Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Side 7
LAUGARDAGUR 28. MARS 1992.
37
DV
Bflar
Margir litu hýru auga þennan sjö manna Cadillac frá 1932. Að utan og innan er hann að mestu upprunalegur
nema hvað felgur og hjólbarðar voru nokkrum tommum stærri á sinum tíma. Vélbúnaðurinn er hins vegar nýr
af nálinni. Eins og sjá má voru það ekki Citroén-verksmiðjurnar sem fyrstar kynntu framljós sem „litu til hliðar"
þegar stýrishjólinu var snúið heldur var slíkur búnaður á Cadillac 1932. Lugtirnar eru einfaldlega tengdar stýrisbún-
aðinum með grönnum stöngum.
Daytona Beach í Flórída á dögunum
og ég fór auðvitaö að skoða. Og hví-
hk sjón! Ég fékk oíbirtu í augun.
Mótið var haldið á Daytona Spe-
edway, hinni geysistóru og frægu
kappakstursbraut. Allt svæðið mor-
aði í bílum - þeir voru 2500 talsins -
og lakkgljáinn og krómið var þvílíkt
að maður þurfti nánast dökk sólgler-
augu. Það var ekki keppni í einu eða
neinu - nema óformlega á þann veg
að hverjum fannst sinn flíill fagur -
heldur var bílunum einfaldlega stiilt
upp svo að gestir mættu skoða og
dást að. Tugir þúsunda gerðu það.
Fjörlegur markaður
Jafnframt var mótið markaður, bíl-
ar gengu kaupum og sölum og
hundruð varahlutasala og annarra
sem þjóna sérþörfum bíladellukarla
buðu vöru sína eða þjónustu. Flestir
eru á einhverju sérsviði, eru til dæm-
Ég stóðst ekki mátið að mynda þennan hálfrar aldar gamla Ford sem var
eins og nýr og hafði verið hiaðið á hann ýmsu því sem einkennir hina risa-
stóru dráttarbíla sem þeysa með gáma í eftirdragi um hraðbrautir Banda-
ríkjanna. Á bak við hann sést í Chevrolet Bel Air, tveggja dyra hardtop, frá
1957. Góð eintök af þeim seljast á 25-40 þús. dollara.
; s
Dæmigerðir „street rod“-bílar: Ford Coupé árg. 1929-32 með V-8 Chevrolet eða Ford-vélum, sjálfskiptingum og
drifbúnaði úr yngri árgerðum.
is eingöngu með hluti í Chevrolet
Corvette eða sérfræðingar í að auka
afl V-8 véla. Maðurinn sem hefur lagt
aUan frítíma sinn undanfarin ár í að
gera upp draumabílinn sinn, segjum
Ford Victoria Crown 1956, og króm-
ramminn utanum hægra afturljósið
er heyglaður hann gat fundið
óskemmdan ramma í einu sölutjald-
inu. Og sá sem vantaði réttu klukk-
una í Chevrolet pick-up 3100 árgerð
1952 hefði fengiö hana hjá klukkus-
pesíalistanum. Sá var með lítið sölu-
tjald, nokkur hundruð klukkur og
ekkert annað. Og það var nóg að
gera. Filman var því miður búin þeg-
ar ég gekk fram á hann.
Glæsileikanum, hugmyndaauðg-
inni og handbragðinu verður ekki
með orðum lýst en myndimar segja
sitt.
Bílasala í fyrrum A-Þýskalandi:
OpelKadettog
Renault 19 á toppnum
Bins og áður hefur komið fram Nú hafa verið gerðar upp sölutöl-
hér í DV-bílum hefur bílasala í ur fyrir hluta af síðasta ári og þar
þeim hluta Þýskalands, sem áður kemur fram aö á fyrstu þremur
tilheyrði austurblutanum, verið ársfjórðungum 1991 var Opel Kad-
mjög rmkil allt frá því að múrinn ett í efsta sæti meðal nýskráðra
féll. Mest hefur saian veriö í notuö- bíla meö 60.000 nýja bíla selda og
um bílum frá vesturhlutanum og nokkuð óvænt er innfluttur bill í
eins í mótomm í þann bílaflota sem öðru sæti en það er Renault 19 með
fyrir var í landinu. 35.000 nýja bíla.
Eftir tvö ár kemur arftaki Peugeot 405 á markað undir nafninu Peugeot
506. Þessi nýi 506 verður svipaður 605 í útliti og töluvert stærri en núver-
andi 405, 4,5 metrar i stað 4,41 nú og þar af leiðandi töluvert rýmri.
Þessi nýi bíll er byggður á svipuðum grunni og Citroen BX sem kemur
líka frá PSA-samsteypunni en arftaki hans mun koma á næsta ári.
Nýr jeppi í samvinnu
Nissan og Ford
Nissan og Ford eru í sameiningu að hanna nýjan jeppa. Þessi arftaki
Patrol verður að sögn jafnt til sölu undir merkjum Ford og Nissan og
helsti keppinauturinn verður að sögn þýska blaðsins Auto Bild Opel
Frontera. Bíllinn á að koma á markað 1993/94. Þessi nýi jeppi kemur í
tveimur gerðum, stuttri og langri, og er sá styttri á myndinni.