Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1992, Qupperneq 16
16
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1992.
Fréttir
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri um gróðureyðinguna vegna ofbeitar:
Hrossin miklu fleiri
en landkostir leyf a
- ágreiningur við bændur í Mývatnssveit leystur með samningum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii
„Hin mikla íjölgun hrossa, sem
orðiö hefur hér á landi, er mikið
áhyggjuefni og hrossin eru oft á tíð-
um miklu fleiri en landkostir leyfa.
Þetta er víða um land að verða eitt
brýnasta málið sem leysa þarf varð-
andi gróðurvemd," segir Sveinn
Runólfsson landgræðslustjóri.
Sveinn segir að starfsmenn Land-
græðslunnar hafi undanfarin miss-
eri varað á hótlegan og varfærinn
Egilsstaöir:
Bakað úr
lífrænt
ræktuðu
byggi
Sigrún Björgvinsd, DV, Egflsstöðum;
„Þetta er tyrsta árið sem ég er
með lífrænt ræktað bygg. Ég
sendi það valsað til brauögeröar
í Reykjavík sem malar byggið til
baksturs. Nú hef ég fengið kvörn
og þá get ég útvegað by ggið malað
eða brotið en þá er það nokkuð
gróft,“ sagði Eymundur Magnús-
son I Vallanesi.
Eymundur kvaðst hafa ræktað
bygg með lífrænum áburði í ein-
um hektara lands í sumar og upp-
skeran varð fimm tunnur sem er
með ólíkindum mikið en þess ber
að geta að í þessu stykki hafði
verið ræktað grænmeti um nokk-
ur ár og var því mjög fqótt orðið.
Hjá brauðgerð Kaupfélags Hér-
aðsbúa á Egilsstöðum eru nú bök-
uö brauð úr þessu byggi og heita
Héraðsbrauð, nema hvað,
Fáskrúðsíjörður:
Fimm tilboð i
dýpkun smá-
bátahafnar
Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúðsfirör
Opnun tilboða í dýpkun smá-
bátahafhar á Fáskrúösfirði var
gerð á skrifstofu Búðáhrepps 11.
mars sl- að viðstöddum nokkrum
tilboðsgjöfum.
Fimm tilboö bárust í þetta verk,
langlægsta tilboðið kom frá
Vökvavélum á Egilsstöðum,
1.685.045 kr. sem er 51 prósent af
kostnaöaráætlun. Guölaugur
Einarsson, Fáskrúðsfirði, átti
næsta tilboð, 3.423.750 kr. sem er
4 prósentum yfir kostnaðaráætl-
un. Páll Óskarsson vinnuvél-
stjóri, Fáskrúðsfirði, 4.170.750 kr.
sem er 27 prósent yfir kostnað-
aráætlun. Borgþór Guðjónsson,
Reyöarfirði, 5.166.750 kr. sem er
57 prósent yfir kostnaöaráætlun
og Guömundur Þorgrímsson og
Páll Óskarsson, Fáskrúðsfirði,
3.678.746 kr. sem er 12 prósent
yfir kostnaðaráætlun.
Aætlun frá Hafnamálastofnun
ríkisins hljóðaöi upp á 3.300.000
kr.
hátt við vaxandi beitarvandamáli
vegna fjölgunar hrossa sem því mið-
ur blasi við víða um land. „Svo ótrú-
legt sem það kann að virðast eru til
einstaka menn í röðum okkar hesta-
manna sem viðurkenna ekki að um
nein umtalsverð beitarvandamál sé
að ræða. Það er frumskilyrði þess aö
unnt sé að leysa vandamál aö menn
viðurkenni þau, þá fyrst er unnt að
skilja þau og meta og leita úr-
lausna,“ segir Sveinn.
Hann segist oft hafa lýst því yfir
að geysileg offramleiðsla í þessari
framleiðslugrein sé geymd í landinu
og það sé því miður orðið svo að land-
ið bíði skaða af. Gróður og jarövegur
í Þingeyjarsýslum megi t.d. alls ekki
við aukinni hrossabeit.
