Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1992, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1992.
Fréttir
Vegalaus böm:
Happadrýgst að koma á fót
heimili en ekki stof nun
- segir Drífa Kristjánsdóttir á Torfastöðum sem rekið hefur slikt heimili árum saman
„Ég gleðst mjög yfir áhuga al-
mennings fyrir þessu málefni og
hann kom mér á óvart miðað við
reynslu fyrri ára. Ég vona að nú sjái
stjómvöld að þetta er mikill vandi
þó að fólk hafi til þessa viljað loka
augunum fyrir því,“ segir Drífa
Kristjánsdóttir en hún og maður
hennar, Ólafur Einarsson, reka
heimih fyrir vegalausa unglinga að
Torfastöðum í Biskupstungum.
Alis söfnuðust um 32 milljónir fyrir
vegalaus böm um helgina. „Ég tel
það happadrýgst að söfnunarfénu
yrði varið til þess að koma á fót álíka
heimih og þessu þar sem lítill hópur
fólks myndar heimili og tekur að sér
reksturinn fyrir ríkið,“ segir Drífa.
Þau Ólafur stofnuðu heimihð ásamt
öðmm hjónum fyrir 13 árum en hafa
rekið það ein síðustu sjö ár sem verk-
takar fyrir ríkið. Pláss er fyrir sex
unglinga í senn og telur Drífa að
miðað við eftirspum þyrfti 24 pláss
á ári.
„Staðsetningin skiptir ekki öhu
máli en okkur hefur reynst vel að
vera úti á landi, íjarri áreitinu í
Reykjavík en samt í grennd við
byggðakjarna þannig að auðvelt sé
að fá fjölskyldur til að koma og vinna
með okkur,“ segir hún.
Rekstrinum eru úthlutaðar um 13
milljónir á fjárlögum ársins en Drifa
segir að heimilið þyrfti að fá 15-16
milljónir svo hægt væri að ráða fleira
fólk. Hún er kennaramenntuð og
bæði hafa þau hjónin áralanga
reynslu af vinnu með unghngum á
Unglingaheimihríkisins. -VD
Flugmálastjórn hefur frestaö ákvörðun um hvers konar slökkvikerfi verði sett upp í flugstjórnarmiðstöðinni sem er
í byggingu, þar sem búist er við að halon-kerfin verði bönnuð innan tíðar og óvíst hvað kemur í staðinn.
DV-mynd GVA
Uppsetning halon-slökkvikerfa bönnuð innan tveggj a ára:
Ovissaum
nýju flugstjóm-
armiðstöðina
Búist er við að bann verði lagt við
uppsetningu nýrra halon-slökkvi-
kerfa hér á landi innan tveggja ára,
að sögn Sigurbjargar Gísladóttur
sem á sæti í óson-nefnd umhverfis-
ráðuneytisins. Nefndin á að gera til-
lögur th stjórnvalda að dagsetningu
en hefur ekki gert þaö enn þar sem
stutt er síðan hún var skipuð og mik-
il vinna hefur farið í upplýsingasöfn-
un það sem af er.
Vegna þessa væntanlega hanns
hefur ákvörðun um hvaða kerfi á að
nota í nýju alþjóða flugstjómarmið-
stöðinni á Reykjavíkurflugvehi verið
frestað. Halldór S. Kristjánsson hjá
Flugmálastjórn segir slíkt kerfi
koma að mjög góðum notum þar
vegna þess að í húsinu verði tölvu-
lagnir undir fölsku gólfi og mjög við-
kvæmur búnaður. Taka á stöðina í
notkun seinni hluta næsta árs.
Alþjóða sighngamálastofnunin,
sem Island á aðild að, hefur gefið út
tilmæh um að uppsetning kerfa um
borð í skipum verði bönnuð 1. júlí á
þessu ári. Páll Hjartarson siglinga-
málastjóri segir ekki vitað til þess!
að hægt verði að setja halonstað-
gengla á eldri halon-slökkvikerfi þeg-1
ar slík efni koma á markaö eftir
nokkur ár. Óvíst sé hvort þau efni
muni hafa sömu dreifieiginleika og
halon. Því blasi við að skipta þurfi
um eða breyta kerfum í flestum ís-
lenskum fiskiskipum takist ekki að
finna efni sem gengur á sömu kerfin.
Hönnuöur halonslökkvikerfis fyrir
kjahara Þjóðarbókhlöðunnar sagði
hins vegar í samtali við DV fyrir
helgi að því myndi fylgja lítill til-
kostnaður að setja staðgengilefni á
kerfið þegar þar að kæmi.
Annars staðar á Nprðurlöndunum.
og víðar í Evrópu hefur ýmist verið
samþykkt eöa gerðar tillögur um að
uppsetning kerfa verði bönnuð innan
eins til tveggja ára og áfylling með
haloni á gömul kerfi verði einnig
óleyfileginnanmjögfárraára. -VD
í dagmælir Dagfari
Samið um Ögmund
in.
