Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1992, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1992, Page 19
ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 1992. 19 Dusilmenni er níðast á börnum „Þungt stynur þrábarið bam,“ segir gamall málsháttur. Mér datt hann í hug þegar barnabæturnar voru borgaðar út um mánaðamót- in. Ég stundi nefnilega þegar ég sá hversu mikið þær höíðu lækkað, eða með öðrum orðum hve skattar mínir, einu fyrirvinnu sex ein- staklinga, höfðu hækkaö. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem farið er í vasa barnafjölskyldna eftir aurum til að bjarga ríkiskassanum. Rétt fyrir jólin samþykkti Alþingi að lækka bamabæturnar. í annarri frétt kom fram að slys á bömum eru óvenju tíð hér á landi og mun algengari en í nágrannalöndunum. Út frá þessum tveimur fréttum er ekki óeðlilegt að hugleiða aðeins hvemig búið er að börnunum, „því dýrmætasta sem við eigum“. Hún á að borga Sú kynslóð sem nú er að ala upp börn er kynslóðin sem borgar. Hún á að borga fullu veröi íbúðarhús- næði, öll lán era verðtryggð og með vænum vöxtum. Hún á að borga námslánin að fullu til baka - þau em líka verðtryggð - og nú á að setja vexti á þau. Hún á að borga fyrir skólagöngu barna sinna, borga lyf og læknisþjónustu því verði sem hún kostar og svo mætti áfram telja. Það eru bara rúmlega tíu ár síðan þessi peningastefna brast á. Þeir sem keyptu sér hús- næði og tóku námslán áður era á KjaUarirm Hafsteinn Karlsson skólastjóri grænni grein. Á hvaða aldri eru þeir sem mestu ráða í þjóðfélaginu? Afleiðingamar láta ekki á sér standa. Ungt fólk, sem er að koma sér þaki yfir höfuðið, vinnur og vinnur og vinnur meira. En það dugir þó ekki aUtaf til. Margir ráða ekki við afborgamr, missa íbúðina og standa uppi stórskuldugir. Verða að fá sér litla leiguíbúð á okurleigu og halda áfram að vinna fyrir skuldunum. Tala prestar ekki um að hjónaskilnaðir séu sífellt tíð- ari? Sem betur fer á þetta fólk böm. Þetta er kynslóðin sem er í bam- eign og hennar hlutverk í samfé- laginu er að halda við mannkyn- inu. Auðvitað bitnar þetta allt sam- an á börnunum. Meðan foreldram- ir vinna era þau í pössun hér og þar eða bara ein heima. Mér er sagt að í þéttbýlinu fyllist göturnar í hádeginu af stressuðum foreld- ram sem þurfa að nota matartím- ann í að hendast bæjarhluta á milli til að koma börnunum frá einum stað á annan. Hvað skyldi það kosta þjóðfélagið? Þá minnkar þjónustan Skóhnn er fyrir bömin. Þar era þau við nám og störf og foreldrar geta yfirleitt verið rólegir meðan þau eru þar. En skólastarf fær eng- „Það er gleðilegt að nú upp á síðkastið hefur lifnað yfir foreldrafélögum og þau hafa séð hve skólinn skiptir miklu máh í uppeldi barnanna.“ „Skólinn er nefnilega fyrir börnin." an frið fyrir ráðamönnum lands- ins. Þeir sjá eftir þeim peningum sem varið er í skólakerfið og minnka sífellt fjárveitingar. Slíkar aðgerðir koma vitaskuld harðast niður á börnunum. Daglegur skólatími styttist sem þýðir einfaldlega að þau era lengur ein og eftirhtslaus. Þá minnkar þjónustan sem skólamir veita því að starfsmönnum fækkar. Lengi hafa kennarar verið nánast einir um að berjast fyrir auknum fjár- veitingum til skólanna. Það er gleðilegt að nú upp á síðkastiö hef- ur lifnaö yfir foreldrafélögum og þau hafa séð hve skóhnn skiptir miklu máli í uppeldi bamanna. Skóhnn er nefnilega fyrir bömin. Eftir því sem börnum í fjölskyld- um fjölgar vaxa fjárhagsvandræð- in. Þá verður erfiðara fyrir báða foreldra að vinna utan heimihs. Veikindi, ónógur nætursvefn, dýr og takmörkuð dagvistun og stuttur skóladagur valda foreldrum erfið- leikum. En flestum era þannig kjör búin að vinna annars foreldris nægir ekki tíl að framfleyta vísi- tölufjölskyldu hvað þá stærri fjöl- skyldu. Þegar annað foreldri er heima að hugsa um böm og bú fær makinn aðeins að nýta 80% af per- sónufrádrætti þess sem er heima. Yfirvöld skattleggja þetta fólk sem sagt sérstaklega! Ofan á allt saman bætist hús- næðisbashð en sú glíma er einmitt einna hörðust