Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1992, Blaðsíða 2
18
MIÐYJKUDAGIjJKf jty; MARS 1992.
Hljómtæki
DV hlustaði á fjóra mismunandi geislaspilara:
Hljóðrænn munur
óumdeilanlegur
„Skiptir nokkru máli hvaða geisla-
spilara maður kaupir? Þetta hljómar
ailt eins.“
Þessi spurning hefur oft heyrst.
Ekki fylgir sögunni hvaða svör spyij-
andinn hefur fengið en viö kaup á
geislaspilara láta kaupendur alls
kyns tækniieg atriði og útlit oftar en
ekki ráða ferðinni fremur en hljóm-
inn frá spilaranum. Gefi menn sér
hins vegar tíma og beri saman geisla-
spilara af mismunandi tegundum og
á mismunandi veröi komast þeir
hins vegar að því að hljóörænn mun-
ur á geislaspilurum er mun meiri en
þá óraði fyrir.
Hvem mánuð kemur út fjöldi er-
lendra hljómtækjablaða og í þeim
öllum má finna dóma um hina og
þessa geislaspilara sem í boði era á
markaönum. Sumir hrista kannski
höfuðið og segja að það heyri enginn
hljóðrænan mun á geislaspilurum
nema þeir pæh sérlega mikið í tón-
list og græjum og eigi auk þess ein-
hverjar súpergræjur sem kosti svip-
aö og nýr fjölskyldubíll. Þá kann að
villa um fyrir fólki sú bylting sem
felst í að skipta úr gamla plötuspiiar-
anum með shtnu náMnni yfir í geisla-
spfiara.
Þeir sem taka eitthvert mark á
umsögnum blaðanna spekúlera
kannski eitthvað í því hvort einhver
munur sé á geislaspilurum en fá
sjaldnast tækifæri til að sannreyna
það, í það minnsta ekki þar sem það
skiptir einna mestu máli - heima hjá
sér.
Fjórir geislaspilarar
fengnir að láni
Til að fá svar við spurningunni
hvort hljóðrænn munur sé á geisla-
spilurum ákvað umsjónarmaður
þessa blaðs að fá lánaöa íjóra geisla-
Geislaspilararnir fóru mjög misjafnlega með söngraddir.
Geislaspilarar koma upplýsingum frá geisladiskum misjafniega frá sér.
spilara af handahófi. Tilgangurinn
var að sannreyna hvort hljóðrænn
munur væri á spfiurunum, EKKI að
ræða hljómgæði þeirra sem slík eða
béra þau saman í þeim tilgangi að
finna þann besta.
Fyrir valinu urðu þrír spilarar sem
kosta í kringum 30 þúsund krónur
stykkið og einn sem kostar tæpar 50
þúsund krónur. Þessir spfiarar voru:
Kennwood 1030
Sony CDP 791
Pioneer 7700
PhiHps 850
Öllum þessum geisaspfiurum
fylgja íjarstýringar og eru þeir auk
þess útbúnir alls kyns tæknfiegum
eiginleikum sem ekki er meiningin
að fara út í hér, enda ekki tilgangur
þessara skrifa.
Magnarinn sem notaður var heitir
Audiolab 8000A, margrómaður
breskur magnari sem nýbyijað er að
flytja inn til landsins. Hátalaramir
vora af geröinni Bowers & Wilkins,
B&W Matrbc 1. Hátalarasnúrurnar
heita Monster Cable en kapallinn úr
geislaspfiaranum í magnarann er frá
QED.
Tónlistin sem notuð var var af
ýmsum toga: klassísk einleikslög á
fiðlu og píanó, hljómsveitarverk,
óperasöngur, popp, rokk, jass og
tóifiist af rólegum toga.
Ólíkur karakter
Svarið viö spurningunni, sem
varpað var fram hér í upphafi, fékkst
áður en langt um leið. Hljóörænn
munur á geislaspilurunum var vera-
legur og heyröist greinilega í þessum
hljómtækjum, sem kosta ekki nema
Mtið brot af verði nýs fjölskyldubíls.
Þeir höfðu afgerandi óMkan „karakt-
er“ og fóru óMkt með mismunandi
tegundir tónMstar. Þá var áberandi
hve misjafnlega þeir meðhöndluðu
söngraddir og hversu misjafnlega
þeim tókst að fást við erfiða tórfiist:
til dæmis stórhJjómsveit á fuUu
blússi eða dúndrandi poppbassa. Þá
var næmleiki þeirra fyrir smáatrið-
um, eins og eftirhljóm, mismunandi.
Fyrir utan þá niðurstöðu að hljóð-
rænn munur væri á spilurunum var
sú staðreynd ljós að kaupendur
fleygja engan veginn peningum út
um gluggann fjárfesti þeir í dýram
geisiaspfiara. Þó ber að athuga að
mjög dýr geislaspilari býður ekki
alltaf upp á hljómgæði í samræmi
við verð, á því er allur gangur.
Gefasértíma
til að hlusta
Ef draga á af þessu einhvem lær-
dóm má setja hann fram í örfáum
orðum: Hafi maður í hyggju að kaupa
sér geislaspilara er ágætt að gefa sér
tíma til að hlusta og bera saman. Þaö
getur verið aö manni líki betur
hljómurinn úr einum en öðram og
eins getur veriö að einn spfiari henti
betur þeirri tóifiist sem maöur hlust-
ar aðallega á en annar. Þannig átti
hörð og þung rokk- og diskótónMst
áberandi betur við einn spfiarann í
þessu hlustunarprófi en hina þijá.
Fjarstýring og tæknfiegir eiginleikar
geislaspilara segja ekki hálfa söguna
þegar draga á upp pyngjuna. Því
dýrari spilari sem er í sigti því mikil-
vægara er að hlusta.
Gamli góði...
Til gamans var hljómplata Stings,
Ófáir halda þvi fram að enginn
hljóðrænn munur sé á geislaspilur-
um. Munurinn er hins vegar meiri
en flesta grunar og heyrist vel í
miðlungsdýrum hljómtækjum.
Nothing like the Sun, einnig spiluð á
plötuspfiara sem útbúinn er svoköll-
uðu „moving-coil“ tónhöfði, en það
gefur frá sér nokjiuð mjúkan hljóm.
Tónlistin frá plötuspfiaranum var
mjög mjúk og þægileg, ekki eins skær
og tær og tónlistin frá geislaspilurun-
um. Við því var reyndar búist en það
sem vakti athygh var að eftirhljómur
hljóðfæra var mun greinilegri úr
plötuspfiaranum og sum hljóð
„raunverulegri", eins og þegar fing-
ur gítarleikara runnu upp og niður
hálsinn á gítarnum. Þá var þrívídd-
arhljóðmynd plötuspilarans á stund-
um betri en geislaspilarans. Geisla-
spilararnir hafa ákveðna kosti um-
fram plötuspilara en góðir og vel
búnir plötuspilarar hafa svo sannar-
lega ekki sagt sitt síðasta orð.
Verslanirnar Faco, Hljómbær,
HeimiMstæki, Japis og Taktur fá
kærar þakkir fyrir lán á tækjum.
-hlh