Formaður verkalýðsfélagsins
Skjaldar á Flateyri segir í DV í gær
að „þaö sé forkastanlegt hjá stóru
samtökunum að hafa fólk samn-
ingslaust í marga mánuði. Menn
eru ahtaf að bíða hverjir eftir öðr-
um. Það er beðiö eftir rikisstjórn-
inni, beðið eftir hinu og beðið eftir
þessu.“
Og formaðurinn heldur áfram og
segir: „Mér er óskiljanlegt hvers
vegna menn geta ekki sest niður
og talað saman áður en samningar
renna út. Þetta virðist vera komiö
út í það að menn þykjast vera aö
tala saman."
Já, þetta er hljóðið í grasrótinni.
Og ekki að furða. Samningar hafa
verið lausir frá því 1 september í
fyrra og enn er ósamið þrátt fyrir
að heih her manna sitji á samn-
ingafundum og þykist vera að tala
saman. Svo kemur í ljós að þeir eru
ahs ekki að semja hver viö annan
heldur eru þeir alhr í sameiningu
aö bíða eftir því að þriöji aðili, sem
ahs ekki situr í karphúsinu, segi
hvað megi semja um. Það er beðið
eftir ríkisstjórninni sem stafar af
því að vinnuveitendur hafa ekkert
th að semja um og ASÍ og BSRB
hafa fundið það út að það sé ríkis-
stjórain sem eigi að semja um kjör-
Og af hveiju á ríkisstjórnin aö
semja um kjörin? Þaö er vegna þess
að Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, hefur fengið að sitja á sanm-
ingafundum mhh ASÍ og VSÍ og
heimtar að ríkið ausi út peningum
í þágu velferðarinnar sem er fólgin
í því, að mati Ögmundar, að ahir
hafi nógu mikla peninga út úr hinu
opinbera. Ögmundur néitar að gefa
eftir biðlaun opinberra starfs-
manna, jafnvel þótt þeir séu komn-
ir á laun annars staðar og séu hætt-
ir að vera opinberir starfsmenn og
Ögmundur krefst þess að ríkið
hætti að spara í lyfjakostnaði og
Ögmundur heimtar að ekki verði
spöruð króna í hehbrigöiskerfinu.
Nú er það að vísu rétt að Ög-
mundur Jónasson hefur verið kos-
inn formaður hjá opinberum
starfsmönnum en Dagfari minnist
þess ekki að sá maður hafi fengiö
umboð hjá öðrum launþegum th
að semja um kaup og kjör fyrir þá.
Samt er þessi sjálfskipaði forystu-
maður verkalýðshreyfingarinnar
orðinn aðaltalsmaður óbreyttra
launþega og segir aö það sé þungt
í sér hljóðið vegna þess að ríkis-
stjómin bugtar sig ekki og'beygir
fyrir kröfum hans.
Sannleikurinn mun vera sá að
aðrir forystumenn launþega, sem
sitja í karphúsinu, eru famir að
spyrja sjálfa sig að því hvaðan Ög-
mundur Jónasson hafi umboð til
að fara með þeirra mál og að
minnsta kosti kannast formaður
verkalýðsfélagsins á Flateyri ekki
við það að Ögmundur sé málsvari
sinn í samningum. Ögmundur má
hans vegna bíða eftir svari frá rík-
isstjóminni fram á haust ef hann
kássast ekki upp á annarra manna
jússur.
Það er haft fyrir satt að samning-
ar væru fyrir löngu komnir á kopp-
inn ef atvinnuþrasarar á borð við
Ögmund Jónasson væru ekki að
þvælast fyrir. Nú ganga samninga-
viðræður í karphúsinu aðahega út
á það hvernig semja megi við Ög-
mund um Ögmund. Þaö er verið
aö semja um Ögmund. Á að hafa
hann með í samningum eða á aö
láta Ögmund sigla sinn sjó? Enginn
maður ræðir lengur efnisatriði
samninga eða setur fram röksemd-
ir um venjulegar kjarabætur.
Samningar snúast um Ögmund og
hvað gera eigi við manninn til að
losna úr þeirri klípu að Ögmundur
geti samið um Ögmund án þess að
Ögmundur sé að semja fyrir aðra
en þá sem vilja að samið sé um
Ögmund.
Það er auðvitað gott og blessaö
að vera harður í samningum og
láta á sjálfum sér bera en það er
auðvitað nokkuð langt gengið ef
kjarasamningar tugþúsunda
manna standa og falla með per-
sónulegu stríði og metnaði eins
manns til að sanna ágæti sitt fyrir
sjálfum sér. Ögmundur Jónasson
er ekki að semja um kaup og kjör
opinberra starfsmanna. Hann er
að semja um pólitíska stefnu nú-
verandi ríkisstjómar án þess að
kjósendur hafi nokkurn tímann
beðið hann um þann erindrekstur.
Þjóðin hefur aldrei beðið Ögmund
Jónasson að semja um persónu
sína og prívatskoðanir og því fyrr
sem aðrir samningamenn skhja
það því fyrr tekst þeim að semja
fyrir þá sem þeir eiga að semja fyr-
ir.
Dagfari