Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 6
36 LAUGARDAGUR 28. MARS 1992. B£Lar DV Sf ? - á bílasýningu í Daytona Ásgetr Sigurgestss. Bandarikjunum Engum ofsögum fer af bíladellu Ameríkana. Hún er alveg gegndar- laus. Milljónir manna eru áskrifend- ur aö bílablöðum, fylgjast grannt með nýjungum og velta sífellt vöng- um yfir hvernig bíl eigi að kaupa næst; kappakstur laðar að sér aragrúa fólks um land allt og er sýnd- ur á besta tíma í sjónvarpi þótt lítið sé að sjá nema flokk af bílum sem keyra hring eftir hring eftir hring; og hinir ýmsu afkimar bíladellunnar verða æ vinsælli: Kvartmíla, torfæra (keppnir og 4x4 sýningar), dráttar- keppni (hver kemst lengst á malar- braut með níðþungt hlass í eftir- dragi) og trukkastökk (tveir pik- kuppar með hátt í þúsund hestafla vélum og mannhæðarháum hjól- börðum keppa um hvor er fljótari að fara tiltekna vegalengd og stökkva yfir nokkra fólksbíla í leiðinni!). Fornbíladellan er hér mest í heimi og meira að segja hér í New Smyma Beach, smábæ á stærð við Akureyri, á austurströnd Flórída, er glæsibíll- inn Dusenberg árgerð 1929 flaggskip Fornbílaklúbbsins. Síðast en ekki síst skal nefnd sú della sem fjallað verður um hér: „Street rods“. Kraftur og króm Ég hef ekki á takteinum íslenskt heiti yfir þá bíla sem hér um ræðir Hugmyndaflugiö er ótakmarkað. Um 1950 hefur þessi Buick verið nýr og átt sér stoltan eiganda sem ekki óraði fyrir hvað yrði úr honum. Þakið á biinum hefur verið lækkaö með því að skera úr glugga- og dyraumbúnaði og bíllinn sjálfur lækkaður þannig að hann dregur kviðinn. Undir vélarhíif- inni er krómuð vél og áklæði inni i bílnum úr vinrauðu plussi. Þessi mundi flokkast sem „custom rod“. Rúm 35 ár skilja þessa svörtu eðalvagna, Lexus LS 400 frá Toyota, árgerð 1991, og Chevrolet Bel Air árgerð 1955. Engu að siður eru þeir ótrúlega líkir að gerð: Báðir byggðir á grind, vél að framan, drif að aftan, u.þ.b. 4 lítra V-8 strokka vél, útblástur leiddur aftur i tveim rörum, sjálfskipting, afi- stýri og-aflhemlar. Munurinn á bílunum kemur hins vegar í Ijós þega, farið er að skoða nánari útfærslu hinna ýmsu hluta. Það sem þá skilur áð en sést ekki utanfrá er að Lexusinn er hlaðinn rafeinda- og tölvubúnaði sem stýrir vinnslu vélar, girskiptingar og hemla og nýtist einnig við eftirlit og stillingar. en reyni aö lýsa meginatriðufn dell- unnar. Hún felst í því að endur- hanna, gera upp, aka og njóta bíla sem yfirleitt eru frá árunum 1920- 1970 eða eftirlíkingar af þeim árgerð- um. Vestanhafs má kaupa eftirlikingar af frægum bifreiðategundum (replicacar) sem litt eru á markaði lengur. Er þá einatt brugðið frá upphaflegum bún- aði með þvi að setja í bílana yngri árgerðir véla og annars búnaðar sem auðveldara er að ná í og halda við. Margir kaupa bílana ósamansetta án vélar, verða sér sjálfir úti um vél og setja allt saman. T.h. er eftirlíking af AC Cobra, sportbíl sem heimsfræg kappaksturshetja, Shelby, framleiddi i litlu upplagi um miðjan sjöunda áratuginn og notaði i bílinn 427 rúmtomma vél frá Ford. Upprunalegt eintak af þessari tegund er nánast ófáanlegt nema fyrir offjár en nægur markaður virðist fyrir eftirlíkingar. A.m.k. sjö fyrirtæki i Bandaríkjunum framleiða þær. T.v. er eftirlíking af öðrum frægum sportbil frá sjöunda áratugnum, breskum Austin Healy 3000 Mk II. Þessi varahlutasali var i Corvettu-deildinni, hann bauð felgur, hurðir, sæti og margt fleira í Corvettur af ýmsum árgerðum. Nokkrir slíkir voru á svæðinu. 2500 bílar Víðast hvar í Bandaríkjunum eru „street rod“-klúbbar. Félagar eiga þar sameiginlegt áhugamál, koma saman með bílana um helgar til að sýna þá og sig og sjá aðra, skiptast á hlutum og upplýsingum og aðstoða hver annan við hönnun og smíðar. Annað veifið eru stærri mót þar sem fleiri koma saman. Eitt slíkt var í Við hefðbundna endurbyggingu eldri bíla er lögð áhersla á að bíllinn verði aö öllu leyti í upprunalegri mynd en þegar „street rods“ eru ann- ars vegar þá er brugðið frá reglunni: Vélin er yfirleitt átta strokka úr nýrri árgerð, sérbyggð með alls kyns búnaði til þess að gera hana öflugri, bílamir eru sömuleiðis með sjálf- skiptingu, fjöðrunar- og stýrisbúnað úr yngri árgerðum og hjólbarðar eru minni en voru á bílnum upphaflega. Vinsæll og dæmigerður „street rod“, skærgulur Chevrolet skúffubíll, gerð 3100, árgerð 1952. í þessum er 350 rúmtomma V-8 Chevrolet-vél, sjálfskipt- ing og drifbúnaður frá níunda áratugnum en a.