Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1992, Blaðsíða 14
30
MIÐVÍkUDAGUR II. 'MARS: 1992.'
Hljómtæki
Hátalarapariö Beolab 8000 er ný-
komið á markaö. Það minnir einna
helst á blýanta. Hvor hátalari um sig
vegur 20 kiló. Hæðin er 132 senti-
metrar en breidd aðeins 15. Verð
um 200 þúsund fyrir parið.
Beosystem 2500. Best klæddu hljómtæki í heimi, segja framleiðendur. Menn geta deilt um það en víst er að Bang & Olufsen fara ekki troðnar slóðir í
hönnun. Stæðan er 83 sentimetrar á breidd, 36 á hæð og 15 á dýptina. Verð: 271.500 staðgreidd.
fhaldssemi í hljómtækjahönnun sagt stríð á hendur:
Ekki aðeins fyrir eyrað
Þessi hljómtæki frá Quad í Bretlandi eru um 30 ára gömul. Til hægri og vinstri eru svokallaðar monoblokkir, kraft-
lampamagnarar hvor fyrir sína rás. Milli þeirra er formagnarinn og ofan á honum útvarp. Quad-tæki hafa alla tíð
þótt vera sérstök í hönnun en henni hefur ekki oft verið breytt í um 50 ára sögu Quad. DV-mynd RaSi
Töluverðrar íhaldssemi hefur gætt
við hönnun hljómtækja mörg und-
anfarin ár. Reyndar eru einstakir
hljómtækjaframleiðendur alveg sér á
parti hvað frumleika í útfærslum
varðar en meirihlutinn heldur sig við
hefðbunda svarta kassa - „alla eins“.
Danska fyrirtækið Bang & Olufsen
er löngu orðið heimsþekkt fyrir
frumlega hönnun sína á hljómtækj-
um, fáir virðast komast með tærnar
þar sem þeir hafa hælana í þessu til-
hti. Reyndar hafa hönnuðir „high-
end“ hljómtækja, sem kallast yfir-
leitt hinu leiðigjarna nafni' hágæða-
hljómtæki, frjálsari hendur en hönn-
uðir hefðbundinna hljómtækja, sem
lýsir sér í hönnun framandlegra
formagnara og kraftmagnara.
Bang & Olufsen hafa hannað sér-
lega fallega stæðu, Beosystem 2500,
sem er geislaspilari, útvarp, snældu-
tutæki og tveir „active“ eða virkir
hátalarar - með innbyggðum magn-
ara. Stæðan á sér litlusystur, 2300,
þar sem snældutækinu er sleppt.
Stæðan er óvenjuleg út frá fleiri hlið-
um en útlitinu. Rétti maður höndina
að reyklituðu glerinu, sem hlífir af-
spilunartækjunum og stýrihnöppun-
um, rýfur maður geisla og glerið
dregst hljóðlega frá. Allar aðgerðir,
sem framkvæmdar eru, koma strax
fram á litlum skjá. Mögulegt er að
gefa útvarpsstöðvunum nafn í stað
tíðnitalnanna og hægt er að láta
geislaspilarann spila lög geisladiska
í mismunandi röð í hvert skipti sem
þeir eru settir í. Ekki þarf að snúa
snældunni til að spila hina hliðina.
Fá má fjarstýringar með þessari
stæðu sem greinilega er fyrir annaö
og meira en þægindi í umgengni og
hljóð. „Best klæddu hljómtæki
heims," segja framleiðendur. Látum
myndimar tala sínu máh.
-hlh
Hljómtækjasamstæöumar hafa
alltaf verið að minnka og minnka.
Það vekur furðu hve góðum hljóm
má ná úr þessum litlu stæðum í
samanburði við stærri og dýrari
samstæður. Hjá Faco fæst JVC-
samstæða, JVC UX-1 sem óhætt er
að segja að sé minnsta midi sam-
stæða í heimi. læssi samstæða er;
aðeins 13 sentimetrar í þvermál svo
halda má á henni i einum lófa.
ari, gelsiaspilari, útvarp, segul-
band, vekjari, hátaiarar með djúp-
bassa og fjarstýring. Þessi stæða
ætti að henta vel þar sem piássið
er lítíð eða í svefnherbergið, Stæð-
una kalla Faco-menn töfrastæðu.
Hún hefur fengið prýðilega dóma
fyrir hljómgæöi og notkun i fag-
tímaritum. JVC UX-1 kostar 49.990
krónur staðgreidd.
Faco er einnig með dýrari tæki
frá JVC, eins og geislaspilarann
Z-1050T,: sém fengið hefur mjög
góða dóma fyrir hljómgæði. Þessi
spilari kostar 67.800 krónur staö-
greiddur.
: Faco er einnig með margrómaða
bandaríska hátalara frá Poik. Þeir
fást í ýmsum stærðum, meöal ann
ars litlir, M3, á 17.900 pariö. Stór
bassahátalari kostar 33.100 kr ónur,
'
Samstæðurnar geta varia orðið minni. Þessi er aðeins 13,5 sentimetrar
á breidden býður engu aö síður upp á fulitaf eiginleikum.
DV-mynd BrynjarGauti