Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1992, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1992, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1992. 3 Helgi Tómasson: verðiaunaður af Dance Magazine. verðlaunaður Helgi Tómasson er einn þriggja listamanna er hljóta verðlaun hins virta timarits Dance Maga- zine í ár. {leiðara í marsútgáfu tfmarits- ins segir að undir stjórn Helga Tómassonar hafi San Francisco ballettinn öðlast nýjan þokka og kraft. Þess er jafnframt getið að Helgi Tómasson hafi verið stjóm- andi San Francisco ballettsins síðan 1985 þegar hann liætti störf- um sem aðaldansari New York- ballettsins. Þar hafi hann orðið einn besti klassiski ballettdansari síns tíma. Auk Helga hljóta dansaramir Darci Kistler og Meredith Monk verðlaun Dance Magazine í ár. Kistler starfar við New York ball- ettinn en Monk hefur verið leiö- andi í tilraunaleikhúsi, tónlist og dansifrál962. -IBS Einar Sanden: hringingar „Mér var sagt að ég ætti ekki að hafa neitt meö Mikson að gera því að þá áliti fólk að óg væri jafnsiðlaus og hann. Einn sagði mjög ógnandi röddu: „Við höfum fyigst með þér síðan þú gafst ævisögu Mikson út“ en sagði ekki hverjir „við“ væru,“ segir Einar Sanden, ævisöguritari Eðvalds Mikson Hinrikssonar. Einar fékk þrjár nafniausar upphringingar í síðustu viku. Tveir karlmemi hringdu sama dag, annar talaði ensku en hinn eistnesku. Annan dag í sömu viku hringdi sá þriðji og talaöi hann eistnesku. Þeir sem hringdu neituðu að segja til nafns, Einar kvaðst þá ekki hafa neitt viö þá að tala og þannig lauk samtölunum. „Þeir sem töluðu eistnesku gætu hafa verið eistneskir gyðingar en ég á samt erfitt með að trúa að nokkur Eistlendingur vilji Mikson feigan því þeir styðja hann allir,“ segir hann. Einar Sanden segist eindregiö hlynntur því að íslensk stjórn- völd hafi samband við eistnesk yfirvöld og fái þau til að rannsaka mál Miksons gaumgæfilega. „ís- Ienska sfiórnin getur ekki vitað hvað gerðist en eistneskasfjómin hefur aðgang að öllum skjölum og gæti rannsakað málið," segir hann. „Þannig gætu islensk stjómvöld fengið botn í þessar ásakanir og gefið út yflrlýsingu þess efnis. Mér finnst mikilvægt að það sé gert." -VD Fréttir AA\ SERTILBOÐ METRO Stakar mottur og teppi á sérstöku tilboðsverði /ERSLUN I MJODD Þjóðhagsstofmm vinnur að spá fyrir 1993: Kreppa áf ram á næsta ári Atvinnuleysi 1969 - 1992 - í prósentum - 1969 1970 1989 1990 1991 1992 Grafið sýnir atvinnuleysið í ár samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar, borið saman við atvinnuleysi siðustu ára og atvinnuleysið erfiðleikaárin 1969 og 1970. Kreppa verður áfram í efnahags- lífi okkar á næsta ári. Þjóðhags- stofnun vinnur þesa dagana að spá fyrir árið 1993. Stefnt er að því, að spáin verði tilbúin í aprílmánuði. í minnisblöðum, sem Þjóðhagsstofn- un hefur látið ríkisstjórnina fá, seg- ir um horfur á næsta ári, að um- svif í þjóðarbúskapnum verði lík- lega í bezta falli svipuð á árinu 1993 og á yfirstandandi ári. Atvinnu- ástand verði áfram erfitt á árinu 1993 og atvinnuleysi jafnvel ívið meira en á yfirstandandi ári. „Jafnvel næstu árin.. Margt kemur til, sem veldur þess- ari svartsýni. Ástand fiskstofna umhverfis landið er tahð fremur bágborið og því óvarlegt að reikna með umtalsverðri aukningu afla. Þá er verð á sjávarafurðum tahð frekar í hærri kantinum um þessar mundir. Af því leiðir, að hagfræð- ingar telja, að verðið muni fremur lækka en hækka. Það verður því ekki til að lyfta okkur úr lægðinni. Til viðbótar þessu má nefna, að enn eru engar horfur á álversfram- kvæmdum þeim, sem ætlað var að koma efnahagnum úr kreppunni. Ráðherrar eru þó ekki hættir að láta líklega í þeim efnum, en sann- ast sagna er bygging álvers engu nær en var fyrir hálfu ári. Loks má nefna viðskiptahallann gagn- vart útlöndum. Hagfræðingar álíta ekki, að viðskiptahalli, sem orðinn er 5 prósent af framleiðslu í land- inu, geri kleift að auka útgjöld þjóð- arinnar. Sérhver sæmileg stefna Sjónarhom Haukur Helgason stjórnvalda í efnahagsmálum út- heimtir því verulegt aðhald. Við verðum að öllum líkindum áfram í kreppunni um skeið. Sennileg út- koma úr spá Þjóðhagsstofnunar fyrir 1993 væri í bezta falli spá um hugsanlega 0-0,5 prósent vöxt framleiðslunnar, hagvöxt, á því ári, sem er sama og ekkert. Því segir stofnunin í minnisblaöi til ráðherra: „Flest bendir til þess, að hagvöxtur verði lítill á næsta ári, jafnvel næstu árin." Atvinnuleysið jafn- mikiðog1969 Þjóðhagsstofnun hefur sett fram spá um, að atvinnuleysi verði að meðaltali talsvert meira á yfir- standandi ári en árin á undan og verði að meðaltali 2,5 prósent af vinnuaflinu borið saman við 1,5 prósent í fyrra. Stofnunin leggur þó áherzlu á, að spáin sé óviss. Spáin byggist meðal annars á því, segir stofnunin, að vinnuframboð aukist minna en nemur íjölgun landsmanna á vinnufærum aldri. Þjóðhagsstofnun segir í minnis- blöðunum, að tölur um atvinnu- leysið fyrstu tvo mánuði þessa árs gefi ekki tilefni til að endurskoða fyrri spá. Hinu sé þó ekki að leyna, að ýmis einkenni atvinnuleysisins nú valdi sérstökum áhyggjum. Þannig sé fjöldi atvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu óvenjumikill um þessar mundir, sem bendi til þess, að atvinnuleysið nú sé ekki jafntengt árstíðabundnum sveifl- um í sjávarútvegi og áður. At- vinnuleysið komi ennfremur fram í greinum, þar sem þess hefur htið eða ekki orðið vart um árabil. Athyghsvert er að bera atvinnu- leysið nú saman við atvinnuleysið á samdráttarárunum 1969 og 1970. Samanburðurinn leiðir í ljós, að miðað við spá Þjóðhagsstofnunar verður atvinnuleysið í ár jafnmikið og það var 1969, þegar yfir allt árið erhtið. Verd nu kr. 882,- m Verd nu kr. 2.990,- m GERÐU GOÐ KAUP ! Verd nu kr. 2.090,- m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.