„Það hafa ekki komið upp alvarleg
ágreiningsmál varöandi upprekstur
á sauðfé hin síðari ár. Þaö kom að
vísu upp ágreiningur við bændur í
Mývatnssveit á síðasta ári, en sá
ágreiningur var ekki alvarlegur og
það tókst að semja í því máli með því
að mætast á miðri leið,“ segir Sveinn
um áhrif uppreksturs á sauðfé á
gróður á afréttum.
Sveinn segir að í Mývatnssveit séu
skilyrði á sumum bæjum erfið, sum-
ir bændur hafi lítil beitarlönd í
heimahögum en það hafi tekist aö
leysa ágreining um upprekstrartíma
undanfarin ár með samningum í
Mývatnssveit sem annars staðar.
Leiðangursmenn Hafró á Ljósafelli SU. Frá vinstri; Gísli Ólafsson, Höskuldur Jónsson, Ásgeir Gunnarsson og
Sólmundur Einarsson leiðangursstjóri. Eyjan Skrúður i baksýn. DV-mynd Ægir
Togararall Hafrannsóknastofnunar:
Ljósaf ell togaði á 118 stöðum
Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði:
Togarinn Ljósafell SU var í togara-
ralli Hafrannsóknastofnunar sem er
nýlokið. Togarinn hóf rannsóknar-
leiðángurinn 4. mars og honum lauk
17. mars. Stofnmælingar botnfiska
hafa farið fram árlega undanfarin ár
og er þetta í áttunda sinn.
Á Ljósafelli var togað á 118 stöðum
frá Hjörleifshöfða að GlettinganesL
og voru magasýni tekin úr 27 fiskteg-
unum auk annarra rannsókna.
Þetta var fyrsti túrinn í svokölluðu
fjölstofnaverkefni. Aörir togarar,
sem tóku þátt í þessu verkefni í ár,
voru Bjartur NK, Rauðinúpur ÞH,
Arnar HU og Vestmannaey VE. Leið-
angursstjóri á Ljósafelli var Sól-
mundur Einarsson fiskifræðingur en
skipstjóri á Ljósafelh er Albert Stef-
ánsson.
Haugakvísl á Eyvindarstaöaheiði:
Jakar löskuðu brúna
Þórhaflur Asmundsson, DV, Sauðárkróki;
Menn sem áttu leið fram á Eyvind-
arstaöaheiði nýlega urðu þess varir
að ný brú yfir Haugakvísl, fram á
miðri heiðinni, hafði laskast veru-
lega í vetur. Eftir greinilegum vegs-
ummerkjum að dæma er tjóniö
vegna klakastíflna og jakahlaups í
ánni. Handrið á brúnni var brotið,
burðarbitar úr stáli höfðu svignað
og festingar fyrir brúargólf höfðu
rést upp eins og málmþynnur væru.
Þá hafði tekið talsvert úr veginum
við brúarstólpann.
Lokið var við gerð brúarinnar á
síðasta vori. Hún er ríflega 10 metrar
að lengd og sá Landsvirkjun um
byggingu hennar.
Siguijón Guðmundsson, bóndi á
Fossum í Svartárdal, segir aö heima-
menn séu hræddir um að brúnni
verði hætt í framtíðinni.
„Menn voru svo sem búnir aö spá
fyrir að brúin yrði ekki lengi ólösk-
uð. Reyndar hiélt maður aö þetta
hefði sloppið þar sem svo snjólítið
hefur verið það sem af er vetri. Hins
vegar er þess að gæta að það hefur
myndast klaki á ánni í vetur og leys-
ingarnar hafa orðið mjög snöggar og
miklar því hitastigið hefur verið svo
hátt stundum. Svo er vatnasvæðið
svo gífurlega langt þaðan sem áin
rennur lengst framan og austan af
Hraunum. Það hefur líka sýnt sig að
hún getur farið ansi hátt með klaka-
hrönglið. Það hefur sést á möl og
jarðvegi sem hún ber með sér í jök-
unum. Þó að brúin standi hátt má
því alltaf búast við að hún verði í
hættu,“ sagði Siguijón á Fossum.
