Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1992, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1992, Qupperneq 17
ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 1992. 17 DV Sanngjarn sigur í Dubai Atli Helgason gerði sigurmark Islands gegn Furstadæmunum, 0-1 „Ég er nokkuð ánægður með leik- inn og við hefðum átt að geta skorað Ifleiri mörk, við fengimi nokkur mjög góð færi, á meðan þeir ógnuðu okkar marki aðeins einu sinni allan tím- ann,“ sagði Ásgeir Elíasson, lands- iiðsþjálfari í knattspyrnu, í samtali við DV í gær. ísland sigraði lið Sameinuðu arab- ísku furstadæmanna, 0-1, í Dubai í i gær og skoraði Atli Helgason sigur- markið, korteri fyrir leikslok. Hann fékk boltann rétt utan vítateigs frá Rúnari Kristinssyni og skoraði með góðu vinstri fótar skoti í markhomið. Heimamenn björguðu tvisvar á marklínu, skalla frá Val Valssyni úr dauðafæri eftir hornspyrnu og skoti frá Baldri Bjamasyni eftir að mark- vörðurinn hafði misst boltann yfir sig til Baldurs. Þá átti Andri Mar- teinsson skalla úr opnu færi sem markvörðurinn varði og Ath Einars- son náði ekki að skora eftir að hafa fengið boltann frá Baldri í opnu færi. Alhr 16 leikmenn íslenska hðsins vom notaðir í leiknum. Baldur Bragason úr Val kom inn á undir lokin og lék sinn fyrsta A-landsleik. Lið íslands var þannig skipað: Birkir Kristinsson (Friðrik Frið- riksson 46.) - Valur Valsson, Einar Páh Tómasson (Ólafur Kristjánsson 70.), Þormóður Egilsson - Rúnar Kristinsson, Kristinn Rúnar Jóns- son, Amar Grétarsson, Baldur Bjarnason (Baldur Bragason 80.), Andri Marteinsson - Grétar Einars- son (Ath Helgason 65.), Tómas Ingi Tómasson (Ath Einarsson 60.) Lið Furstadæmanna lék í úrshtum heimsmeistarakeppninnar á Ítalíu árið 1990 og að sögn Ásgeirs vora nokkrir úr því hði með í leiknum í gær. íslenska hðið mætir 19 ára landshði Furstadæmanna í dag í Dubai og Ásgeir breytir uppstillingunni tals- vert. „Þeir sem byrjuðu á bekknum í dag, spila megnið af leiknum á morgun," sagði Ásgeir Ehasson í gær. -VS nds allan timann í gærkvöldi og varði erum. eiddist Landsliðinu iða að þau ógnuðu þátttöku hans í keppninni í Austurríki. Birgir var entanlegur til Reykjavíkur frá ykkishólmi í nótt og átti að gangast ídir læknisrannsókn í morgun. -KS/SK/VS Öruggur sigur Islands á Litháen í Stykkishólmi: Sáttur við að þeír héldu haus - sagði Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari Kristján Sigurössan, DV, Stykkishólnii: ísland átti ekki í miklum erfiðleik- um með að sigra Litháa, 27-21, í fyrri landsleik þjóðanna í Stykkishólmi í gærkvöldi. Eftir að gestimir höfðu skoraö þrjú fyrstu mörkin tók ís- lenska hðiö smám saman völdin, var 13-9 yfir í hálfleik og var með 5-7 marka forskot ahan síðari hálfleik. „Ég er mjög ánægður með Berg- svein í markinu, hann er farinn að spha af öryggi. Bjarki og Valdimar stóöu sig líka mjög vel. Ég er mjög sáttur við það að strákamir héldu haus og keyrðu út leikinn, þrátt fyrir að vera búnir að æfa tvisvar á dag. Litháar léku 3/2/1 vörn, eins og Norð- menn beita, og það var gott að fá að spha á móti henni,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari íslenska hðs- ins, við DV eftir leikinn. „Ég er ekki með sterkt hð í þessari ferð, engan atvinnumann, og við vor- ísland (13) 27 Litháen (9) 21 0-3, 2-4, 6^t, 10-7, (13-9), 16-10, 19-12, 21-14, 23-18, 26-20, 27-21. Mörk íslands: Valdimar Gríms- son 10/5, Bjarki Sigurösson 5, Gunnar Andrésson 2, Patrekur Jóhannesson 2, Konráð Olavsson 2, Geir Sveinsson 2, Gunnar Gunn- arsson 2, Jón Kristjánsson 2. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 14. Mörk Litháens: Galkaustas 6, Cianauskas 4, Bucys 4, Janukynas 3, Kazluskas 2, Geldvilas 2. Varin skot: Sarvonis 11. Brottvísanir: ísland 6 mínútur, Utháen 2 mínútur. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Sigurjónsson, ágætir, stundum aðeins of fljótir á sér. Áhorfendur: 350. um þreyttir eftir tveggja daga rútu- ferö til Kaupmannahafnar. Við emm að stefna á þátttöku í næstu C- keppni, en þá verðum við að vera með sterkara og samæfðara hð,“ sagði Antonas Skarlatius, þjálfari Litháa, sem tók það fram að hann hefði verið mjög hrifinn af leik Bjarka Sigurðssonar. í hehd sphaði íslenska liðið ekki vel en þó vom ljósir punktar. Beitt var 6/0 vöm sem gekk vel gegn skyttulausu hði Litháa, Bergsveinn varði vel, Vaidimar var sterkur í hraðaupphlaupum og ömggur í víta- köstunum. Bjarki skoraði með góð- um uppstökkum og braust skemmti- lega í gegn. Átta af mörkum íslenska hðsins komu úr hraðaupphlaupum og átta úr langskotum. Lið Litháa var mátthtið, á borð viö miölungs 1. dehdar Uð hér á landi. Liðin mætast aftur á Akranesi í kvöld klukkan 19. Hópferðir til Austurríkis - á B-keppnina í handknattleik síöar í mánuöinum Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir- Landsýn hefur ákveðið að efna til hópferðar á B-heimsmeistarakeppn- ina í handknattleik í Austurríki. Tvær ferðir verða í boði og fá íslensk- ir handknattleiksáhugamenn þama því kjörin tækifæri th að styðja við bakið á íslenska landsliðinu í keppn- inni. Stuðningsmannaklúbbur HSÍ ætl- ar að vera á keppninni frá upphafi th enda en hópurinn leggur upp í ferðina 17. mars en keppnin hefst 19. mars. Síðari hópurinn fer á keppnina undir stjórn hins landskunna farar- stjóra, Kjartans L. Pálssonar, 21. mars, en þann sama dag leikur ísland við Noreg í Linz. Flogið verður th Salzburg um morguninn og komið í tíma fyrir hinn mikhvæga leik gegn Norðmönnum seinni partinn á laug- ardeginum. Upp frá þvi mun hópurinn styðja við íslenska liðið í mihiriðlinum í Innsbruck og allt th loka keppninnar sem lýkur í Vínarborg 29. mars. Ekki veitir íslenska hðinu af stuðningi en heyrst hefur að um 500 Norðmenn muni fylgja sínum mönnum th Aust- urríkis. Hópurinn mun síöan koma heim 31. mars og verður flogið frá Lúxem- borg. Verð ferðarinnar era um 75 þúsund krónur og inni í þeirri upp- hæö er flug, hótel, morgunverður, aðgöngumiðar og allar ferðir innan Austurríkis. Kjartan L. Pálsson verð- ur eins og áður sagði fararstjóri en hann fór einnig með hópa á heims- meistarakeppnina í Sviss og Frakk- lands sem ógleymanlegar urðu öll- um. Grétar Hansson sérleyfishaÐ mun aka hópnum meðan dvöhn ytra stendur yfir. -JKS Þýska hlaupadrottningin Katrin Krabbe heldur enn fram sakleysi sinu í dópmáhnu gegn henni í Þýskalandi. Síðast í gær sagðist Krabbe aldrei hafa neytt ólöglegra lyfja og aldrei svindlað á lyijaprófi enda hefði slíkt ekki veriö sannað. „Ég get ekki útskýrt það hvers vegna þvagsýnin okkai* þriggja voru eins. Eg útiloka ekki að um skemmdarverk eða hefndarverk hafi verið aö ræða,“ sagði Krabhe í gær en hún, Grit Breuer og Silke Möller hafa verið dæmdar í fjög- urra ára keppnisbann