Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Qupperneq 2
 28 Bflar LAUGARDAGUR 28. MARS 1992. DV Harley Davidson „Electra Glide": Dæmi um sígilda hönnun - hefur framleitt mótorhjól í nær níutíu ár og annar nú ekki eftirspum Saga mótorhjólanna fylgir nánast sögu bílsins og segja má að almenn útbreiðsla mótorhjóla haíi hafist um síðustu aldamót eða á fyrstu árum aldarinnar, á sama tíriia og fyrstu bílamir fóru almennt að líta dagsins ljós. Fyrstu mótorhjólin voru lítið annað en reiðhjól með hjálparvél en svo fór þó á örfáum árum að hönnun þeirra sveigðist íijótt inn á sömu línu og við þekkjum af þessum vélfákum í dag. Nú er það svo að undirritaður hef- ur takmarkaða þekkingu og áhuga á mótorhjólum en þó skoðað þau úr hæfilegri fjarlægð í áranna rás. Af öllum þeim fjölda og margbreytileika mótorhjóla, sem fyrir augu hefur borið á liðnum árum, stendur þó ávallt eitt upp úr og það er Harley Davidson frá Bandaríkjunum. Flest- ir þekkja eina gerð þeirra hjóla úr umferðinni hér í Reykjavík, „Electra Glide“, sem lögregluembættið í Reykjavík hefur notað til löggæslu í rúma hálfa öld, en fyrstu. hjólin komu til umferðargæslu í Reykjavík árið 1940, í tíð Agnars Kofoed-Hans- ens, þáverandi lögreglustjóra. Harley Davidson hefur raunar skapað sér þá ímynd að vera lifandi dæmi um sígilda hönnun, eins og sjá mátti í sjónvarpsþætti BBC um sí- gilda hönnun sem Sjónvarpið sýndi fyrir nokkru. Nærri níutíu ár að baki Saga Harley Davidson hófst fyrir Erfiðirtímar í raun ganga allir framleiðendur mótorhjóla í gegnum erfiða tíma. í dag er talið að 7,3 milljónir mótor- hjóla séu á bandarískum vegum sem er verulegur samdráttur miðað við 7,7 milljónir hjóla árið 1985. Fyrir einum og hálfum áratug mátti segja að japönsku mótorhjóla- framleiðendumir Honda, Yamaha, Kawasaki og Suzuki væru einráðir á bandaríska markaðnum. Árið 1969 hafði Harley Davidson sameinast risasamsteypunni AMF en samein- ingin reyndist dýrkeypt vegna minni gæða og minnkandi sölu. Árið 1985 slapp Harley Davidson úr „klóm“ AMF og „kom heim aftur“, eins og blaðafyrirsagnir sögðu á þeim tíma. Frá þeim tíma hefur stjama Harley Davidson risið hratt og nú er svo komið að verksmiðjurnar anna ekki eftirspurn. Ástæðan er að miklum hluta röng stefna japönsku framleiðendanna á markaðnum. Þeir einbeittu sér að kraftmiklum hjólum sem komust 280 kílómetra á klukkustud og voru þess eðlis að ökumaðurinn varð að sitja í hnipri og beita sérstakri tækni til að beygja. I raun má segja að Japanir haíi verið svo uppteknir af því að þróa framleiðsluna að þeir „gleymdu" markaðnum eða, eins og Gary Christopher hjá Honda í Bandaríkjunum segir: „Við vorum' svo uppteknir af því að ná til „upp- anna“ að við gleymdum sjálfum mót- orhjólaáhugamönnunum. Á hverju ári sendu þeir frá sér nýjar gerðir, mismunandi í útliti og hraðskreiðari. Þetta þýddi að „gömlu“ hjólin féllu hratt í verði, varahlutir voru dýrir og tryggingar á hjólunum urðu dýrari. íslandsmeistarakeppni í vélsleðaakstri í Bláfjöllum á morgun: Sérsmíðaður 200 hestafla vélsleði meðal 100 sem keppa Fyrri hluti íslandsmeistaramóts í vélsleðaakstri verður haldinn í Blá- fjöllum á morgun, sunnudag. Búist er við um eitt hundrað keppendum anna í Bláfjöllum, nær Sandskeiði, en ails verður keppt í sex flokkum. vinstra megin við Bláíjallaveginn Keppt verður í nágrenni skíðasvæð- þegar ekið er frá Reykjavík. VÉLSLEÐAR Toyota extra cab SR 5 EFi '88, ek. 52.000. Rocky turbo/dísil '85. Bronco XLT ’83, ek. 76.000 m. GMC pickup m/húsi '83. HEF KAUPENDUR AÐ ’89, ’90 OG ’91 TOYOTA EXTRA CAB V/MIKILLAR EFTIR- SPURNAR OG SÖLU. BUFMEIBASALA ÍSLANDS HF. BÍLDSHÖFDA 8-112 REYKJA VlK Sími 675200 Hér eru þeir félagar í HK-þjónustunni, þeir Kristján Bragason og Halldór Jóhannesson, vinstra megin viö sleðann, en hægra megin er Benedikt Valtýsson sem keppa mun á sleðanum á morgun. Á milli þeirra sést vel vélin heima- smíðaða sem nú skartar þremur strokkum í stað tveggja venjulega. Ljósmynd tímaritið 3T Mikið úrvai af nýjum og notuðum véisleðum á verði við allra hæfi. Harley Davidson framleiðir fjöldamargar gerðir mótorhjóla en flestar þeirra eru svipaðar í útliti og dæmigerð „götuhjól". tæpum 90 árum í Milwaukee í Banda- ríkjunum sem hefur verið heimili Harley Davidson fram til þessa. Það voru þeir William S. Harley, William A. Davidson, Walter Davidson og Arthur Davidson sem smíðuðu fyrsta mótorhjólið í sameiningu í litl- um skúr á baklóðinni heima hjá Davidson-fjölskyldunni og urðu að fá lánuð verkfærin til smíðinnar. Fyrsta hjóhð var smíðað árið 1903 og síðan hefur stjarna Harley David- son skinið skært og skapað sér sér- .stöðu. Hjól allra stétta í raun verður ekki annað sagt um Harley Davidson en að það sé hjól allra stétta. Kvikmyndastjörnur á borð við James Dean og Marlon Brando hófu þessi hjól á æðri stall á sínum tíma. Auðkýfingurinn Mal- colm Forbes átti fjöldann allan af hjólum frá Harley Davidson og þeysti á einu slíku út í buskann með ekki ófrægari persónu en Elizabet Taylor á aftursætinu. Ronald Reagan, for- seti Bandaríkjanna, heimsótti verk- smiðjur Harley Davidson og sú heim- sókn varpaði ljósi á þá staðreynd að Bandaríkin áttu leik í stöðunni gegn stöðugri ásælni japanskra framleið- enda inn á markaðinn. I i I I l ■ I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.