Nemenda-
garðará
Bifröst
Bergþór G. Úl&rsson, DV, Borgarfirði;
Stjóm nemendagarða Sam-
vinnuháskólans á Bifröst áætlar
að byggja þrjátíu og tvær nem-
endaíbúðir á næstu fjórum árum.
í fyrsta áfanga er ætlunin að
byggðar verði fjórar 3 herbergja
íbúðir sem hægt er að nýta fyrir
tvo einstaklinga, einstæða for-
eldra eða íjölskyldur.
Húsnæöisstofnun ríkisins hef-
ur þegar gefiö lánsloforð fyrir
þremur þessara íbúða. Þá er
stefnt að byggingu átta 3 her-
bergja íbúða í svonefndum B-
áfanga og aö framkvæmdir við
þaer hefjist nú á þessu ári.
Á árinu 1993 veröur hafist
handa við annan áfanga en þá er
ráðgerð bygging á sex 3 herbergja
íbúðum og tveimur 4 herbergja.
í þriðja áfanga er áætlað að
byggja aðrar sex 3 herbergja
íbúðir og tvær 4 herbergja. En í'
lokaáfanga framkvæmdarinnar,
sem miðast við árið 1995, skulu
byggðar fjórar 5 herbergja íbúðir
sem nýta má fyrir fjóra einstakl-
inga.
Byggingaráætlunin er háð lán-
veitingum frá Húsnæðisstofnun
ríkisins en alls er hér um að ræða
tuttugu og fjórar 3 herbergja
íbúðir, fjórar 4 herbergja íbúöir
og flórar 5 herbergja íbúðir.
Útboð í verkið annaðíst Al-
menna verkfræðistofan og bárust
alls fjórar tillögur. Ákveðið var
að taka tilboði frá Byggingafélag-
inu Borg í Borgarnesi. Arkitektar
eru EgOl Guðmundsson og Þórar-
inn Þórarinsson. Burðarþol og
lagnir: Verkfræðistofan Forsjá hf.
og raflagnir Rafteiknistofan.
Norðurland eystra:
Samtöksveitar-
félagastofnuð?
Jóhannes aguijónssain, DV, Húsavflc
Á síöasta flórðungsþingi Norð-
lendinga var skipuð nefnd til að
kanna og vinna að hugmynd um
stofhun samtaka sveitarfélaga á
Norðurlandi eystra. Nefndina
skipa bæjarsflórarnir á Akureyri
og Húsavík, Halldór Jónsson og
Einar Njálsson, og Jóhannes Sigf-
ússon, oddviti í Svalbaröshreppi.
Nefndin telur aö grundvöllur
fyrir stofnun þessara samtaka sé
fyrir hendi og hefur sent sveitar-
stjórnum á svæðinu erindi með
hugmyndum um ramma að upp-
byggingu slíkra samtaka til um-
flöllunar.
-Þetta mál var til umræðu á
bæjarsflórnarfundi á Húsavík
nýverið. Einar Njálsson bæjar-
stjóri geröi grein fyrir málinu.
Hann sagöi aö máliö heföi verið
rætt í héraðsnefhdum og meiri-
hluti sveitarsflórna virtist já-
kvæður fyrir hugmyndinni en
ekki væri einhugur um málið og
sumir hefðu efasemdir um gildi
svona samtaka sem tækju við af
Fjórðungssambandi Norðlend-
inga.
Hugmyndin er sú að fulltrúar i
héraðsnefhdum séu eirrnig full-
trúar í samtökunum og þannig
skapist samstarfsgrundvöllur
héraðsnefhdanna og þar með
sveitarstjóma í lflördæminu.
Samtökin yrðu umsagnaraðili og
ráðgefandi um málefhi kjördæm-
isins gagnvart ríkisvaldinu og
hefði aðgang að ákvarðanatöku
um veitingu flármagns og for-
gangsröð verkefna á svæðinu.
Nokkrar umræður urðu um
raálið á fundinum. Flestir virtust
þeirrar skoðunar aö Fjóröungs-
samband Norölendinga væri búið
að vera og eitthvað þyrfti aö
koma í staðinn án þess aö verða
jafnmikið batteri.