fyrir svindl í lyfjapróG í Suður-Afríku eins og fram hefur komið í DV. Við rann- sókn íKöln í Þýskalandi kom fram aö þvagsýnin þrjú reyndust öh vera úr sömu manneskjunni. Þýska frjálsíþróttasambandið taldi að um svindl væri að ræða án þess að geta lagt fram óyggjandi sannanir. Stúlkumar þrjár hafa áfrý'jað úr-: skurði þýska sambandsins og er búist við að málið verði tekiö fyrir i þessum mánuði og að yfirheyrslur verði fyrir opnum tjöldura. Þrátt fyrir að Krabbe haldi stöð- ugt fram sakleysi sínu eru félagar hennar í þýska landsliðinu farnir að efast tmi sakleysi hennar. Em þeirra er hástökkvarkm Heike Henkel. Hún trúir því ekki að ein hver ókunnur aðhi hafi unnið skemmdarverk á þvagsýnunum þremur: „Ef einhver annar hefði verið í spihnu en þær þijár hefði sá hinn sami átt auövelt með að heha sterum í þvagsýnht," sagði Henkel í gær, og gefur reyndar í skyn að þær þtjár hafi brallað með sýnin til að hindra að sannleikur máLsins Uti dagsins ljós. Komiðhafafram raddirþess efn- is að í þessu undarlega máh vilji þeir forráðamenn þýska sarn- bandsins sem vora Vestur-Þjóð- veijar fyrir sameíningu Þýska- lands klekkja á snjöllum iþrótta- mönnurn sem kepptu áður fyrii* Austur-Þýskaland. Á meðal þeirra sem hafna þessari skýringu er há- stökkvarinn Heike Henkel. -SK íþróttir Peter Shilton er 42 ára en æöar að lelka í marki síns ný}a félags, Piymouth. Shilton í stjórastói Peter Shilton veröur næsti framkvæmdastjóri enska 2. deild- ar hðsins Plymouth og tekur hann við af David Kemp sem rek- inn var i síðasta mánuði. Þetta verður framraun Shiltons í stöðu framkvæmdastjóra en hann er einn reyndasti knatt- spyraumaður Englendinga og hefur leikið um 950 deildarleiki í ensku knattspyrnunni. Síðasta fjóra og hálfa árið hefur hann leikið með Derby Comity en áður lék hann meö Nottingham For- est, Stoke City og Leicester. Aithur Cox, framkvæmdastjóri Derby County, sagöi í gær að gengið hetði verið frá öllum end- um varðandi Shilton en hann mun leika í marki Plymouth jafn- framt því að vera framkvæmda- stjóri félagsins. Shhton mun þó ekki ieika gegn Derby County en liðin eiga eftir að mætast tvivegis á yfirstandandi keppnistímabhi og í fyrra skiptið á laugardaginn kemtir. -SK Slóveni til Eyjamanna Bojan Bevc, slóvenskur knatt- spyrnumaöur, er væntanlegur til 1. deildar Uðs ÍBV ura miðjan mars. Hann kemur til félagsins tU reynslu en Eyjamenn vænta þess aö hann styrki hö þeirra nokkuð og leiki með þeim i sum- ar. Bevc er þrítugur að aldri, le&ur ýmist á miðju eða 1 vörn, og er fyrirliði slóvenska 1. deildar Uðs- íns NK Publikum. -VS Framstúlkur áttu ekki í mikl- um erfiðieikum með Haukastúlk- ur í 1. deUd kvenna í handknatt- leik i gærkvöldi, en þær sigraðu 24-9. Framstúlkur byrjuðu leíkinn af miklum krafti og höfðu hreint ótrúlega forystu í leikhléi eða 14-0 og eru þessar hálÐeikstölur fáheyrðar. Haukastúlkur náðu að skora fyrsta raarkið þegar 33 mínútur vora búnar af leiknum og var staöan þá 15-1. Framstúlk- ur höiðu 15 marka forskot ahan seinni liálfleikinn og geta Hauka- stúlkur þakkað Brynju mark- verði aö tapið var ekki stærra því hún varði oft á tíðum frábærlega. Hjá Fram var Kolbrún best en annars var hðsheildin góð, Mörk Fram: Hulda 6, Díana 6/1, Ósk 5, Inga Huld 3, Hafdís 3/2, Þórann 1. Mörk Hauka: Harpa 6/2, Kristín 2, Elva 1.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.