höggva!“ Framtíðarlausnir Framtíðarlausnirnar eru sameig- „Okkur er sagt að þjóðin hafi eytt meira en hún aflar og nú verði hún að skila fengnum. En hvaða þjóð er þetta? Það skyldi þó ekki vera fólkið sem allt frá fuílveldinu hefir þrælað myrkranna á miUi... ?“ tíl þjóðarbúsins eða njóta þeirra trygginga sem það hefir sjálft greitt fyrir. Það hafa verið stigin fyrstu skref- in. Lokatakmarkið er sjálfsagt að leggja niður almannatryggingar, þ.e. Tryggingastofnun ríkisins, og „fela líknarfélögum að annast hlut- verk þeirra", skv. hugmyndum helsta hugmyndafræðings ríkis- stjórnarflokkanna. (H.H.G.) Hver á ísland? Annar af íslensku, jörlunum" fór fyrir nokkrum árum víða um land til að segja þjóð sinni hver ætti ís- land. Flestir munu hafa verið hon- um sammála þá um að íslenska þjóðin ætti landið. Nú virðist hon- um þetta ekki vera lengur fast í hendi. Hann virðist vera tilbúinn að hætta á að erlendir auðmenn og auðhringar kaupi hér land og eign- ir eins og þeim er heimUt annars staðar þar sem þessi sáttmáli gUdir. Hann segir að vísu að auðvelt sé Á fólkið, sem hefir slitið sér út á langri ævi, ekki að fá að njóta þess er það hefir lagt fram? inlegar en þær eru: að selja al- menningseignir þær sem gefa ein- hvern arð. Auk þess á að selja nýtt- ar og ónýttar eignir þjóðarinnar, svo sem orkuver og orkuhndir. Varla þarf að leiöa getum að því hveijir munu kaupa, einkum eftir að Brusselmenn eru komnir inn á gafl. Og ekki þarf að efast um hæfi- leika sölumannsins, sem á að sjá um þessi verk. - „Salan" á Útvegs- bankanum segir sína sögu. Vegabréfið Utanríkisráöherrann er búinn að tilkynna að hann sé að útvega þjóö- inni „vegabréf inn í tuttugustu og fyrstu öldina", Gissur jarl útvegaði þjóðinni hka „vegabréf'. Hann hefði þó sjálfsagt ekki gert það ef hann hefði grunað hvert það leiddi hana. Trúlegast er, og vonandi, að þetta vegabréf verði aldrei gefið út eða að þjóöin muni ekki þiggja það. Hins vegar eru miklar hkur á því aö íslenskir kjósendur gefi þeim Viðeyjarmönnum vegabréf út úr íslenskum stjómmálum við næstu kosningar. Vel er hægt að ímynda sér að á næsta landsfundi Sjálfstæðis- flokksins verði sá er síðast var tal- inn „afglapinn á torgum" á ný „skáld í Hallormsstaðarskóg". Þingflokkur Alþýðuflokksins og yfirsljóm hans er orðinn eins kon- ar „Kardimommubær" þar sem þeir Kasper, Jesper og Jónatan ráða öhu og reyna að koma bönci- um á Soffíu frænku en bæjarstjór- inn bíður í gættinni til að koma skikk á hlutina. Við skulum vona að tíl þess komi ekki að íslenska þjóðin þurfi að segja: „Eigi skal höggva!" Páll Finnbogason Lausar stöður Reykjavíkurborg óskar eftir að ráða starfsmann til eftirtalinna starfa: Við upplýsingaþjónustu - eftirlit og umsjón fasteigna - símavörslu og almenn skrifstofustörf Tungumálakunnátta áskilin. Laun skv. kjarasamningi opinberra starfsmanna. Allar nánari upplýsingar gefur starfsmannahald Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, II. hæð, og ber að skila umsóknum þangað fyrir mánudaginn 9. mars nk. Ford Explorer XLT, árg. ’91, sem nýr, ek. aðeins 9. þús. km, bill með ýmsum aukaútbúnaði, til sýnis á staðnum, stgrv. 2.800. þús. Cherokee Laredo, árg. '90, ek. aðeins 25 þús. km, sjálfsk., álfelg. o.fl., skipti möguleg á ódýrari, stgrv. 2.150 þús. MMC Lancer station 4x4, ’88, ek. 79 þús. km, má greiðast með 3 ára skuldabréfi. Til sýnis á staðnum. UIMC Galant 2000 arg. ’87, ek. 77 >ús. km, 5 gira, sóllúga, til sýnis á itaönum, stgrv. 570 þús. Subaru 1800 station, 4x4, ’89, ek. 49 þús. km, sk. á ód., t.d. Golf eða hliðstæðu, kæmu til greina, til sýnis á staðnum, lánsv. 1.150 þús. Subaru Legacy 1800 station '91, sem nýr, ek. aðeins 4 þús. km, sk. á ódýrari kæmu til greina, stgrv. 1.550. þús. linRgABBTT.*S*T.*B GRENSÁSVEGI 11, SÍMAR 813150 - 813085. nninu nr^aani MIKIL VERÐLÆKKUN GÓÐAR VÖRUR - GOTT VERÐ OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-12.30 SUÐURLANDSBRAUT 22, R. - SÍMI36011

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.