Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1992, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1992, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1992. Útlönd gönginafturfyr- Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum: Áki Eleffsen, samgönguráö- herra Pæreyinga, ætlar aö leggja frumvarp um neðansjávargöng frá Sfraumey til Vogeyjar aftur fyrir lögþingiö. Litlu munaði í haust að frumvarp þetta yröi stjórninni að falli, enda göngin dýr og landsjóður í miklum íjár- hagskröggtmi. Aki er þingmaöur fyrir Voga og því mikið t mun að sýna kjós- endum sínum að hann geti komið máiinu í höfn.Heimamenná Vog- ey líta á göngin sem mikilvægt hagsmunamál. Að sögn kunn- ugra eru þó litlar líkur til að af lagningu ganganna verði vegna kostnaðarin8. Dæmdurfil aðframleiða Viilby Theilgaard, pylsugerðar- meistari í Sonderborg í Dan- mörku, verður að breyta aðferð sinni við framleiösluna því pyls- urnar hans eru of sverar. Dóms- yfirvöld i bænum hafa úrskurðað S málinu og komist að þeirri nið- urstöðu að Villby sé brotlegur viö lög, Eftir því sem danskar reglur kveða á um þá mega pylsur sem ætlaðar eru í brauð meö tilheyr- andi sósum ekki vera meira en 24 millímetrar í þvermál. Villby pylsugerðarmaður ætlar að fylgja úrskurði yfirvalda og mjókka pyísur sínar. Danirfáeðalvín frá Suður-Afriku Nú t vikunni koma eðalvín frá Suður-Afríku í búðir í Dan- mörku. Þar í landi hefur innflutn- ingur frá Suöur-Afríku verið bannaður um árabíl vegna að- skilnaðarstefhu suður-afriskra stjórnvalda. Eftir aíkvæðagreiðslu hvítra manna í síðustu viku, þar sem afnára aðskilnaðarstefnunnar hlaut yfirgnæfandi stuðning, eru allar hömlttr á viðskiptum núlli Suður-Afríku og Ðanmerkur úr sögunni. Þunglyndiveld« ur hjarta- sjúkdómum Bandarískir vísindamenn hafa fundið út að samband er á milli þunglyndls og hjartasjúkdóma. Rannsóknir mannanna bendir til að þunglynt fólk sé í meiri hættu að fá kransajðastíflu en aðrir. Þessi hætta eykst síðan um all- an helming ef aðrir áhættuþættir eru einnig fyrir hendi, svo sem reykingar og óhollt mataræði. Þannig viröast þunglyndir reyk- ingamenn í mestri hættu. Launhvergi ..... éhS - ^Mhlfeflk ■ ' nærneni Ný könnun sýnir að laun eru hvergi hærri í heiminum en í Þýskalandi. Látlu munar þó að Svisslendingar geri betur því laun þar eru aðeins einu prósenti lægri en 1 Þýskalandi. í Evrópu eru lægstu launin í i’ortúgal og þar næst í Grikk- landi. í þessum löndum eru laun aðeins áttundi hluti af þýskum launum. BUl Clinton tapaöi óvænt fyrir Jerry Brown í forkosningum í Connecticut: Osigurinn verulegt áfall fyrir Clinton - Bush forseti verður einnig að sætta sig við slakan árangur gegn Buchanan Þvert gegn öllum spám tapaði Bill Clinton fyrir Jerry Brown í forkosn- ingum demókrata vegna væntan- legra forsetakosninga í Connecticut. Síðustu daga hafa menn vestra al- menn gengið út frá því sem vísu aö Clinton væri öruggur með útnefn- ingu flokksmanna sinna en úrshtin í gær sýna að engu er að treysta fyrr en fullur sigur er í höfn. Munurinn á fylgi þeirra Clintons og Brown var þó ekki mikill. Þegar lokið var við aö telja bróðurpart at- kvæðanna hafði Brown fengið 38% en Clinton 35%. Þá vakti og athygli að Paul Tsongas hlaut 20% atkvæða þótt hann hefði þegar tilkynnt um uppgjöf sína í baráttunni við Clinton. Clinton getur þó huggað sig við að í Connecticut eru tiltölulega fáir full- trúar kjömir á landsfund demókrata í sumar en þar verður endanlega skorið úr um hver verður forsetaefni flokksins. Þá var kjörsókn heldur dræm. Brown getur nú hugsað gott til glóðarinnar þegar kemur að kosn- ingum í vesturríkjunum síðar í vor. Þar á hann heimaríki og nýtur meiri stuðnings en Clinton. Brown gæti einnig sótt að Clinton þegar kosið verður í New York, nágrannaríki Connecticut, þann 7. apríl. Þar eru margir fulltrúar kjörnir á landsfund demókrata. Clinton sagði í kosningabaráttunni