Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1992, Blaðsíða 10
26 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1992. r * r 4 íi ) r 4 HEIMILINU ? A Glæsilegur M geisladiskastandur »j lýsir góðri umgengni { viö góða tónlist. ^ Verö kr. 9.900,- HæS 150 cm. SUVJ SKIPAR TÓNLISTIN HÁAN SESS / A \ ‘í V J i~+ * í !< •> •> / 8 ‘ / < »5 « > FAXAFENI 9 SÍMI 679399 BRÉFASÍMI 679344 r r 0 * Endurski í skam Hljómtæki Kaplar: Tegundir Þaö fást nokkrar tegundir hJjómtækjakapla og tengja hér. Verða nokkrar þeirra nefndar hér, og eins verð, tíl að sýna hlustendum að bæta má hljóm- gæði tækjanna heima í stofu með tiltölulega litlum tilkostn- aði, samanborið við verð tækj- anna. Taktur er með Audio Spec kapla og tengi. Kaplamir kosta á bilinu 120-390 krónur metrinn sem verður að teljast ódýrt. Bananatengi fyrir hátalara má fá 4 í pakka á um 1600 krónur. Taktur er einnig með fullbúna tækjakapla, QED, frá geislaspil- ara til magnara, á um 2400 krónur. Japis er með kapla irá Audio- Technica. Þeir kosta um 170-1120 krónur metrinn. Japis vekur sérstaklega athygli á tengjum frá svissneska fram- leiðandanum Neutrik. Parið kostar 1060 krónur. Steini er með þýska kapla og tengi frá Oehibachkabel. Kapl- amir kosta 200-1600 krónur metrinn. 4 kapaltengi í pakka kosta rúmar 2 þúsund krónur. Þá er Steini með bananatengi á ágætuverðl -hlh Góðir kaplar milli hljómtækja auðvelda upplýsingunum að komast leiðar sinnar og stórbæta oft hljómgæðin fyrir vikið. Hérlendis má fá úrvals hljómtækjakapla - oft á ágætis veröi. DV-mynd Brynjar Gauti Góðir kaplar gera gæfumiminn - geta gefíð hljómtækjum nýtt líf Það ætti ekki aö veíjast fyrir neinum sem skipt hefur á snúrum, sem oft fylgja hljómtækjum við kaup, og góðum hljómtækjaköpl- um að kaplamir gera gæfumuninn. Það er mikill misskilningur að snúra sé bara snúra, ef heyrist í græjunum séu snúrumar nógu góðar. Með góðum, sérhönnuðum köplum geta ágætis hljómtæki öðl- ast nýtt líf og veitt eigandanum mun meiri ánægju en hann var aðnjótandi fyrir skiptin. Þó þráðlaus hljómtæki séu farin að birtast á markaðnum er megin- þorri hljómtækja tengdur saman með snúrum og köplum. Kaplarnir skiptast annars vegar í kapla milli tækjanna sjálfra, tækjakapla, sem liggja til dæmis milli geislaspilara og magnara, og hins vegar í kapla milli magnara og hátalara, hátal- arakapla. Það ætti að vera augljóst að þvi minni hindranir sem verða á vegi merkjanna milli tækjanna því meiri upplýsingar skila sér inn í eymagöng hlustandans. Grannar snúrur, sem oft fylgja hljómtækjum við kaup, koma tón- list til skila, mikil ósköp. Þær eru hins vegar oft svo grannar að merki sem eru í kaplinum, af hárri og lágri tíðni, eru alltaf að rekast á, upplýsingaflæðið lendir í óþarfa torfærum. Til eru margar tegundir af vönduðum köplum, bæði grönn- um og þykkum, dýrum og ódýrum. Séu þeir vandaðir komast upplýs- ingamar milli tækja án teljanlegra hindrana. Mun meiri upplýsingar komast til skila. Hvað þýðir það? Jú, hljómgæðin batna yffrleitt til muna, breytingin getur á stundum verið byltingar- kennd. Tónlistin öðlast 1 langflest- um tilfellum meiri og betri dýpt og þrívíddarmyndin batnar til muna. Upplausnin, aögreining hljóðfæra, verður betri og eins stereomyndin. Iftjómtæki, sem áður skiluðu ágætri tónlist en kannski heldur flatri, fá nýtt líf við góða kapla. Tónlistin verður lifandi og hinar mismunandi eigindir hennar njóta sín mun betur en áður. Fyrir lítinn pening má gera umbætur sem gera vangaveltur um nýjan geislaspil- ara eða hátalara kannski óþarfar. Eins og áður sagði em til margar mismunandi tegundir af köplum. Vert er að hafa í huga að dýmstu kaplamir em alls ekki trygging fyrir mestum gæðum. Á því er allur gangur. Plögg En það er ekki nóg að verða sér úti um kapal. Á kapalendana þarf plögg eða innstungur sem stungið er 1 tækin. Hérlendis má fá mjög vönduð plögg á ágætu verði. Plögg- in þarf að lóða fost en það bjóða verkstæði viðkomandi verslana yf- irleitt upp á. Góð plögg em oftast gullhúöuð á snertiflöhmum til að gefa sem best samband. Tengi hljómtækja em mismunandi aö gerð en starfsmenn hijómtækja- verslana eiga að leiðbeina hlust- endum í þeim efnum. Mismunur Best er að hafa hljómtækja- kaplana eins stutta og kostur er. Það á líka við um hátalarakapla. Því lengri vegalengd sem upplýs- ingamar þurfa að fara því meiri kröfur gerir það til gæða kaplanna. Ýmis ráð em gefin varðandi lagn- ingu hátalarakapla. Ráðlegast er að hafa kaplana í vinstri og hægri hátalara jafnlanga. Varast verður að tengja þá vitlaust. Plús (rauður) verður að fara í plús og mínus (svartur/hvítur) í mínus. Þetta á auðvitað einnig við um tækja- kaplana. Mismunur er á hljóðrænum eig- inleikum kapla. Sumir skila betri bassa en aörir og svo framvegis. Vilji hlustendur vanda valið er um að gera að prófa sig áfram. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.