fyrir barnafjölskyld- umar. Þær era því margar í sjálf- heldu og eiga þess engan kost að framfleyta sér eða lifa eðlilegu fjöl- skyldulífi. Nöturlegt þjóðfélag Þetta er nöturlegt þjóðfélag sem við búum börnunum. Þau era æ minna samvistum við fuhoröið fólk. Foreldramir eru stútfuhir af fjárhagsáhyggjum, dauðþreyttir eftir mikla vinnu og þeir hafa nag- andi samviskubit vegna barnanna. Börnin fara verst út úr þessu öllu saman. Þau eru öryggislaus. Það gefst sífeUt minni tími til að sinna þeim og ala þau upp. Er nokkur hissa á öllum þessum slysum? Það era mikU dusilmenni sem ekki sjá önnur ráð til að bjarga rík- isfjármálum en að taka aura frá barnafjölskyldunum, varpa vand- anum tU framtíðarinnar. Það þættu vondir foreldrar sem spara með því að hætta að kaupa mat handa böm- unum. Hafsteinn Karlsson Kennarar alltaf í fríi? Gagnrýni er góð, árásir era yfir- leitt ekki málefnalegar. Árásir á kennarastéttina virðast vinsælar núna. Sérstaklega eru árásir yfir- manna kennara áberandi. Aðstoð- armaður menntamálaráðherra sakar stéttina um vinnusvik „kennarar era á launum allt árið en kenna í 9 mánuði", Morgunblað- ið 11. febrúar og í Dagblaðinu 20. febrúar segir ráðherra: „Hlýt að láta athuga hvemig frídagar kenn- ara eru nýttir“. Einnig telur ráð- herra kennara nota kennslustund- ir tíl þess að ófrægja sig og efna- hagsráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar. í fyrsta lagi gæti verið fróðlegt fyrir yfirmenn kennara að kynna sér kjarasamninga stéttarinnar, vinnuvika kennara er tæplega 46 KjaUajinn Hrund Sigurbjörnsdóttir kennari „Ef ég fer aö vinna viö annað starf á ég eftir að sjá eftir þessu starfi, sem er jafn skemmtilegt og það er kröfuhart. En lítið er það virt.“ stundir og 153 stundum skal varið tU endurmenntunar á sumrin, þannig vinna kennarar af sér þetta langa, „sumarfrí". í öðra lagi vUdi ég benda þeim á hvemig ég sem kennari nýti daga mína og hvaö ég ber úr býtum. Er starfið ofmetið? Ég hef 4 ára háskólamenntun að baki og fæ útborgað eftir skatt 69.000 krónur fyrir heUs dags starf. Þetta kaup fæ ég fyrir 29 tíma kennslu og undirbúning fyrir kennsluna. Eg vil í þessu sambandi biðja ráðherra að setja sig inn í þær aðstæður aö standa óundirbúinn frammi fyrir 20-28 unglingum sem verkstjóri. Fyrir kröfuharða unglinga þarf að vera flölbreytni og tíl þess að hafa hana búa kennarar oft tíl námsefni. í þessum launum er einnig innifalið: HeUdarskipulag vetrarins, endurmenntun, að kynna sér nýtt námsefni, fara á fræðslufundi um námsefni og nýjar leiöir í kennslu (þeir fundir eru oftast utan dagvinnutíma), fundir og viðtöl við foreldra nemendanna, „... vinnuvika kennara er tæplega 46 stundir og 153 stundum skal varið til endurmenntunar á sumrin segir Hrund m.a. i grein sinni. «1 l ' • ' einkaviðtöl við nemendur, tiltektir í stofum, fundir með samstarfsfólki um innra starf skólans, að leiðrétta verkefni (ég kenni 110 nemendum á aldrinum 14-16 ára), gæsla á skólavelh þar sem kennari er hefur á hendi vörslu í kaffi- og matartím- um, semja próf sem éiga og verða að vera sanngjöm, fara yfir próf, færa inn einkunnir, fylgjast með efni sem berst til skólanna um hluti eins og einelti, misþroska böm, börn alkóhóhsta, sjálfsmorð ungl- inga, fikniefnafræðslu, kyn- fræðslu, jafnréttisfræðslu, nýtt námsefni, o.s.frv., o.s.frv. Er þetta hvatning? Ég held að það sé einsdæmi að nokkur stétt þurfi sífeht að vera í varnarstöðu gagnvart óréttlátum árásum yfirmanns síns. Mér finnst að ég ætti ekki að þurfa að eyöa kröftum mínum í að réttlæta starf mitt í tíma og ótíma, yfirmaður minn ætti að kynna sér það. Ég vU líka bæta því við aö ég vU ekki sætta mig við þessi kjör í fram- tíðinni, hvað þá þetta viðhorf sem ráðamenn viðra, frekar en margir aðrir góðir kennarar og ætla því að sækjast eftir annarri atvinnu. Ef ég fer að vinna við annað starf á ég eftir aö sjá efdr þessu starfi, sem er jafn skemmtilegt og það er kröfuhart. En htið er það virt. Hrund Sigurbjörnsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.