í Connecticut að Brown væri ekki til stórræðanna og framboð hans því rétt til málamynda. Clinton hefur verið öruggur með sig frá því hann Jerry Brown, fyrrum ríkisstjóri í Kaliforníu, fagnaði vel þegar úrslitin í Connecticut lágu fyrir í nótt. Hann átti ekki von á miklu fyígi á austurströndinni enda á hann ætt og óööl á vesturströndinni. Bill Clinton varð fyrir áfalii með ósigrinum. Símamynd Reuter vann góða sigra í Illinois og Michigan í síðustu viku en nú verður hann að herða á baráttunni á ný. George Bush forseti náði aðeins 60% atkvæða í baráttu sinni gegn Pat Buchanan. Þessi niðurstaða sýnir að fylgismenn repúbhkana hafa enn hug á að refsa Bush fyrir slaka efna- hagsstjórn. Bush er þó öruggur með útnefningu en Buchanan veldur hon- um enn vandræðum. Reuter ÍPialdsmenn halda kosningafundi 1 Skotlandi: Þjóðemissinnum líkt við Fidel Castroá Kúbu Ian Lang, Skotlandsmálaráðherra bresku ríkisstjómarinnar, réðst harkalega að flokki skoskra þjóðem- issinna fyrir að berjast fyrir heima- stjóm og sagði að þeir mundu breyta landinu 1 „nýja Albaníu". Þá líkti ráðherrann vinstristefnu þjóðernis- sinna við stefnu Fidels Castros á Kúbu. Hörð stefna íhaldsflokksins gegn einhvers konar heimastjórn í Skot- landi nýtur ekki mikils fylgis meðal kjósenda. Samkvæmt skoðanakönn- un, sem birtist í dagblaðinu Scots- man, njóta íhaldsmenn stuðnings 22 prósent kjósenda en þjóðemissinnar eiga stuðning 27 prósent þeirra vísan. Verkamannaflokkurinn nýtur þó mestrar hylli meðal skoskra kjós- enda eða 41 prósents þeirra. Stuðningur við skoska heimastjórn hefur farið mjög vaxandi að undan- förnu þar sem margir Skotar telja að stjórn íhaldsmanna í London hafi sýnt hagsmunum þeirra lítinn áhuga. Þá vilja Skotar fá umráð yfir arðbærum olíulindum í Norðursjón- um. Verkamannaflokkurinn, sem á 48 af 72 þingsætum fyrir Skotland í breska þinginu, hefur lofað Skotum eigin þingi innan sambandsins við England. Flokkurinn treystir á kjós- endur í Skotlandi til að binda enda á þrettán ára stjórnarsetu íhalds- manna. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var í baráttuhug í gær og sagði að Skotar mundu hafna sjálfstjórninni þegar þeir gerðu sér grein fyrir hættunni sem henni fylgdi. John Major forsætisráðherra held- ur fundi í Skotlandi í dag þar sem hann mun ítreka þá skoðun sína að sjálfstjórn mundi óhjákvæmilega leiða til krafna um fuilt sjálfstæði landsins. John Major, forsætisráðherra Bretlands, heldur kosningafundi í Skotlandi Reuter i dag. Þar í landi á íhaldsflokkurinn undir högg að sækja. Simamynd Reuter Kemurheimí breytta veröld eftirtíumán- „Hann getur örugglega ekki ímyndað sér hvemig lííð er nú í landinu sem hann yfirgaf á síð- asta ári,“ segir Alexander Kaleri, rússneksur geimfari, sem leyst hefur félaga sinn Sergei Krik- aljov af hólmi í geimstöðinni Mír. Sergei hefur verið á braut um jörðu í tíu mánuðu. Hann átti að koma til jarðar í haust en vegna íjárhagsvandræða sovésku geim- ferðastofnunarinnar reyndist þaö ekki unnt. Síöan gerðist það að Sovétríkin voru lögð niður og enginn virtist vita hver bæri ábyrgð á að koma Sergei til síns heima. Á endanum tókst þó að manna geimfar og senda það með nýja áhöfn í Mír geimstöðina. Sergrei kemur heim í dag. Veröldin sem mætir honum er þó öll önnur en þegar hann lagði upp í ferð sína. Ríkið sem sendi hann er ekki lengur til og landar hans hafa endanlega snúiö baki við lífshátt- unum sem hann ólst upp við. Menn eru sammála um að við- brigðin verði mikil fyrir Sergei. Hann þarf einnig að venjast lífi á jöröinni eftir langa dvöl í þyngd- arleysi. Venjulega eru geimfarar mjög máttfamir eftir svo langa vist í geimnum því þar reynir lít- ið sem ekkert á vöðvana. Óvíst er hve lengi Rússar.ætla að halda uppi merki Sovétmanna í geimferðum því viðurkennt er að fjármagn skortir til starfsem- Ínnar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.