ö.l. er bíllinn upprunalegur í öllum aðalatriðum að utan og innan. Auk eiginlegra „street rod“-bila voru sýndir lítt eöa ekki breyttir bílar sem eru eftirsóttir eða hafa sérstöðu. Chevrolet Corvette sportbílar af eldri ár- gerðum eru í mjög háum verðflokki í Bandaríkjunum, einkum árgerðirnar 1955-1963. Góö og upprunaleg Corvetta árgerð 1958 selst hæglega fyrir 30-35 þúsund dollara, álika og nýr Cadillac. Þær voru þarna í tugatali í Corvettu-deildinni sem náði yfir stórt svæði. Við sjáum í afturendann á Corvettu frá 1963 t.v. og 1967 árgerð t.h. Á milli þeirra sér framan á 1957 árgerðina. Og síðan er krómað og krómað, vél- arhlutar, felgur, jafnvel allur undir- vagninn þannig að á sýningum stendur bílhnn á spegli svo að dýrðin sé ljós. Þetta skýrist betur af mynd- unum sem fylgja þessum pisth. Yfirleitt eru bílarnir hreinir sýn- ingargripir, í rauninni skartgripir; sumir tala um hstaverk og má vel til sanns vegar færa. Þeim er htið ekið og taka yfirleitt ekki þátt í kapp- akstri þótt vélarafl og annar búnaöur gefi tilefni til þess. Annar flokkur bíla í þessum dúr eru nefndir „hot rods“, þá er gert ráö fyrir þátttöku í kappakstri, kvartm- ílu, og enn annar flokkur nefnist „custom rods“, þeim er breytt meira en öðrum og hugmyndafluginu gef- inn laus taumurinn. $ SUZUKI i«M Notaðir úrvalsbílar Tegund Arg. Ekinn Stgrverð Suzuki Swift GL.Sd. '86 88þ. 320 þ. Suzuki Swift GL. 5 d. '88 62þ. 440 þ. Suzuki Swift GTi '88 Mþ. 540 þ. Suzuki SwiftGL, 3d. '88 58 þ. 440 þ. Suzuki Swift GL. 3 d., sjálfsk. '88 «1». 430 þ. Suzuki Sw'iftGA, 3d. '88 74 þ. 390 þ. Suzuki Swift GL, 3 d., sjálfsk. '88 89 þ. 420 þ. MMC Galant Super Saloon, '89 51 þ. 1.140 þ. sjálfsk. Suzuki Fox 410 '85 107 þ. 440 þ. Suzuki Fox 410.30" dekk '84 108 þ. 380 þ. Suzuki Fox 410 '88 40þ. 550 þ. Suzuki Fox 410 '88 64Þ 540 þ. Suzuki Fox/Samurai413 '90 48 þ. 750 þ. BMW 318i. 3 d. '87 38þ. 890 þ. Subaru station 1,8 4W0,5 d. '87 83 þ. 680 þ. Saab 900i. 4 d. '87 90 þ. 790 þ. MMC Colt GLX 1,5,3 d., sjálfsk. '89 27 þ. 750 þ. Ford Escort LX 1.6.5 d. '85 99 þ. 270 þ. Daihatsu Charade CS, 5 d. '88 63 þ. 390 þ. VWJetta '82 128 þ. 100 þ. Ford Sierra 2000,5 d. '85 74 þ. 390 þ. Lada Sport, 4g. '87 30 þ. 280 þ. Mazda 626,3 d. '85 119 þ. 390 þ. Isuzu Gemini,4d. '90 34 þ. 670 þ. LadaSport, 4gíra '87 41 þ. 280 þ. Nissan Stanza 1.8,3 d. '83 140 þ. Ford Sierra 1,6,5 d. '84 91 þ. 290 þ. GÓÐ GREIÐSLUKJÖR Bílasalan er opin virka daga frá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 13-16. $ SUZUKI iWÞ ..—, • SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 SÍMI 685100 ÚHOIVDA N0TAÐIR BÍLAR Teg. *rg. Ek. Stgtv. 3 d. Civic DX1.3, ss.,AM 17 59 þ. 48flþ. 3d. CivicGTi 1.6.5g.. GMS 70þ. 800(1. 3 d. CivicGL 1.4.5g.. GMPS ‘90 18 þ. 848|i. 3 d. Civic GL1.4,5g.,GMPS ■M 19 þ. 840 þ. 3d. Civic GL 1.4.5g., GMP ■$1 9þ. 930 þ. 4d. Civic GL 1.4. ss., AMP 40þ. 650 þ. 2 d. Civic CRX 1.6.5 g. 70 þ. 800 þ. 4d. Accord2,0, ss.,EX ‘88 53þ. 878 þ. 4 d. Accord 2,0, ss.. EXS 18 49þ. 900 þ. 4 d. Accord 2.0, ss., EXS-1 10 61 þ. 1350 þ. 4 d. Accord 2.0. ss.. EX H 15 þ. 1430 þ. 5d.Shuttle1.54WD.Gg. 17 102 þ. 550 þ. 2 d. Prelude 2,0,5 g.. EXS-1 19 34 þ- 13Mþ. 5 d. Nissan Blueb. 2.0.5 g. 17 105 þ. 530 þ. 5 d. Toyota Carina 2.0. ss. 19 48þ. 940 þ. 4d. Mazda 626 GLX. 2,0,5 g. m 91 þ. 450 þ. 5 d. Isuzu Trooper DLX, 5 g. 17 53þ. IZOOþ. 4d. BliW520iss. 17 68þ. lOSOþ. 3d.LedaSport4i4.5g. 40þ. 4»þ. Bílasalan opin virka daga kl. 9-18 laugardaga kl. 11-15 Rhondai Vatnagörðum 24 Sími689900 Með ofbirtu í augunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.